Fréttablaðið - 12.12.2005, Qupperneq 68
12. desember 2005 MÁNUDAGUR32
Stóra svið
Salka Valka
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
Woyzeck
Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21
Kalli á þakinu
Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14
Su 15/1 kl. 14
Carmen
Fi 12/1 kl. 20 FORSÝNING miðav. 2.000- kr
Fö 13/1 kl. 20 FORSÝNING miðav. 2.000- kr
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING
Nýja svið/Litla svið
Þrjár systur e. Tsjekhov
Nemendaleikhúsið
Aðeins sýnt í desember
Þr 13/12 kl. 20 Fö 16/12 kl. 20
Lau 17/12 kl. 20 Su 18/12 kl. 20
Manntafl
Mi 28/12 kl. 20
Alveg brilljant skilnaður
Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING
Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING
Síðustu sýningar
GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA
UPPLIFUN
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA
ENDALAUST
Miðasala á netinu
Borgarleikhúsið hefur opnað miðasölu á
netinu
Einfalt og þægilegt á vefsíðunni
www.borgarleikhus.is
Það var margt góðra gesta við opnun sýningarinnar „Allir fá þá eitthvað fal-
legt“, í Gallery Turpintine á
dögunum en val listamanna á
sýningunni var í höndum Hall-
gríms Helgasonar rithöfundar
og myndlistarmanns.
„Hallgrímur er mikið í umræð-
unni og ég vissi sem var að hann
myndi velja góð og djörf verk,“
segir Sveinn Þormóðsson eigandi
Gallery Turpintine, spurður hvers
vegna hann leitaði á náðir Hall-
gríms. Sveinn er hæstánægður
með hvernig til tókst og kveðst
stefna á að halda sýningu sem
þessa árlega.
Sýningin stendur fram á Þor-
láksmessu og en á henni eru verk
eftir Húbert Nóa, Kristínu Gunn-
laugsdóttur, Jón Sæmund Auð-
arsson, Georg Guðna, Aron Reyr,
Hildi Ásgeirsdóttur, Kristján Dav-
íðsson, Sigurð Árna Sigurðsson og
Hallgrím sjálfan.
SKÁL Í BOÐINU Ólöf Thorlacius, Ragnheiður Agnarsdóttir og Þröstur Þórhallsson létu vel
af sýningunni og leiddist ekki að Hallgrímur skyldi lesa úr bók sinni, Rokland, við sama
tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Allir sáu eitthvað fallegt
SMEKKVÍSI Þetta málverk Hlaðgerðar Írisar
Björnsdóttur vakti hrifningu margra og
þótti bera smekkvísi Hallgríms gott vitni.
METSÖLUVERK Tómas Jónsson, grafískur
hönnuður, virti verkin fyrir sér af stakri
andakt.
LISTFENGUR HÓPUR Hallgrímur ásamt nokkrum af þeim listamönnum hverra verk hann
valdi á sýninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
TVEIR Á TOPPNUM Þorleifur Kamban,
grafískur hönnuður, og Guðjón Bjarnason,
myndlistarmaður og arkitekt, voru meðal
þeirra 300 sem létu sjá sig við opnunina.
STOLTUR LISTAMAÐUR Þórdís Gissurardóttir
og Hlaðgerður Íris Björnsdóttir skemmtu
sér vel, en verk hinnar síðarnefndu var
meðal þeirra mynda sem Hallgrímur valdi
á sýninguna.
VOPNIN KVÖDD Hallgrímur Helgason og Kári Stefánsson stóðu í bleki drifinni ritdeilu í upphafi árs. Þeir virðast hafa slíðrað pennann, í bili
að minnsta kosti, og ræddu saman í mesta vinfengi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN