Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 36
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR36 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. „Ísland ætti því að stefna að því að aflétta viðskiptahindrunum eins fljótt og unnt er án tillits til hvort aðrar þjóðir geri slíkt hið sama. Slík stefna myndi stuðla að auknum hagvexti og þjóðfélagslegri velferð til langs tíma litið og stuðla að því að íslenskt hagkerfi geti blómgast enn frekar fyrir atbeina þekking- ar og sérhæfingar - til hagsbótar öllum þorra manna [...]“ Þetta segir í nýlegri ritgerð Tryggva Þórs Herbertssonar prófessors og hagfræðinganna Halldórs Benjamíns Þorbergsson- ar og Rósu Bjarkar Sveinsdóttur, sem þau unnu fyrir RSE, rann- sóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál. Í ritgerðinni lögðu þau m.a. til að Íslendingar yfir- gæfu G10 hópinn svonefnda, sem stæði hvað mest á bremsunni í viðræðum um landbúnaðarmál innan Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar (WTO). Íslenskir ráðamenn hafa undan- farna daga sagst reiðubúnir til að lækka tolla og draga úr viðskipta- hindrunum, en bundið það því skil- yrði að aðrar þjóðir geri það líka. Í áðurnefndri ritgerð er rakið að frá sjónarhóli stærstu Evrópusam- bandslanda, Bandaríkjanna og Japan geti skipt máli að „[...]sam- stíga sé dregið úr innflutnings- hindrunum til að lágmarka áhrifin á viðskiptakjör“. Á hinn bóginn gildi þetta ekki um minni lönd. Ekki liggi nein hagkvæmnisrök að baki því að Íslendingar haldi til streitu viðskiptahindrunum þar til aðrir dragi úr þeim. Er þá ekki bara fyrirsláttur, að við þurfum að bíða eftir þeim stóru? Það liggur fyrir að Íslending- ar hafa verið framarlega í hópi baráttuþjóða fyrir fríverslun í heiminum, enda höfum við af henni ríka hagsmuni. Við stönd- um óhikað í fremstu víglínu þegar kemur að frjálsum viðskiptum með iðnvarning, sjávarafurðir og þjónustu. En þegar íslensk stjórn- völd heyra minnst á landbúnað kemur annað hljóð í strokkinn. Þá sitjum við í hópi þeirra sem eru „mest hikandi við að leyfa frelsi með landbúnaðarafurðir“, sbr. orð Aðalsteins Leifssonar, dósents við Háskólann í Reykjavík í laug- ardagsþætti Rásar 1 um helgina. Hann benti á að ekki væru háar álögur á t.d. kókoshnetur og anan- as sem ekki eru framleidd hér. Hins vegar séu háir tollar á þær vörur sem við framleiðum, kjöt og mjólkurafurðir, eins og allir þekkja. Í ljósi afstöðu okkar á öðrum sviðum getum við ekki skýlt okkur á bak við lítinn skilning á mikil- vægi frjálsra viðskipta. Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að viðskiptafrelsi væri mjög mikilvægt mál, „[...] ekki síst fyrir þjóðir eins og okkur Íslendinga, sem eigum allt undir utanríkisvið- skiptum“, og kvaðst sjálfur mik- ill fríverslunarmaður. Meirihluti Íslendinga er áreiðanlega sam- mála Geir, en svo er ekki um alla í ríkisstjórninni. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði í yfir- lýsingu sem hann sendi frá sér í síðustu viku að hagfræði Tryggva Þórs, Halldórs Benjamíns og Rósu Bjarkar væri „[...] hagfræði sem ekki standi mikil vísindi á bak við að margra mati. Hún gangi ljósum logum um heiminn og boði að menn og þjóðir eigi engöngu að fást við það sem þeir eru samkeppnishæfir í. En markmið flestra þjóða er að brauðfæða sig“. Látum liggja á milli hluta að Guðni skuli velja að nota orð kommúnistaávarps Marx og Eng- els - og einhvern veginn rang- hvolfa þeim. Ef málið er bara skoðað út frá staðreyndum, þá hefur sjálfsþurftarbúskapur lítið gengið við að brauðfæða heilar þjóðir. Hér á landi hefur ekki orðið til samfélag góðra lífskjara vegna framleiðslugreina sem ekki bera sig í alþjóðlegri samkeppni, held- ur þrátt fyrir þær. Það hefur mik- inn fórnarkostnað í för með sér að sóa auðlindum, vinnuafli og fjár- magni í óarðbær verkefni; fram- leiðsluþættirnir verða ekki