Fréttablaðið - 04.01.2006, Page 2

Fréttablaðið - 04.01.2006, Page 2
2 4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans hefur sagt skilið við Vinstri hreyf- inguna - grænt framboð og ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sam- fylkingarinnar 11. og 12. febrúar næstkomandi í nafni óháðra. „Ti lkynni ng Bjarkar um að segja skilið við vinstri græna kemur vissulega á óvart, enda hafði hún áður sagt á félagsfundi í Reykjavík að hún myndi virða nið- urstöðu félagsins í framboðsmálum,“ segir Árni Þór Sig- urðsson, borgarfull- trúi Reykjavíkurlistans. Árni Þór er í öðru sæti á lista vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, en Svandís Svavarsdóttir er í því fyrsta. „Þetta er hennar ákvörðun sem ég virði, þótt ég harmi hana að sjálfsögðu,“ segir Árni Þór. Björk var á sínum tíma ósátt við þann hátt sem hafður var á við val í efstu sæti lista vinstri grænna og lýsti því yfir að hún tæki ekki þátt í valinu. Hún keppir nú um fjórða sætið á lista Sam- fylkingarinn- ar við Andrés Jónsson, Stefán Jóhann Stef- ánsson og Þóri Karl Jónasson sem stefnir á fjórða til fimmta sæti. Kjartan Valgarðsson gefur einnig kost á sér í eitthvert efstu sætanna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri kveðst ánægð með að Björk skuli gefa kost á sér og býður hana velkomna á listann. „Það styrkir okkur að hún skuli koma inn óflokksbundin en sem yfirlýst R-listamann- eskja,“ segir Steinunn Val dís, sem gefur kost á sér í efsta sætið. „Það er fagnaðarefni að Björk gefur áfram kost á sér til borgar- stjórnar. Hún hefur reynst traust- ur liðsmaður Reykjavíkurlistans og ég á ekki von á öðru en að sam- starf innan hans verði áfram gott til vors,“ segir Stefán Jón Hafstein sem stefnir á efsta sæti listans. „Lykillinn að sigri í vor er listi með góðu fólki með breiða skírskotun. Þess vegna er mikill feng- ur að Björk því hún er bæði góður liðs- maður og eykur auk þess breiddina,“ segir Dagur B. Eggertsson, en hann gekk nýverið í Samfylkinguna og gefur kost á sér í efsta sæti listans í prófkjör- inu í febrúar. johannh@frettabladid.is Viltu hætta að reykja? Ókeypis aðstoð ÆTTUM SAMAN 800 6030 Reyksíminn ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� Banvæn flugeldahríð Lögreglustjóri í Búkarest hefur hvatt til að sala á flug- eldum til almennings verði bönnuð eftir að tveir létust og hundruð slösuðust í flugeldaslysum á gamlárskvöld. Kona á sextugsaldri beið bana þegar raketta flaug upp í munn hennar og sprakk þar og þrítugur maður dó eftir að heimatil- búinn kínverji sprakk í höndum hans. RÚMENÍA RAFORKA Söluhluti raforkureikn- ings heimilanna lækkar mest hjá Orkuveitu Húsavíkur, nú þegar heimilin geta valið sér þann raf- orkusala sem þau kjósa að eiga viðskipti við. Samkvæmt töflu sem birtist á vef Alþýðusambandsins lækka gjaldskrár fyrir raforkusölu hjá öllum veitum nema hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubúi Vest- fjarða. Þar má jafnframt sjá að fyrir meðalheimili sem notar um 400 kílóvattsstundir af raforku á ári, er ódýrast að kaupa raforkuna af Orkuveitu Húsavíkur þar sem kostnaðurinn á ári er rétt rúmlega sextán þúsund krónur. Dýrust er raforkan hjá Norðurorku eða á 17.699 krónur fyrir sama magn. Ótalinn er kostnaður vegna flutnings og dreifingar á raforku sem er háð sérleyfissamningi dreifiveitunnar á landsvæði við- komandi heimilis. - æþe Nýju raforkulögin: Húsvíkingar bjóða best ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Eina veitan ásamt Orkuveitu Vestfjarða sem ekki lækkar raforkuverð að svo stöddu. SPURNING DAGSINS Geir Jón, eru þetta skotheld kaup? „Það ætla ég að vona.“ Lögreglan í Reykjavík nýtti 25 milljóna króna tekjuafgang til að kaupa tæki og búnað, þar á meðal skotheld vesti. Geir Jón Þórisson er yfirlögregluþjónn. FLUGÖRYGGISMÁL Flugvirki um borð í Boeing 767 farþegaþotu Air Atlanta Icelandic varð fyrir eitrun vegna reyks sem upp kom í flugstjórnarklefa vélarinnar 14. desember síðastliðinn. Nauðlenda varð vélinni í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en hún var á leið til Indónesíu frá Jeddah í Sádi-Arabíu. Dögg Hjaltalín, upplýsing- a fulltrúi Avion Group, segir að vélin, sem tekur um 300 farþega í sæti, hafi verið tóm, utan áhafn- ar. „Verið var að ferja hana til Indónesíu vegna pílagrímaflugs og ákveðið að lenda henni í Dubai vegna þess að þar erum við með starfsstöð og hentugast að lenda þar.