Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 32
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fátækt heimsins kallar á viðbrögð. Nærri helmingur jarðarbúa þarf að gera sér að góðu innan við tvo Bandaríkjadollara á dag; sú fjár- hæð hrykki skammt hér heima, og hún hrekkur ekki heldur fyrir nauðþurftum í Afríku og Asíu. Ég hef lýst því áður á þessum stað, að fjárhagsaðstoð við fátæk lönd er ýmsum annmörkum háð, en hún er eigi að síður sjálfsögð og nauð- synleg. Einn helzti vandinn hér er sá, að þróunarhjálp skilar sér yfirleitt ekki til fulls til ætlaðra viðtakenda. Þetta á einkum við um beina reiðufjárstyrki: Þeir rata af ýmsum ástæðum ekki alltaf í rétt- ar hendur. Ein ástæðan er sú, að leiðslurnar leka; féð rýrnar á leið sinni frá gefendum til þiggjenda. Albert Schweitzer þurfti ekki að hafa áhyggjur af þessu. Hann var guðfræðingur, heimspeking- ur og organisti og skrifaði lærðar bækur og gerðist einnig læknir á miðjum aldri til að geta ásamt öðrum miðlað Afríkubúum boð- skap Krists, tónlist og læknis- hjálp. Hann stóð sjálfur straum af starfinu framan af og fékk síðan styrki víðs vegar að til að halda starfseminni gangandi. Gagnið, sem hann gerði fátæku fólki, var trúlega margfalt meira en kostn- aðurinn, sem hann stofnaði til. Málið er þetta: Þróunarhjálp í fríðu rýrnar yfirleitt ekki á leið sinni frá veitendum til þiggjenda. Hún getur þvert á móti margfald- azt. Þessar vangaveltur leiða hug- ann að þróunaraðstoð Íslands við önnur lönd. Það er ekki auðvelt að meta afraksturinn af henni. Við vitum, hvað hún kostar okkur, og það er miklu minna miðað við fólksfjölda en önnur Norðurlönd reiða fram. Við vitum hins vegar ekki, hversu mikils virði hjálpin er viðtakendunum. Við vitum, að leiðslurnar leka, þær gera það allt- af, en umfang lekans er óþekkt. Við þetta vaknar þessi spurning: væri ekki hægt að auka skilvirkni þróunarhjálparinnar með því að reiða hana fram í fríðu og beina henni að einhverju leyti um far- vegi, sem leiða beint til ætlaðra viðtakenda? Þessir farvegir eru til. Þeir eru til í kristniboðsstöðvum Íslend- inga í Afríku. Þar og víðar hafa tugir Íslendinga starfað í anda Alberts Schweitzer um margra áratuga skeið og unnið innfædd- um ómælt gagn með félagsþjón- ustu, kristniboði, læknishjálp og söng. Þetta mikilvæga starf heldur áfram þrátt fyrir þröngan fjárhag. Íslenzku hjálparfé væri áreiðanlega vel varið til eflingar þessu starfi, sem virðist hafa gefið svo góða raun. Þetta fólk er vel til þess fallið að verja almanna- fé í þágu fátæklinga í fjarlægum löndum: Það hefur reynsluna og þekkir þarfirnar. Utanríkisráðuneytið og Þró- unarsamvinnustofnun Íslands þurfa að taka höndum saman við kirkjur og kristniboða og kanna möguleikana á því að efla hjálp- arstöðvar Íslendinga í Afríku og reisa nýjar stöðvar í þeim lönd- um, sem Íslendingar hafa ákveðið að styðja. Með því móti væri hægt að margfalda fjölda þeirra, sem njóta góðs af þjónustu kristniboð- anna. Ég nefndi söng. Söngur er snar þáttur í kristilegu starfi. Ég var ekki alls fyrir löngu kvaddur til Þórshafnar í Færeyjum til skrafs og ráðagerða við landsstjórnina þar, og væri ekki í frásögur fær- andi nema fyrir það, að ég er ekki að skipta um umtalsefni. Fundinn í Þórshöfn sátu ráðherrarnir sjö og sjö embættismenn auk mín. Samkoman hófst á því, að lögmað- urinn kvaddi sér hljóðs og sagði: Við skulum syngja. Allir stóðu upp og sungu