Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 74
bio@frettabladid.is PRAVDA DJAMMIÐ UM HELGINA: MEIRA UM DJAMMIÐ Á GRAND ROKK JAZZBANDIÐ MALUS á fimmtudags og föstudagskvöld Áki Pain tryllir lýðinn á eftir ROCCO & SJÁLFUR KIEFER SUTHERLAND leika af fingrum fram ásamt einvalaliði á föstudagskvöldið JÓLA PUB-QUIZIÐ á sínum stað kl. 17.30 The weather out there today is hot and shitty with continued hot and shitty in the afternoon. Tomorrow a chance of continued crappy with a pissy weather front coming down from the north. Basically, it‘s hotter than a snake‘s ass in a wagon rut. Robin Williams fer hamförum sem hinn kolgeggjaði Adrian Cronauer í Good Morn- ing Vietnam þegar hann hermir eftir fréttaþulnum Walter Cronkite. Bandaríski leikarinn Forest Whitaker hefur verið á barmi heimsfrægðar ansi lengi en einhvern veginn ekki kært sig um að fara alla leið. Nafnið þekkja ef til vill flestir en tengja það ekki við andlitið eða er það öfugt? Forest Whitaker er einn þeirra leikara sem eiga sér dyggan aðdáendahóp sem flykkist á næstum allt sem hann gerir. Whitaker hefur fjölda „vel met- inna“ mynda á bakinu. Nægir þar að nefna Good Morning Vietnam þar sem hann lék hundtryggan aðstoðarmann Robin Williams. Ekki var hann síðri sem Charlie Parker í leikstjórn Clints Eastwood. Þar að auki hefur hann leikið í myndum á borð við Smoke eftir Wayne Wang og Ghost Dog í leikstjórn Jim Jarmusch en sú mynd naut í raun fáránlegra vinsælda hér á landi ef miðað er við fyrri myndir Jarmusch. Whitaker hefur ekki verið lengi að. Eitt af fyrstu hlutverkunum hans var í kvikmyndinni Fast Times at Ridgemont High á fyrri hluta níunda áratugarins. Síðan hefur leiðin legið hægt og bítandi upp án þess að ná einhverjum verulegum hæðum. Það hefur löngum verið lenska hjá leikar- anum að stela senunni af sér frægari einstaklingum og nægir þar að nefna smáhlutverk hans í The Color of Money þar sem hann var einkar minnistæður á móti Paul Newman og ekki var hann síðri í Consenting Adults eða The Crying Game. Forest Whitaker er huldumaður í Hollywood sem hikar ekki við að leika í kvikmyndum í óháða geiranum en hefur hlutverk í stórri Holly- wood-mynd upp í erminni ef allt um þrýtur. Huldumaðurinn í Hollywood > Ekki missa af... King Kong eftir Peter Jackson. Þessi kvikmynd nýtur sín langbest í stórum sal með góðu hljóðkerfi, stórum popp og meðalstórri kók. Það eru einhverjir sem eiga eftir að fá vægt samviskubit yfir að missa af þessari mögnuðu jólamynd frá manninum sem færði okkur Hringa- dróttinssögu. Magnaðar tæknibrellur, stórkostlegt umhverfi, skemmtilegur leikhópur og síðast en ekki síst er King Kong ótrúlega flottur. Svona eiga kvik- myndir að vera. „Eigum við ekki bara að vera vinir,“ eru síðustu orðin sem strákur vill heyra þegar hann hefur loksins safnað kjarki til að tjá hug sinn í garð stúlku. Í þessu lendir Chris Bender þegar hann viðurkennir fyrir vinkonu sinni hvað honum býr í brjósti. Til að bæta gráu ofan á svart fylgist allur árgangurinn með þessum ógöngum Chris. Hann flýr í ofvæni úr bænum og reynir eftir fremsta megni að gleyma þessu vandræðalega atviki. Árin líða og Chris kemst smám saman yfir þetta áfall og nær frama sem tónlistarframleið- andi. Á leið sinni til Parísar verð- ur Chris þó fyrir undarlegu óhappi sem neyðir hann til að snúa aftur heim. Þar hittir framleiðandinn fyrir þá stúlku sem hann hafði lengi reynt að gleyma. Það er ólátabelgurinn Ryan Reynolds sem leikur Chris Bend- er en hann ætti að vera einhverj- um kunnur sem Berg úr Two Guys, a Girl and a Pizza Place en þættirnir voru sýndir á Skjá einum fyrir ekki margt löngu. Þá fer Chris Klein einnig með stórt hlutverk en hann skaust fyrst upp á stjörnuhimininn sem Oz í Amer- ican Pie-myndunum. Martröð sérhvers manns CHRIS BENDER Verður fyrir sárum vonbrigðum þegar draumastúlkan hans hafnar honum fyrir framan allan árganginn. Það tók C.S. Lewis einungis þrjá mánuði að skrifa ævintýrið Ljón- ið, nornin og skápurinn. Góður vinur hans, J.R.R. Tolkien, sagði verkið vera algjört drasl. Á það hefur hins vegar verið bent að Tolkien gekk ekkert að klára sitt verk, Hringadróttinssögu, á þess- um tíma. Tolkien hafði enda rangt fyrir sér. Þetta ævintýri hefur selst í 65 milljónum