Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
edda.is
„Erlendur klikkar ekki.“
Þórarinn Þórarinsson, Fbl.
„Vetrarborginni verður örugglega víða
fagnað.“
Páll Baldvin Baldvinsson, DV
„Fléttan er þétt og vandlega unnin ...
Arnaldur sýnir hér mikla hæfni í sköpun
andrúmslofts og stemmningar og minnir að
því leyti á Mýrina og Grafarþögn.“
Gunnþórunn Guðmundsdóttir, bokmenntir.is
Tilnefndur til IMPAC
verðlaunanna
2005
Martin Beck verðlaunin
2005
THE CWA Gold Dagger
Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason er mest
selda bók ársins 2005. Á þessu ári hefur
Arnaldur að auki hlotið fjölda verðlauna, þar
á meðal Gullrýtinginn, virtustu glæpasagna-
verðlaun heims, og fest sig í sessi sem
alþjóðlegur metsöluhöfundur.
1. sæti
Allar bækur
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
14. – 20. des.
1. sæti
Allar bækur
Metsölulisti Mbl.
6. – 12. des.
Vinsælasta bók ársins����������
����������
Nú eru jólin framundan. Því miður eru þau frekar stutt
að þessu sinni, bara ein helgi,
en jól engu að síður. Að halda
jólin hátíðleg er ævaforn siður
á norðurhveli jarðar. Forfeður
okkar fögnuðu sigri sólarinnar
og ljóssins yfir myrkrinu í þeirri
fullvissu að nú tæki daginn að
lengja og bráðum kæmi vorið.
Enginn veit hvenær fólk byrjaði
að gera þetta en það var löngu
áður en Ísland byggðist.
JÓLIN ERU hátíð ljóssins. Þau
eru hátíð kærleikans. Á jólunum
drögum við fram það fallegasta
í fari okkar, bæði í klæðavali og
innræti. Jólin hafa í rauninni
ekkert með trúarbrögð að gera.
Það er enginn sem á jólin, hvorki
kristnir eða æsir eða Gyðingar.
Það er ekki hægt að eiga kærleika,
ekki nema gefa hann. Og þess
meira sem maður gefur af honum,
þess meira á maður af honum
sjálfur.
FYRIR MÉR eru jólin heilög.
Það er vegna þess að á jólunum
minnist ég þess að Guð minn
fæddist hér á jörðu fyrir rúmum
2000 árum síðan í Jesú kristi. Ég
trúi því að Guð hafi orðið maður.
Hann varð eins og við í þeirri von
að við vildum verða eins og hann.
Það eru ekki allir sem trúa því en
það er falleg trú samt.
ÞAÐ ER mest um vert að trúa
á kærleikann. Hann er það
dýrmætasta sem til er í heiminum.
Sá sem á kærleika í hjarta sínu
er réttlátur fyrir Guði, hvort
sem hann trúir á hann eða ekki.
Og trú okkar, hver sem hún er,
kemur ekki fram í því hvernig
við tilbiðjum Guð okkar heldur
hvernig við komum fram við
meðbræður okkar. Kristinn maður
sem sýnir öðru fólki lítilsvirðingu
og hroka er miklu verr staddur
en kærleiksríkur trúleysingi.
Lykillinn að himnaríki fæst aðeins
með því að gefa öðrum hann.
ÉG BIÐ Guð minn, sem er sonur
ljóssins, að blessa alla Íslendinga.
Ég bið fyrir einingu allra
manna, óháð trúarskoðunum og
stjórnmálum, húðlit og þjóðerni og
þjóðfélagsstöðu. Ég bið fyrir ljósi
inn í líf þeirra sem búa í myrkri.
Ég bið fyrir því að kærleikurinn
megi sigra í lífi sem flestra. Ég
bið fyrir því að einfeldni, sakleysi
og þjónusta fái meiri virðingu í
þjóðfélagi okkar.
ÉG ÓSKA lesendum mínum
gleðilegra jóla. Takk fyrir að hlusta
á mig. Guð blessi ykkur og verndi
ykkur í kærleiksríkum faðmi
sínum. Namaste. Marana ta.
Jólakveðja