Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 90
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR70 FÓTBOLTI Hinn óheppni enski knatt- spyrnumaður Jonathan Wood- gate veðjaði fyrir tvær milljónir punda, eða 227 milljónir króna, á þeim tveim árum sem hann lá meiddur heima hjá sér, að því er breska slúðurblaðið The Sun held- ur fram. Blaðið heldur því fram að Wood- gate hafi aðallega veðjað að hesta- veðhlaup og knattspyrnuleiki. Hann á að hafa eytt að minnsta kosti 1,8 milljónum punda, eða 204 milljónum króna, en unnið til baka 1,65 milljónir punda, eða 187 milljónir króna. Hann tapaði því samtals 17 milljónum króna, sem verður að teljast ágætlega sloppið. Woodgate lagði að minnsta kosti hundrað þúsund krónur undir og allt upp í sex hundruð þúsund. Stærsti vinningurinn hans var tæplega þrjár og hálf milljón króna. „Hann var mjög illa haldinn á tímabili og hringdi hvað eftir annað í veðbankann,“ sagði félagi Woodgates. „Hann er góður í þessu og er aðeins búinn að tapa sem nemur tveggja vikna launum.“ Woodgate á að hafa látið af þessari iðju eftir að hann komst á ról með Real Madrid. - hbg Jonathan Woodgate drap tímann í veðbönkum: Veðjaði fyrir rúmlega 220 milljónir króna JONATHAN WOODGATE Einn fjölmargra knattspyrnumanna sem hafa gaman af veðmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Tveim dögum eftir tap sem erfitt var að kyngja tók Kobe Bryant reiði sína út á Dall- as Mavericks. Hann átti hreint ótrúlegan leik og skoraði 62 stig í öllum regnbogans litum þrátt fyrir að leika aðeins þrjá leikhluta og fylgjast með af bekknum í fjórða leikhluta. Lakers vann leikinn, 112-90. Þetta var persónulegt met hjá Kobe en hann hitti úr 18 af 31 skoti sínu í leiknum, þar af 4 af 10 þriggja stiga skotum. Hann hitti svo úr 22 af 25 vítaskotum. Þegar hann settist á bekkinn var hann búinn að skora meira en allt Dallas-liðið, 62-61. „Ég var svo fúll eftir tapið gegn Houston að ég var til í að gera hvað sem er til að forðast tap í þessum leik. Ég var virkilega reiður og þess vegna vildi ég senda út skila- boð í þessum leik,“ sagði Kobe, sem skoraði þrjátíu stig í þriðja leikhluta en þess má geta að hann gaf enga stoðsendingu í leiknum. Þrjátíu stigin í þriðja leikhluta eru félagsmet hjá Lakers en NBA- metið yfir flest stig í einum leik- hluta á George Gervin, sem skor- aði 33 stig fyrir San Antonio Spurs árið 1978. Áhorfendur kölluðu á Kobe allan fjórða leikhlutann en Phil Jackson, þjálfari Lakers, neitaði að senda hann af bekknum enda var Lakers búið að vinna leikinn og nauðsynlegt að hvíla stjörn- unar þegar það er hægt. - hbg Skoraði 62 stig en spilaði ekki í fjórða leikhluta Kobe Bryant sló fjölda meta gegn Dallas þegarhann skoraði 62 stig. Fólk spyr sig hvað hann hefði skorað mikið ef hann hefði leikið í fjórða leikhluta. KOBE BRYANT Var sjóðheitur og skoraði þrjátíu stig í einum leikhluta gegn Dallas. Ekki skrítið að hann hafi þurft að blása á puttana sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sandkassaleikur þeirra Jose Mourinho, stjóra Chelsea, og Arsene Wenger, stjóra Arsen- al, er farinn að fara í taugarnar á ansi mörgum en það nýjasta er að Mourinho fór í fýlu þar sem Weng- er vildi ekki viðurkenna jólakort sem hann sendi Frakkanum. Íþróttamálaráðherra Breta, Richard Caborn, hefur nú blandað sér í slaginn og sagt stjórunum að þroskast. „Það sem gerist á knattspyrnuvellinum á laugar- dögum gerist á leikvellinum á mánudögum,“ sagði Caborn en honum var heitt í hamsi. „Ég bið þessa menn um að þroskast. Fólk í fótboltaheiminum er fyrirmynd- ir og verður að taka ábyrgð sína alvarlega.“ ■ Íþróttamálaráðherra Breta stekkur ofan í sandkassann: Skammar Arsene Wenger og Jose Mourinho ÓÞROSKAÐIR? Íþróttamálaráðherra Breta, Richard Caborn, segir að Wenger og Mourinho séu óþroskaðir og eigi að haga sér eftir aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Miðjumaður Tottenham, Jermaine Jenas, hefur mikla trú á Wayne Rooney og telur að hann geti farið alla leið með England á HM næsta sumar. “Wayne er rosalega mikilvæg- ur liðinu. Ég hef verið að fylgjast ítarlega með honum upp á síðkast- ið og hann er stórbrotinn leikmað- ur. Ef hann spilar eins vel á HM á England góðan möguleika á að vinna keppnina,” sagði Jenas, sem líklega verður í enska landsliðs- hópnum á mótinu. - hbg Jermaine Jenas: Rooney getur unnið HM WAYNE ROONEY Í miklum metum hjá Jermaine Jenas. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.