Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 4
4 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR KJARAMÁL Steinun Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri hefur ákveðið að hafna launahækkun sem á að ná til æðstu embættismanna. Samkvæmt úrskurði kjaradóms ættu laun borgarstjórans að hækka um 75.000 krónur á mánuði frá ára- mótum og þá yrðu þau 990.000 eftir hækkun. Steinun sagðist hafa tekið þessa ákvörðun meðal annars vegna ummæla sinna um kjaramál. - jse Laun embættismanna: Steinunn neitar launahækkun KJARADÓMUR Ólíklegt er að launa- hækkun kjaradóms til handa helstu embættismönnum þjóðarinnar hafi áhrif á kjaradeilu tíu félaga innan BHM sem eru með lausa samninga við Reykjavíkurborg. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Halldóra Friðjónsdóttir, for- maður BHM, segir að hækkanir háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna fyrr á árinu hafi væntan- lega haft áhrif á ákvörðun kjara- dóms nú og því komi hækkunin ekki á óvart. „Það hefur stundum verið úrskurðað þannig hjá kjaranefnd að það er nánast eins og kjara- nefnd leiði launaþróunina, fylgi henni ekki,“ segir hún. - ghs Formaður BHM um Kjaradóm: Kemur ekki á óvart STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR BORGAR- STJÓRI Steinunn Valdís hefur ákveðið að 75 þúsund króna launahækkun nái ekki til sín. ÍRAK Við réttarhöldin yfir sér í gær kvaðst Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, hafa sætt barsmíðum af hendi Bandaríkjamanna. Bráða- birgðaniðurstöður úr þingkosn- ingunum fyrir viku benda til að þjóðin sé klofnari en nokkru sinni fyrr. Málflutningur hélt áfram í réttarhöldum yfir Saddam og sjö samstarfsmönnum hans í gær en þeir eru sakaðir um að hafa staðið á bak við fjöldamorð á 143 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Framan af degi hlýddi Sadd- am þögull á vitnisburð þeirra sem kallaðir voru fyrir réttinn en svo tók hann til við að rífast við saksóknara og dómara. „Við höfum allir verið lamdir og pynt- aðir af Bandaríkjamönnum,“ sagði hann æfur. „Já, hver blett- ur á líkama mínum hefur verið barinn. Förin eru ennþá sjáan- leg.“ Saksóknarinn sagði þá við hann að ef meðferðin væri svo grimmileg yrði að færa hann í hendur íröskum lögreglumönn- um. Ekki er víst að Saddam hafi litist á það. Á meðal þeirra sem leidd- ir voru fyrir réttinn í gær var maður sem var á unglingsaldri þegar fjöldamorðin voru fram- in. Sjö bræður hans voru á meðal þeirra sem teknir voru á lífi en sjálfur var hann settur í fangelsi leynilögreglunnar þar sem hann var pyntaður linnulítið í rúma tvo mánuði. Maðurinn lýsti á nákvæman hátt skelfilegum barsmíðum og pyntingum með rafmagni og eins sagði hann frá því þegar bráðið plast var látið leka á handlegg sinn og það svo rifið af þegar það var storknað þannig að húðin fór með. Fyrstu niðurstöður úr þing- kosningunum fyrir viku benda til að heittrúarhreyfingum sjía og súnnía hafi vaxið fisk- ur um hrygg á meðan flokkum sem eru meira veraldlega þen- kjandi vegnaði illa. „Á tveimur og hálfu ári hefur George Bush tekist að setja tvö ný talibana- samfélög á fót í Írak,“ segir stjórnmálaskýrandinn Ghass- an Attiyah í viðtali við breska blaðið Independent í gær. Fólk virðist hafa kosið eftir þjóðarbrotalínum í stað þess að greiða þeim flokkum atkvæði sitt sem leggja mesta áherslu á einingu írösku þjóðarinn- ar, til dæmis fékk Sameinaða sjíabandalagið nánast engin atkvæði utan þeirra svæða þar sem sjíar búa. The Independent heldur því fram að írönsk áhrif muni aukast í Írak, réttindi kvenna muni snarminnka og ekkert lát verði á uppreisninni í landinu. Draumur Bandaríkja- manna um að Írak verði lýðræð- isríki að vestrænum