Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 6
6 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI INNBROT „Ég ákvað að bregða mér í World Class og fór í tvo tíma. Þegar ég kom heim sá ég að spenntur hafði verið upp kræktur eldhúsgluggi og brotist inn,“ segir Berglind Bjarný Guð- mundsdóttir, hjúkrunarfræði- nemi sem býr ásamt vinkonu sinni í kjallaraíbúð við Hátún í Reykja- vík. „Þetta gerðist 15. desember, sama dag og ég kláraði prófin.“ Meðal þess sem stolið var hjá Berglindi var glæný fartölva sem hún hafði þá átt í um þrjár vikur. „Ég var búin að vera inni í her- bergi að læra fyrir próf nánast allan þennan tíma og skrifborðið er þannig staðsett að örugglega sést vel inn og blokk beint á móti. Svo er náttúrlega blár bjarmi af tölvunni. Svo datt mér reyndar líka í huga að einhver hefði fengið ábendingu eða séð til þegar tölv- an var keypt og setið um að stela henni, en auðvitað gæti þetta hafa verið hver sem er,“ segir Berglind. Lögreglan kom sama dag og innbrotið var framið en ekki hefur heyrst frá henni síðan um gang rannsóknarinnar. Berglindi Bjarnýju er nokkuð brugðið við atburðinn og hefur gripið til aðgerða til að sagan endurtaki sig ekki. Í gær voru til að mynda settir rimlar fyrir glugga hjá henni. Þá er tjónið við að tapa nýrri fartölvu tilfinnan- legt enda um dýrt tæki að ræða. „Ég keypti hana á tölvukaupaláni Tryggingamiðstöðvarinnar og á raunar ekki að byrja að borga af henni fyrr en í næsta mánuði. Við fyrstu sýn virðist sem ég verði að gera það því starfsmanninum sem seldi mér tölvuna láðist að spyrja hvort ég vildi tryggingu með henni, en ég hélt að hún fylgdi með í kaupunum fyrst tölvan var á láni frá trygginga- félaginu,“ segir Berglind, sem þó kveðst ætla að kanna þau mál nánar. Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík, segir að oftast virðist sem tilviljun ráði mestu um hvar innbrotsþjófar láta greipar sópa. „Stundum virð- ist manni sem þessum mönnum sé ætlað að vera skipulagðari en þeir eru í raun. Núna í vikunni gripum við einn sem gekk bara á milli húsa og bankaði upp á með upplogið erindi. Þar sem enginn var heima braust hann inn,“ segir Hörður. Pétur Már Jónsson, yfirmaður tjónadeildar VÍS, segir innbrots- þjófa væntanlega hafa ýmis ráð þegar að því kemur að velja sér fórnarlömb. „Síðasta vor heyrði ég af því að misindismenn hefðu gáð að því hvaða börn væru að fermast til að velja vænlegan stað til innbrota. Svo er auðvitað er fræðilegur möguleiki að fylgjast með einhverjum sem er að kaupa grip á borð við fartölvu eða flat- skjársjónvarp, elta heim og sæta svo lagi með þjófnaðinn síðar.“ olikr@frettabladid.is Þjófur sætti lagi með- an enginn var heima Ung kona í Reykjavík lenti í að brotist var inn hjá henni um hábjartan dag með- an hún brá sér frá. Þrjár vikur voru síðan hún keypti sér nýja fartölvu. Nýlega var gripinn þjófur sem bankaði upp á í húsum til að gá hvort einhver væri heima. BERGLIND BJARNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Þegar ljósmyndara bar að garði í gær var verið að setja rimla fyrir glugga kjallaraíbúðarinnnar þar sem Berglind býr, en um miðjan mánuðinn var spenntur upp hjá henni gluggi og verðmætum stolið.RÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA MOSKVA, AP Dúman, neðri deild rússneska þingsins, er komin vel á veg með að samþykkja umdeilt lagafrumvarp þar sem starfsemi frjálsra félagasamtaka eru settar verulegar skorður. Frumvarpið felur í sér að sér- stök opinber eftirlitsstofnun verð- ur sett yfir hundruð frjálsra rúss- neskra félagasamtaka og fylgist með skráningu, fjárreiðum og starfsemi þeirra. Stofnunin getur leyst samtök upp og til henn- ar verða þau að gefa ítarlegar skýrslur. Við aðra umræðu í gær sam- þykkti Dúman frumvarpið með yfirburðum, með 376 atkvæðum gegn tíu, og er talið nánast útilok- að að það falli í þriðju umræðu eða meðförum efri deildarinnar. Þá á einungis Vladimír Pútín forseti eftir að skrifa undir það. Fylgismenn laganna segja þau nauðsynleg til að koma í veg fyrir starfsemi öfgahópa og hryðju- verkasamtaka. Andstæðingar þeirra segja hins vegar að með lögunum vilji stjórnvöld halda frjálsum réttindasamtökum undir járnhæl sínum svo gagnrýni þeirra hrindi ekki af stað mót- mælahreyfingu eins og gerðist í Úkraínu á síðasta ári. Raunar eru stuðningsmenn frumvarps- ins einnig ófeimnir við að viður- kenna að þeir hafa áhyggjur af starfi samtaka sem gagnrýna stjórnvöld. - shg Neðri deild rússneska þingsins samþykkir umdeild lög: Starf félagasamtaka takmarkað VLADIMÍR PÚTÍN Ósennilegt er talið að hann leggist gegn lögunum enda eru þau sögð runnin