Dýrð um vík og vog, öll fjögur erindin. Þetta þótti mér flott byrjun á svo fínum fundi. Síðan ræddum við sjálfstæðis- mál Færeyja. Við vorum nýbúin að syngja saman þennan dýrlega ættjarðaróð eftir Jens Dam Jac- obsen, og áheyrendur mínir voru þá vonandi þeim mun móttæki- legri fyrir boðskap mínum, sem var þessi: Takið ykkur sjálfstæði. Söngur bindur menn saman. Asante (Þökk) heitir hljómdisk- ur, sem Kangakvartettinn hefur gert og gefið út til styrktar starfi íslenzkra kristniboða í Afríku. Þar eru flutt afrísk lög og evr- ópskir sálmar, m.a. fínn sálmur eftir Jean Sibelius, sem ég hafði ekki heyrt áður. Íslenzkur sálma- söngur með afrískum brag: það kalla ég víxlfrjóvgun í lagi. Mér kemur það ekki á óvart, að inn- fæddir flykkist á samkomurnar hjá þeim þarna suður frá. Ég hef það fyrir satt, að fólkið í þorpun- um í sunnanverðri Eþíópíu hafi þá fyrst kynnzt kenískri tónlist, þegar íslenzkir kristniboðar komu þangað syngjandi. Íslendingar, sem færu til Afríku að syngja og spila fyrir innfædda, kæmu heim aftur með betri músík handa sjálf- um sér og öðrum: betri menn. Það bezta, sem menn gera sjálfum sér, er að gera öðrum gott. ■ Kristniboð, söngur og sjálfstæði Í DAG NÝJAR LEIÐIR TIL ÞRÓUNAR- HJÁLPAR ÞORVALDUR GYLFASON Við þetta vaknar þessi spurn- ing: Væri ekki hægt að auka skilvirkni þróunarhjálparinnar með því að reiða hana fram í fríðu og beina henni að einhverju leyti um farvegi, sem leiða beint til ætlaðra viðtak- enda? Í þriðja sinn Kaup Árvakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, á helmings eignarhlut í Blað- inu voru til umfjöllunar í Viðskiptablað- inu í gær. Fastapenni blaðsins, Óðinn, kemst svo að orði: „Svíki minnið ekki þá er þetta í þriðja sinn sem Árvakur fjárfestir í öðru fjölmiðlafyrirtæki. Fyrst lagði Árvakur fé í Ísfilm, ásamt fleiri aðilum, en markmiðið var að setja á stofn sjónvarpsstöð þegar einkaréttur Ríkisútvarpsins yrði afnuminn. Jón Óttar Ragnarsson „stal“ hins vegar glæpnum af Ísfilm, sem koðnaði niður og sigldi að lokum í þrot, þrátt fyrir öflugan hluthafahóp. Árvakur, eins og raunar nokkrir aðrir hluthafar í Ísfilm, lögðu fram ábyrgðir fyrir skuldbindingum félagsins, sem þeir urðu síðan að leysa til sín.“ Ekki til fjár Óðinn heldur áfram: „Í annað sinn gekk Árvakur til liðs við Stöð 3 sem ætlaði sér stóran hlut í samkeppninni við Stöð 2. Þeirri samkeppni lauk með því að Jón Ólafsson og félagar keyptu Stöð 3 og hluthafarnir urðu fyrir minni skakkaföllum en útlit var fyrir. Raunar herma heimildir Óðins að þeir Árvak- ursmenn hafi verið ósáttir við söluna til Jóns Ólafssonar en verið stillt upp við vegg. Fjárfestingar í öðrum fjölmiðlum hafa því ekki verið til fjár fyrir hluthafa Árvakurs. Hvað með kaupin á Blaðinu? Óðinn skrifar: „En nú eru að líkindum nýir tímar með nýjum öflugum hluthöf- um, sem líklega hugsa á öðrum nótum en áður. Hvort kaupin á Blaðinu verði til þess að styrkja Árvakur er of snemmt að segja til um, en ýmsar efasemdir eru um að skynsamlegt sé að reka saman og dreifa sameiginlega áskriftarblaði og fríblaði. En tíminn og reynslan munu leiða þetta í ljós.“ Stórtíðindi! Stefán Pálsson sagnfræðingur, sem virkur er í starfi vinstri grænna, skrifaði á blogg sitt daginn sem Dagur B. Eggertsson kynnti framboð sitt á vegum Samfylkingarinnar: „Stórtíðindi! Síðdegis boðaði Bjarni Fel til blaðamannafundar. Hann er víst genginn í KR.