Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 86
12. desember 2005 MÁNUDAGUR50
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2 spjall 6 í röð 8 hamfletta 9 umhyggja
11 belti 12 hljóð í ketti 14 svipað 16 rás
17 fum 18 óðagot 20 kusk 21 auma.
LÓÐRÉTT
1 eymd 3 frá 4 matjurt 5 eldur 7 slitinn
10 til sauma 13 tilvist 15 frumeind 16
þjálfa 19 tveir eins.
LAUSN
Anna Gunnarsdóttir, hönnuður frá Akur-
eyri, fékk heiðursverðlaun á Wearable Art
Expressions hönnunarsamkeppninni sem
haldin var í Palos Verdes Art Center skammt
frá Los Angeles í byrjun desember.
„Ég hef aðallega fengist við að hanna
aukahluti á borð við töskur en ákvað að senda
myndir af alklæðnaði á þrjár manneskjur í
þessa keppni,“ sagði Anna þegar Fréttablað-
ið náði tali af henni á vinnustofunni Svartföt
og hvítspóa í blíðviðrinu norðan heiða. Dóm-
nefndinni leist svo vel á það sem Anna hafði
upp á að bjóða að allt þrennt var valið en það
telst til tíðinda því hundruð hönnuða sóttu
um en aðeins 72 búningar voru valdir. Anne
Sheikh fékk aðalverðlaun keppninnar en átta
aðrir hönnuðir fengu sérstaka heiðursviður-
kenningu og var Anna í þeim hópi. Hún fékk
viðurkenningu fyrir jakka úr þæfðri ull og
silki með laxaroð á bryddingum, topp úr lax-
aroði og pils úr ull og silki.
Það gekk ekki þrautalaust að koma klæðn-
aðinum inn í Bandaríkin því náttúruvernd-
arsamtök vildu fullvissa sig um að laxaroðið
sem var notað væri ekki af laxi í útrýming-
arhættu eða að fötin hefðu verið unnin upp
úr hvalsolíu. „Það voru allir rosalega ánægð-
ir þegar pakkinn komst loks til skila,“ segir
Anna og hlær. Þá voru einnig einhverjir sem
efuðust um að hægt væri að búa til föt úr
þessu efnum og héldu að roðið hefði verið
límt eða saumað á fötin. „Þetta er mjög vand-
að og það er mjög sérstakt að búa til fatnað
úr þessum efnum,“ útskýrir hönnuðurinn.
Alklæðnaðurinn seldist strax en er enn til
sýnis í Palos Verdes Art Center.
Anna hélt enn fremur kynningu á öðrum
verkum sínum og heimalandi. Þar kom
í ljós að Ísland er ekki alveg jafn stórt á
heimskortinu og við höldum gjarnan. „Það
voru einhverjir gestanna sem höfðu gert sér
það í hugarlund að við byggjum enn í torf-
kofum,“ segir hún og skellir upp úr en tekur
þó fram að aðrir hafi kannast vel við land og
þjóð. Anna hitti argentíska hönnuðinn Sean á
sýningunni, en hann er mjög frægur meðal
stjarnanna í Hollywood og hefur búið til föt
á frægustu leikkonur heims. „Það var mjög
gaman að spjalla við hann og Sean þykir mér
fær á sínu sviði,“ segir Anna en sjálf hitti hún
enga stórstjörnu. „Mér skilst reyndar að ein-
hver sápuóperustjarna hafi keypt sjal eftir
mér en ég horfi svo lítið á sjónvarp að ég veit
ekkert hver það var,“ segir hún og hlær.
freyrgigja@frettabladid
ANNA GUNNARSDÓTTIR: FÉKK HEIÐURSVERÐLAUN Í LOS ANGELES
Sápustjarna keypti af henni sjal
VERÐLAUNA KLÆÐNAÐURINN Auður Ómarsdóttir, bróðurdóttir Önnu, sýnir hér alklæðnað sem vakti mikla athygli á hönnun-
arsýningu í L.A og var einn átta búninga sem fékk heiðursviðurkennningu. AÐSEND MYND/FINNBOGI
LÁRÉTT: 2 rabb, 6 rs, 8 flá, 9 önn, 11 ól,
12 mjálm, 14 álíka, 16 æð, 17 fát, 18 fum,
20 ló, 21 arma.
LÓÐRÉTT: 1 kröm, 3 af, 4 blómkál, 5 bál,
7 snjáður, 10 nál, 13 líf, 15 atóm, 16 æfa,
19 mm.
Ólafur Geir Jónsson, sem hefur
vakið athygli fyrir fagra ásjónu
sína og bar sigur úr býtum í keppn-
inni um Herra Ísland á dögunum.
er margt til lista lagt og heldur
meðal annars úti sjónvarpsstöð-
inni splash.is á netinu.
Nú ber svo við að að Ólafur
Geir færir út kvíarnar því sjón-
varpsstöðin Sirkus hefur keypt
átta þætti af honum og verða þeir
á dagskrá í janúar og febrúar.
