Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 66
Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI Kl. 21.00 Síðustu kertaljósatónleikar kammerhópsins Camerarctica í ár verða í Fríkirkjunni í Reykjavík. Gestur á tónleikunum er Stefán Jón Bernharðsson klarinettuleikari. Hallveig Rúnarsdóttir sópran- söngkona og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari halda kyrrðar- og íhugunartónleika í Neskirkju. Áhersla verður lögð á íslenska tónlist, bæði aðventulög og maríukvæði, en einnig flytja þau verk eftir Bach, Händel og Mozart. „Það verður kannski svolítið alvarlegra yfirbragð yfir þessum tónleikum heldur en mörgum jólatónleikum,“ segir Hallveig. „Þetta verður allt á fallegum og trúarlegum nótum, engar gloríutrillur. Það verður ekki klappað og aðeins kertaljós í kirkjunni. Hingað geta allir komið til að finna hinn sanna jólaanda í hjartanu.“ Tónleikarnir eru hugsaðir sem mótvægi við hinn mikla hraða sem einkennir jólahald á okkar dögum og er þetta tilvalið tækifæri fyrir fólk að koma í miðjum jólaundirbúningi, setjast niður í kirkjunni sem verður aðeins lýst með kertaljósum, hlusta á fagra tónlist og komast í snertingu við hinn sanna anda jólahátíðarinnar og kristninnar. Hallveig Rúnarsdóttir og Steingrímur Þórhallsson eru listamenn af yngri kynslóðinni sem hafa vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir tónlistarflutning sinn. Þau hafa starfað saman við Neskirkju síðastliðin tvö ár, þar sem þau stofnuðu ásamt fleirum tónlistarhópinn Rinascente. Tónleikarnir í Neskirkju hefjast klukkan 21. Kyrrð og ró fyrir jólin Í tilefni þess að kvikmynd hefur verið gerð eftir fyrstu bókinni í Narníu-bókaflokknum vinsæla, eftir breska rithöfundinn C.S. Lewis, hefur Fjölvi samið við Harper Collins-útgáfuna í London um að gefa út bækurnar sem eru sjö talsins. Fyrstu tvær bækurnar í flokknum, Ljónið, nornin og skápurinn og Frændi töframannsins eru nú fáanlegar og Fjölvi stefnir að því að gefa út hinar fimm bækurnar á komandi ári. Kristín Thorlacius þýddi þær yfir á íslensku og þær innihalda upprunalegu myndskreytingarnar úr fyrstu bresku útgáfu bókanna sem eru eftir listakonuna Pauline Baynes. Höfundur bókanna, C.S. Lewis fæddist árið 1898 í Belfast á Írlandi og lærði og kenndi við Oxford háskólann í Bretlandi þar sem hann kynntist rithöfundinum J.R.R. Tolkien. Þeir höfðu báðir brennandi áhuga á norrænni goðafræði og miðaldabókmenntum sem báðir notuðu sem innblástur fyrir verk sín. Lewis gerðist mjög trúaður og hægt er að finna margar samlíkingar með Narníu- bókunum og píslarsögu Krists. Ljónið, nornin og skápurinn er ein vinsælasta barnabók heims og hefur komið út á yfir fimmtíu tungumálum. ■ Narníu-bækurnar komnar aftur Sólrún Bragadóttir syngur nokkrar fallegar maríubænir á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík síðdegis í dag. Hún ætlar þó að sleppa þeim allra frægustu. „Mér hefur alltaf þótt gaman að syngja kirkjulega tónlist. Maður nær oft svo sterkt til áheyrendanna í gegnum hana,“ segir Sólrún Bragadóttir sópransöngkona, sem í dag heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík ásamt Kára Þormar organista. Þau ætla að flytja þar tónlistarbænir helgaðar Maríu mey, Ave Maríur svokallaðar því flestar byrja þær á orðunum Ave María. „Við höfum verið að tína saman fallegar maríubænir,“ segir Sólrún og bætir því við að sá draumur hafi lengi verið að bærast með henni að flytja saman tónverk helgað Maríu mey. „Að vísu er þetta frekar kaþólsk hefð en lútersk, en við horfum bara fram hjá því. Einhvern veginn finnst mér að tónlistarflutningur sé hafinn yfir öll trúarbrögð og pólitík. Aðalatriðið er að ná inn í hjörtu fólks.