Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2005, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 27.11.2005, Qupperneq 86
 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR54 Hvað er að frétta? Ég er bara varla lent frá Emmy-verðlaunaafhend- ingunni. Ég er í skýjunum ennþá. Það var auðvitað frábært að fá að upplifa sig sem alvöru stjörnu í smá tíma. Þetta var bara eitt stórt ævintýri frá upphafi til enda. Þetta er nokkuð sem maður á eftir að muna það sem eftir er. Augnlitur: Dökkblár. Starf: Leikkona. Fjölskylduhagir: Einstæð með tvö börn. Hvaðan ertu? Frá Vestmannaeyjum. Ertu hjátrúarfull(ur)? Já, stundum. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Ég hef voða gaman af því að hlusta á Hemma Gunn á sunnudögum. Uppáhaldsmatur: Humar. Fallegasti staður: Vestmannaeyjar. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Að lifa. Hvað er leiðinlegast? Ég stend á gati. Helsti veikleiki: Að koma mér aldrei í rúmið á skikkanlegum tíma. Helsti kostur: Lífsgleði. Helsta afrek: Börnin mín. Mestu vonbrigði: Þegar það kom rosalega mikill snjór í Vestmannaeyjum og ég var svo lítil að ég mátti ekki fara með systkinum mínum út að leika, snjórinn var of hár og ég hefði bara týnst. Hver er draumurinn? Hann bara er. Hver er fyndnastur/fyndnust? Mér finnst Katla Mar- grét leikkona alveg ógeðslega fyndin. Á hvað trúirðu? Ég trúi á kærleika og vináttu. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki. Uppáhaldskvikmynd: Underground. Uppáhaldsbók: Sjálfstætt fólk. Hvað er mikilvægast? Að setja sér markmið og lifa í núinu. HIN HLIÐIN ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR LEIKKONA Mátti ekki leika í snjónum HRÓSIÐ... ... fær Sigurjón Sighvatsson fyrir að gefa lítið fyrir Svíagrýluna. Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hófst í gær en þá var Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið átaksins er að knýja á um enda- lok alls kynbundins ofbeldis og benda á þann ótrúlega skaða sem það hefur á heilsu kvenna. Átakið stendur til 10. desember sem er einmitt hinn alþjóðlegi mannrétt- indadagur og nær átakið einnig yfir Alþjóðlega alnæmisdagurinn sem er 1. desember. „Þessir dagar eru mjög tákn- rænir og ekki að ástæðulausu sem þeir eru valdir fyrir slíkt átak,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unifem, sem meðal annarra stendur að átak- inu. „Alþjóðleg yfirskrift átaks- ins í ár er „Heilsa kvenna, heilsa mannkyns: Stöðvum ofbeldið.“ Við fórum af stað með slíkt átak í fyrsta sinn í fyrra og tóku þá sex- tán samtök og stofnanir þátt en í ár eru þau 26 talsins. Við notum þessa daga til að vekja almenning til umhugsunar, auka vitund um kynbundið ofbeldi í okkar sam- félagi, ræða þessi mál og þrýsta á stjórnvöld að efla úrræði fyrir þolendur sem og gerendur,“ segir Birna ákveðin. „Í kjölfar átaksins í fyrra var stofnaður aðgerðahópur sem kynnti drög að aðgerðaáætlun fyrir stjórnvöldum og nú þegar hafa jákvæðar breytingar orðið í kjölfarið. Til dæmis eru hegningarlög hvað varðar heimilisofbeldi í skoðun og einnig hefur verklag lögreglu verið endurskoðað, segir hún.“ Fyrir frekari upplýsingar um átakið er rétt að benda á heima- síðuna www.unifem.is. ■ Stöðvum ofbeldið! BIRNA ÞÓRARINSDÓTTIR Framkvæmdastjóri UNIFEM. Fyrsta desember hefst nýtt jóla- dagatal hjá Ríkissjónvarpinu sem heitir Töfrakúlan. Verður það á dagskrá alla daga fram að jólum og sýnt rétt fyrir kvöldfréttir. Töfra- kúlan fjallar um jólabörnin Dolla dreka og Rabba rottu sem búa í turnherbergi í höll. Þegar þeir eru að skreyta fyrir jólin rekast þeir á fallega kúlu sem er ekki jólakúla. Eftir það fer atburðarásin á flug og þeir kynnast mörgum skrautlegum persónum, eignast vini, kynnast mannkynssögunni og upplifa ýmsa atburði og ævintýri. Það eru þau Jóhann G. Jóhanns- son og Þóra Sigurðardóttir sem ljá þeim félögum raddir sínar en þau eru þjóðinni að góðu kunn sem Bárður og Birta í Stundinni okkar. „Við vorum búin að kaupa þessar brúður og ætluðum að nota þær ann- ars staðar,“ útskýrir Þóra. „Það var búið að smíða leikmyndina og það var allt klárt,“ bætir hún við. Síðan hafi umræður um endursýningar Sjónvarpsins á jóladagatölum farið í gang á kaffistofunni sem öllum fannst vera orðin frekar þreytt. „Þá kom upp sú hugmynd að slá tvær flugur í einu höggi, nýta þá félaga og snjóboltinn fór að rúlla.