undan rifjum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL 26 ára Sunnlendingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Maðurinn rauf með ítrekuð- um ölvunarakstri undir lok ágúst skilorð fyrri dóms og fer því í fang- elsi. Sjö mánuðir refsingarinnar eru hins vegar skilorðsbundnir í þrjú ár. Þá var maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Maðurinn hefur margoft hlotið dóma, en árið 1997 var hann tvívegis sektaður og sviptur öku- rétti í samtals fjóra mánuði fyrir ölvunarakstur. Þau brot framdi hann fyrir átján ára aldur. Næst hlaut maðurinn dóm árið 1999, þá 2001 og svo síðast í maí 2003. Er þar um margvísleg brot að ræða, þar á meðal á lögum um ávana- og fíkniefni. - óká Skilorðsrof með ölvunarakstri: Fékk 9 mánaða fangelsisdóm SKATTAMÁL Borgarstjórn hefur ákveðið að lækka álagningarpró- sentu fasteignaskatts um 22 pró- sent frá og með áramótum. Álagn- ingarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði verður þá 0,25 prósent. Hlutfallið á yfirstand- andi ári er 0,32 prosent. Álagning á atvinnuhúsnæði verð- ur óbreytt, 1,32 prósent, lóðarleiga sömuleiðis eða 0,08 prósent en álagningarhlutfall holræsagjalds verður lækkað um tíu af hundraði samhliða flutningi reksturs Frá- veitunnar til Orkuveitu Reykja- víkur. Í stað þess að lækka álagning- arprósentu fasteignaskatts mun Kópavogsbær innheimta fast- eignaskattinn og endurgreiða svo með því að senda ávísun heim til fólks. - ghs/jh Fasteignaskattur í Reykjavík: Lækkar um 22 prósent SKIPULAGSMÁL Íbúasamtökin Betri byggð boðuðu til blaðamannafund- ar í Álftanesskóla í gær þar sem Guðmundi Gunnarssyni, bæjar- stjóra á Álftanesi, var afhentur undirskriftalisti með 700 undir- skriftum þar sem tillögum um nýtt miðbæjarskipulag er mótmælt. „Þrír af hverjum fjórum íbúum sem náðist í skrifuðu undir og það þykir okkur nokkuð gott,“ segir Berglind Libungan frá íbúasamtökunum. „Einnig bárust um 200 athugasemdir við þessar tillögur um nýjan miðbæ.“ Guðmundur sagði á fundinum að boðað yrði til fundar um málið milli jóla og nýárs þar sem rætt yrði framhaldið á þessu máli sem sett hefur nokkurn svip á mannlífið á Álftanesi. Orri Gunnarsson frá Sam- tökum um betri byggð, sem er með aðsetur sitt í Reykjavík, vill árétta að þau samtök eru á engan hátt tengd því sem íbúasamtökin á Álftanesi standa fyrir. „Hvaða nafn sem íbúar á Álftanesi hafa valið á samtök sín þá tengjast þeir Samtökum um betri byggð á engan hátt og það sem meira er, baráttumál þeirra virðast sam- kvæmt fréttaflutningi ganga þvert á markmið Samtaka um betri byggð,“ segir Orri. - jse Tillögur um nýjan miðbæ á Álftanesi umdeildar: Sjö hundruð mótmæla MIAMI BEACH, AP Fyrstu niðurstöður bandarískra flugmálayfirvalda á tildrögum þess að sjóflugvél með 22 innanborðs hrapaði í hafið á mánudagskvöldið benda til þess að hægri vængur vélarinnar hafi rifnað af skrokki hennar. Allir um borð fórust. Svo virðist sem sprunga hafi verið í stoðgrind vængsins og er talið að skemmdin hafi grafið lengi um sig. Mark Rosenker, for- maður rannsóknarnefndarinnar, segir að þótt erfitt hafi verið að finna sprunguna hefðu eigend- ur vélarinnar átt að koma auga á hana.  Flugslysið við Miami Beach: Vængurinn brotnaði af FLAKIÐ VEITT ÚR SJÓNUM Bátur hífði flak sjóflugvélarinnar upp úr sjónum í gær og var það illa farið eins og vonlegt var. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Norskir saksóknarar hafa ákært sex manns fyrir ránið á tveimur af frægustu mynd- um Edvard Munch, Ópinu og Madonnu. Tveir menn stálu myndunum úr Munch-safninu í Ósló um hábjartan dag í ágúst 2004 og síðan hefur ekk- ert til verkanna spurst. Þriðji mað- urinn ók ræningjunum af vettvangi og hinir þrír eru sagðir hafa geymt verkin og skipulagt tengda glæpi. Talið er að þeir sem stóðu á bak við Stafangursránið svo- nefnda hafi látið stela myndunum til að beina athyglinni frá því. Í því ráni var hunduð milljónum króna rænt.  Ópið og Madonna Munchs: Sex ákærðir fyrir ránið KJÖRKASSINN Vildir þú sjá Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna? Já 80% Nei 20% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að herða kröfur á starfsmanna- leigur? Segðu skoðun þína á visir.is NÝJU MIÐBÆJARSKIPULAGI MÓTMÆLT Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, tekur við mótmælalistanum á blaðamannafundi Betri byggðar í gær. Ferskur eldislax bannaður Rússnesk yfirvöld hafa bannað innflutning á ferskum eldislaxi frá Noregi og gildir bannið frá næstu áramótum. Gengi bréfa í norskum fiskeldisfyrirtækjum hefur fallið vegna þessa. NOREGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.