Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 26
26 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR 22. desember 2005 FIMM hagur heimilanna „Ég er mikil matmaður þannig að bæði þessi kaup snúa að því,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór þegar hann er beðinn um að rifja upp sín bestu og verstu kaup. „Verstu kaupin voru þau að ég var hafður að féþúfu í tvo mánuði þegar ég var að hefja minn námsferil í Mílanó á Ítalíu. Þá kom ég alltaf við á kaffihúsi á Loreto-torgi en kunni enga ítölsku á þeim tíma og fékk alltaf tvöfaldan espresso. Svo komst ég að því að þetta er lenska hjá þeim ítölsku að láta útlendingana hafa tvöfaldan og um leið eru þeir látnir borga jafnvel tvöfalt ef ekki þrefalt. Svo þegar ég pantaði þetta á ítölsku fékk ég svo kaffið á eðlilegu verði en þegar upp komst að ég væri tenór og syngi Verdi og Rossini fékk ég kaffið á sérstökum afslætti. Bestu kaupin gerði ég svo í Þýskalandi, að mig minnir, þegar ég keypti grillpönnu en eftir að ég kom að utan hef ég verið ötull við að grilla nautalundir á svölunum hjá mér enda geng ég undir nafninu Grilló þarna í nágrenninu. Þessi stóra og fína grillpanna kostaði mig 200 krónur og hefur reynst hinn mesti gæðagripur. Ég hef oft séð slíkar pönnur í búðum hér og þá rándýrar.“ NEYTANDINN: JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON TENÓR Gengur undir nafninu Grilló Stafrænar myndavélar seljast vel fyrir jólin. Pixlafjöldi vélanna segir til um hvað hægt er að stækka myndirnar mikið. Flestar vélar hafa geymsluminni, en fólki er ráðlagt að kaupa minniskort sem getur geymt allt frá 50 upp í 300 myndir. „Það er mikið tekið af þessum stafrænu myndavélum og greini- legt að menn eru að skipta gömlu filmuvélunum út,“ segir Einar Magnús Einarsson, sölumaður í Elkó. Tobías Sveinbjörnsson, sölu- stjóri hjá Beco, er sama sinnis. En hvað kosta svona tæki? „Vinsælustu vélarnar eru á bil- inu 22 til 30 þúsund en með slíkar vélar eru menn mjög vel settir,“ segir Tobías. Flestar eru með fimm megapixla upplausn en það þýðir að myndin samanstendur af fimm milljón punktum sem telst nokkuð góð upplausn. „Pixla fjöld- inn segir ekkert um gæði mynd- anna,“ segir Tobías, „heldur er um að ræða stærð hennar. Þannig að ef þú tekur mynd á tveggja megapixla vél þá getur þú einung- is stækkað myndina upp í 13 sinn- um 18 sentimetra. Ef þú er með 5 megapixla vél getur þú hins vegar stækkað þær upp í A4 og með 8 megapixla getur myndin orðið A2 stærð með góðu móti.“ Allar stafrænu vélarnar hjá Beco eru með innbyggða mynd- bandstökuvél. Þær eru einnig með innbyggt minni svo hægt er að geyma myndir inni á þeim. Það geymsluminni er þó ekki meira en svo að þar rúmast um 15 til 20 myndir í einu svo mönnum er ráð- lagt að kaupa minniskort. Þau kosta á bilinu 2.500 til 5.500 og geyma allt frá 50 upp í 300 myndir. „Svo ef menn eru að spá í fugla- eða landslagsljósmyndun þá fá menn sér dýrari vélar,“ segir Tobí- as. „Þá eru menn líka komnir með myndavél sem er með tólffaldan aðdrátt og einnig með hristivörn en það yrði annars erfitt að halda myndinni óhreyfðri með svona mikinn aðdrátt. Þá geta menn jafnvel tekið klukkustundar vídeó og svo jafnvel talað inn á það eftir á.