Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 94
22. desember 2005 FIMMTUDAGUR74
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
AÐ MÍNU SKAPI HENRIK BALDVIN BJÖRNSSON ROKKARI Í SINGAPORE SLING
Rokkabillí, DaVinci, Syndaborgin og Berlín
STÓR HUMAR
HÖRPUSKEL
RISARÆKJUR
TÓNLIST Sá Jakobínurínu spila á tónleikum í fyrsta skipti nú um daginn. Það var
alveg magnað. Þessir strákar eru rétt komnir af barnsaldri en vita nákvæmlega hvað
þeir eru að gera. Annað en maður getur sagt um mörg önnur bönd. Mjög hressandi
og andríkur flutningur. Kom mér í gott skap sem entist alla leið niður á Nasa. Annars
er líka mjög mikilvægt að hlusta á rokkabillí á þessum árstíma. „The Ultimate 50‘s
and 60‘s Rockin‘ Horror Disk“ er skemmtilegasta plata í heimi.
BÓK Er að glugga í sjálfsævisögu Bob Dylan, sem er ágæt enda Bob enginn run-in-
the-mill-hnakki. Er svolítið spenntur að lesa „Sunday Philosophers Club“ af augljós-
um ástæðum. Annars er „Freezerburn“ eftir Joe Lansdale besta bók í heimi. Á eftir
„Doubtful Guest“ eftir Edward Gorey...
BÍÓMYND Síðasta mynd sem mér fannst virkilega góð var „Sin City“. Hef reyndar
ekki mikið farið í bíó upp á síðkastið, eða síðan Sirkus RVK hnakkavæddist og ég fór
í ræsið. Annars þykir mér David Lynch, Luis Bunuel, Jim Jarmusch og Sam Peckinpah
mjög ágætir.
BORG New York var alltaf málið fyrir mig. Síðan fór ég til Berlínar og hún er ekki
síðri. Kúl fólk sem er laust við ebb-ebb-ebb, ódýr matur og drykkur. I love it! Blixa er
þaðan og helmingur hljómsveitarinnar Kimono er búsettur í Berlín, en það er ekki
slæmt. Síðan eru barirnir góðir; menn að fíla Singapore Sling og því eru fríir drykkir
ekki óalgengir. Allavega ekki á 8mm, sem er bestur. Ætla að flytja þangað. Á morgun!
BÚÐ Það er skóbúð í New York sem heitir DaVinci og selur
gamaldags rokkaraskó. Hver týpa er framleidd í takmörk-
uðu magni og svo aldrei aftur. Kann vel við þessa búð,
en annars eru 12 Tónar besta búð i heimi. Góð þjónusta,
gott kaffi og það er ekki verið að henda manni út þótt
maður sé „stoned and drunk; living the life of a goddamn
skunk“. Nonnabúð er líka mjög mikilvæg þótt Dead sé í
tísku en stundum kemst kúl sjitt í tísku sem er... dauðans
gangur. Samdi lag fyrir Dead þannig að vinsældir hljóta að minnka. Svo er
afgreiðslustúlkan svaka sæt og girnileg.
VERKEFNIÐ Það kemur út ný plata med Singapore Sling a morgun. Hún heitir „Taste
the Blood of Singapore Sling“ og er mjög mikilvæg. Mér finnst hún langbesta
plata ársins og koverið líka kover ársins, en hvað veit ég? Ég fíla hvorki reggí né
Arcade-vægð. Upptökur kostuðu ekkert þar sem ég sá um þær með
aðstoð frá vini mínum og bróður, Hákoni. Aron og Bibbi sáu um mix og master-
ingu, en þeir eru bestir. Ódýrir trommuheilar gera það alveg fyrir mig. Kaupið þessa
plötu strax! Hún kostar ekki mikið. Við höldum síðan tónleika um miðjan janúar, að
sjálfsögðu á Grand Rokk. Annars er helst framundan að allt er að fara til fjandans og
öllum er skítsama. Ég get ekki beðið!
