Fréttablaðið - 12.12.2005, Page 10

Fréttablaðið - 12.12.2005, Page 10
Glænýr Saab Við kynnum SAAB í sínu náttúrulega umhverfi. Komdu og skoðaðu nýjan og endurhannaðan Saab 95. Þessi kraftmikli og öruggi bíll er fullkominn í skíðaferðina eða í bústaðinn, enda þrífst hann best við erfiðar íslenskar aðstæður. Fágaðar línurnar og einstakt útlitið vekja athygli allra sem á hann líta. Rétti bíllinn fyrir veturinn í norðri. Verð 2.980.000,- Reynsluaktu nýjum SAAB 95. Hann er margverðlaunaður fyrir öryggi og hannaður fyrir akstur á norðurslóðum. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 Fluguhnýtingarsett fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna Jólatilboð kr. 7.990.- Fluguveiðisett frá REDINGTON allt í einum pakka Jólatilboð verð frá kr. 11.990.- SPÁNN, AP Króatíski hershöfðing- inn fyrrverandi, Ante Gotovina, sem nú bíður þess að vera fram- seldur frá Spáni til stríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, hafði ferðast víða um heim- inn á fölsuðu vegabréfi er hann náðist á hóteli á Kanaríeyjum á miðvikudagskvöld. Frá þessu greindu fulltrúar spænskra yfir- valda fyrir helgi. Spænska lögreglan handtók Gotovina eftir að alþjóðalögregl- unni Interpol hafði borist ábend- ing um að hann dveldi á hóteli á Tenerife. Jose Antonio Alonso, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að Gotovina yrði framseldur til Haag eins fljótt og auðið yrði. Spænska lögreglan hafði fengið ábendingu um að til Got- ovina hefði sést á Kanaríeyjum í októ ber síðastliðnum. Eftir það var lögreglan þar á verði. Spænska fréttasjónvarpsstöðin CNN+ sýndi brot úr lögreglu- myndbandi þar sem sást hvar lögreglumenn gengu að Gotovina á veitingastað hótelsins. Hann virtist ekki sýna neina mótspyrnu við handtökuna. Alonso sagði að í fórum hans hefðu fundist 12.000 evrur í reiðu- fé, fartölva og tvö fölsuð vegabréf. Í vegabréfinu sem hann notaði við komuna til Kanaríeyja var að finna nýlega stimpla frá Tahítí, Argentínu, Kína, Chile, Rússlandi og Tékklandi, svo og eynni Márit- íus á Indlandshafi. Gotovina stýrði landher Króatíu í Júgóslavíustríðinu 1991- 1995. Hann er sakaður um að hafa borið ábyrgð á fjöldamorði á Króatíu-Serbum og brottrekstri um 150 þúsund þeirra frá Króatíu. Hann er þjóðhetja í augum margra Króata. Króatískir þjóðernissinn- ar efndu í gær til mótmæla í Kró- atíu vegna handtöku hans. Ásak- anir um að króatísk stjórnvöld héldu yfir honum hlífiskildi töfðu upphaf aðildarviðræðna Króata við Evrópusambandið. - aa Eftirlýsti Króatinn Ante Gotovina: Ferðaðist víða á fölsuðu vegabréfi STRÖNG GÆSLA Vopnuð lögreglukona stendur vörð við dómhús í Madríd þangað sem farið var með Gotovina í gær. MYND/AP NOREGUR Sæðibankinn í Nor- egi auglýsir eftir gjafasæði úr Sömum. Forstöðumaður bankans segir að 15 til 20 prósent sæðisþega séu af samískum uppruna og það sé eðlilegt að gefa sæðisþegum kost á því að fá sæði af sama kynstofni. Norska blaðið VG sagði að Nils Math is Buljo, formaður Félags piparsveina, hefði brugð- ist glaður við auglýsingunni og talið víst að félagsmenn, sem eru um 40 talsins, væru til í að fjöl- menna til Tromsö eða Oslóar til að gefa sæði. - ghs Norski sæðisbankinn: Auglýsir eftir samísku sæði ÞÝSKALAND/AP „Þetta er eitthvað sem er óásættanlegt,“ sagði Frans Muentefering, varakansl- ari Þýskalands um umæli Írans- forseta varðandi helförina og Ísraelsríki. „Það er eðlilegt að alþjóða- samfélagið finni leið til þess að gera mönnum það ljóst,“ hélt hann áfram. Muentefering sagði ennfremur að Sameinuðu þjóð- unum og Evrópusambandinu bæri að tjá sig opinberlega um orð forsetans. Fyrr í vikunni hafði Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti dregið í efa að helförin hefði átt sér stað og mælst til þess að Þýskaland eða Austuríki gæfu land til stofn- unar gyðingaríkis innan Evrópu. Fjölmargar þjóðir hafa fordæmt umæli forsetans. Í október lagði Ahmadinejad til að Ísrael yrði „þurrkað út af landakortinu“, sem einnig vakti mikla reiði. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn segja fjand- samlegt viðmót íranska klerka- veldisins til Ísrael helstu orsök þess að tryggja verði að Íranir kjarnorkuvígbúist ekki. Varakanslari Þýskalands svarar Íransforseta: Óásættanleg ummæli MAHMOUD AHMADINEJAD Forseti Írans í ræðustóli þar sem ummæli hans vöktu mikla reiði. AUGL†SINGASÍMI 550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›. 10 12. desember 2005 MÁNUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.