Fréttablaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 22. desember 2005 9
Sérstakt útlit JP Chenet-
flöskunnar vekur óneitan-
lega mikla athygli. Hún
sker sig úr í hillum vínbúð-
anna þar sem háls flösk-
unnar hallar ofurlítið til
hliðar.
Þótt útlit flöskunnar sé
það sem fyrst vekur athygli
er það innihaldið og verð vín-
sins sem ræður úrslitum um
vinsældir þess. JP Chenet-vínin
þykja einkar mild, þægileg og
hentug við flest tækifæri. Vínið
JP Chenet Cabernet/Syrah var
fyrsta vín fyrirtækisins sem
kom á markað og það sem fallið
hefur íslenskum neytendum
hvað best í geð. Vínið er
fáanlegt í flestum vínbúð-
um og er til í þremur
stærðum. Þetta vin-
sæla rauðvín er gert
úr þrúgunum cabernet
sauvignon 60% og
syrah 40%. Liturinn
er ríflega meðaldjúpur
og plómurauður. Vínið
er meðalbragðmikið og
ljúft. Helst má greina
kirsuber, dökk ber, pipar og
krydd í bragði þessa heillandi
víns. Hentar vel með flestum
mat en ekki síst lambakjöti,
kalkúni og ostum.
Verð í vínbúðum 397 kr. í 250 ml
flöskum, 1.070 kr. í 700 ml
flöskum og 3.440 kr. í 3
lítra kössum.
Friðrik Ómar Hjörleifsson
söngvari fer ávallt norður til
mömmu og pabba um jólin. Í
ár verður hamborgarhryggur
en Friðrik segir að iðulega
sé svínakjköt haft í matinn á
jólunum.
,,Það er alltaf svín en bara spurn-
ing hvernig það er matreitt,“ segir
Friðrik en hann segist ekki alveg
viss um hvort búið sé að kaupa jóla-
steikina enda fer hann ekki norður
fyrr en á Þorláksmessu. Friðrik
segist ekki ætla að breyta þeirri
hefð að fara norður til fjölskyldu
sinnar um jólin, að minnsta kosti
ekki í bráð. Auk Friðriks koma til
mömmu hans og pabba, tvær syst-
ur hans og börnin þeirra. ,,Þannig
að það verður mikið stuð.“
Það sem Friðriki finnst uppá-
halds á jólunum er salat mömmu
hans. ,,Hún býr alltaf til salat á
aðfangadag með jólasteikinni sem
er hryllilega gott. Þetta er reynd-
ar mjög venjulegt salat en það er
bara eitthvað svo sérstakt við það.
Það er svo sérstakt að ég hef gefið
út plötu sem heitir Jólasalat og
er skírð eftir þessu salati,“ segir
Friðrik og hlær.
Friðrik Ómar segir að það
skemmtilegasta við að fara heim
til fjölskyldu sinnar sé að koma
norður. ,,Þar eru hvít og falleg jól,
ekki svona rauð eins og í Reykja-
vík. Ég hef reyndar ekki verið í
Reykjavík á aðfangadag en mér
finnst miklu skemmtilegri jóla-
stemning úti á landi. Hún er ein-
hvern veginn meira sönn. Það er
samt bara mín tilfinning,“ segir
hinn brosmildi Friðrik Ómar að
lokum.
steinthor@frettabladid.is
Sólveig Pétursdóttir, forseti
Alþingis, heldur, eins og aðrir
landsmenn, upp á jólin með
pomp og prakt. Fjölskylda
hennar hlakkar alltaf sérstak-
lega mikið til forréttarins og
eftirréttarins sem Sólveig ber
fram hvert aðfangadagskvöld.
„Jólin eru yndislegur tími og mik-
ilvægt að eiga góðar stundir með
fjölskyldunni við kertaljós og
greniilm. Það eru margvíslegar
hefðir sem hafa skapast á mínu
heimili sem mitt fólk er fastheld-
ið á. Eitt af því er jólamaturinn,“
segir Sólveig Pétursdóttir, forseti
Alþingis.
Sólveig ber fram heimalagaða
aspassúpu á aðfangadag, sem í
felst mandlan, auk hefðbundins
hamborgarhryggs. Í eftirrétt býr
hún svo alltaf til ís eftir uppskrift
Sjafnar Kristinsdóttur heitinnar,
tendgamóður Sólveigar.
Aspassúpa Sólveigar
„Ég bý til aspassúpuna úr soði
af heilu lambalæri sem ég steiki
síðan og nota sem kalt álegg yfir
jólin. Súpan er bökuð upp með
smjöri og hveiti, þessu soði og
aspassoði, og síðan bragðbætt
með kjötteningum, rjóma og
þurru sérríi, og ber ég hana svo
fram með súpurúnnstykkjum,“
segir Sólveig og bætir við að hún
býr alltaf til ríflegan skammt af
súpunni, því hún er góð upphituð í
hádeginu á jóladag við lestur jóla-
bókanna.
Jólaís Sjafnar
2 pelar rjómi
150 grömm sykur
4 eggjarauður
3 egg
vanilludropar eftir smekk
1-2 stykki suðusúkkulaði saxað
Egg, eggjarauður og sykur eru
hrærð vel saman, og vanillan sett
út í. Rjóminn þeyttur og blandað
varlega saman við. Suðusúkul-
aðinu bætt út í og hrært saman
með sleif. Svo er ísinn settur í
form og frystur.
Sólveig nýtir oft eggjahvíturn-
ar fjórar til þess að búa til mar-
engskökur sem hún ber fram með
ísnum.
smk@frettabladid.is
Jólaísinn vinsælastur
Sólveig Pétursdóttir í jólaskapi.
Svínakjöt og sérstakt salat
Friðrik Ómar Hjörleifsson hlakkar til að kíkja norður yfir jólin þar sem dýryndis jólaham-
borgarhryggur verður væntanlega á boðstólnum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
JP CHENET: Mest seldu frönsku
vínin í heiminum
500 g gulrætur
salt
500 g parísarkartöflur
75 g smjör
4 msk. hlynsíróp
1-2 tsk. sætt sinnep
Gulræturnar flysjaðar eða skafnar,
skornar í 1 cm þykkar sneiðar og
soðnar í saltvatni þar til þær eru rétt
meyrar. Þá er látið renna af þeim
í sigti og þeim blandað saman við
kartöflurnar. Smjörið brætt á pönnu
og kartöflur og gulrætur látnar
krauma í því í 2-3 mínútur. Hlynsír-
ópi og sinnepi blandað saman, hellt
jafnt yfir, hrært vel og látið krauma í
nokkrar mínútur í viðbót. Hrært oft
á meðan.
uppskrift }
Gljáðar gulrætur
og parísarkartöflur
MEÐLÆTI MEÐ VILLIBRÁÐ