Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 42
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Sendum í póstkröfu Ný sending af PILGRIM skarti Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776 Glæsileg nærfatasett á dömur og herra Fallegur barnafatnaður Sparitoppar og silkibolir 15% afsláttur af öllum vörum til jóla Opið frá 10-20 Opið Þorláksmessu 10-22 Hl íða rsmára 11 • Kópavog i • s ím i 517 6460 • www.be l l adonna . i s Belladonna fer líka í bæinn! Ný verslun á Laugavegi 66 2. hæð Opnunartilboð 15% afsláttur af öllum vörum á Laugavegi 66 til áramóta Opnunartímar til jóla: Hlíðarsmára 11 til kl. 19 öll kvöld. s. 517 6460 Laugavegi 66 til kl. 20 öll kvöld. s. 578 6460 Það eru ekki allir sem vita að við Slippinn í Reykjavíkurhöfn má finna verslun sem selur hátískuvörur. Verslunin heitir Guerrilla Store og byggir hún á mjög sérstakri markaðshug- myndafræði. Guðríður Inga Ingólfsdóttir, oftast kölluð Gurrý, og Birna Reynisdótt- ir eru tvær af fjórum stelpum sem sjá um rekstur verslunarinnar hér á landi en hinar tvær eru Sonja Bent Þórisdóttir og Anna Koskin- en. ,,Verslunin gengur út á það að hún má ekki vera á verslunargötu heldur á óhefðbundnum stað í borginni. Við megum ekki auglýsa og ekki breyta rýminu sem versl- unin er í. Við þurfum því að finna rými og nýta það eins og það er. Hún má líka bara vera á sama stað í eitt ár og svo er hún horfin. Hug- myndin er sú að koma með nýja vídd inn í nýja staði í borginni. Engu á heldur að eyða í umbúðir því hún að standa fyrir sér sjálf. Það er ekki verið að lokka einn eða neinn inn í búðina, allir eru velkomnir og verslunin er fyrir hvern sem er,“ útskýrir Gurrý. Guerrilla Store er ákveðið markaðskonsept út frá japanska hátískufyrirtækinu Comme de Garçon sem stofnað var af Rei Kawakubo. Þau hjá Comme de Garçon vildu koma vörum sínum meira til almennings og má nefna að engar Guerrilla Store-versl- anir eru í þeim borgum þar sem Comme de Garçon er selt í fínum hátískuverslunum. ,,Það er verið að taka glanspappírinn af vörun- um og búðunum sjálfum og færa vörurnar til annarra viðskipta- vina,“ segir Birna. Þegar Gurrý og Birna eru spurðar um hvert sérkenni versl- unarinnar sé segja þær báðar að það sé nærveran við Slippinn og höfnina. ,,Það er þessi tenging okkar við land og þjóð, sem er fiskurinn og Slippurinn,“ segir Birna. ,,Það er líka mælst til þess að staðsetningin tengist eitthvað landi og þjóð og því er þetta full- komin staðsetning,“ bætir Gurrý við. Þegar spurt er um einkenni hönnunarinnar í versluninni lýsir Birna henni sem anti-fashion avant-garde, þar sem verið er að taka týpísk snið og brjóta þau upp. Aðalhönnuðir Comme de Garçon fá oft súrrealískar hugmyndir og þær eru þá framkvæmdar. Ilm- vatnslína fyrirtækisins er gott dæmi um það. Hún býður meðal annars upp á ýmsa ólykt ef svo mætti kalla eins og tjörulykt, bíl- skúrslykt og fleira. Oft er talað um arkitektúr í fatahönnun þegar reynt er að útskýra fatahönnun Comme de Garçon. Einn aðalhönnuð- ur Comme de Garçon, Junya Watanabe, er gott dæmi um það. Hann virðist brjóta allar regl- ur hvað varðar snið og form en svo þegar fólk klæðist fötum frá honum virðist allt smella saman. ,,Þetta er merkjavara sem stend- ur fyrir sínu. Hönnuðirnir eru að gera það sem þá langar til að gera og það virðist ganga,“ segir Birna að lokum og Gurrý jánkar því. steinthor@frettabladid.is Arkitektúr í fatahönnun 1 dálkur 9.9.2005 15:17 P ge 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.