“ Á tónleikunum ætlar hún að syngja verk eftir Camille Saint Saens, Hans Nyberg, Cesar Franck, Giuseppi Verdi, Atla Heimi Sveinsson og fleiri góða höfunda. Auk þess leikur Kári tvö orgelforspil að sálminum Það aldin út er sprungið. „Ég hef reyndar sleppt þessum allra frægustu, þær eru svo mikið sungnar.“ Sólrún hefur búið í Danmörku í sex ár, en áður en hún flutti þangað bjó hún í Þýskalandi og þar áður í Bandaríkjunum. Býsna langt er því síðan hún bjó hér á landi, en hún hefur engu að síður reglulega komið hingað heim til þess að syngja á tónleikum eða í óperusýningum. „Núna upp á síðkastið hef ég verið eins og jójó, farið fram og til baka,“ segir Sólrún, sem síðast kom fram hér á landi með söngsveitinni Fílharmoníu á aðventutónleikum í Langholtskirkju 12. desember síðastliðinn. Hún verður á landinu fram yfir áramót, en kemur næst til þess að syngja í Salnum í Kópavogi á Tíbrártónleikum í lok janúar. „Í sumar tók ég þátt í mjög skemmtilegu verki um H.C. Andersen undir berum himni í Danmörku,“ segir Sólrún, sem fór þar með hlutverk sænsku sópransöngkonunnar Jenny Lind, þeirrar sem ævintýraskáldið elskaði svo heitt. „Í Salnum verður fókusinn bara á henni, ég syng lög sem hún söng og gerði fræg á sínum tíma.“ Undanfarið hefur Sólrún einnig staðið í undirbúningi dagskrár fyrir Listahátíð í vor ásamt Sigurði Flosasyni saxófónleikara. „Það er allt saman íslensk tónlist, alveg æðislega gaman.“ Í dag eru það hins vegar maríubænirnar sem eiga hug hennar allan. „Okkur fannst tilvalið að hafa svona tónleika skömmu fyrir jól þegar fólk hefur þörf fyrir að kúpla út í öllum önnunum. Þá er svo gott að geta komið inn í kirkjuna, lagt frá sér pjönkur og pinkla og slappað af.“ Tónleikarnir í Fríkirkjunni hefjast klukkan 18 og standa í um það bil eina klukkustund. Syngur um Maríu mey FYRIR UTAN FRÍKIRKJUNA Þau Sólrún Bragadóttir og Kári Þormar efna til tónleika í Fríkirkjunni þar sem fólk getur dregið sig í hlé frá erli jólaundirbúningsins um stund. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Árleg jólavaka Samkórs Selfoss er haldin í Selfosskirkju í kvöld og hefst hún klukkan tíu. Gestir jólavökunnar eru að þessu sinni Elísabet Waage hörpuleikari og Magnús Baldvinsson bassi. Stjórnandi Samkórsins er Keith Reed. Aðgangseyrir er 1500 krónur og boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Það verður því sannkölluð jólastemning í Selfosskirkju í kvöld og Samkórsfélagar lofa góðri og fjölbreyttri tónlist. Jólavaka í Selfosskirkju Dean Ferrell, kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari í Kammersveitinni Ísafold, bjóða til ævintýralegrar kvöldskemmtunar í Populus Tremula í kvöld kl. 21.30. Þau sameina klassíska músik og nútímamúsik í eigin útsetningum, þylja ljóð eftir sjálf sig, Ginsberg o.fl. og fara með raunatölur Tómasar Hume á meðan þau leika píanókonsert á kontrabassa og undarlegustu útsetningar ýmissa verka á bassann, línubala, þvottabretti, selló, gítar, kontrabassa og trompet. Populus Tremula býður alla unnendur gríns og tónlistar velkomna. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ■ Strengjadúett á Populus Tremula í kvöld > Ekki missa af ... ... sýningunni Hellvar - ekki Helvar í sýningarrýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ, þar sem hljómsveitin Hellvar hefur komið sér fyrir með tæki sín og tól og semur efni á nýjan geisladisk meðan sýningin stendur yfir. ... Túskildingsóperunni eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill, sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. ... tenórunum þremur sem syngja á svölum Kaffi Sólon á Þorláksmessu. Þeir eru að þessu sinni Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Þorgeir Kjartansson, en píanóleikur er í höndum Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR46 menning@frettabladid.is !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.