Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 10
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR ÍRAK „Mitt fólk í Írak er nokkuð bjartsýnt eftir kosningarnar, sérstaklega vegna þess að kosningaþátttakan var mikil meðal súnnía,“ segir Raheem Mohaibes sem er sjálfur súnníi frá Írak en búsettur hér á landi. Hann fer árlega til síns heima- lands og er í stöðugu samband- ið við fjölskyldu sína sem býr í borginni Diyala sem er skammt norður af Bagdad. „En það sem fyrir súnníum vakir er að komast til áhrifa svo þeir geti komið núverandi ríkis- stjórn frá sem flestir Írakar hafa óbeit á þar sem hún er strengja- brúða Bandaríkjamanna. Einnig er það heit ósk mín sem og fólks- ins í minni borg, sem og víðar í Írak, að Bandaríkjamenn fari hið fyrsta. Þó eru menn ekki bjart- sýnir um að þeim verði að ósk sinni á næstunni. Við vitum svo sem ekki alveg hvað myndi gerast ef Bandaríkjamenn myndu hverfa nema að nýju ríkisstjórninni yrði komið frá. Andspyrnuöflin eru mun sterkari en stjórn landsins og því tórir hún meðan hún nýtur verndar Bandaríkjamanna.“ Raheem segir að þó til séu póli- tísk öfl sem etji súnníum og sjíum í hatrömm átök sé það þó alls ekki svo að þessir tveir hópar geti ekki búið saman. „Sjálfur er ég súnníi en kona mín er sjíi og tvær syst- ur mínar eru giftar sjíum,“ segir Raheem. Hann segir að Írak sé orðið að vígvelli þar sem allir helstu hat- ursmenn Bandaríkjanna komi saman hvaðanæva úr heiminum. „Þeir handtóku meira að segja einn Kúbverja sem barðist gegn Bandaríkjaher í Fallujah. Svo eru menn af arabískum uppruna sem hafa alist upp á Vesturlönd- um duglegir að láta til sín taka í uppreisninni og sjá í Írak kjörað- stæður til að fá útrás fyrir hatrið á Bandaríkjamönnum. Svo njóta þeir aðstoðar annarra ríkja sem ekki eru hliðholl Bandaríkjunum. Það er til dæmis engin tilvilj- un að rússnesk sendiráð verða aldrei fyrir barðinu á uppreisnar- mönnum,“ segir Raheem. Honum var verulega brugð- ið þegar hann kom til Íraks í fyrsta sinn eftir innrás Banda- ríkjamanna. „Menn gátu þá tjáð sig um þjóðmálin sem var algjör nýlunda og þeir sem höfðu vinnu fengu allt í einu himinhá laun. En á móti kemur að ekkert öryggi var lengur til staðar bæði vegna and- spyrnuhreyfingarinnar og svo jukust glæpir verulega því allt í einu voru fjölmargir atvinnulaus- ir því flestum verksmiðjunum var lokað og fólk varð einhvern veginn að fá að borða,“ segir Raheem. jse@frettabladid.is Hatursmenn nota Írak sem vígvöll Írak er vígvöllur sem sameinar hatursmenn Bandaríkjanna hvaðanæva úr heiminum, segir Íraki sem hér er búsettur. Hann segir fjölskyldu sína í Írak bjartsýna eftir þingkosningarnar sem fram fóru í liðinni viku. RAHEEM MOHAIBES Raheem segir það góðs viti að svo margir súnníar hafi greitt atkvæði sitt í kosningunum í síðustu viku. Það sem fyrir þeim vakir er þó að koma Bandaríkjamönnum úr landi og stjórninni frá segir hann. FLUG Farþegum í millilandaflugi fjölgar um jólin í samanburði við fyrri ár. Þessarar þróunar hefur orðið vart jafnt hjá Flugleiðum og Iceland Express. „Það hefur orðið 15 prósenta aukning hefur milli ára í nóvem- ber og sætanýting hefur aukist um 7.5 prósent. Þessar tölur halda svo áfram inn í desember,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða. „Það er mjög mikil umferð rétt fyrir jól og upp úr áramótum. Hjá okkur er þetta aðallega fólk sem er að koma heim eða fljúga út í heimsókn til ætt- ingja og vina.“ Arnar Þór Hafþórsson hjá Iceland Express hefur sömu sögu að segja. „Við höfum þurft að bæta við aukaferðum um jólin til að anna eftirspurn, til Lundúna, Kaupmannahafnar og Frankfurt. Milli jóla og nýárs róast þetta aðeins en það er samt mikill fjöldi Breta sem kemur til að upplifa flugeldageðveikina.“ Úrval Útsýn sendi þrjár fullar vélar til Kanaríeyja í gær og enn ein flýgur út fyrir nýárið. „Það verða um 800 manns þarna úti á okkar vegum um ára- mótin. Svona ferðir njóta sívax- andi vinsælda og það eru ekki bara einstæðingar og eldra fólk sem sækir í sólina yfir jólin held- ur líka fjölskyldufólk. Öll breidd- in,“ segir talsmaður ferðaskrif- stofunnar. - dac Flugumferð til og frá landinu með mesta móti um jól og áramót: Áramót í útlöndum vinsæl LEIFSSTÖÐ Margir leggja leið sína um Leifsstöð um jólin. VÍN, AP Íranskir og evrópskir samningamenn settust til við- ræðna um kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu í gær. Íranar sitja fastir við sinn keip um að hefja auðgun úrans á ný. Viðræðurnar við Þjóðverja, Frakka og Breta hafa legið niðri síðan í ágúst eftir að Íranar til- kynntu að þeir ætluðu að hefja undirbúning að úranauðgun, en auðgað úran má bæði nota til orkuframleiðslu og kjarnorku- vopnasmíði. Manouchehr Mot- taki, utanríkisráðherra Írans, sagði í Teheran í gær að þjóð sín áskildi sér allan rétt til að auðga úran, enda bryti slíkt ekki í bága við sáttmála um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna. Mohammed Mehdi Akhonz- adeh, fastafulltrúi Írans hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnun- inni í Vín, sagði í fundarhléi í gær að fundarmenn hefðu viðrað sjónarmið sín en of snemmt væri að segja til um árangur. Evrópsk- ir starfsbræður hans voru hins vegar svartsýnir á að nokkur árangur myndi nást með viðræð- unum, í raun væri aðeins verið að ganga úr skugga um hvort ein- hver tilgangur væri með því að hittast aftur. Rússar hafa boðist til að auðga úran fyrir Írana nægilega til að það megi nota til orkuvinnslu. Talið er ólíklegt að Íranar fallist á það. Þrátt fyrir að Íranar haldi því fram að úranvinnslan sé ein- ungis í friðsamlegum tilgangi gruna margir þá um græsku þar sem þeir héldu tilburðum sínum leyndum í hartnær tvo áratugi. - shg GENGIÐ TIL FUNDAR Akhonzadeh var glað- beittur í Vín í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Íranar og Evrópumenn taka upp kjarnorkuviðræður á ný: Svartsýni ríkir um árangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.