Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 82
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR62 Fiskbúðin Hafrún Skipholti 70 Sími 553 0003 Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 Fiskbúðin Árbjörg Hringbraut 119 Sími 552 5070 Skata Skata Verð frá 399,- Ekta góður saltfiskur Hnoðmör hamsatólg kartöflur Elstu heimildirnar um bjór-drykkju ná aftur til Súmera, en samkvæmt steintöflum sem varðveittar eru í British Museum var bjór bruggaður í Súmer fyrir 6.000 árum. Svo virð- ist sem hann hafi verið fundinn upp á sama tíma og brauðið. Mögulega er hann ein helsta ástæða þess að menn tóku sér fasta búsetu og byrjuðu að plægja akra. Á dögum Babylóníumanna var hann bruggaður af konum, sem gegndu einnig hlutverki presta í þeirra samfélagi, löngu áður en Jesús breytti vatni í vín. Hammúrabí Babýlóníukonung- ur, sem fyrstur manna lét skrá- setja lög, kom einnig með fyrstu áfengislöggjöfina. Í reglugerð- inni var tekið fram að ef bar- þjónn skammtaði minni bjór í glas en lög gerðu ráð fyrir skyldi honum samstundis drekkt, eitt- hvað sem mætti vera til eftir- breytni á okkar dögum. Samkvæmt vínlista sem varð- veist hefur og er nú til sýnis í Metr- opolitan-safninu í New York sull- uðu Babýlóníumenn ekki í hverju sem var, heldur buðu upp á marg- ar tegundir af bjór. Á listanum er gerður greinarmunur á dökkum bjór og ljósum, og bjór með froðu og án, svo eitthvað sé nefnt. Bjór- inn var drukkinn með rörum, og þegar konungurinn sjálfur kíkti í kollu átti drakk hann með gullröri sem náði frá hásætinu og yfir í risavaxið bjórílát. Bjór í Biblíunni Á assýrískri töflu sést að bjór hafi verið ein af þeim matvörum sem Nói tók með sér í örkina. Ætla má að hann hafi orðið vel hífaður ein- hverja þeirra 40 daga og nótta sem hann var staddur á sjó, því fyrsta Mósebók lýsir honum sem einkar drykkfelldum. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom í land var að rækta vínvið, og var hann þá væntanlega löngu búinn að klára allar birgðir á hafi úti. Þegar svo uppskeran varð tilbúin datt hann ærlega í það, og lá sam- kvæmt ritningunni afvelta og afklæddur í tjaldi sínu. Sonur hans, Ham, gekk inn á hann þar sem hann lá nakinn og kallaði til bræðra sinna. Þeir Sem og Jafet náðu í slopp handa föður sínum og gengu afturábak inn í tjaldið svo þær sæju ekki nekt karlsins þegar þeir komu honum í flíkina. Þegar Nói svo rankaði við sér þunnur og úrillur og frétti af því sem gerst hafði bölvaði hann Ham og öllum afkomendum hans fyrir afskiptasemina, en Ham varð ætt- faðir Kanaaníta. Ham skyldi sam- kvæmt boðorði föðurins verða þræll Sems, og þar sem Sem varð forfaðir Ísraela, og Kanaan er þar sem nú er Palestína, má kannski rekja átök Ísraela og Palestínu- manna til þessa þynnkubömmers Nóa. Bjór í gröfina Forn-Egyptar drukku bjór stíft, bæði sem meðal, sem sakramenti og sér til ánægju. Af 700 lyfjaupp- skriftum sem varðveist hafa inni- halda um 100 bjór. Og á kvöldin hittist fólk á bjórhúsum sem svo hétu til að þjóra. Bjórdrykkjan endaði ekki með andláti drykkjumanns, því yfir- leitt var bjór látinn fylgja með í gröf hins látna. Og þegar fólk skálaði á bjórhúsunum skálaði það gjarnan fyrir draug hins látna. En það var ekki bara almúga- fólk sem drakk bjór. Ef einhver vildi giftast dóttur Faraós