Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 18
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR18 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 16.900 kr. MOTOROLA V360v SÍMI KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA Vesturbæingar vita að jólin eru skammt undan þegar Elísabet Jökulsdóttir rit- höfundur hefur komið sér fyrir í Melabúðinni og býður bækurnar sínar til kaups. „Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu,“ heitir nýjasta bók Elísabetar. Þetta er jafnframt sú bók hennar sem ber lengstan titilinn. „Það var afgreiðslumaður í BYKO sem sagði þessi orð við mig,“ segir Elísabet um titilinn langa. Og eins og skáldum er lagið lét hún orðin hvorki eyðast né gleymast heldur færði þau í letur. Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu er ekki bara titill bókarinnar heldur líka upphafsorð sögunnar. Síðustu orð hennar eru hins vegar: Hvar er konan sem er að kalla á mig? Þau fær Elísabet að láni frá ungri stúlku sem einn daginn var allt í einu komin inn í stofu til hennar, sár og illa til reika. „Hún var í annarlegu ástandi og ég gaf henni súpu,“ segir Elísabet. „Svo hvarf hún jafn skyndilega og hún kom og ég horfði á eftir henni ganga í áttina að sjónum. Ég kallaði á eftir henni en hún vissi einhvern veginn ekki hvaðan orðin komu og sagði þá þetta: Hvar er konan sem er að kalla á mig?“ Svona birtist veruleiki Elísabetar í bókum hennar. Í sögunni segir af konu í Vest- urbænum sem er að gera upp húsið sitt og er því tíður gestur í BYKO. Elísabet virðist eiga í nánu sam- bandi við byggingavöruverslunina góðkunnu. „Ég hef búið við hliðina á BYKO hér í Vesturbænum í fimmt- án ár og fylgst með fólki kaupa spýt- urnar sínar.“ Verslunin er nú orðin vettvangur atburða í bók en ekki er vitað til að BYKO í Vesturbænum hafi áður ratað í skáldsögu. Ekki ber að taka öllu í sögunni bókstaflega. „Kannski konan sé ekki að gera upp hús heldur sjálfa sig,“ segir Elísabet og gerist dularfull. Fáir rithöfundar eru í jafn nánu og góðu sambandi við lesendur sína og Elísabet Jökulsdóttir. Hún hefur kynnst mörgum á þeim löngu stundum sem hún hefur staðið í and- dyri Melabúðarinnar eða Nóatúns við Hringbraut enda vilja margir spjalla, ýmist um bókmenntir eða lífsins gagn og nauðsynjar. En þó hún hafi jafnan afskaplega gaman af að selja bækurnar sínar með þessum hætti reynist það stundum erfitt að drífa sig af stað. Það tekur stundum á. „Stundum þarf ég lang- an tíma til að manna mig upp í þetta, jafnvel nokkra daga,“ segir hún. En oftast er gaman þegar á hólminn er komið. „Það verða meira að segja til söguefni í búðinni. Í gær var ég spurð hvort bókin mín væri um Jón Gnarr og svo kom til mín eldri kona og talaði þannig um ástina að vit var í.“  Af dularfullri stúlku og afgreiðslumanni í BYKO ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Setur skemmtilegan svip á Melabúðina þegar hún býður viðskiptavinum bókina sína til kaups. FRÉTTABLAÐIÐ/PÉTUR „Mér finnst þetta náttúrlega í fyrsta lagi í hróplegu ósamræmi við það sem gerist hjá öðrum,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um launahækkanir þær er kjara- dómur hefur úrskurðað forseta, ráð- herrum, embættismönnum, dómurum og alþingismönnum. Hækkun flestra nemur rúmum átta prósentum og eru alþingismenn til dæmis með rétt tæpar fimm hundruð þúsund krónur á mánuði, forsætisráðherra með tæpa milljón og forseti með rúmar sextán hundruð þúsund krónur á mánuði. „Ég sakna þess að heyra ekki frá háttsettum aðilum að stöðugleika og verðbólgumarkmiðum sé ógnað með þessum launahækkunum eins og þeir gera svo oft þegar eitthvað annar hækkar eða hreyfist,“ segir Arnþrúður. Sem kunnugt er afsalaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sér launahækkun en hefð er fyrir því að laun borgarstjóra haldist í hendur við laun forsætisráðherra. Arnþrúður er hrifin af þeirri ákvörðun Steinunnar. „Þetta var gott hjá henni og hún er samkvæm sjálfri sér. Fleiri mættu taka sér Steinunni til fyrirmyndar og ég skil bara ekkert í stjórnarandstöðunni eins og hún leggur sig að afsala sér þessu ekki líka.“ SJÓNARHÓLL LAUNAHÆKKANIR EMBÆTTISMANNA ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR ÚTVARPSMAÐUR Of mikið Alltaf veist þú allt best „Þorsteinn tekur þarna rétta ákvörðun og hefði átt að taka hana fyrr.