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÁRÉTT
2 land 6 einnig 8 geislahjúpur 9 hluti
kynfæra 11 tveir eins 12 blístur 14
afhending 16 tveir eins 17 gerast 18
hækkar 20 tveir eins 21 mælieining.
LÓÐRÉTT
1 íþrótt 3 þverslá á siglutré 4 eftir-
maður 5 kóf 7 matarlím 10 útdeildi
13 suss 15 keppni 16 traust 19 tveir
eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 írak, 6 og, 8 ára, 9 leg, 11 ff,
12 flaut, 14 afsal, 16 tt, 17 ske, 18 rís,
20 ii, 21 únsa.
LÓÐRÉTT: 1 golf, 3 rá, 4 arftaki, 5 kaf,
7 gelatín, 10 gaf, 13 uss, 15 leik, 16
trú, 19 ss.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Knattspyrnu-kapp-
inn Guðni
Bergsson og
Þorsteinn J.
hafa farið um
víðan völl til þess
að kynna ævisögu
Guðna Bergs
– Fótboltasögur
sem Þorsteinn
skráði. Einn fastra
liða í jólabóka-
stríðinu eru bókaáritanir í verslunum.
Guðni og Þorsteinn eru síður en svo
eftirbátar annarra í þessum efnum og
voru mættir til leiks til að árita í Kringl-
unni á laugardaginn. Félagarnir árituðu
50 bækur í þessari umferð og gott
betur þar sem þeir fengu vægast sagt
óvenjulega beiðni þegar
ungur maður tók af sér
gervifót, skellti á borðið
og bað þá að árita hann.
Rithöfundar eru auðvitað
ýmsu vanir en vilja helst
ýta undir bókasölu með
því að pára nöfn sín á
saurblöð þeirra.
Guðni og Þor-
steinn héldu þó
andlitum sínum
og skrifuðu á
fótinn eins og
ekkert væri sjálf-
sagðara.
Í gærmorgun komu nokkrir meðlim-
ir ungliðahreyfingar Samtakanna
´78 á skrifstofu biskups Íslands og
gáfu herra Karli Sigurbjörnssyni
jólagjöf frá samtökunum. Pakkinn
innihélt regnbogatrefil sem Karl
getur notað þegar kalt verður í
veðri og heimildarmyndina Hrein
og bein eftir Hrafnhildi Gunnars-
dóttur og Þorvald Kristinsson, en
hún fjallar um þá erfiðleika sem
fylgja því þegar ungt fólk kemur út
úr skápnum.
„Við höfðum aldrei hitt biskup-
inn og hann aldrei okkur. Við vildum
því koma og hitta hann auk þess að
sýna honum góðvild og hlýju á þess-
ari hátíð ljóss og friðar,“ segir Birna
Hrönn Björnsdóttir, einn þriggja
formanna ungliðahreyfingarinnar.
Kirkjan hefur lengið dregið lapp-
irnar í málefnum samkynhneigðra
en Birna segir tilganginn þennan
morgun ekki hafa verið pólitískan
á neinn hátt. „Þetta var bara nokk-
uð sem við vildum gera nú þegar
þessi hátíð er að ganga í garð. Ef
þessi gjöf hefur einhver áhrif er
það auðvitað mjög gott,“ útskýrir
hún og greinilegt að hinn sanni andi
jólanna hefur svifið yfir vötnum á
Biskupsstofu þennan miðvikudags-
morgun.
Hugmyndin að þessum atburði
kom á stjórnarfundi Samtakanna
´78 þar sem nokkrir ungliðar sátu
og ræddu um stöðu jólakortanna
sem samtökin ætluðu að senda um
þessi jól. „Okkur fannst að þessi
heimildarmynd ætti heima inni á
öllum virðulegum stofnunum og
heimilum,“ segir hún og því var
ákveðið að biskupsembættið skyldi
verða fyrst í röðinni.