“ Getur þetta verið sneið til hins gamla samstarfs- manns úr röðum óháðra? gm@frettabladid.is Tvær ákvarðanir um launamál, sem Steinunn Valdís Ósk-arsdóttir borgarstjóri hefur nýlega tekið, eru henni til álitsauka. Hér er átt við ákvörðun hennar að afsala sér launauppbót og forystu hennar um verulega hækkun launa ófag- lærðra starfsmanna Reykjavíkurborgar. Í fyrradag tilkynnti Steinunn Valdís að hún hefði ákveðið að afsala sér rausnarlegri launahækkun sem Kjaradómur úrskurð- aði um. Laun borgarstjóra nema nú um 915 þúsund krónum á mánuði. Hækkun hefði fært henni 75 þúsund krónur til viðbót- ar á mánuði, en það er ríflega helmingur fastra mánaðarlauna ófaglærðra starfsmanna borgarinnar. Ljóst er að úrskurður Kjaradóms veldur uppnámi í þjóðfélaginu þar sem hækkanir til alþingismanna, ráðherra og embættismanna eru mun meiri en samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði að undanförnu. Borgarstjóri tekur þátt í að lægja þær öldur með ákvörðun sinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrir fylgja á eftir. Hvað segja til dæmis alþingismennirnir sem gagnrýna Kjaradóm? Ætla þeir að þiggja þennan jólabónus? Fyrir aðeins nokkrum dögum hafði Steinunn Valdís forystu um að laun lágtekjufólks hjá borginni, einkum svokallaðra kvennastétta, yrðu hækkuð umfram aðra. Þetta fékk misjafnar undirtektir. Mikla athygli vakti hörð ádrepa Einars Odds Kristj- ánssonar alþingismanns, varaformanns fjárlaganefndar Alþing- is, en hann fullyrti að hækkunin myndi hafa keðjuverkandi áhrif í þjóðfélaginu. Ekki væri hægt að hækka laun lágtekjufólks án þess að aðrir hópar launþegar fylgdu í kjölfarið. Hækkunin væri óábyrg og ávísun á aukna verðbólgu. Í sama streng hafa tals- menn Samtaka atvinnulífsins tekið. Ekki er ástæða til að gera lítið úr sjónarmiðum Einars Odds og atvinnurekenda. Því miður sýnir reynslan á vinnumarkaði að í kjölfar hækkunar lægstu launa fylgja gjarnan kröfur frá launahærri stéttum. Þetta er raunar þegar komið fram með mótmælum leikskólakennara. En hér var úr vöndu að ráða fyrir borgarstjóra. Lægstu launin hjá borginni voru svo óviðunandi að flótti var brostinn á starfsfólk með tilheyrandi vandræð- um á mörgum vinnustöðum. Starfsemi sumra leikskóla var til dæmis hætt að ganga fyrir sig með eðlilegum hætti. Athyglis- vert er að þverpólitísk samstaða skapaðist um málið í borgar- stjórn. Sjálfstæðismenn þar höfðu ekki uppi sama málflutning og flokksbróðir þeirra á Alþingi, Einar Oddur Kristjánsson. Þeir sýndu ábyrgð og horfðust í augu við að borgin varð að grípa til ráðstafana þótt þær skapi ákveðinn vanda á öðrum vettvangi á vinnumarkaðnum. Ákvörðun Steinunnar Valdísar að afsala sér launauppbótinni frá Kjaradómi auðveldar aðilum vinnumarkaðarins að glíma við áhrifin af láglaunahækkun borgarinnar á aðrar launastéttir. Borgarstjóri á hrós skilið fyrir skjót og skynsamleg viðbrögð. SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Borgarstjórinn í Reykjavík er kjarnakona: Steinunn Valdís á hrós skilið Ákvörðun Steinunnar Valdísar að afsala sér launa- uppbótinni frá Kjaradómi auðveldar aðilum vinnu- markaðarins að glíma við áhrifin af láglaunahækkun borgarinnar á aðrar launastéttir. Borgarstjóri á hrós skilið fyrir skjót og skynsamleg viðbrögð. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA est lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 19.900 kr. NOKIA 6101 SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.