var ætlast til þess að hann gæfi föð- urnum tunnu af bjór til að fá hann til að hugsa málið. Þökk sé sigr- um kvenréttindabaráttunnar er áfenginu nú hellt beint í dótturina frekar en í tilvonandi tengdaföð- ur, svo eitthvað hefur nú breyst í þessum efnum. Ekki einu sinni almættið hélst edrú. Guðirnir vildu líka fá sitt, og var yfir 100.000 lítrum af bjór fórnað til þeirra árlega. Náttúrugyðjan Ísis var einnig bjórgyðja, og hið opinbera skip- aði starfsmann að sjá til þess að gæði bjórsins væru henni þóknan- leg. Einnig er minnst á bjór í Bók hinna dauðu, sem innihélt helstu töfraþulur Forn-Egypta jafnt sem bjóruppskriftir. Heilagur bjór Forn-Grikkir lærðu að brugga af nágrönnum sínum, Forn-Egyptum. Þeir voru þó hrifnari af víni, og hinn forni bjórguð Díonýsis varð að vínguðinum Díonýsos. Sumir dásömuðu þó enn bjórinn, svo sem leikritaskáldið og hófsemdarmað- urinn Sófókles, en hann lagði til að undirstaða mataræðis væri brauð, kjöt, grænmeti og bjór. Rómverjar lærðu svo brugg- listina af Grikkjum. Þegar Sesar hafði farið hina örlagaríku ferð yfir Rúbíkonfljót og lýst því yfir að teningnum væri kastað skálaði hann við herforingja sína í bjór. Frá Rómverjum breiddist brugg- listin til Bretlandeyja og Þýska- lands, og var henni tekið fagnandi í báðum löndum, þó að bæði Germ- anir og Keltar tækju að öðru leyti hraustlega á móti innrásarliðinu. Með kristninni stórjukust vinsældir bjórsins. Þessa þróun mátti rekja til klaustranna. Sam- kvæmt reglunum máttu munk- ar einungis borða eina máltíð á dag, en drekka allt að fimm lítra, þannig að það var freist- andi að ráðstafa þeim með því að drekka svo mettandi vökva sem bjór er. Munkarnir brugguðu því grimmt og ráku þar að auki nokkurs konar hótelþjónustu, þar sem ferðamönnum var boðið upp á mat, bjór og gistingu. Trúin og tárið urðu svo nátengt að allt að því 20 dýrlingar í kaþólsku hafa verið verndardýrlingar bjórsins. Bjórdýrlingurinn Nikulás Einn af þeim var Heilagur Nik- ulás frá Mýra, en hann er í dag kallaður St. Nick eða Santa Claus. Þjóðsaga nokkur segir frá því að hann hafi verið á ferð um hérað þar sem ríkti mikil hungursneyð. Hann stoppaði á krá þar sem var engu að síður boðið upp á kjöt. Þetta fannst honum grunsamlegt og fór inn í bakherbergið þar sem hann sá lík þriggja ungra manna liggjandi til maríneringar í bjór. Hann vakti þá aftur til lífsins og varð upp frá því dýrlingur bjór- drykkjumanna. Annar dýrlingur bjórsins var írski munkurinn Columbanos, sem reyndi að breiða út kristna trú í Þýskalandi á 6. öld. Rakst hann á hóp af Óðinsdýrkendum, sem voru við það að fara að fórna tunnu af bjór til Guðs síns. Munk- urinn stöðvaði þá og sagði þeim að Guð kristinna manna kysi frekar að bjórinn væri drukkinn í hans nafni. Tóku margir trú þar og þá. Hefur bjórinn því átt sinn hlut í að breiða út kristnina, jafnt sem siðmenninguna. valurg@frettabladid.is Er siðmenningin óhugsandi án bjórs? Valur Gunnarsson skoðar sögu drykkjarins og uppgötvar að jólasveinninn er dýrlingur bjórsins. HEILAGUR NIKULÁS Margfaldar byggbirgðir í Mýru. Hann var einn af dýrlingum bjórsins, en hefur seinna verið notaður til að auglýsa aðra drykki. NÓI FULLUR Sem, Kam og Jafet reyna að forðast að sjá ölvun föður síns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.