Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 12
12 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR ÓMISSANDI Á JÓLUNUM! Til a› skapa fullkomna jólastemningu flarf a› huga a› hverju smáatri›i. Fjölskylduhef›irnar ver›ur a› halda í til fless a› jólin séu eins og flau eiga a› vera. Sulturnar frá Den Gamle Fabrik eru í senn smáatri›i og a›alatri›i í jólamatnum, enda hafa Íslendingar gætt sér á flessum brag›miklu sultum í meira en flrjá áratugi. Fullkomna›u jólin á flinn hátt me› flínum hef›um, en ekki gleyma sultunum frá Den Gamle Fabrik. DANMÖRK Danir þurfa að vinna meira og þarlendir bankar að taka meiri áhættu að mati Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þetta kemur fram í viðtali við hann í dagblaðinu Politiken í gær. Segir Jóhannes muninn á Íslend- ingum og Dönum meðal annars vera þann að þeir síðarnefndu byrji snemma að tala um hvenær þeir ætli á eftirlaun. Íslending- ar leiði hins vegar ekki hugann að því fyrr en á sjötugsaldri og vinni töluvert meira. Telur hann að háir tekjuskattar í Danmörku virki letjandi og því vilji Danir frekar eyða tímanum heima hjá sér en í vinnunni. Einnig segir Jóhannes að frum- kvöðla skorti í danskt viðskiptalíf í dag. Honum finnst sem kraftur- inn sem einkennt hafi þjóðina eftir seinni heimstyrjöldina sé horfinn. Að mati Jóhannesar mættu danskir bankar taka þá íslensku sér til fyrirmyndar og vera til- búnir til að fjármagna góðar hug- myndir. Politiken boðar frekari umfjöll- un um íslenskt viðskiptalíf næstu daga. - ks Jóhannes Jónsson í viðtali við Politíken: Segir Dani skorta kraftinn STJÓRNMÁL „Þetta er óþolandi útúr- snúningur sem maður heyrir aftur og aftur,“ segir Ólafur Ólafsson hjá Landsambandi eldri borgara vegna ummæla Péturs Blöndal í Fréttablaðinu í gær. Pétur sagði þar að skattbyrði hefði þyngst hjá almenningi þar sem tekjur hefðu hækkað gríðarlega undanfarin ár. „Skýst þó skýrir séu,“ segir Ólafur. „Það er vitað mál að skatt- byrðin hefur þyngst mikið síð- ustu árin, ekki bara vegna þess að tekjur hafa aukist, heldur ekki síður vegna þess að greiddur er tekjuskattur af hærri hluta tekna en áður, jafnvel þótt tekjur hafi ekkert hækkað umfram verðlag.“ Ólafur vitnar þar í niðurstöður vinnuhóps samráðsnefndar um öldrunarmál en hann var skipaður sérfræðingur frá fjármálaráðu- neyti, heilbrigðis- og trygging- arráðuneyti og Landssambandi eldri borgara. „Þannig má sjá að einstakling- ur sem er yfir 70 ára og hefur 100 þúsund krónur í tekjur á mán- uði greiðir 9.385 krónur í tekjuskatt eða 9,4 prósent. Með sömu r a u n t e k j u r við upptöku skattkerfisins 1988 greiddi hann ekki eina krónu í tekjuskatt. Skattbyrði hans hefur því aukist um 9,4 prósent þótt tekjur hans hafi ekki hækkað umfram verð- lag. Fyrir tíu árum greiddi hann 7,6 prósent tekna sinna í skatt með sömu rauntekjur svo skattbyrðin hefur líka þyngst síðan þá,“ segir Ólafur. Hann segir þar að auki að ef skattleysismörk hefðu fylgt verðlagi frá upptöku skattkerf- isins væru þau rúmlega 105 þús- und krónur á mánuði en ekki 75 þúsund. Borgþór S. Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Landssambands- ins, tekur í sama streng og segir mjög ósanngjarnt hvernig stjórn- arliðar beiti tölubrellum í stað þess að viðurkenna staðreyndir málsins. „Þetta er í meginatriðum rétt sem Pétur segir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hann var ekki tilbúinn til að tjá sig um þessa útreikninga að svo stöddu en ítrekaði að aukin skattbyrði hjá almenningi væri til komin vegna aukinna atvinnu- tekna og annarra þátta. Ekki náðist í Pétur Blöndal vegna þessa máls. jse@frettabladid.is Segir útúrsnúninga Péturs óþolandi Útreikningar vinnuhóps um öldrunarmál sýna að skattbyrði ellilífeyrisþega hefur aukist jafnt og þétt frá 1988. Formaður Landssambands eldri borgara segir að skattleysismörk ættu að vera 105 þúsund krónur fylgdu þau verðlagi. ÓLAFUR ÓLAFSSON FORMAÐUR LANDSSAMBANDS ELDRI BORGARA Hann segir að þing- mönnum stjórnarflokkanna geti skjátlast í skattaumræðunni þó að skýrir séu. ÁRNI MATHIESEN JÓHANNES JÓNSSON Í BÓNUS Jóhannes segir