Ungliðahreyfing Samtakanna ́ 78
er ekki venjulegt félag með meðli-
maskrá heldur eru um níutíu manns
skráðir á póstlista. „Það eru krakk-
ar sem hafa samband við okkur í
gegnum heimasíðuna www.sam-
tokin78.is/unglidar og við reynum
að aðstoða þá eftir fremsta megni,“
segir Birna. Í hverri viku eru síðan
haldnir fundir en á þá mæta jafnan
í kringum þrjátíu manns og oftast
bætast meðlimir í hópinn.
freyrgigja@frettabladid.is
UNGLIÐAR SAMTAKANNA ´78: HITTU KARL SIGURBJÖRNSSON
Biskup fær regnbogatrefil
JÓLAGJÖFIN MÍN Í ÁR... Biskup Íslands var að vonum ánægður með gjöfina frá ungliðahreyfingu Samtakanna ´78 sem hann fékk afhenta í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HRÓSIÐ
...fær hljómsveitin Sigur Rós en
plötur hennar hafa selst í fimmtíu
þúsund eintökum hér á landi og
í rúmlega einni og hálfri milljón
eintaka erlendis.
Undanfarin sex Þorláksmessukvöld
hafa tónlistarmennirnir Stefán
Hilmarsson, Jóhann Hjörleifsson,
Jón Ólafsson, Eyjólfur Kristjáns-
son og Fritz von Blitz komið saman
undir nafninu Ullarhattar. Sjöundu
tónleikar þessarar „einstöku“ hljóm-
sveitar verða á Hótel Borg annað
kvöld klukkan ellefu en þeir spila
þekkt dægurlög auk þess sem vel
valin jólalög fá að fljóta með. And-
rúmsloftið er með rólegasta móti
enda engar æfingar haldnar heldur
einfaldlega losað um bindishnútinn
til að vega upp á móti annríkinu sem
oft ríkir á Þorláksmessu.
Góðir gestir hafa yfirleitt heiðr-
að Ullarhattana með nærveru sinni
og sungið nokkur vel valin jólalög
en það er þó ekkert sjálfgefið að
komast þar að. „Þú þarft að hafa
gefið út að minnsta kosti þrjár
breiðskífur og sungið fimm jólalög,“
segir píanistinn Jón Ólafsson og
einn af yfirullarhöttunum.
Aðspurður hvernig þetta hefði
komið til í upphafi taldi Jón þá
Stefán og Eyjólf vera ábyrga fyrir
þessu þótt hann væri ekki alveg
viss. „Það hefur einhver vert plat-
að þá til að spila og þeir fengið
okkur til að vera með,“ útskýrir
Jón. - fgg
Er ekki annálað jólabarn
ULLARHATTAR Eru þekktir fyrir afslappað andrúmsloft á tónleikum sínum og í ár verða þeir
á Hótel Borg.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Quentin Tarantino er á leiðinni
til landsins í næstu viku en hann verður
með bíópartí í Háskólabíó 30. desem-
ber. Það verður vafalaust ekkert síðra
teitið sem hann heldur á gamlárskvöld
en skemmtistaðurinn Rex hefur verið
leigður undir herlegheitin. Samkvæmt
heimildum blaðsins mun kampavínið
flæða um gólf en gárungarnir hafa fleygt
því fram að það verði víkingaþema þetta
kvöld enda féll Tarant-
ino gjörsamlega fyrir
þessum fornu köppum.
Það bætist líka enn í
þetta fríða föruneyti
því rapparinn 2
Hats hefur boðað
komu sína en hann
heldur tónleika hér
á Nasa 10. febrúar
ásamt hljómsveit-
inni Goldie Lookin‘
Chain. Grínararnir
Jamie Kennedy og
Rob Schneider voru hluti
af upprunalega hópnum
en þeim gengur erfiðlega
að fá sig lausa frá þeim
verkefnum sem þeir eru
að sinna.
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
[ VEISTU SVARIÐ ]
1 Sögu þingræðis.
2 Hún neitaði að borga undir
aðstoðarmann sinn.
3 Nikolay Valuev.