Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2005, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 12.12.2005, Qupperneq 67
MÁNUDAGUR 12. desember 2005 Da gat al S par isjóð sins 2006 er komið! ... og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur. Verið velkomin í jólastemninguna. www.spar.is „Þetta verður eingöngu Bach,“ segir Ragnheiður Árnadóttir sópr- ansöngkona, sem heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, en með henni spila þær Nina Hitz á selló, Georgia Browne á tra- verso-flautu og Haru Kitamika á orgel. „Þetta eru allt saman gömul hljóðfæri, sem þær leika á, allt barokkhljóðfæri. Þetta verður kynning á hljóðfærunum líka,“ segir Ragnheiður. Hún hefur búið úti í Hollandi undanfarin sjö ár þar sem hún lærði söng, en er núna nýflutt heim til Íslands á ný. „Við vorum allar saman úti í Haag að læra.“ Á tónleikunum flytja þær ein- leiksverk fyrir hvert hljóðfæranna þriggja, selló, orgel og traverso- flautuna, allt saman eftir Bach, og einnig syngur Ragnheiður þrjár aríur eftir sama tónskáld. Þær Nina, Georgia og Haru eru allar í alþjóðlegu barokksveit- inni í Haag, sem tók þátt í flutn- ingi Jólaóratóríu Bachs í Hall- grímskirkju núna um helgina. Sú hljómsveit kom einmitt hingað til lands einnig á síðasta ári í sömu erindagjörðum og núna, því þá var Jólaóratorían einnig flutt í Hallgrímskirkju. „Og við héldum líka svona tón- leika í fyrra, eiginlega á sama tíma, mánudaginn eftir Jólaóratóríuna,“ segir Ragnheiður. Tónleikar þeirra í Fríkirkjunni hefjast klukkan 20. Bach í Fríkirkjunni HARU KITAMIKA, RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR OG NINA HITZ Þær flytja tónlist eftir Bach í kvöld ásamt stöllu sinni, Georgiu Browne. Tónleikar söngsveitarinnar Fíl- harmóníu nefnast Lofgjörð hirðar sungu og voru haldnir í Langholts- kirkju í gær og í kvöld kl. 20.00. Flutt verður nýtt jólalag eftir ungt íslenskt tónskáld, Stefán Arason, og þættir úr Messíasi Händels ásamt öðrum verkum. Söngsveitinni Fílharmóníu berst liðsstyrkur að utan fyrir aðventu- tónleika sína. Einsöngvari er Sól- rún Bragadóttir sópransöngkona sem flýgur heim frá Danmörku til að syngja með sveitinni. Sól- rún starfar við tónleikahald ytra þar sem hún flytur bæði kirkju- tónlist og veraldlega tónlist. Jafn- framt heldur hún ýmis námskeið á sveitasetri sínu í Danmörku. Bernharður Wilkinson kemur frá Færeyjum til að stjórna tón- leikunum, en hann hefur verið tíður gestastjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Einnig bætist við tíu manna strengjasveit undir stjórn Rutar Ingólfsdóttir fiðluleikara. Á næsta ári munu svo enn fleiri Íslending- ar snúa heim til að leggja sveitinni lið, þar sem Magnús Ragnarsson, sem undanfarin ár hefur verið við nám og störf í Svíþjóð sem organ- isti og kórstjóri, mun snúa heim til að taka við kórnum. Lofgjörð söngsveitar Fílharmóníu SÖNGSVEITIN FÍLHARMONÍA Bernharður Wilkinson kemur heim frá Færeyjum til að stjórna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.