Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 1

Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 12. desember 2005 — 336. tölublað — 5. árgangur 12 DAGAR TIL JÓLA S Ö N G B Ó K B J Ö R G V I N S H A L L D Ó R S S O N A R 1 9 7 0 - 2 0 0 5 Stórkostleg safnplata í næstu verslun 3CD ÓLAFUR HJÁLMARSSON Hljóðvist í húsum er heilsufarsmál fasteignir • hús Í MIÐJU BLAÐSINS GALLERY TURPENTINE Allir fá þá eitthvað fallegt Hallgrímur Helgason velur listamenn á sýningu FÓLK 68 ENGLAND, AP 43 manneskjur slös- uðust, þar af tvær alvarlega, eftir að gífurlegar sprengingar urðu í einni af stærstu olíubirgðastöð Bretlands í London snemma í gærmorgun. Birgðastöðin nefn- ist Buncefield og er staðsett rétt fyrir utan bæinn Hemel Hemp- stead norður af London. Svo virðist sem slys hafi valdið sprengingunum en ekki hryðjuverk eins og einhverjir héldu í fyrstu. Lögreglan í Bret- landi bjóst við því að sprenging- ar á svæð- inu myndu halda áfram í langan tíma í gær, en 16 milljónir lítra af olíu voru geymdir þar. Rúður í nágrenninu brotnuðu og hús voru umkringd miklum reykjarmekki. Náði reykjar- strókurinn við birgðastöðina allt að 3000 metra upp í loftið. „Þetta er mjög stór geymsla og hún á eftir að brenna í töluverð- an tíma,“ sagði Frank Whitel- ey, yfirmaður hjá lögreglunni í Hertfordskíri í gær. „En þetta er allt undir fullri stjórn.“ Ekkert benti til þess að hryðjuverkamenn hefðu vald- ið sprengingunum þrátt fyrir að al-Kaída samtökin hafi lengi hótað því að eyðileggja eldsneyt- isbirgðir vestrænna ríkja. Bret- ar hafa verið mjög á varðbergi gagnvart hryðjuverkamönnum síðan sprengingar urðu í lestar- kerfi landsins í júlí af völdum sjálfsmorðsárása. Þá fórust 56, þar á meðal fjórir sjálfsmorðsár- ásarmenn. „Allt bendir til þess að þetta hafi verið slys,“ sagði Whiteley. „Samt sem áður verðum við að halda öllum möguleikum opnum þar til við vitum fyrir víst hvað gerðist.“ Mannskæðasta olíuslys Bret- lands til þessa varð 6. júlí 1988 þegar 167 verkamenn fórust í miklum eldsvoða á olíuborpall- inum Piper Alpha undan strönd- um Skotlands. Árið 1994 kvikn- aði í olíugeymslustöð í Milford Haven í Wales. 26 verkamenn slösuðust og milljarðatjón varð. Olíufyrirtækin Texaco og Gulf voru í framhaldinu sektuð fyrir að brjóta heilbrigðis- og öryggis- reglur. Buncefield er fimmta stærsta olíubirgðastöð Bretlands en þær eru um fimmtíu talsins. Sér hún um 5% af allri olíunotkun Breta. - fb Tugir særðust í sprengingu í olíubirgðastöð við London Mesta sprenging sem orðið hefur í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni varð í olíubirgðastöð skammt frá London. Mildi þykir að enginn skyldi farast. Rúmlega 40 slösuðust þar af tveir alvarlega. Ekki er talið að hryðjuverkamenn hafi staðið fyrir sprengingunni þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar þess efnis. REYKJARSTRÓKUR Mikill reykjarstrókur myndaðist þegar olían brann í Buncefield-birgðastöð- inni norður af London í gær. 43 manneskjur slösuðust í sprengingunum sem urðu snemma í gærmorgun. MYND/AP Brynhildur Birgisdóttir kvik- myndaframleiðandi býr í Hackney-hverfinu í austur- hluta London og sá þykkan reykjarmökk leggja yfir borg- ina í gær. „Það var sól og blíða en svo sá maður allt einu þegar grái reykurinn var að koma yfir. Ég og vinkona mín litum upp og sáum hvernig olíureykurinn kom upp,“ segir Brynhildur, sem varð ekki vör við spreng- ingarnar í olíubirgðastöðinni. Hún segir að vond mengunar- lykt hafi verið í borginni en þó hafi hún ekki átt erfitt með að anda loftinu að sér. Íslensk kona í London: Reykurinn skyggði á sólina Verður alltaf frískari Gísli S. Einarsson, fyrrverandi alþingis- maður, heldur upp á sextugsafmælið í kóngsins Kaupmannahöfn. TÍMAMÓT 26 ÞAÐ VERÐUR STÍF vestanátt í dag með rigningu sunnan- og vestanlands. Þurrt annars og bjartviðri á Austurlandi. Hiti 0-5 stig en vægt frost í innsveitum. VEÐUR 4 VEÐRIÐ Í DAG Jólabókaflóðið Hljóta það ekki að teljast ein helstu tíðindi þessa bókmenntaárs að Þórarinn Eldjárn skuli nú senda frá sér ljóðabók handa fullorðnu fólki? Segir Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 22 Vilhjálmur rotaðist Hrakfallabálkurinn Vilhjálmur Halldórsson rotaðist í Evrópuleik með Skjern í gær. Hann er væntan- lega nefbrotinn en ætlar þrátt fyrir það að spila handbolta um næstu helgi. ÍÞRÓTTIR 40 FEGURÐARSAMKEPPNIR „Ég gjör- samlega missti andlitið,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir um sín fyrstu viðbrögð við sigrinum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur í Kína um helgina. Hún segist hafa verið mjög hissa á að komast í sex stúlkna úrslit og í raun hætt að hugsa um sigur í keppninni, þannig að þegar úrslitin urðu ljós hafi allt orðið þokukennt. „Ég man varla eftir því að hafa staðið þarna og veifað.“ Nú tekur við mikill annatími hjá Unni Birnu. Sem dæmi má nefna mikla heimsreisu en hún er farin í því skyni að safna pen- ingum til góðgerðamála. „Ég mun heimsækja allar heimsálfurnar og kem ábyggilega til svona hundr- að borga,“ segir hún, en áður en af þessu verður fær hún þó að skreppa heim til að halda jól. Þá segist Unnur Birna ekki ætla að láta keppnina raska öllum framtíðaráætlunum. Til dæmis ætlar hún að halda áfram lög- fræðinámi sínu við Háskólann í Reykjavík. „Miss World samtök- in hvetja mig til að halda áfram námi og borga til að mynda öll skólagjöld fyrir mig. Ég ætla því að reyna að sinna skólanum eitt- hvað.“ - þg/óká / sjá síðu 6 Unnur Birna Vilhjálmsdóttir segist alls ekki hafa átt von á að sigra á laugardaginn: Missti gjörsamlega andlitið UNNUR BIRNA VILHJÁLMSDÓTTIR Unnur Birna hafði betur en 101 önnur stúlka í slagnum um hver yrði valin Ung- frú heimur á laugardag. MYND/AP „Allt bendir til þess að þetta hafi verið slys.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.