Fréttablaðið - 12.12.2005, Síða 22

Fréttablaðið - 12.12.2005, Síða 22
 12. desember 2005 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10-14 STÓR HUMAR RISARÆKJUR HÖRPUSKEL TUNFISKUR SALTSÍLD KRYDDSÍLD Ekki á þing Áköll í fjölmiðlum að undanförnu um endurreisn Alþýðuflokksins gamla, viðreisn hægri krata í þjóðfélaginu og að Jón Baldvin Hannibalsson komi aftur til virkrar þátttöku í stjórnmálum eru ekki vísvitandi ráðabrugg manna sem vilja nýja viðreisnarstjórn eins og einhverjir kunna að hafa álitið. Svo mikið er víst eftir hressilegt viðtal Egils Helgasonar við Jón Baldvin í Silfrinu á Stöð 2 í gær. Jón Baldvin blés á allt slíkt. Hann segist að vísu hafa áhuga á íslenskum stjórn- málum sem aldrei fyrr en hann getur ekki hugsað sér að setjast á þing eða verða meðal vikulegra álitsgjafa í spjallþátt- um útvarps og sjónvarps. Og það sem meira er, hann segist hafa færst til vinstri á útlegðarárunum í Washington og Helsinki, og hlýtur það að valda hægri krötum - og kannski ekki síður vinum hans á Morgunblaðinu - von- brigðum. Annar Jón En Jón Baldvin er ekki eini málsmet- andi hægri kratinn sem nú er snúinn aftur heim. Jón Sigurðsson, sá ágæti hagfræðingur, er kominn á eftirlaun frá bankastjórastörfunum. Hann er byrjaður að skrifa um þjóðmálin og skortir greinilega ekkert á eldlegan áhuga hans. Egill Helgason þarf að bjóða honum til sín í Silfrið og inna hann eftir því hvort hann hafi kannski löngun til endurkomu í íslenska pólitík. Raddir hafa einmitt heyrst um það að það gæti orðið Sam- fylkingunni verulegur styrkur ef maður eins og Jón sem nýtur mikillar tiltrúar væri málsvari flokksins í efnahagsmál- um, en á því sviði þykir mörgum Sam- fylkingunni hafa fatast nokkuð flugið. Líka Þorsteinn? Og ef menn eru á annað borð að hugsa á þessum nótum má ekki gleymast að Þorsteinn Pálsson hefur látið af störfum sendiherra og situr við skriftir hér heima. Það yrði ekki lítill styrkur fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að fá hann til virkrar þátttöku á ný. Að vísu er flokkurinn á fljúgandi siglingu undir nýrri forystu en ekki sakar að þétta hópinn og styrkja. Of snemmt mun hins vegar að kalla á Davíð Odds- son aftur enda virðist hann njóta sín vel í Seðlabankanum og er ekki minna í sviðsljósinu þar en meðan hann hélt um taumana í Stjórnarráðinu. gm@frettabladid.is Það er langur vegur frá Tívolíinu í Vatnsmýrinni í Reykjavík til eyjarinnar Hainan við suðurströnd Kína, þar sem Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning á laugardag fyrir þéttsetinni sýningarhöll og milljónum sjónvarps- áhorfenda víða um heim. Í Tívolískemmtigarðinum, sem var og hét, var fegurðarsamkeppni árlegur viðburður í áraraðir og það hlýtur að hafa verið kalt oft á tíðum að koma þar fram á sundbol. Íslenskar fegurðardrottningar létu það þó ekki á sig fá og sprönguðu aftur og fram á sýningarpallinum í svalri sumarnóttinni. Hin unga fegurðardrottning fær því gott nesti héðan á ferðalögum sínum. Hennar bíða líka miklar freistingar og búast má við að peningaöflin vilji nýta sér sakleysislegt andlit hennar á ýmsan hátt. Hún þarf því að geta staðið í báða fætur. Kvenfrelsiskonur hafa gjarnan gagnrýnt fegurðarsamkeppni bæði í heimalöndum sínum og á alþjóðavettvangi en ekki hafa borist miklar fregnir af mótmælum við keppnina á sumarleyfisstaðnum Hainan í Kína. Það er vert að veita því athygli að þessi keppni er nú haldin í Kína og ber