Fréttablaðið - 12.12.2005, Page 66

Fréttablaðið - 12.12.2005, Page 66
HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR 12. desember 2005 MÁNUDAGUR30 menning@frettabladid.is Da gat al S par isjóð sins 2006 er komið! ... og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur. Verið velkomin í jólastemninguna. www.spar.is Verst við bókmenntaverðlaun er að fá þau ekki. Alltaf þótti mér erfitt sem útgef- anda að þurfa að tilkynna höfundum góðra fagurbókmenntaverka að þeir væru ekki tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það gerðist jafnan á við- kvæmasta tíma vertíðarinnar og ósanngjarnt að ætlast til þess að höfundar líti á þetta ferli í einhverju „stærra samhengi“ - þegar verið var að ganga framhjá þeim. Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru alltaf í aðra röndina eins konar leikur, sem ekki má taka of alvarlega, en að sjálfsögðu bera verð- launin þess merki að þau eru stofnsett og borguð af útgefendum. Tilnefningar taka mið af markaðsaðstæðum og þeim er beinlínis ætlað að vera söluhvetj- andi. Því til varnar er hægt að benda á að oft hafa tilnefningarnar vakið athygli á bókum sem ella hefði ekki farið mikið fyrir og að þessu leyti ekki bara lotið markaðslögmálum. Aldrei hefur verið sýnt fram á að það hafi beinlínis skaðað bók á markaðnum að vera ekki tilnefnd; og oft hefur lokanefnd tekist vel upp við val verðlaunahafa (af sjálfsagðri smekkvísi er rétt að ítreka að hér er rætt um fagurbókmenntirnar). En það er erfitt að koma sér upp svona mikilli víðsýni í hasarnum miðjum, þegar taugarnar eru þandar til hins ítrasta. Þess vegna er líka rétt að minna á að um langa hríð hafa verið til önnur bókmenntaverð- laun, DV verðlaunin, sem góðir menn kalla Jónasar-Nóbelinn, þar sem bæði tilnefningar og verðlaunaveitingar snemma vors hafa oftar en ekki heppnast vel. Vandinn er bara sá að fyrir utan heiðurinn og hráan fisk á Hótel Holti hefur höfundurinn ekki borið annað úr býtum en listrænan öskubakka eða annan góðan grip - en það sem rithöfundar á hinum dvergvaxna íslenska markaði þurfa öðru fremur á að halda til að sinna starfi sínu eru peningar, og þar með talin peningaverðlaun. Það er sameiginlegt þessum verðlaunum að vekja oft athygli á vönduðum bókum og góðum höfundum, en valið er auðvitað mannanna verk og það á sér stað áður en nokkur leið er að öðlast gagnrýna fjarlægð. Þess vegna er líka rétt að vekja athygli á þeim ágætu höfundum sem aldrei hafa hlotið Íslensku bók- menntaverðlaunin. Ég nefni af handahófi Einar Má Guðmundsson, Braga Ólafs- son, Sjón, Kristínu Ómarsdóttur, Jón úr Vör, Pétur Gunnarsson, Ólaf Jóhann Ólafsson, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Einar Kárason, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Arnald Indriðason og Guðrúnu Helgadóttur. Og sumir hafa aldrei viljað láta tilnefna sig (Matthías Johannessen). Það sem skiptir máli er að listi þeirra sem hafa ekki hlotið verðlaunin er að minnsta kosti jafn sterkur og listi þeirra sem hafa hlotið þau. Sem senni- lega verður að teljast viðunandi árangur hjá Islensku bókmenntaverðlaunun- um, hvernig svosem það mun líta út síðar úr bókmenntasögulegri fjarlægð. Því þegar reynt hefur verið að stilla upp hliðstæðum samanburði með Nóbels- verðlaunin hallar yfirleitt á þau. Sé spurt er um merka höfunda á 19. öld sem lifðu fram á þá 20. og hefðu því getað hlotið verðlaunin, en gerðu það ekki, koma upp nöfn eins og Leo Tolstoj, Henrik Ibsen, August Strindberg og Joseph Conrad. Sem eru líklega áhrifameiri höfundar en Rudolf Eucken, Giosue Car- ducci, Jose Echegaray og Sully Prudhomme, sem voru meðal þeirra sem fengu Nóbelsverðlaun á fyrsta áratug 20. aldar. Og listinn yfir höfunda 20. aldar sem gengið hefur verið framhjá er óralang- ur, frá Virginiu Woolf, Sylviu Plath og Simone de Beauvoir til Ezra Pound, Bertolt Brecht og Graham Greene. Samt mun vandfundinn sá höfundur sem þykir betra að hafa ekki fengið bókmenntaverðlaun. Um bókmenntaverðlaun > Ekki missa af ... ... sýningu Tilraunaeldhússins í Nýlistasafninu með fjölskrúðugum uppákomum á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. ... aðventutónleikum Óperukórs Hafn- arfjarðar sem haldnir verða í kvöld klukkan 20 í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. ... sýningu Daníels Björnssonar, Inngarður, í galleríinu Bananananas að Laugavegi 