Fréttablaðið - 12.12.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 12.12.2005, Síða 10
Glænýr Saab Við kynnum SAAB í sínu náttúrulega umhverfi. Komdu og skoðaðu nýjan og endurhannaðan Saab 95. Þessi kraftmikli og öruggi bíll er fullkominn í skíðaferðina eða í bústaðinn, enda þrífst hann best við erfiðar íslenskar aðstæður. Fágaðar línurnar og einstakt útlitið vekja athygli allra sem á hann líta. Rétti bíllinn fyrir veturinn í norðri. Verð 2.980.000,- Reynsluaktu nýjum SAAB 95. Hann er margverðlaunaður fyrir öryggi og hannaður fyrir akstur á norðurslóðum. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00 Fluguhnýtingarsett fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna Jólatilboð kr. 7.990.- Fluguveiðisett frá REDINGTON allt í einum pakka Jólatilboð verð frá kr. 11.990.- SPÁNN, AP Króatíski hershöfðing- inn fyrrverandi, Ante Gotovina, sem nú bíður þess að vera fram- seldur frá Spáni til stríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, hafði ferðast víða um heim- inn á fölsuðu vegabréfi er hann náðist á hóteli á Kanaríeyjum á miðvikudagskvöld. Frá þessu greindu fulltrúar spænskra yfir- valda fyrir helgi. Spænska lögreglan handtók Gotovina eftir að alþjóðalögregl- unni Interpol hafði borist ábend- ing um að hann dveldi á hóteli á Tenerife. Jose Antonio Alonso, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að Gotovina yrði framseldur til Haag eins fljótt og auðið yrði. Spænska lögreglan hafði fengið ábendingu um að til Got- ovina hefði sést á Kanaríeyjum í októ ber síðastliðnum. Eftir það var lögreglan þar á verði. Spænska fréttasjónvarpsstöðin CNN+ sýndi brot úr lögreglu- myndbandi þar sem sást hvar lögreglumenn gengu að Gotovina á veitingastað hótelsins. Hann virtist ekki sýna neina mótspyrnu við handtökuna. Alonso sagði að í fórum hans hefðu fundist 12.000 evrur í reiðu- fé, fartölva og tvö fölsuð vegabréf. Í vegabréfinu sem hann notaði við komuna til Kanaríeyja var að finna nýlega stimpla frá Tahítí, Argentínu, Kína, Chile, Rússlandi og Tékklandi, svo og eynni Márit- íus á Indlandshafi. Gotovina stýrði landher Króatíu í Júgóslavíustríðinu 1991- 1995. Hann er sakaður um að hafa borið ábyrgð á fjöldamorði á Króatíu-Serbum og brottrekstri um 150 þúsund þeirra frá Króatíu. Hann er þjóðhetja í augum margra Króata. Króatískir þjóðernissinn- ar efndu í gær til mótmæla í Kró- atíu vegna handtöku hans. Ásak- anir um að króatísk stjórnvöld héldu yfir honum hlífiskildi töfðu upphaf aðildarviðræðna Króata við Evrópusambandið. - aa Eftirlýsti Króatinn Ante Gotovina: Ferðaðist víða á fölsuðu vegabréfi STRÖNG GÆSLA Vopnuð lögreglukona stendur vörð við dómhús í Madríd þangað sem farið var með Gotovina í gær. MYND/AP NOREGUR Sæðibankinn í Nor- egi auglýsir eftir gjafasæði úr Sömum. Forstöðumaður bankans segir að 15 til 20 prósent sæðisþega séu af samískum uppruna og það sé eðlilegt að gefa sæðisþegum kost á því að fá sæði af sama kynstofni. Norska blaðið VG sagði að Nils Math is Buljo, formaður Félags piparsveina, hefði brugð- ist glaður við auglýsingunni og talið víst að félagsmenn, sem eru um 40 talsins, væru til í að fjöl- menna til Tromsö eða Oslóar til að gefa sæði. - ghs Norski sæðisbankinn: Auglýsir eftir samísku sæði ÞÝSKALAND/AP „Þetta er eitthvað sem er óásættanlegt,“ sagði Frans Muentefering, varakansl- ari Þýskalands um umæli Írans- forseta varðandi helförina og Ísraelsríki. „Það er eðlilegt að alþjóða- samfélagið finni leið til þess að gera mönnum það ljóst,“ hélt hann áfram. Muentefering sagði ennfremur að Sameinuðu þjóð- unum og Evrópusambandinu bæri að tjá sig opinberlega um orð forsetans. Fyrr í vikunni hafði Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti dregið í efa að helförin hefði átt sér stað og mælst til þess að Þýskaland eða Austuríki gæfu land til stofn- unar gyðingaríkis innan Evrópu. Fjölmargar þjóðir hafa fordæmt umæli forsetans. Í október lagði Ahmadinejad til að Ísrael yrði „þurrkað út af landakortinu“, sem einnig vakti mikla reiði. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn segja fjand- samlegt viðmót íranska klerka- veldisins til Ísrael helstu orsök þess að tryggja verði að Íranir kjarnorkuvígbúist ekki. Varakanslari Þýskalands svarar Íransforseta: Óásættanleg ummæli MAHMOUD AHMADINEJAD Forseti Írans í ræðustóli þar sem ummæli hans vöktu mikla reiði. AUGL†SINGASÍMI 550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›. 10 12. desember 2005 MÁNUDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.