“ Þóra segir að þeir félagar séu stórkostlegir persónuleikar sem eru alltaf að bauka eitthvað í kastalan- um. „Þeir eru frekar utangarðs sem gaf okkur töluvert svigrúm með að þróa þá,“ segir hún en Töfrakúlan sé í raun persónuleg þroskasaga þeirra beggja. „Dolli dreki og Rabbi rotta eru miklir vinir og það kastast aldrei í kekki með þeim,“ segir hún. Andi jólanna er aldrei langt undan en sagan miðast að því að þeir bja- rgi jólunum. „Þessi töfrakúla var hönnuð af illum töframanni sem var öfundsjúkur út í Jesú og rugl- ar allan tíma en Dolli og Rabbi eru þeir einu sem taka eftir því,“ segir hún. Samfara nýju dagatali í sjón- varpinu verður gefið út jóladagatal sem er hannað af Kalman le Sage de Fontenay og verður til sölu í öllum verslunum. Í hverjum glugga er síðan að finna vísbendingu um hvað gerist næst. Þá verður jólaleikur- inn vinsæli aftan á því og geta börn sent inn svörin við spurningunum þremur fyrir 12. desember. freyrgigja@frettabladid.is DOLLI OG RABBI: NÝJAR HETJUR JÓLANNA Bjarga jólunum frá öfundsjúkum töfrakarli DOLLI OG RABBI Þegar þeir félagar komast yfir Töfrakúlu fer tíminn í algjört rugl og jólahaldið lendir í mikilli hættu. Dolli og Rabbi verða því að gera sitt besta til að bjarga jólunum. FRÉTTIR AF FÓLKI Raunveruleikasjónvarpsæði greip íslensku þjóðina nú á haustmán- uðum. Auk Idolsins hjá Stöð 2 bættust í hópinn Bachelor og Ástarfleyið auk Allt í drasli. Leitin að næstu söngstjörnu á sér enn dyggan aðdáendahóp því tæpur þriðjungur þjóðarinnar sest fyrir framan skjáinn á föstudagskvöldum og horfir á ungmenni þjóðarinnnar þenja raddböndin fyrir dómnefndina illskeyttu. Bachelor-þátturinn gefur lítið fyrir þá Gullkind sem hann fékk á fimmtudaginn því rúmlega fimmtungur hefur fylgst með ástarleit smiðsins að austan. Ástar- fley Valdimars Flygenring og Sirkus siglir hins vegar upp í fjöru því þátturinn kemst ekki upp fyrir tíu prósent. Það hlýtur að vera nokkuð áhyggju-efni að enginn af íslenskum þáttum Sirkus gerir það neitt sérlega gott í fjölmiðlakönnun Gallup. Meira að segja Vala Matt getur ekki státað af meira en rúmlega fimm prósenta áhorfi á þáttinn sinn Veggfóður. Það hlýtur því að hlakka í samkeppn- isaðilanum á Skjá einum því Innlit/Útlit mælist með tíu prósentum meira áhorf en Veggfóður. Það verður að teljast nokkuð gott hjá Þór- unni Högnadóttur og félögum að hafa sigur á lærimeistara sínum frá því í fyrra. Séð & Heyrt heldur áfram að vera flaggskip tímaritaútgáfunnar Fróða en lestur þess dalar þó nokkuð. Hér & Nú virðist veita blaðinu mikla sam- keppni um fréttir af fína og fræga fólkinu. Málsókn Bubba Morthens hefur ekki mikil áhrif á lestur þess og virðist þjóðin sækja í slúður og glamúr. Karlarnir virðast einnig fá nóg af berum kroppum stúlknanna sem fækka fötum á öftustu síðum þessara tveggja blaða því erótíska tímaritið b&b mælist ekki. Annað hvort hafa feministarnir haft sigur eða karlþjóðin er þreytt á hálf- klæddum stúlkum sem má hvort eð er finna í öðrum blöðum með betra orðspor. 24.08.64 FRÉTTIR AF FÓLKI Tónlistarmaðurinn og trúbadorinn Þórir, sem núna kallar sig reynd- ar núna hinu mun þjálla nafni „My Summer as a Salvation soldier“ var að fá bókun á South By Southwest tónlistar- hátíðina í Austin í Texas sem fer fram í mars á næsta ári. Hátíðin er mikils virt vestra og þar treður upp heilmikill listi af heimsfrægum erlendum böndum. Meðal íslenskra hljómsveita sem fram hafa komið þar eru Ensími og Singapore Sling. Þetta er því mjög fínt hjá Þóri, sem er að gera sína aðra plötu aðeins tuttugu ára gamall. Það er annars nóg að gera hjá stráknum, sem trommar í hljómsveitinni Fighting Shit og er líka í fleiri böndum. Nýja platan fer alveg að koma út og tónlistaráhugamenn eru því spenntir fyrir því að hlusta á afrakstur- inn. ����������� �� ����������������� �������� ��� ���
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.