“ MÖRÐUR ÁRNASON ALÞINGIS- MAÐUR Í FRÉTTABLAÐINU UM ÁKVÖRÐUN ÞORSTEINS PÁLSSON- AR UM AÐ HÆTTA VIÐ AÐ SKRIFA SÖGU ÞINGRÆÐIS. Er nú ekki ofmælt að kalla Árvakur fjöl- miðlasamsteypu? „Á síðustu mánuðum hefur orðið ljóst að misbeiting fjölmiðlasamsteypu í þágu valdamikilla eigenda er ekki bara fjarlægur möguleiki, heldur raunveruleikinn í íslenzku samfélagi.“ LEIÐARI MORGUNBLAÐSINS. „Afturlending eftir Viktor Arnar selst mest og er uppseld hjá mér,“ segir Dagbjört Höskuldsdóttir, kaupmaður í Sjávarborg í Stykk- ishólmi. Án þess að lítið sé gert úr ágæti bókar Viktors hefur það sjálfsagt sitt að segja um vin- sældir hans í Hólminum að hann er ættaður frá Flatey, sem er jú í næsta nágrenni Stykkishólms. Spennubók- in Krosstré eftir Jón Hall S t e f á n s s o n hefur líka selst vel hjá D a g b j ö r t u . Má því segja að Hólmarar séu spennu- fíklar. Af öðrum bókum sem eru á metsölu- lista Dagbjartar í Sjávarborg má nefna sögu Guðmundar Magnússonar um Thorsarana, Sólskinshest eftir Steinunni Sigurðardóttur, Harry Potter og Eragon. Dagbjört hefur selt bækur í ellefu ár og segir ágætt að gera. Hún fékk keppinaut fyrir tveim- ur árum þegar Bónus opnaði í bænum en þar fást metsölubæk- urnar fyrir jól. „Ég fann fyrir samdrætti í fyrra en mér finnst að heimamenn vilji hafa bækur allt árið og held að fólk horfi ekki í mismuninn á verðinu sem stundum er afar lítill,“ segir Dagbjört kaupmaður.  Bókasalan í Sjávarborg: Spennufíklar í Stykkishólmi Lífið er með rólegra móti á Raufar- höfn þessa dagana, íbúar almennt yfirvegaðir og vel haldnir til munns og maga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sjá má á heimasíðu Raufarhafnar- hrepps að tregt hefur verið í netin, eins og það er orðað en sú mun raunar jafnan vera reyndin á þess- um tíma árs. Betur hefur fiskast á línu og hafa skipverjar á fleyjun- um Bryndísi og Karólínu fengið í kringum fjögur tonn í róðri. Þá kemur fram í fréttum frá hafn- arverði á Raufarhöfn að ekki sé vitað um neinar skipakomur fram að áramótum.  RAUFARHÖFN Myndin er tekin á fögrum sumardegi. Rólegheit á Raufarhöfn: Engar skipakomur „Mikið að gera, ég er orðinn alveg ruglaður eiginlega. 50 prósenta söluaukning frá því í fyrra, DVD-ið er rifið úr hillunum hjá okkur,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus. „Við auglýstum grimmt fyrir jólin og það virðist vera að borga sig. Við dreifðum bæklingi BT-stæl og fólk kemur hingað með puttana í honum auk þess sem allskonar tilboð og afslættir eru að vekja lukku. Við erum með sjónvarpsþætti og japanskar teiknimyndir sem finnast ekki víða annars staðar og þar hefur salan aukist mikið og kaupendahópurinn hefur stækkað nokkuð. Nexus-dót verður því í ófáum jólapökkum þessi jól. Við erum enn með allt fyrir safnar- ana en við það bætist allt frá leikföngum til skáldsagna.“ Nexus varð fyrst þekkt sem myndasögubúð og Gísli segir þær séu ennþá stóran þátt versl- unarinnar. „Myndasögur eru alltaf gríðarlega vinsælar hjá okkur. Núna erum við með svona pusher-tilboð á japönskum teiknimyndasög- um, fyrsti skammtur á hálfvirði til að koma mönnum á bragðið.“ Nexus hefur löngum verið eftirlæti ungra manna en Gísli segir mörg ár liðin síðan verslunin hætti að vera stráka-búð. „Það er aðallega Japönunum að þakka sem búa gagngert til teiknimyndir og myndasögur fyrir stelpur. Eina strákavígið sem eftir lifir hjá okkur eru eiginlega spilin og hlutverkaleikirnir, warhammer og svoleiðis.“ Í versluninni eru einnig seld borðspil en Gísli getur ekki beint mælt með þeim til að spila með börnunum á jóladag. „Við einbeitum okkur að herkænsku- spilum sem eru í flóknari kantinum, meira fyrir áhugamennina en heilar fjölskyldur.“ Gísli hefur oft skipulagt sérstakar Nexus-for- sýningar um jól á kvikmyndum sem falla undir áherslur búðarinnar sem séu ævintýra- og vís- indaskáldskapur en ekkert slíkt er á teikniborð- inu þetta árið. „Við höfum bara átt fullt í fangi með búðina eina þessi jól, auk þess sem engin aðkallandi mynd var á dagskrá. Við sýndum Hringadróttinssögu þrjú jól í röð enda annað ekki hægt, en annars spilum við þetta bíó bara eftir hendinni.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GÍSLI EINARSSON EIGANDI NEXUS Ég er eiginlega orðinn alveg ruglaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.