eintaka og það er ómögulegt að spá fyrir um hvaða áhrif þessi Disney-mynd á eftir að hafa á sölu bókanna. Ljónið, nornin og skápurinn er ekkert venjulegt ævintýri. Lewis fékk aukinn áhuga á kristinni trú í gegnum Tolkien en sá síðarnefndi var sannfærður um að hinar heiðnu goðsagnir væru leið Drott- ins til að undirbúa mannfólkið fyrir fagnaðarerindið. Lewis vildi með ævintýrunum ekki útskýra kristni fyrir börn- unum heldur gerði sér vonir um að þau fengju tilfinningu fyrir trúnni í gegnum ævintýrið. Fáar persónur í barnabókum hafa verið drepnar á jafn hrikalegan hátt og Aslan en ljónið er líflátið þegar eitt barnanna svíkur hann. Með þessu vildi Lewis vekja börnin til umhugsunar um þá fórn sem frelsari kristinna manna færði samkvæmt Biblíunni. Hinar heiðnu goðsögur og persónur sem koma fyrir í ævintýrum C.S. Lewis eru heldur engin tilviljun heldur eiga að tákna leiðina í átt að kristnu hugrekki. Þótt bókmenntafræðingar og aðrir fræðimenn þreytist seint á að greina ævintýrið er söguþráð- urinn ekkert síðri, burt séð frá öllum táknmyndum. Ljónið, norn- in og skápurinn segir sögu Lucy, Edmunds, Peters og Susan sem flutt eru út í sveit á meðan seinni heimsstyrjöldin stendur yfir. Þar komast þau í kynni við skáp sem virðist vera ósköp venjulegur við fyrstu sýn en reynist síðan vera dyr yfir í töfraveröld Narníu. Þar hefur hin illa hvíta norn lagt vetr- arálög á landið þannig að það er alltaf frost en aldrei jól. Börnin fjögur neyðast því til að safna liði með íbúum Narníu til að landið losni undan þessum hrikalegu örlögum. Það eru margir kunnir leikarar sem ljá hinum mörgu goðsagna- kenndu persónum myndarinnar rödd sína en þeirra frægastur er sennilega Liam Neeson sem talar fyrir ljónið Aslan en Tilda Swinton leikur illu hvítu nornina. Leikstjóri myndarinnar er Andr- ew Adamson en þetta er fyrsta leikna myndin sem hann stýrir. Hið ótrúlega ævintýri Lewis PEVENSIE-SYSTKININ Þau lenda í ótrúlegu ævintýri þegar þau stíga í gegnum fataskápinn og þau neyðast til að berjast gegn álögum hvítu nornarinnar. Það er mikil spenna í kringum kvik- myndin A Little Trip To Heaven. Það er enda ekki á hverjum degi sem íslenskum leikstjóra gefst kost- ur á að starfa með leikurum á borð við Forest Whitaker, Juliu Stiles og Peter Coyote. Loksins er komið að stóru stund- inni en myndin verður frumsýnd á annan í jólum. Baltasar Kormákur er allt í öllu, en hann leikstýrir, skrifar og er annar framleiðandi myndarinnar. Miklar vonir eru bundnar við Baltasar úti í hinum stóra heimi kvikmyndanna en fyrstu myndirnar hans tvær, 101 Reykjavík og Hafið, vöktu mikla athygli á honum. Sigurjón Sighvats- son er hinn framleiðandi myndar- innar en það þarf ekkert að fjölyrða um hversu glæsilegur ferill hans er í kvikmyndaborginni Hollywood. Myndin var sýnd á hátíðinni í Toronto en síðan hefur farið lítið fyrir henni. Hún var aðeins fín- pússuð eftir sýningarnar í Kanada og nýlega var tilkynnt að hún yrði sýnd í hinum virta premier-flokki á Sundance. A Little Trip verður frumsýnd í yfir hundrað kvik- myndahúsum á Spáni og hefur þegar verið seld til fjörutíu landa. Kvikmyndin segir frá trygging- arannsóknarmanninum Holt sem sendur til hins afskekkta bæjar Hastings. Þar er honum falið að rannsaka dularfullt andlát manns sem skilur eftir sig eina milljón í líf- tryggingu en hún á að falla í skaut Isoldar ef allt er sem sýnist. Fortíð stúlkunnar og mannsins hennar, Freds, gefur til þó til kynna að ekki sé allt með felldu. Holt lendir milli tveggja elda þar sem hann þarf að gera upp við sig hvort svik trygg- ingafélaganna séu mikið skárri en smáglæpir þeirra svikara sem hann fæst við. Það er Mugison sem sér um tón- listina en hún er nú þegar komin út á geisladisk og Karl Júlíusson gerði leikmyndina. Fjöldi þekktra aðila úr kvikmyndaborginni komu að gerð myndarinnar og má þar nefna klipparana Virginiu Katz og Richard Pearson sem þykja mjög framarlega á sínu sviði. Hve langt er til himna? HOLT OG ISOLD Tryggingarannsóknarmaðurinn Holt er sendur til smábæjarins Hastings til að rannsaka dularfullt andlát. JARED LETO OG WHITAKER Forest Whitaker styður yfirleitt mjög dyggilega við bakið á óháðri kvikmyndagerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.