Íslendinga vinna töluvert meira en Dani. FRÉTTABLAÐIÐ/ SKATTBYRÐI UNDANFARINNA ÁRA FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ 100.000 KRÓNUR Í TEKJUR Á MÁNUÐI Ár Tekjur Skattleysis- Hlutfall mörk tekna 1988 43.116 44.182 - 1990 59.975 53.988 4,0 1995 71.393 58.416 7,6 2000 82.069 63.488 8,7 2005 100.000 75.125 9,4 Heimild: Vinnuhópur samráðsnefndar um öldrunarmál FINNLAND Finnar eru tilbúnir að leita til Atlantshafsbandalagsins NATO ef Rússar ógna þeim með einhverjum hætti. Finnska síðdegisblaðið Iltaleh- ti segir að könnun sýni að meiri- hluti Finna, sjötíu prósent, styðji inngöngu þjóðarinnar í NATO ef ástandið í Rússlandi breytist til hins verra. Bændur eru sérstak- lega jákvæðir gagnvart inngöngu, svo og eldri borgarar og atvinnu- rekendur. Könnunin sýnir einnig að stuðningur við NATO er mun meiri á krepputímum en á öðrum tímum. Yfir eitt þúsund Finnar tóku þátt í könnuninni, sem var gerð í byrjun mánaðarins. ■ Finnsk skoðanakönnun: Finnar vilja ganga í NATO TANSANÍU, AP Jakaya Mrisho Kik- wete sór í gær embættiseið for- seta Tansaníu en hann er sá fjórði sem gegnir því embætti síðan landið fékk sjálfstæði. Kikwete fékk áttatíu prósent atkvæða í forsetakosningunum 14. desember, sem erlendir eftir- litsmenn segja að hafi verið þær heiðarlegustu síðan fyrstu fjöl- flokkakosningarnar voru haldnar í landinu árið 1995. Í ávarpi sínu kvaðst Kikwete ætla að halda áfram starfi fyrir- rennara sinna í Byltingarflokkn- um og vinna bug á fátækt en Tansanía er eitt fátækasta land veraldar. ■ Nýr forseti Tansaníu: Hyggst berjast gegn fátækt FORSETAHJÓNIN Jakaya og Salma Kikwete voru glöð í bragði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BORGARMÁL Samtök um betri byggð krefjast þess að borgaryfirvöld slíti nú þegar samstarfi sínu við samgönguráðuneytið um framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri enda eigi samgönguráðherra ekkert að hafa um skipulagsmál í Reykja- víkurborg að segja. Ítreka samtökin að flugstarf- semi eigi enga framtíð í Vatns- mýrinni og segja kostnað við slíkt um einn milljarð króna hvern mánuð miðað við að þar væri blómleg byggð og flugvöllurinn yrði fluttur annað. ■ Samtök um betri byggð: Borgin slíti samstarfi ALLT Á KAFI Í SNJÓ Veturinn er svo sannarlega kominn til Moskvu. Þessi lögreglumaður gat þó nýtt sér snjóskaflana við Dómkirkju heilags Basils til að fá betra útsýni til eftirlitsstarfa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Maður var á mánu- dag dæmdur í hálfsársfangelsi fyrir að stela þremur kókómjólk- urfernum, osti, hangikjötssalati og brúnköku úr bakaríi í Kópavogi á sunnudagskvöldi í lok ágúst. Héraðsdómi Reykjaness þótti, vegna aðstæðna mannsins, ástæða til að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár. Maðurinn lýsti því hjá lög- reglu að hann hafi í örvæntingu brotið rúðu í bakaríinu, tekið vör- urnar og sest að snæðingi skammt frá, meðan hann beið þess sem verða vildi. Hann sagðist hafa verið án matar og samastaðar. Maðurinn var í kjölfarið vistaður á geðdeild í mánuð, fór í vímuefn- ameðferð og frekari meðferð á Kleppi og hefur sótt þar um frek- ari vist. Frá 2003 hefur maðurinn hlotið margvíslega dóma. - óká Örvæntingarfullur sjúklingur: Stal kókómjólk og matvælum HEIMSMINJAR Ríkisstjórn Íslands samþykkti á þriðjudag að tilnefna Surtsey á heimsminjaskrá UNES- CO. Þingvellir voru tilnefndir árið 2001 og samþykktir í fyrra. Einnig er unnið að tilnefningu Skafta- fells. Allar nauðsynlegar upplýsing- ar um jarðfræði, lífríki og þróun Surtseyjar liggja fyrir og þess vegna er mögulegt að ganga frá tilnefningunni mjög fljótlega. - sh Heimsminjaskrá UNESCO: Surtsey fær tilnefningu Weah fellur frá kærum Knatt- spyrnukappinn George Weah, sem bauð sig fram í forsetakosningunum í Líberíu í haust, hefur fallið frá kærum um að framkvæmd þeirra hafi verið meingöll- uð. Þar með stendur ekkert í vegi fyrir að Ellen Johnson-Sirleaf verði sett inn í forsetaembættið en hún er fyrst afrískra kvenna til að verða kjörinn leiðtogi í landi sínu. LÍBERÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.