Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 4

Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 4
ÁLIT Umboðsmaður alþingis hefur skilað af sér áliti vegna ákvörðun- ar stjórnvalda um að setja komu- bann á meðlimi Falun Gong meðan á opinberri heimsókn Kínaforseta stóð sumarið 2002. Þar kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft fullnægjandi lagaheim- ild til þess að meina meðlimum Falun Gong fyrirfram landgöngu og fela einkaréttarlegum aðila, Flugleiðum hf., að framkvæma þá ákvörðun með því að meina iðkendum Falun Gong að ganga um borð í vélar flugfélagsins. Meðan á heimsókn forseta Kína stóð hugðust fjölmargir meðlimir Falun Gong koma til landsins til þess að mótmæla meðferð kínverskra stjórnvalda á meðlimum Falun Gong hreyf- ingarinnar í Kína. Mótmælin áttu að fara fram á friðsamlegan hátt enda boðar hreyfingin umburð- arlyndi, umhyggju og sannleika. Nokkuð margir iðkendur Falung Gong komu til landsins og höfðu stjórnvöld áhyggjur af því að lög- reglan í landinu hefði ekki mann- afl til að takast á við hugsanleg vandamál. Fjölmargir meðlimir hreyfingarinnar voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli og snúið heim. Þá voru 26 mótmælendur fluttir í Njarðvíkurskóla þar sem þeim var haldið þar til þeir voru sendir til síns heima. Að auki fengu íslensk stjórnvöld í hend- ur lista yfir meðlimi Falun Gong víðs vegar í heiminum og eftir þessum lista var farið þegar með- limum Falun Gong var meinað að ganga um borð í flugvélar Flug- leiða á um 10 flugvöllum í Evrópu og Norður-Ameríku. Ákvörðun stjórnvalda var harð- lega gagnrýnd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta vestræna ríkið sem meinaði meðlimum hreyf- ingarinnar að koma til landsins. Tveir einstaklingar kvörtuðu undan aðgerðum stjórnvalda við umboðsmann alþingis. Beindist kvörtunin meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnvalda að neita mönnum, sem höfðu gilda farseðla og fullnægjandi ferðaheimildir, að ganga um borð í flugvélar á leið til landsins. Samkvæmt upplýs- ingum frá dómsmálaráðuneytinu á þeim tíma var tilgangurinn sá að „spara umstang við landgöngu- synjun og sendingu viðkomandi til baka“. Það er mat umboðsmanns alþingis að þær ástæður hafi ekki dugað til þess að setja komubann á mótmælendurna. Umboðsmaður alþingis bendir á að í gögnum dóms- og kirkju- málaráðuneytisins sé ekki hægt að lesa með skýrum hætti hver lagalegur grundvöllur ákvörð- unar ráðuneytisins hafi verið. Í gögnunum er vísað til laga um eftirlit með útlendingum sem að mati umboðsmanns fela ekki í sér fullnægjandi heimilir til að setja slíkt bann. Að mati umboðsmanns var réttur farþeganna jafnframt brotinn þar sem þeir áttu ekki kost á að fá ákvörðun lögreglu- stjóra eða útlendingaeftirlits end- urskoðaða hjá æðra stjórnvaldi þar eð dómsmálaráðuneytið hafði þegar komið með beinum hætti að málinu. Þótt umboðsmaður gagnrýni ákvörðun stjórnvalda telur hann ekki ástæðu til þess að stjórnvöld taki ákvörðun sína til baka. Hann beinir hins vegar þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka mið af álitinu ef íslensk stjórnvöld standa í framtíðinni frammi fyrir sam- bærilegum aðstæðum. Þá segir umboðsmaður ennfremur að það verði að vera verkefni dómstóla að skera úr um hvort íslenska ríkið hafi með ákvörðunum sínum bakað sér skaðabótaskyldu gagn- vart þeim sem hlut áttu að máli. thorgunnur@frettabladid.is ������������������������ ���������� w w w . l e t t s v e i t . i s d r e i f i n g s e n a SVEITARSTJÓRNARMÁL Nýju sveit- arfélagi í Austur-Húnavatnssýslu á að gefa nafnið Húnavatnshrepp- ur, samkvæmt niðurstöðu sveit- arstjórnarkosninga sem fram fóru á laugardag, en þá var kosið um nýtt nafn á hreppinn. Hreppurinn varð til við sam- einingu Bólstaðarhlíðarhrepps, Sveinsstaðahrepps, Svínavatns- hrepps og Torfalækjarhrepps er samþykkt var 20. nóvember í fyrra og tekur gildi nú um áramót. Kosin var sjö manna sveit- arstjórn og fékk A-listi, listi Framtíðar, sem Björn Magnús- son á Hólabaki leiðir, fjóra menn kjörna, en E-listi, Nýtt afl, sem Ólöf Birna Björnsdóttir á Hæli leiðir, fékk þrjá. Íbúar hreppsins eru um 400 talsins og situr ný sveitarstjórn bara fram á vor, en þá fara fram lögbundnar sveitarstjórn- arkosningar. Ólöf Birna segir helstu verkefn- in sem framundan eru að koma á upplýstu samfélagi, sinna atvinnu- málum, vinnu að aðalskipulagi og fleira. Varðandi frekari sam- einingu þá segir hún hana ekki á döfinni næstu árin, enda