Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 8
8 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR Ullarbolur barna, verð frá 3.600 kr. fullorðins 5.900 kr. Nýtt frá 66°NORÐUR 100% Merino-ullarnærföt www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - Akureyri: Glerárgata 32 Gefðu mjúka gjöf Ullarbuxur barna, verð frá 3.100 kr. fullorðins 4.900 kr. JERÚSALEM, AP Palestínska heima- stjórnin hugleiðir að hætta við þingkosningarnar í janúar ef yfirvöld í Ísrael framfylgja áformum sínum um að banna Pal- estínumönnum búsettum í Austur- Jerúsalem að taka þátt í þeim. AP-fréttastofan hafði í gær eftir ísraelskum embættismönn- um að yfirvöld myndu koma í veg fyrir þátttöku Palestínumanna í kosningunum þar sem útlit er fyrir að Hamas-samtökunum vegni vel í þeim. „Hlutverk okkar er ekki að greiða fyrir uppgangi Hamas, sérstaklega ekki í frjálsri Jerúsalem,“ er haft eftir einum þeirra. Nabil Shaath, upplýsingamála- ráðherra í palestínsku heima- stjórninni, segir að slíkar tálm- anir séu næg ástæða til að aflýsa þingkosningunum sem eiga að fara fram 25. janúar. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínu- manna, neitaði hins vegar að slæm staða Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar- innar, væri raunveruleg ástæða fyrir þessum hugleiðingum um frestun. Formælandi Hamas skoraði á Abbas að halda sínu striki en hann hefur þegar frestað kosningunum einu sinni, í júlí síðastliðnum vegna brottflutningsins frá Gaza. - shg LAUSIR ÚR PRÍSUND Tveimur kennurum, Hollendingnum Henrik Taatgen (til vinstri) og félaga hans Brian Ambrosio, Ástralíu, var rænt á Gaza-ströndinni í gær en þeir voru látnir lausir skömmu síðar. Róttæk samtök sem tengjast Frelsissamtökum Palestínu hafa lýst yfir ábyrgð á mannráninu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ísraelar hyggjast koma í veg fyrir að Palestínumenn í Jerúsalem kjósi: Kosningum ef til vill aflýst DÓMSMÁL Gunnlaugur Briem tónlistarmaður tapaði máli í Hæstarétti sem hann vann í byrj- un árs fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. Héraðsdómur dæmdi honum 97.500 krónur vegna þess að hljóðfæraleikur hans sem undir- leikari hafði verið endurútgefinn á hljómdisknum Eurovisionpartý- bomba, sem Skífan (nú Dagur Group) gaf út. Disknum var dreift í matvöruverslunum með pylsum. Hæstiréttur taldi hins vegar að þar sem upptökur með Gunnlaugi höfðu áður verið notaðar í end- urútgáfur án þess að hann færi fram á greiðslu, hefði hann átt að taka fram að hann vildi fá greitt sérstaklega fyrir þessa endurút- gáfu. Rétturinn hafnaði líka sjón- armiðum hans um að brotið hafi verið gegn sæmdarheiðri hans með því að selja tónlistina með mat. - óká Útgáfufyrirtæki stefnt: Trommarinn tapaði málinu GUNNLAUGUR BRIEM Gunnlaugur vann mál gegn Skífunni fyrir héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeim dómi. VEISTU SVARIÐ 1 Ritun hvaða sögu hefur Þorsteinn Pálsson hætt við? 2 Hvers vegna var íslenskri konu vísað úr sænskum strætó fyrir skömmu? 3 Hvað heitir heimsmeistarinn í þungavigt í hnefaleikum? Svörin eru að blaðsíðu 74 SAMFÉLAGSMÁL Svo virðist sem Sævar Arnfjörð hafi ekki verið eini tjaldbúinn í Öskjuhlíð því með honum bjó maður nokkur, Lee Reynir Freer að nafni, frá því um miðjan nóvember. Hann býr enn í tjaldi Sævars í Öskju- hlíð og hefur verið í sömu jakka- fötunum frá því í byrjun mánað- arins. Þau hafa lítið dugað honum gegn næturfrostinu. „Þetta eru búnar að vera kald- ar nætur og ekki bætir úr skák að það kviknaði í tjaldinu síðustu nóttina sem Sævar var hérna,“ segir Lee Reynir. Það var starfsfólk í Perlunni sem benti blaðamanni á Lee Reynir sem hefur farið þangað annars lagið að ylja sér síðustu vikur. Hann er Sævari svolít- ið sár fyrir að hafa ekki vakið athygli manna á högum sínum. „Ég er öryrki og það er mjög langt síðan ég fór að eiga í vand- ræðum með að tolla í vinnu vegna andlegs sjúkleika en ég hef aldrei átt í neinum veruleg- um vandræðum með áfengi,“ sagði Lee Reynir sem var sagnaglaður þrátt fyrir að vera nývaknaður hrollkaldur. „Ég fór einu sinni í meðferð en kapteinn Tyrfingsson útskrifaði mig með þeim orðum að ég væri ekki alkó- hólisti heldur væri vandi minn sá að mig vantaði konu,“ sagði Lee Reynir sposkur. Sigursteinn Másson, formað- ur Öryrkjabandalagsins, brást skjótt við líkt og þegar hann heyrði af aðstæðum Sævars. „Það er lögformleg ábyrgð borg- aryfirvalda að menn búi ekki við þessar aðstæður sama hver forsaga þeirra er og nú hef ég samband við menn þar og svo verður bara farið í það að koma þessum manni undir þak,“ sagði Sigursteinn. Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu- miðstöðvar Miðborgar og Hlíða, fór svo seinni part dags og aftur um kvöld að leita Lee Reynis til að bjóða honum gistingu í Gisti- skýlinu við Þingholtsstræti. Hún hafði ekki fundið Lee Reyni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Björk Vilhelmsdóttir, formað- ur velferðarráðs, segir að vissu- lega beri borgin lögformlega ábyrgð á því að menn búi ekki við svona aðstæður. „Við höfum verið að vinna að þessum málum og í raun eigum við úrræði í öllum tilfellum. Svo er það hitt hvort menn taki þeim. Ég hef til dæmis fengið það staðfest að þessi maður er velkominn í Gisti- skýlið. Þannig að menn verða einnig að bera sig eftir björginni. Við getum ekki verið að kemba Öskjuhlíðina á hverjum morgni,“ segir hún. jse@frettabladid.is LEE REYNIR FREER Tjaldvistin hefur verið býsna hörð fyrir þennan írskættaða Íslending sem segist þó ekki kalla allt ömmu sína. Hann er ekki með dýnu í tjaldinu og jakkafötin duga skammt í frosthörkunni. Annar tjaldbúi í Öskjuhlíð Framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar miðborgarinnar fór um Öskjuhlíð í gær að leita annars tjaldbúa sem vart hefur orðið þar á skömmum tíma. Hann hefur verið í jakkafötum allan desembermánuð við heldur kaldranalegar aðstæður. Manninum verður boðin gisting í Gistiskýlinu við Þingholtsstræti. RAFORKUIÐNAÐUR Gengið var frá kaupum Landsnets hf. á flutnings- virkjum Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rafmagnsveitna ríkisins með samningi sem undir- ritaður var í gær. Samtals greiðir Landsnet um 26,8 milljarða króna fyrir flutningsvirkin í formi hluta- bréfa og skuldabréfa. Orkuveita Reykjavíkur og Hita- veita Suðurnesja kusu fremur að leigja fyrirtækinu flutningskerfi sín. Landsvirkjun á því 69,44 pró- sent í Landsneti, RARIK 24,15 prósent og Orkubú Vestfjarða 6,41 prósent. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir engu breyta hvort orkufyrirtæki kaupi sig inn í Lands- net eða leigi því flutningsvirki. „Flutningsvirkin eru öll háð sérleyfisstarfsemi og skammtað- ur tekjurammi frá Orkustofnun. Þess vegna sitja þeir sem ákveða að leigja alveg við sama borð og hinir hvað varðar arð af eignum sínum.“ Hann segir fulla sátt um framkvæmdina alla. „Lögin gera ráð fyrir því að fyrirtækin geti valið og gagnvart Landsneti breytir þetta engu. Við förum eftir sem áður með svokallaða kerfis- stjórnun eignanna.“ Þórður segist sjá fram á aukna samkeppni á raforkumarkaði eftir áramót, en þá geta landsmenn allir í fyrsta sinn valið sér raf- orkusala, hvort sem er til heim- ilisnotkunar eða atvinnurekstrar, óháð búsetu. - óká Landsnet kaupir flutningskerfi raforku: Greiðir 27 milljarða fyrir flutningsvirkin SKRIFAÐ UNDIR Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets (í forgrunni), segir einu gilda hvort orkufyrirtæki gerist hluthafar í fyrirtækinu eða leigi út flutningsvirki sín. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt ungan mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í maí á síðasta ári. Maðurinn réðst þá að öðrum manni vopnaður hnífi sem hann stakk í læri fórnarlambsins og sprautaði að auki ókennilegum úða í augu mannsins. Var hann sekur fundinn og dæmdur til að greiða tæpar 300 þúsund krónur í miskabætur til fórnarlambsins en fangelsis- refsingin fellur niður haldi hann almennt skilorð næstu þrjú árin. - aöe Héraðsdómur Reykjavíkur: Skilorð fyrir árás með hnífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.