“ Þessar vélar kosta um 65 þús- und og yfir. Einar Magnús segir að hjá Elkó seljist einnig talsvert af handhæg- um stafrænum myndavélum sem kosta um það bil 15 þúsund en eru þó með sex megapixla upplausn. jse@frettabladid.is Stafrænar myndavélar rjúka út fyrir jólin Leigubílar Hreyfils/Bæjarleiða og Bifreiðastöðvar Reykjavíkur verða á vakt allar hátíðirnar. Verð- ið verður þó með stórhátíðarálagi alla hátíðardaga svo start- gjaldið sem venjulega er 470 krónur fer upp í 630 hjá báðum stöðvum, sem er hækkun um 34 prósent. Strætisvagnar munu ganga samkvæmt helg- aráætlun til klukkan fjögur á aðfangadag með þeirri u n d a n - tekningu að stofnleiðir aka ekki á tuttugu mínútna fresti heldur á hálftímafresti. Klukkan fjögur fara vagnstjórar í tæplega sólar- hings jólafrí. Ferðir stætisvagn- anna hefjast svo aftur klukkan hálf fjögur á jóladag. Sams konar fyrirkomulag verður á ferðum strætisvagna á gamlársdag og nýársdag og munu þeir aka á sömu tímum og á aðfangadag. Nánari upplýsingar um fyrstu og síðustu ferðir einstakra leiða er hægt að finna á vefsíðu Strætó bs, www.straeto.is. Einnig er hægt að hringja í síma 540 2700 til að fá upplýsingar um ferðir strætisvagna. Ekki hefur verið ákveð- ið að skreyta strætis- vagnana á nokkurn hátt í tilefni hátíðar- innar. - dac Leigubílar og ferðir strætisvagna um jólin: Vagnstjórar fara líka í jólafrí Verðið fer eftir stærð seríunnar sem og stærð peranna. Tökum dæmi um tvenns konar jólaseríur, glóperuseríu þar sem perurnar eru um það bil þumlungur að stærð og díóðuseríur sem eru minnstar af jólaseríunum. Hver pera í glóperuseríu notar á milli 2,5 og 5 vött á klukkustund og því notar hefðbundin 30 peru sería um 210 vött á klukkustund. Samkvæmt verðskrá Orkuveitunnar nemur því kostnaðurinn við lýsinguna rúmlega einni og hálfri krónu á klukkutímann sem gerir um 40 krónur á sólarhring og því um 1.240 krónur fyrir mánuðinn. Í minni seríunni notar hver pera 0,1 vött á klukkutímann og því kostar að hafa kveikt á 30 peru díóðuseríu í mánuð um 178 krónur. Eitthvað fer að auki í orkutap vegna straumbreyta og lengd rafmagnsleiðslu en það breytir ekki dæminu að ráði. ■ Hvað kostar... að hafa kveikt á jólaseríu í mánuð? Háð stærð ljósapera Sjálfsafgreiðslustöð EGO við Smáralind býður nú viðskipta- vinum sínum að kaupa rúðuvökva af sjálfsala. Þessi þjónusta, sem er auðveld og þægileg í notkun, kemur frá Svíþjóð og hefur notið mikilla vinsælda þar í landi. Rúðuvökvinn verður á sérstöku kynningarverði fram til áramóta. ■ Verslun og þjónusta Rúðuvökvi á bílinn úr sjálfsala > Kílóverð á grænum vínberjum Í ágúst, miðað við verðlag á öllu landinu. Heimild: Hagstofa Íslands Útgjöldin Árbæjarútibú Landsbankans er nú flutt og hefur opnað í nýju hús- næði á Kletthálsi 1. Flutningurinn er liður í starfi Landsbankans að efla markvisst útibúanetið með það að markmiði að veita ein- staklingum og fyrirtækjum heildstæða fjármálaþjónustu og segir Landsbankinn að flutningur Árbæjarútibús í hentugra húsnæði sé liður í þeirri vinnu. ■ Verslun og þjónusta Landsbankinn flytur Árbæjarútibú ■ Hin landskunni sjónvarpsmaður Sverrir Þór Sverrisson hefur í tímans rás vanið sig á að hafa saltbauk við höndina þegar rauðvín er haft um hönd í gestaboðum. „Þegar þú ert með gesti í heimsókn og býður þeim upp á rauðvínsdreitil, er gott að taka fram saltbauk- inn þegar þeir eru aðeins búnir að fá sér í tána. Ef einhver hellir niður í tepp- ið er salti dreift yfir og viti menn, saltið drekkur í sig rauðvínið og forðar því að blettur myndist“. Sverrir hvetur fólk í rauðvínsinnkaupum til að grípa með sér saltbauk í verslunarferð- inni. „Þegar fólk er búið að kaupa rauðvínið og það er að kaupa popp og snakk og svona er tilvalið að kaupa salt með, því að það eru miklar líkur á því að það hellist eitthvað niður“. GÓÐ HÚSRÁÐ SALT Á RAUÐVÍNIÐ 20 01 614 KR. 20 03 317 KR. 20 02 20 04 396 KR. 20 05 235 KR. 492 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.