það vott um breytingar þær sem þar hafa orðið á síðustu árum. Fyrir 5-10 árum hefði líklega verið óhugsandi að slík keppni væri haldin þar í landi. Ekki hafa borist fréttir hingað af mótmælum við að keppnin skyldi að þessu sinni haldin í Kína og líklegt að margir Kínverjar hafi fremur fagnað því en hitt að fá að fylgjast með keppni sem þessari. Einu mótmælin sem heyrst hefur um í tilefni af þessari keppni koma úr heimi múslima, en stúlkan sem bar sigur úr býtum í keppninni í Bretlandi er einmitt múslimi og féll þátttaka hennar í keppninni í grýttan jarðveg hjá mörgum sömu trúar. Stúlkan sú hefur þó ekki alltaf baðað sig í sviðsljósi fegurðarheimsins, því um tíma bjó hún í Afganistan og kúrði í kjallaraherbergi í miðborg Kabúl á meðan sprengjurnar féllu á borgina. Hér áður fyrr voru ýmsir sólarstaðir í Bandaríkjunum vettvangur slíkra atburða og gott ef það var ekki á Langasandi sem Guðrún Bjarnadóttir sló í gegn árið 1962 og ruddi þar með brautina fyrir íslenskar fegurðardrottningar á alþjóðavettvangi. Vandi fylgir þó vegsemd hverri og nú þegar Unnur Birna hefur verið kjörin Ungfrú heimur er það hennar hlutverk að ferðast um heiminn sem eins konar góðgerðasendiherra og láta gott af sér leiða. Fyrirrennarar hennar hafa heimsótt bágstödd börn víða um heim til að vekja athygli á aðstæðum þeirra. Þá verður hún fyrst og fremst kynnt sem Ungfrú heimur og Íslendingur. Það hefur verið sagt að það sé gott að vera Íslendingur í útlöndum, við séum friðsöm þjóð og hér sé lýðræði í hávegum haft. Ekki er við öðru að búast, þar sem hún á sterkt bakland og ber af sér góðan þokka. Hin unga fegurðar- drottning fær því gott nesti héðan á ferðalögum sínum. Hennar bíða líka miklar freistingar og búast má við að peningaöflin vilji nýta sér sakleysislegt andlit hennar á ýmsan hátt. Hún þarf því að geta staðið í báða fætur. Unnur Birna verður líka fyrirmynd margra ungra stúlkna og því er mikilvægt að hún standi sig í hlutverki sínu. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Unnur Birna sló í gegn í Kína. Alheimsfegurð enn og aftur Eitt af sérkennum íslensks bók- menntalífs er að rithöfundar eru eins og þeytispjöld um allar þorpa- grundir að lesa upp úr nýútkomn- um bókum sínum. Stundum heyrir maður háðsglósur um þennan sið en mín reynsla af honum sem upples- ari og hlustandi er yfirleitt góð. Það ríkir einhver innileiki á svona sam- komum. Manni getur að vísu liðið svolítið illa þegar upplesara líður illa og fer að klóra sér á hálsinum í miðju kafi, hnykla brýnnar eða jafnvel dæsa en yfirleitt er það svo að maður kemst í beint samband við list höfundarins, stíl og persónu- leika. Þetta er bein upplifun. Þetta er vafningalaus bókmenntanautn. Ein slík var á dögunum í minnsta menningarhúsi landsins, Hauks- húsum á Álftanesi. Þar voru fimm ólíkir einstaklingar sem lásu úr verkum sínum. Fyrstur las Jón Kalman, að eigin sögn til að geta einbeitt sér betur að því að hlusta á hina. Það var veglegt, því að allt- af er erfitt að ríða á vaðið á svona samkomum, draga liðið burt frá búksorgum sínum, jólagjafaangist og kökugerðaráformum: Jón stóð sig hetjulega og er bersýnilega búinn að koma sér upp sérlegum og nærfærnislegum stíl; kannski að nota mætti orðið „þorpsljóðræna“. Sjón var næstur. Hann er meist- ari upplestrarins. Hefur fullkomið vald á minnstu blæbrigðum text- ans, er sköruglegur og valdsmanns- legur þegar hann les, krefst þess að við hættum