hætti sé því að snúast upp í martröð. sveinng@frettabladid.is Saddam kveðst hafa sætt misþyrmingum Saddam Hussein sakaði Bandaríkjamenn um að hafa barið sig í varðhaldinu þegar hann tók til máls við réttarhöldin í gær. Vitni sem komu fyrir dómstólinn greindu frá skelfilegum pyntingum sem þau hefðu verið beitt. SADDAM Í SJÓNVARPINU Sumir hlutar orðaskipta Saddams við saksóknara voru klipptir út úr sjónvarpsútsendingu frá réttarhöldunum í gær. Þessi kona fórnaði höndum þegar hún sá forsetann fyrrverandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandaríkjadalur 63,2 63,5 Sterlingspund 110,66 111,2 Evra 75,08 75,5 Dönsk króna 10,065 10,123 Norsk króna 9,314 9,368 Sænsk króna 7,962 8,008 Japanskt jen 0,5395 0,5427 SDR 90,64 91,18 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 21.12.2005 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 63,2 63,5 Sterlingspund 110,66 111,2 Evra 75,08 75,5 Dönsk króna 10,065 10,123 Norsk króna 9,314 9,368 Sænsk króna 7,962 8,008 Japanskt jen 0,5395 0,5427 SDR 90,64 91,18 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 105,6835 Bíllinn dró hann til dauða Ölvaður maður ók á gangandi vegfaranda í Milwaukee og var ástand ökumannsins slíkt að hann dró vegfarandann nokkra tugi metra á eftir sér án þess að verða nokkurs var. Það var ekki fyrr en hann sneri bílnum við og ók yfir manninn að hann uppgötvaði hvað gerst hafði en þá var vegfarandinn látinn. BANDARÍKIN Öflugur jarðskjálfti Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð 185 kílómetra úti af eynni Sulawesi í Indónesíu í gær. Ekki er talið að tjón hafi orðið á mönnum eða munum og engrar flóðbylgju varð vart. Engu að síður greip um sig nokkur skelfing á meðal eyjarskeggja. INDÓNESÍA BRUNI Vaktmaður á eftirlitsferð tilkynnti um minniháttar bruna til Slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins klukkan 18:50 í gærkvöldi eftir að hann sá reyk í mannlausu verksmiðjuhúsi Ísfells við Óseyr- arbraut 4 í Hafnarfirði. Allar fjórar slökkviliðssveitir höfuðborgarsvæðisins voru mann- aðar og settar í viðbragðsstöðu í upphafi vegna stærðar hússins, en Hafnarfjarðardeild Slökkviliðs- sins var fyrst á vettvang. Sigurður A. Jónsson stöðvar- stjóri Hafnafjarðardeildarinn- ar segir að það hafi tekið þá 25 slökkviliðsmenn sem fyrst komu á vettvang um 20 mínútur að ráða niðurlögum eldsins, sem var viðráðanlegur og á afmörkuðu svæði. Að sögn Sigurðar virðist sem að kviknað hafi í netadræsum. Slökkviliðið beitti froðu og vatni við slökkvistarfið. Þegar blaðamann bar að garði var slökkvistarfi lokið og verið að reykræsa húsnæðið. Ekki er hægt að meta skemmdir á húsinu að svo stöddu, en þær virðast óveruleg- ar. Eldsupptök eru ókunn. - æþe Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að verksmiðjuhúsi í Hafnarfirði í gærkvöldi: Eldur kom upp í mannlausri verksmiðju FRÁ BRUNASTAÐ Eldurinn reyndist minni en á horfðist og gekk vel að slökkva hann. BRETLAND Staða Íhaldsflokksins hefur vænkast verulega eftir að David Cameron var kjörinn formaður hans. Í dagblaðinu Independent í gær er sagt frá „könnun kannan- anna“, greiningu John Curtice, stjórnmálafræðiprófessors við Strathclyde-háskólann, á skoðana- könnunum YouGov, MORI, ICM og Populus undanfarnar vikur. Vegið meðaltal þeirra sýnir að íhalds- menn fengju 37 prósent atkvæða, væri kosið nú, Verkamannaflokk- urinn 35 prósent og frjálslyndir demókratar tuttugu. Íhaldsmenn hafa ekki leitt „könnun kannananna“ síðan 1992, ef stutt tímabil árið 2000 er undan- skilið. ■ Greining á könnunum: Íhaldsmenn styrkjast enn DAVID CAMERON Nýr formaður Íhaldsflokksins þykir um margt líkur Tony Blair. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.