hafi íbúar hreppanna kosið þá samein- ingu sem nú sé komin á. Nýtt afl segir hún hins vegar helst vilja sjá sameiningu Húnavatnshrepps og Áshrepps sem fyrst. „En auðvitað veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hún. - óká Ný sveitarstjórn situr frá áramótum fram að sveitarstjórnarkosningum vor: Húnavatnshreppur orðinn til LANDBÚNAÐUR Fyrstu tölur benda til að afurðir sláturtíðarinnar í haust séu talsvert meiri en í fyrra. Fyrstu yfirlitstöflur um niður- stöður úr fjárræktarfélögunum haustið 2005 eru nú aðgengilegar á vef Bændasamtakanna, www. bondi.is. Þar kemur fram að uppgjöri sé lokið fyrir rúmlega 66 þúsund ær frá haustinu. „Fullorðnu ærnar í uppgjör- inu eru orðnar yfir 303 þúsund og þær veturgömlu rúm 55 þúsund,“ segja Bændasamtökin, en sam- kvæmt uppgjörinu nemur fjölgun á ám nær 30 prósentum frá fyrra ári. „Skýringin á þessari gífur- lega miklu fjölgun er að sjálfsögðu gæðastýringin í sauðfjárræktinni sem hófst árið 2004,“ segja Bænda- samtök Íslands. - óká Uppgjör sláturtíðarinnar: Afurðir virðast meiri en í fyrra ÍRAK, AP Yfirvöld í Írak segjast ekki hafa neinar upplýsingar um þá sjö vestrænu gísla sem hafa verið í haldi í landinu undanfarið. Í síðasta mánuði var þýskum forn- leifafræðingi rænt í Bagdad og nokkrum dögum síðar var fjór- um kristnum friðarsinnum rænt í borginni. Samtökin sem rændu friðarsinnunum hótuðu því að drepa þá í síðasta lagi á laugardag. Tveimur mönnum til viðbótar, Frakka og Bandaríkjamanni, var einnig rænt í þessum mánuði. - fb Vestrænir gíslar í Írak: Ekkert vitað um afdrif gísla KVEIKT Á KERTUM Meðlimir í samtökum kristinna friðarsinna kveiktu á kertum er þeir báðu fyrir félögum sínum sem var rænt í Írak. AP/MYND MÓTMÆLI Iðkendur Falun Gong mótmæla á friðsaman hátt fyrir framan Stjórnarráðið í júní 2002. Stjórnvöld höfðu ekki lagaheimildir Umboðsmaður alþingis telur að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega heimild til þess að setja komubann á iðkendur Falung Gong sumarið 2002. Hann segir það íslenskra dómstóla að skera úr um hvort ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu. ÓLÖF BIRNA BJÖRNSDÓTTIR Ólöf Birna var efsti maður á lista Nýs afls í Húnavatns- hreppi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁSTRALÍA, AP Þúsundir hvítra ungmenna efndu til mótmæla í Sydney í Ástralíu í gær og þurfti lögreglan að hafa hendur í hári þó nokkurra ólátabelga. Mótmælin áttu sér stað á ströndinni Cronulla og höfðu mót- mælendurnir flestir áfengi um hönd. Hrópuðu þeir ókvæðisorð gegn öðrum kynþáttum og réðust á fólk af mið-austurlenskum uppruna. Að minnsta kosti tólf voru hand- teknir fyrir líkamsárásir og eign- aspjöll. -fb Kynþáttaóeirðir í Sydney: Tólf handteknir ÓLÁTABELGIR Margir mótmælendanna höfðu áfengi um hönd á Conulla-strönd, þar á meðal þessi sem ætlaði að kasta bjórflösku í lögreglumann. NOREGUR Lög sem skylda skráð hlutafélög til að hafa að minnsta kosti fjórar af hverjum tíu stjórn- armönnum konur ganga í gildi um áramótin í Noregi. Félögin fá tvö ár til að auka hlutfallið þannig að í ársbyrjun 2008 eiga konur að sitja í öðru hverju stjórnarsæti, annars geta félögin misst starfsleyfi. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter segir að frestinn fái ekki félög sem verði stofnuð eftir ára- mótin. Þegar norska ríkisstjórn- in lét skoða hlutfall kynjanna í stjórnum félaga í sumar kom í ljós að konur voru aðeins sextán pró- sent stjórnarmanna. Norðmenn setja ný lög: Kynjakvóti í stjórnum WASHINGTON, AP Öldungadeild Bandaríkjaþings og Hvíta húsið munu á næstunni samþykkja til- lögu um að banna pyntingar til að fá mikilvægar upplýsingar hjá grunuðum hryðjuverkamönnum. Þessu heldur Bill Frist, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fram. Þingmaðurinn John McCain er stuðningsmaður tillögunnar, sem var nýlega samþykkt í öld- ungadeildinni með níutíu atkvæð- um gegn níu. McCain krafðist þess að ríkis- stjórn George W. Bush, forseta, samþykki tillöguna án tafar. - fb Tillaga Bandaríkjaþings: Pyntingar verði bannaðar 4 12. desember 2005 MÁNUDAGUR ������ �������������������������� ������������������������ ���������������� ���� ������ ������ �������������� ���� ������� ������� ����� ���� ������ ������ ������������ ���� ������ ������ ������������ ���� ����� ����� ������������ ���� ������ ������ ������������� ���� ������� ������ � ���� ������ ����� ��� ����������������������� ���� ���� ������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.