Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 67
MÁNUDAGUR 12. desember 2005
Da
gat
al S
par
isjóð
sins 2006 er komið!
... og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur.
Verið velkomin í jólastemninguna.
www.spar.is
„Þetta verður eingöngu Bach,“
segir Ragnheiður Árnadóttir sópr-
ansöngkona, sem heldur tónleika í
Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld,
en með henni spila þær Nina Hitz
á selló, Georgia Browne á tra-
verso-flautu og Haru Kitamika á
orgel.
„Þetta eru allt saman gömul
hljóðfæri, sem þær leika á, allt
barokkhljóðfæri. Þetta verður
kynning á hljóðfærunum líka,“
segir Ragnheiður. Hún hefur
búið úti í Hollandi undanfarin sjö
ár þar sem hún lærði söng, en er
núna nýflutt heim til Íslands á ný.
„Við vorum allar saman úti í
Haag að læra.“
Á tónleikunum flytja þær ein-
leiksverk fyrir hvert hljóðfæranna
þriggja, selló, orgel og traverso-
flautuna, allt saman eftir Bach, og
einnig syngur Ragnheiður þrjár
aríur eftir sama tónskáld.
Þær Nina, Georgia og Haru
eru allar í alþjóðlegu barokksveit-
inni í Haag, sem tók þátt í flutn-
ingi Jólaóratóríu Bachs í Hall-
grímskirkju núna um helgina. Sú
hljómsveit kom einmitt hingað til
lands einnig á síðasta ári í sömu
erindagjörðum og núna, því þá
var Jólaóratorían einnig flutt í
Hallgrímskirkju.
„Og við héldum líka svona tón-
leika í fyrra, eiginlega á sama tíma,
mánudaginn eftir Jólaóratóríuna,“
segir Ragnheiður.
Tónleikar þeirra í Fríkirkjunni
hefjast klukkan 20.
Bach í Fríkirkjunni
HARU KITAMIKA, RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR OG NINA HITZ Þær flytja tónlist eftir Bach í
kvöld ásamt stöllu sinni, Georgiu Browne.
Tónleikar söngsveitarinnar Fíl-
harmóníu nefnast Lofgjörð hirðar
sungu og voru haldnir í Langholts-
kirkju í gær og í kvöld kl. 20.00.
Flutt verður nýtt jólalag eftir ungt
íslenskt tónskáld, Stefán Arason,
og þættir úr Messíasi Händels
ásamt öðrum verkum.
Söngsveitinni Fílharmóníu berst
liðsstyrkur að utan fyrir aðventu-
tónleika sína. Einsöngvari er Sól-
rún Bragadóttir sópransöngkona
sem flýgur heim frá Danmörku
til að syngja með sveitinni. Sól-
rún starfar við tónleikahald ytra
þar sem hún flytur bæði kirkju-
tónlist og veraldlega tónlist. Jafn-
framt heldur hún ýmis námskeið á
sveitasetri sínu í Danmörku.
Bernharður Wilkinson kemur
frá Færeyjum til að stjórna tón-
leikunum, en hann hefur verið
tíður gestastjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands.
Einnig bætist við tíu manna
strengjasveit undir stjórn Rutar
Ingólfsdóttir fiðluleikara. Á næsta
ári munu svo enn fleiri Íslending-
ar snúa heim til að leggja sveitinni
lið, þar sem Magnús Ragnarsson,
sem undanfarin ár hefur verið við
nám og störf í Svíþjóð sem organ-
isti og kórstjóri, mun snúa heim til
að taka við kórnum.
Lofgjörð söngsveitar Fílharmóníu
SÖNGSVEITIN FÍLHARMONÍA Bernharður Wilkinson kemur heim frá Færeyjum til að stjórna.