„Þeir á Sirkus höfðu samband við
mig og höfðu áhuga á að kíkja á
þetta,“ segir Ólafur Geir. „Í fram-
haldinu keyptu þeir tvo þætti og
sýndu til að kanna viðtökurnar og
þetta virðist hafa fallið í kramið
hjá mörgum fyrst þeir keyptu átta
þætti í viðbót.“
Ólafur býr í Keflavík og gerði
áður þætti fyrir litla sjónvarpsstöð
þar í bæ, en hætti til að stofna sína
eigin stöð á netinu í ágúst. Honum
til halds og trausts er bróðir hans,
Jóhann Þór, og saman hófu þeir að
gera skemmtanalífinu suður með
sjó skil. „Við byrjuðum á því að
kíkja á djammið hérna þegar við
vorum að koma okkur af stað og
rugluðum eitthvað sjálfir. Þetta
vatt hins vegar fljótlega upp á sig
og við bættum við undirfatasýn-
ingum frá Adam og Evu, kynning-
ar á hjálpartækjum ástarlífsins
og svo erum við alltaf með pipar-
svein vikunnar. Og fyrst við erum
komnir á Sirkus þá verðum við að
kíkja meira á djammið í Reykja-
vík.“
Þeir á splash.is þykja hispurs-
lausir, svo ekki sé fastar að orði
kveðið, og hætt við að einhverjir
muni súpa hveljur þegar þeir sjá
þættina, en Ólafur metur stöðuna
með raunsæisgleraugum mark-
aðarins. „Stundum eru stelpur að
flassa og svona í þættinum og við
látum það auðvitað fylgja með því
það selur. Hvort Sirkus eigi eftir
að ritskoða eitthvað af þessu verð-
ur bara að koma í ljós.“
Ólafur sinnir þáttagerðinni
meðfram námi og segir það vissu-
lega taka sinn toll. Hann óttast hins
vegar ekkert að fólk komi til með
að stimpla hann sem sætabrauð.
„Ég hef mörg járn í eldinum og
fólk á eftir að sjá afraksturinn af
því.“ -bs
ÓLAFUR GEIR JÓNSSON Hefur haldið úti
sjónvarpsstöð á netinu síðan í ágúst en
færir nú út kvíarnar í ljósvakamiðlum.
Herra Ísland djammar á sjón-
varpsstöðinni Sirkus í vetur
Í morgun vöknuðu prúðir, ungir Íslend-
ingar við óvæntan glaðning í skóm
sínum, enda kom Stekkjastaur, sá fyrsti af
jólasveinunum þrettán til byggða í nótt.
Nokkurs misræmis gætir þegar kemur
að fjölda íslensku jólasveinanna þar sem
þeir eru ýmist taldir þrettán eða einn og
átta, en Ágúst Georgsson sérfræðingur
hjá Þjóðminjasafni Íslands segir þess
háttar mismun algengan þegar kemur að
þjóðtrú, sem oft ber ekki saman jafnvel í
sama landi.
„Í dag eru jólasveinarnir taldir níu eða
þrettán, en heimildir eru um mun fleiri
jólasveina og hefur tala þeirra verið nokk-
uð mismunandi,“ segir Ágúst og nefnir
tölurnar átján og tuttugu og tvo.
„Í heimildum finnast um áttatíu nöfn
jólasveina, en skýringin er meðal annars
sú að heiti og fjöldi jólasveina voru nokk-
uð mismunandi eftir landshlutum. Þegar
sögur um jólasveina fóru að birtast á prenti
um 1860 varð það til þess að mismunandi
hugmyndir sem áður voru til víðs vegar um
landið hurfu, en um 1930 myndaðist eins-
konar „þjóðarsátt“ um íslensku jólasvein-
ana fyrir áhrif Ríkisútvarpsins og bókarinn-
ar Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum,“
segir Ágúst, en í vísnakveri Jóhannesar eru
birt nöfn þrettán jólasveina sem fest hafa
sig í sessi meðal þjóðarinnar; mörg hver
sem bundin voru æskuslóðum Jóhannesar
í Dalasýslu.
„Dæmi um önnur jólasveinanöfn eru
til dæmis Bandaleysir, Klettaskora, Bagga-
lútur og Rjómasleikir. Þessi mikli fjöldi
jólasveina er séríslenskt fyrirbæri. Erlendis
á einn alþjóðlegur jólasveinn, Santa Claus,
rætur að rekja til heilags Nikulásar. Sú
mynd sem við þekkjum af honum í dag
hefur borist frá Ameríku og kom til Íslands
í lok 19. aldar, en fyrir áhrif hans breytt-
ist ímynd íslenskra jólasveina hvað varðar
útlit, klæðaburð og innræti. Jólasveinar
urðu smáskrítnir vinir barnanna í stað
þess að vera barnafælur, en á Austurlandi
voru jólasveinar sagðir koma af hafi; ýmist
dökkir yfirlitum og klofnir upp í herðar,“
segir Ágúst og nefnir annað séríslenskt við
jólaþjóðtrú; nefnilega foreldra jólasvein-
anna, Grýlu og Leppalúða.
„Upphaflega var Grýla ekki tengd jólum
sérstaklega, fyrr en á 17. öld þegar varð
til heil jólasveinafjölskylda. Og jólakött-
inn þekkja flestir en hann tengist líklega
svipuðum erlendum hugmyndum um
jólapúka, jólageit og jólahafur.“ ÁGÚST GEORGSSON
SÉRFRÆÐINGURINN ÁGÚST GEORGSSON Á ÞJÓÐMINJASAFNI VEIT UM 80 ÍSLENSKA JÓLASVEINA
Jólasveinar einn og átta plús fjórir
HRÓSIÐ
...fær Samúel Kristjánsson hjá
2112 fyrir að selja hugmyndina að
Frostrósum til erlendra sjón-
varpsstöðva.
Ofurtala
1 2 3 8 18
6 23 30 37 39 45
8 9 35
4 5 2 8 2
0 3 1 3 3
10. 12. 2005
07. 12. 2005
Tvöfaldur 1. vinningur
næsta laugardag
Einfaldur
1. vinningur næsta
miðvikudag
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
22
[ VEISTU SVARIÐ ]
1 Ungfrú Mexíkó
2 Valgerður H. Bjarnadóttir
3 Tíu