not- aðir í annað á meðan. Með hvaða rökum er það réttlætt að arðbær- ar atvinnugreinar styðji þannig óarðbærar atvinnugreinar? Aðrar atvinnugreinar eru ekki þær einu sem þurfa að greiða gjald, heldur líka sú sem nýtur verndarinnar. Í stað þess að skapa skilyrði fyrir sterkustu stofnana til að vaxa og dafna er öllum haldið niðri. Verðlag á Íslandi er hátt. Land- fræðilegar ástæður, lítill markað- ur, mikill kaupmáttur og almenn velmegun hafa áhrif til hækkunar á verði vara hvort sem þær njóta verndar eða ekki. Á hinn bóginn er óhugsandi að afnám hárra tolla og mikilla hindrana muni ekki hafa nein áhrif á verðið, eins og stundum er gefið í skyn. Að því marki sem tollar og innflutn- ingshindranir hér á landi hækka vöruverð, er verið að millifæra ábata til fámenns þrýstihóps frá almenningi. Fæstir eru svo vel í sveit settir - allra síst hinir efna- minnstu - að þeir geti látið sér í léttu rúmi liggja hvað nauðsynja- vörur kosta. Málið liggur alveg skýrt fyrir. Við höfum tækifæri til að slá margar flugur í einu höggi: renna fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf, bæta kjör almennings á Íslandi, skapa skilyrði fyrir öfl- ugan arðbæran landbúnað, styrkja stöðu okkar sem fríverslunarþjóð- ar, og leggja góðum málstað lið á alþjóðavettvangi. Ef það er ekki eftir neinu að bíða, hvers vegna að bíða aðeins? Á braut fríverslunar UMRÆÐAN AFNÁM VIÐSKIPTA- HINDRANA BIRGIR TJÖRVI PÉT- URSSON Við stöndum óhikað í fremstu víglínu þegar kemur að frjálsum viðskiptum með iðnvarning, sjávarafurðir og þjónustu. En þegar íslensk stjórnvöld heyra minnst á landbúnað kemur annað hljóð í strokkinn. Það hefur verið fróðlegt að fylgj- ast með launaumræðu undan- farna daga og óhætt að segja að sumir framámenn samfélagsins ættu að skammast sín. Þar með taldir bæjarstjórinn í Kópavogi og Einar Oddur Kristjánsson. Ég hef nú hingað til ekki verið mikill aðdáandi borgarstjórans í Reykja- vík, Steinunnar Valdísar, en ef ég gengi með hatt þá tæki ég hiklaust ofan af fyrir henni í dag. Hún hefur sýnt þor og styrk með því að hækka laun þeirra lægst launuðu, hún framkvæmir eitthvað sem aðrir vesælir sjálfshyggjupólitík- usar sem hana hafa gagnrýnt ættu að sjá sóma sinn í að gera einnig og það er að afneita hækkun kjara- dóms. Það er kominn tími á að pró- sentuhækkanir líði undir lok því í þeim felst lygi sem blindar augu okkar, almúginn á rétt á að fá sömu krónutöluhækkun og stjórnmála- og ráðamenn þjóðarinnar. Verka- lýðshreyfingin er því miður dauð og orðin að handbendi stjórnvalda og til þess eins notuð að heilaþvo hinn almenna borgara. Tekið ofan fyrir Stein- unni Björn Þór skrifar: Það þarf ekki að spyrja að því að Íslend- ingar eru komnir í sitt alíslenska jólaskap. Á þriðjudagskvöld lagði ég leið mína niður á Laugaveg eins og margir gera á aðventunni. Eftir langa göngu fram og til baka, upp og niður, þvers og kruss fannst mér ekki úr vegi að tylla mér niður á kaffihúsi til að hvíla lúin bein. Það er skemmst frá því að segja að á öllum kaffi- og öldurhúsum var troðið út úr dyrum og gat ég ekki betur séð en margir væru vel við skál. „Þarf þetta fólk ekki að mæta í vinnu,“ hugsaði ég með mér og ákvað að koma mér bara fyrir í eldhús- inu heima. Þar var nóg af lausum sætum enda ekkert áfengi í boði. Fiskbúðin Hafrún Skipholti 70 Sími 553 0003 Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 Fiskbúðin Árbjörg Hringbraut 119 Sími 552 5070 Þorláksmessu- skatan Hvernig vilt þú hana?? Kæst skata, þurrkuð skata, söltuð skata, tindaskata o.fl. Verð frá: 399.- Ekta góður saltfiskur Hnoðmör hamsatólg kartöflur Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 26.900 kr. NOKIA 6230i SÍMI KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA STEINAR IMMANÚEL SÖRENSEN FRAMKVÆMDASTJÓRI SKRIFAR UM KJARA- BÆTUR. BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.