80. Sýningin stendur til 17. desember og er opin frá klukkan 18 til 20. Kl. 20.00 Upplestur gegn ofbeldi. Skáldin Þorsteinn frá Hamri, Þórarinn Eld- járn, Thor Vilhjálmsson, Sigurður Pálsson, Stefán Máni, Guðrún Eva Mínervudóttir, Einar Kárason, Linda Vilhjálmsdottir, Vigdís Grímsdóttir, Þráinn Bertelsson og Ólafur Gunnarsson lesa úr verk- um sínum í Neskirkju í minningu Ragnars Björnssonar, sem lést 12. desember í fyrra af völdum áverka í kjölfar árásar sem hann varð fyrir. Séra Örn Bárður Jónsson les ritning- arlestra og stýrir dagskránni, sem er öllum opin. Sannkallað gjörningakvöld verður í Loftkastalanum í kvöld þegar myndlistarkon- urnar Ingibjörg Magnadótt- ir og Kristín Eiríksdóttir gera áhorfendur orðlausa og ráðvillta. „Fyrsti gjörningurinn heitir Afríkanskur kvenprestur og var fluttur í Norræna húsinu í tengsl- um við Norrænu ráðherranefnd- ina og sýninguna Föðurmorð og nornatími,“ segir Ingibjörg Magnadóttir, sem ætlar að fremja þrjá gjörninga í Loftkastalanum í kvöld ásamt Kristínu Eiríksdótt- ur. „Þessi kvenprestur er tveir og hálfur metri á hæð og hún er með mikilvæg skilaboð.“ Næsti gjörningur sem þær flytja heitir Blindar sýn og var fyrst fluttur í Nýlistasafninu fyrir stuttu. „Þar hittum við tvær systur sem brunnu illa. Þær sofa í sama rúmi og rúmið þeirra brann, en þær eru rosalega þakklátar fyrir að hafa hug og hjarta þó þær séu ekki mikið fyrir augað. Þetta verður svolítil helgiathöfn.“ Þriðja gjörninginn, sem fluttur verður í fyrsta sinn í kvöld, nefna þær Kynlífsgjörninginn. „Þetta er náttúrlega eilífðar- mál, kynlífið,“ segir Ingibjörg. „Við ætluðum að hafa Sverri Stormsker með okkur í þeim gjörningi af því hann samdi svo æðislegt ástarlag, en eftir langa leit komumst við að því að hann er því miður á Taílandi.“ Þótt Sverrir hafi verið utan seil- ingar taka ýmsir þátt í að fremja gjörningana auk þeirra Ingibjarg- ar og Kristínar. Til dæmis tekur Guðrún Eva Mínervudóttir rithöf- undur þátt í Kynlífsgjörningnum og Hörður Bragason organisti tekur þátt í gjörningnum Blind- ar sýn. Kynnir kvöldsins verður síðan fréttamaðurinn G. Pétur Matthíasson. „Við vildum fá einhvern virðu- legan eldri gaur í jakkafötum til að flytja texta eftir okkur, svona sem mótvægi af því hitt er allt svo litríkt,“ segir Ingibjörg. „Við erum báðar löngu hættar að pæla af einhverju viti, enda er konseptið náttúrlega dautt,“ segir Ingibjörg þegar hún er spurð hvert þær séu að fara í gjörning- um sínum. „Konseptið er í dag eitthvað sem er gert á auglýsinga- stofum þar sem menn eru alltaf að fá góðar hugmyndir, og í hópum þar sem verið er að vinna hug- myndavinnu. Þetta sem við erum að gera er eitthvað annað. Það er kannski ekki fyrr en seinna sem maður fattar hvað maður var að segja eða gera.“ Átta sig fyrst eftir á Tólf glæpasöguhöfundar ætla að leggja leið sína í Þjóðmenningarhúsið fram að jólum, einn á dag rétt eins og jólasveinarnir, til þess að lesa upp úr bókum sínum í hádeginu. Það er Súsanna Svavars- dóttir sem ríður á vaðið í dag og les úr erótískri spennu- sögu sinni, Dætrum hafsins. Einn af öðrum skjóta þeir síðan áhlýðendum skelk í bringu með hrollvekj- andi upplestri úr nýjum verkum sínum, sem sum eru reyndar lífsreynslusögur frekar en skáldskap- ur. Árni Þórarinsson kemur á morgun og les úr Tíma nornarinnar, á miðvikudaginn les Yrsa Sigurðar- dóttir úr Þriðja tákninu og á fimmtudaginn les Ævar Örn Jósepsson úr Blóðbergi. Á föstudaginn er röðin komin að Þráni Bertels- syni sem les úr Valkyrjum sínum, þá kemur Hreinn Vilhjálmsson á laugardag- inn og les úr bók sinni, Bæjarins verstu, þar sem hann greinir frá reynslu sinni af utangarðs- mennsku í Reykjavík, og síðan taka þau við hvert af öðru, Guðrún Eva Mín- ervudóttir sunnudaginn 18. desember, Viktor Arnar Ingólfsson mánudaginn 19., Stefán Máni hinn 20., Reynir Traustason hinn 21. og Jón Hallur Stefánsson mætir á svæðið 22. desember. Loks er það Arnaldur Indriðason sem rekur lestina á sjálfa Þorláksmessu með bók sína Vetrar- borgina, sem Ingvar E. Sigurðsson leikari ætlar að lesa úr valda kafla. Jólahrollur í hádeginu SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR BLINDAR SÝNA Úr gjörningi þeirra Ingibjargar Magnadóttur og Kristínar Eiríksdóttur í Nýlistasafninu í síðustu viku. Bakatil er Hörður Bragason. !

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.