Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 60
22. desember 2005 FIMMTUDAGUR40
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
Jóhann Gauti Gestsson
kafari, Hjallalundi 20, Akureyri,
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum samúð og vinarhug.
Edda Magnúsdóttir
Vilborg Gautadóttir Hlynur Jónasson
Magnús Gauti Gautason Hrefna G. Torfadóttir
Elín Gautadóttir Steinþór V. Ólafsson
Björgvin Örn Jóhannsson Sóley Hallgrímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Jóhanna Haraldsdóttir (Stella)
til heimilis að Lindargötu 57,
lést á Landspítalanum Fossvogi 19. desember sl.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni 28. desember
kl. 15.00.
Helga Bjarnadóttir
Þóra Bjarnadóttir
Erla Bjarnadóttir Hreiðar Svavarsson
Haraldur Ág. Bjarnason Ólöf G. Ketilsdóttir
Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
Katrín María Þórðardóttir
Holtsbúð 103, Garðabæ, áður Stangarholti 24,
lést á Landspítalanum 20. desember sl.
Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju 29. desember
kl. 13.00.
Björg Haraldsdóttir Jóhann Petersen
Halldór Þórður Haraldsson Ingibjörg Barðadóttir
Ástbjörg Guðrún Haraldsdóttir Hreiðar Einarsson
Friðrik Haraldsson Kristrún Zakaríasdóttir
barnabörn og fjölskyldur.
Stefán Jónsson, rithöfundur
og barnaskólakennari, fædd-
ist á Háafelli í Hvítársíðu 22.
desember 1905. Stefán lauk
kennaraprófi árið 1933 og
kenndi upp frá því í Reykja-
vík. Segja má að hann hafi
helgað líf sitt börnum því
barnakennsla var hans aðal-
starf alla starfsævina og
meðfram henni skrifaði hann
bókmenntir fyrir börn; skáld-
sögur, smásögur og kvæði.
Um Stefán hefur verið sagt
að hann hljóti alla tíð að hafa
haft ríkari skilning á hug-
arheimi barna en almennt
gerist meðal fullorðinna, svo
gott átti hann með að skrifa
fyrir þau bókmenntir.
Bækurnar um Hjalta eru
hvað þekktustu verk Stef-
áns en þær voru alls fjór-
ar; Sagan hans Hjalta litla,
Margt getur skemmtilegt
skeð, Mamma skilur allt og
Hjalti kemur heim. Sú fyrsta
kom út 1948 en hin síðasta
1951. Meðal annarra þekktra
barnabóka hans eru: Vinir
vorsins, Skóladagar og Björt
eru bernskuár.
Nýrri bækur eiga frekar
upp á pallborðið hjá börnum í
dag og ekki víst að þau þekki
sögur Stefáns Jónssonar.
Á hinn bóginn er viðbúið
að þau kannist við Aravísur
sem enn eru raulaðar á mörg-
um heimilum og við ýmis
tækifæri. Orti Stefán raunar
fjölmörg ljóð og kvæði um
ævina. Leikrit gerði hann
einnig nokkur og má þar
nefna Grámann í Garðshorni
og Verkfallið.
Verk Stefáns voru sum
hver þýdd á erlend tungumál,
til dæmis rússnesku.
Stefán Jónsson lést árið
1966. ■
STEFÁN JÓNSSON RITHÖFUNDUR: ÖLD ER LIÐIN FRÁ FÆÐINGU HANS
Sendir Guð okkur jólin?
STEFÁN JÓNSSON RITHÖFUNDUR OG KENNARI Aravísur og sögurnar um Hjalta eru meðal hans þekktustu verka.
Hann Ari er lítill
hann er átta ára trítill
með augu mjög falleg og skær.
Hann er bara sætur
jafnvel eins er hann grætur
og hugljúfur þegar hann hlær.
En spurningum Ara
er ei auðvelt að svara:
Mamma, af hverju er himn-
inninn blár?
Sendir guð okkur jólin?
Hve gömul er sólin?
Pabbi, því hafa hundarnir hár?
Bæði pabba og mömmu
og afa og ömmu
þreytir endalaust spurningasuð:
Hvar er sólin um nætur?
Því er sykurinn sætur?
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
Hvar er heimsendir, amma?
Hvað er eilífiðin, mamma?
Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
Því er afi svo feitur?
Því er eldurinn heitur?
Því eiga ekki hanarnir egg?
Það þykknar í Ara
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór,
svo heldur en þegja
þau svara og segja:
„Þú veist það er verðurðu stór.“
Fyrst hik er á svari
þá hugsar hann Ari
og hallar þá kannski undir flatt
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
„Þið eigið að segja mér satt!“
AFMÆLI
Gísli Pálsson prófessor er 56 ára.
Þorvaldur Friðriksson fréttamað-
ur er 53 ára.
Hallgrímur Helgi Helgason
rithöfundur er 48 ára.
Martha Ernstsdóttir langhlaupari
er 41 árs.
Orri Vésteinsson fornleifafræð-
ingur er 38 ára.
Björn Friðrik Brynjólfsson,
aðstoðarmaður sjávarútvegsráð-
herra, er 33 ára.
ARAVÍSUR
ANDLÁT
Jóhann Ingi Einarsson, Bæjargili
96, Garðabæ, andaðist á Landspít-
ala Hringbraut sunnudaginn 18.
desember.
Jóhanna (Stella) Haraldsdóttir,
til heimilis á Lindargötu 57, lést á
Landspítalanum Fossvogi mánu-
daginn 19. desember.
Þóra Aradóttir, Grensásvegi 56,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
sunnudaginn 18. desember.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1858 Giacomo Puccini, ítalskt
tónskáld.