að hugleiða kökur og fylgjum honum inn í horfinn/fund- inn heim. Með hverri bók mýkist áferð textans, sem rétt eins og í undanförnum bókum er fornfáleg- ur og skringilega vandaður á ein- hvern hrífandi hátt. Skugga Baldur var svo sannarlega besta skáldsaga síðustu ára og ég hlakka til að lesa þessa nýju. Vilborg Davíðsdóttir er búin að finna sitt sérsvið sem eru söguleg- ar spennusögur, vel skrifaðar og útfærðar, og ekki síður um vert að mikil rannsókn býr alltaf að baki svo að lesandi verður margs vísari - að þessu sinni um sambúð norræna manna og inúíta á Grænlandi á 15. öld, nokkru áður en við höfðum síðast spurnir af þeim fyrrnefndu, og erum enn að velta því fyrir okkur hvað um þá varð. Vilborg las hæversklega en af festu og svo mikið gekk á í textanum að heyra mátti saumnál detta í litla menning- arhúsinu. Eftir hlé lásu þeir Hallgrímur Helgason og Þórarinn Eldjárn. Hall- grímur fékk geysigóðar undirtektir með fjörugum lestri úr hinum und- ursamlega fyrri hluta Roklands, þar sem sérhver síða iðar af raun- verulegu mannlífi og sérhvert orð er ritað af sorg yfir mönnunum; og persónan Böddi Steingríms - þessi grettir - eins og aðalpersónan í Con- federacy of dunces stödd í spor- um kennarans í Dead poet society. Þegar Hallgrímur les fleygir hann sér fyrir fætur okkar; og að þessu sinni var það þakklátt hlutskipti fyrir hann að lesa því að salurinn var orðinn mjúkur og ástríkur. Þór- arinn Eldjárn hafði nefnilega lesið á undan honum úr nýrri ljóðabók sinni, Hættir og mörk. Hljóta það ekki að teljast ein helstu tíðindi þessa bókmenntaárs að Þórarinn skuli nú senda frá sér ljóðabók handa fullorðnu fólki, þá fyrstu í fjöldamörg ár? Skyldi fólk almennt vita af þessu? Þórarinn Eldjárn hefur stundum fengið þá gagnrýni - að þjóðlegum íslenskum sið - að hann sé eiginlega of góður. Of fynd- inn, of hittinn, of hagur, of kjarnsær, of skiljanlegur. Ljóð hans hafa að geyma svo tæra hugsun að þau hitta okkur beint í hausinn, og sú hugsun er yfirleitt óvænt, ný: með öðrum orðum fyndin í allri merkingu þess góða orðs. Tilnefningahneykslið í ár er fjarvera þessarar bókar. Bókaár þegar bæði stórskáldið Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn eru með bók - hlýtur það ekki að vera ár ljóðs- ins? Þetta er gott bókaár. Ég hlakka til að lesa bók Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Hinir sterku og Jón Hallur er sagður hafa gert góða glæpasögu sem mig langar að kynna mér. Af ævisögum stendur bókin um Hannes Hafstein upp úr. Guðjóni Friðrikssyni er sérlega sýnt um að skrifa af sanngirni og réttsýni og hæfilegri innlifun - ég held að honum hafi tekist það sem frænda mínum Kristjáni Alberts- syni tókst aldrei: að gera mig að heimastjórnarmanni. Hins vegar verður Guðjón að fara að læra að nota þátíð. Talandi um frændur: Thorsarana eftir Guðmund Magnússon renndi ég líka yfir og fræddist um margt; greinargóð og fróðleg bók, prýði- lega skrifuð og læsileg. Að vísu fannst mér að heimildaöflun um mína prívatgrein fjölskyldunnar, og heimilisbrag á Bergstaðastrætinu hjá afa og ömmu, hefði mátt vera vandaðri, en ég fæ víst engu ráðið um það... Bókaskraf í Haukshúsum Í DAG JÓLABÓKAFLÓÐIÐ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Hljóta það ekki að teljast ein helstu tíðindi þessa bók- menntaárs að Þórarinn Eldjárn skuli nú senda frá sér ljóðabók handa fullorðnu fólki? AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.