Fréttablaðið - 27.11.2005, Side 66

Fréttablaðið - 27.11.2005, Side 66
 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR34 Þegar mikið er að gera virðist streitan taka öll völd og ekkert virðist skipta meira máli en tröllsleg dýrkun Mammons. Ef menn leggja sig fram geta þeir þó tekið eftir öðrum hliðum mannlífsins. Þessar myndir bera þess merki að áherslan er ekki á hið streitumikla sam- félag sem við dveljum svo mikið í. Hér eru skemmtilegu og mannlegu augnablikin fönguð með linsu ljósmyndar- ans svo úr verður safn stresslausra stunda. VIKAN SEM VAR KRUMMI KRUNKAR ÚTI Töluvert hrafna- spark var fyrir utan Eyrarbakka í vikunni. Gamli Gráni virðist þó lítið kippa sér upp við það. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA BANDÍÓÐAR! Ljóst er að leikfimitímar í skólum eru alltaf jafn skemmtilegir, hvort sem um boltaleiki eða aðra leiki er að ræða. Þessar fimu stelpur í Menntaskólanum í Reykjavík spiluðu bandí af miklum móð og þurfti ljós- myndari að forða sér hið snarasta þegar leikarnir hófust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKÖTUSKEGG Úlfar Eysteinsson matreiðslu- meistari er þekktur fyrir að bjóða upp á skötu á veitingastað sínum Þremur frökk- um. Engu líkara er að honum vaxi skegg úr skötu en annað kemur í ljós þegar betur er að gáð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BIÐIN ÓBÆRILEGA Að bíða eftir strætó í leiðindaveðri er hugmynd fæstra um góða skemmtun. Þetta ágæta fólk lenti í þessari leiðinlegu upplifun á Lækjar- götunni í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI EINSTAKLEGA FYNDIÐ! Auðunn Blöndal hélt sýningu á fimmtudaginn þar sem hann talaði mestmegnis um kynfæri karla og hluti tengda þeim. Vakti það mikla lukku meðal viðstaddra. Endurspegla stafirnir á bak við hann því væntanlega hugarástand áhorfenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.