1937 Eduard Uspensky, rússneskt
skáld.
1945 Diane Sawyer, bandarísk
fjölmiðlakona.
1949 Maurice Gibb, ástralskur
tónlistarmaður.
1962 Ralph Fiennes, enskur
leikari.
1967 Dan Petrescu, rúmenskur
knattspyrnumaður.
JARÐARFARIR
11.00 Arnkell Bergmann Guð-
mundsson bókbandsmeist-
ari verður jarðsunginn frá
Áskirkju.
13.00 Hafrún Hafsteinsdóttir,
Torfufelli 31, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fella-
og Hólakirkju.
14.00 Bjarni Þorsteinsson frá
Hurðabaki, Reykholtsdal,
verður jarðsunginn frá
Reykholtskirkju.
15.00 Hrefna Lúthersdóttir,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju.
GEORGE ELIOT (1819-1880)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Ég neita því ekki að konur
eru kjánalegar enda gerði guð
almáttugur þær sambærilegar
karlmönnum.“
Mary Ann Evans var breskur rithöfundur
sem skrifaði undir dulnefninu Georg Eliot.
Við sendum hugheilar þakkir öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður og afa,
Þórhalls Ásgeirssonar
fv. ráðuneytisstjóra, Einimel 6.
Lilly Ásgeirsson
Sverrir Þórhallsson Inga Helgadóttir
Dóra Þórhallsdóttir Magnús B. Einarson
Ragna Þórhallsdóttir Flosi Kristjánsson
Sólveig Þórhallsdóttir Gunnar Jóakimsson
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Á þessum degi árið 1972
fann flugher Chile fjórtán
eftirlifendur flugslyss sem
orðið hafði í Andesfjöllunum
í Argentínu tveimur mánuð-
um áður.
Ekkert hafði spurst til
þeirra 45 farþega sem voru
um borð í flugvélinni fyrr
en tveir menn, Roberto
Canessa og Fernando
Parrado, komust til að sækja
hjálp eftir tíu daga göngu
yfir fjöllin.
Fokker Fairchild-flugvélin
hafði horfið á leið sinni frá
höfuðborg Úrúgvæ, Montevideo til Santiago í Chile,
föstudaginn 13. október. Meðal farþega var heilt
kaþólskt rúgbílið, vinir liðs-
manna og fjölskylda.
Þrátt fyrir mikla þrekraun
kröfðust mennirnir tveir sem
höfðu sótt hjálpina þess að
fá að aðstoða við björgunina.
Þeir sögðu að 25 hefðu lifað
af brotlendinguna en átta lát-
ist þegar snjóflóð lenti síðar
á brakinu. Síðar kom í ljós
að hópurinn, fyrir utan einn
36 ára mann, hafði lagt sér
mannakjöt til munns.
Saga um slysið og eftirlif-
endur þess var síðar skrifuð
af Piers Paul Read og kallast
Alive. Kvikmynd með sama nafni átti miklum vin-
sældum að fagna árið 1993.
ÞETTA GERÐIST > 22. DESEMBER 1972
Bjargað eftir tvo mánuði á fjöllum
MERKISATBURÐIR
1897 Nýrri klukku komið fyrir
í turni Dómkirkjunnar.
Klukkan, sem enn er í turn-
inum, var gjöf frá Thomsen
kaupmanni.
1919 Dómar eru kveðnir upp í
Landsyfirétti í síðasta sinn.
Rétturinn var fyrst settur 10.
ágúst 1801.
1989 Brandenburgar-hliðið í
Berlín er opnað í fyrsta sinn
í nærri 30 ár.
1989 Ríkisstjórn Nicolaes Ceaus-
escu í Rúmeníu er steypt af
stóli.
1990 Lech Walesa er svarinn í
embætti forseta Póllands.
2000 Halldór Laxness er maður
aldarinnar samkvæmt
könnun Gallup. Vigdís
Finnbogadóttir var valin
kona aldarinnar og Davíð
Oddson stjórnmálamaður
aldarinnar.
Forseti Íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, fór í vikunni í
heimsókn í Fjölskylduhjálp
Íslands. Að sögn Ásgerðar
Jónu Flosadóttur hjá Fjöl-
skylduhjálp Íslands er heim-
sókn forseta landsins ein
alstærsta gjöf sem líknarfé-
lag getur fengið.
„Forsetinn sýndi okkur
þann heiður að koma í opin-
bera heimsókn. Hann var
hér í 45 mínútur og kynnti
sér starfsemina. Það var
ákaflega notalegt að fá hann
í heimsókn, hann gefur
þessum málefnum mikinn
gaum,“ segir Ásgerður Jóna.
Hún segir að starfsemi Fjöl-
skylduhjálparinnar skeri sig
svolítið úr svipaðri starfsemi
því að þegar Fjölskylduhjálp-
in hóf starfsemi þá hafi hún
tekið við ýmsum jaðarhóp-
um. „Til dæmis gátu karl-
menn leitað þrisvar á ári til
hjálparstarfs kirkjunnar en
þeir geta leitað vikulega til
okkar, þetta eru mikið for-
sjárlausir feður og svo karl-
menn sem hvergi geta hallað
höfði sínu,“ segir hún.
Búist er við um að 300
fjölskyldur sem ekki hafa
efni á að kaupa jólagjafir
komi í Fjölskylduhjálpina og
fái um 1500 jólapakka sem
starfsmenn þar útbýta. - sk
Stór dagur hjá Fjölskylduhjálp Íslands:
Forsetinn í heimsókn
timamot@frettabladid.is