“ Hún segir flugvirkjann, sem fékk snert af reykeitrun, hafa náð fullri heilsu eftir atvikið en hann naut aðhlynningar á sjúkrastöð flugvallarins. Dögg taldi ekki að atvikið kallaði á mikil viðbrögð eða skoðun á öðrum vélum í flug- flota fyrirtækisins enda hafi um minniháttar bilun verið að ræða. Upptök reyksins voru í spennu- breyti sem staðsettur er undir flugstjórnarklefanum, svoköll- uðu static inverter-boxi, en hann brann yfir. Þorkell Ágústs son, for stöðu maður rann sóknar nefnd- ar flug slysa, segir atvikið sem leiddi til nauðlendingar Atlanta- vélarinnar í Dubai mjög hliðstætt öðru sem varð um borð í Flugleiða- vél síðasta sumar. Þeirri vél var snúið aftur til Keflavíkur vegna reyks í flugstjórnarklefanum, en sama tæki hafði brunnið yfir. „Við höfum verið í sambandi við bæði Sádana, Boeing og Atlanta vegna málsins,“ segir Þorkell, en strax í kjölfar atviksins voru til- nefndir fulltrúar beggja ríkja sem koma skyldu að rannsókn málsins. Rannsóknin er þó í höndum rann- sóknarnefndar flugslysa í Sádi- Arabíu. „Þeir eru með rannsókn í gangi og við aðstoðum meðal ann- ars við öflun gagna.“ olikr@frettabladid.is Nauðlending flugvélar Atlanta rannsökuð í Sádi-Arabíu: Flugvirki varð fyrir reykeitrun ALÞJÓÐAFLUGVÖLLURINN Í DUBAI Far þeg- a vél Atlanta nauðlenti á þessum velli hinn 14. síð asta mánaðar. MYND/AFP DAGUR B. Harmar að Björk fari yfir í Samfylkinguna Árni Þór Sigurðsson hjá vinstri grænum harmar að Björk Vilhelmsdóttir hafi ákveðið að yfirgefa hreyfinguna en kveðst virða ákvörðun hennar. Björk keppir við að minnsta kosti þrjá karla um fjórða sætið á lista Samfylkingarinnar. ÁRNI ÞÓR SIGURÐS- SON BORGARFULL- TRÚI R-LISTANS Harmar brotthvarf Bjarkar en virðir ákvörðun hennar. ÚKRAÍNA, AP Fulltrúar orkumálayfir- valda í Úkraínu og Rússlandi hugðust í gær hefja á ný viðræður um lausn á deilunni um verð á jarðgasi sem Úkraínumenn kaupa af Rússum. Rússnesku fulltrúarnir gáfu þó skýrt til kynna að viljinn til málamiðlunar væri lítill af þeirra hálfu. Rússneska gasútflutnings-einok- unarfyrirtækið Gazprom skrúfaði fyrir gasflutninga til Úkraínu um áramótin þar sem úkraínsk yfirvöld féllust ekki á að greiða hátt í fimm- falt hærra verð eftir áramótin en það var á síðasta ári. Talsmenn Gazprom segja hækkunina nauðsynlega til að færa verðið að heimsmarkaðsverði en Úkraínumenn telja eðlilegt að hún komi til framkvæmda í minni áföng- um. Deilan hefur valdið áhyggjum um alla Evrópu þar sem mörg lönd álf- unnar eru háð gaskaupum frá Rúss- landi og um 80 prósent þess gass er flutt um leiðslur sem liggja um Úkr- aínu. Gaskaupendur í Evrópusam- bandslöndum sögðu á mánudag að mun minna gas bærist um leiðslurn- ar að austan en áður. Eftir það jók Gazprom aftur gasstreymið um Úkr- aínuleiðslurnar og virtist það ætla að duga til að fullnægjandi magn bær- ist vestur. Talsmenn Gazprom halda því fram að Úkraínumenn steli gasi úr leiðslunum. Úkraínskir ráðamenn neita því hins vegar staðfastlega. Talsmenn Evrópusambandsins skoruðu á deiluaðila að ná sáttum sem allra fyrst. Júststjenkó Úkraínuforseti og kollegi hans frá Moldóvu, Alexander Voronin, föluðust eftir því að fulltrúar ESB reyndu að gegna sáttasemjarahlutverki í deilunni. - aa SKRÚFAÐ FYRIR Úkraínskur verkamaður að störfum í gasdælustöð í Boyarka utan við Kíev í gær. Gasdeila Rússa og Úkraínumanna enn í hnút: Lítill sáttavilji af hálfu Rússa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P BJÖRK VILHELMSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI R-LISTANS Var ósátt við slit R-listans og framboðsmál VG. ANDLÁT Íslendingur lést þegar svifvængur sem hann flaug féll til jarðar í Kólumbíu á gamlársdag. Maðurinn hét Rúnar V. Jensson og var 32 ára Kópavogs búi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Hann var á ferð ásamt fimm öðrum f é l ö g u m sínum úr F i s f é l a g i Reykjavíkur. Slysið bar að með þeim hætti að vængurinn féll saman þar sem ókyrrð var í lofti. Svo virðist sem hann hafi hvorki náð að setja út varafallhlíf né ná stjórn á vængnum aftur áður en hann lenti. Hann lést samstundis. Tveir ferðafélagar hans eru komnir heim en þrír eru enn úti í Kólumbíu og er kistunar að vænta hingað til lands á næstu dögum. Fisfélags Reykjavíkur var stofnað árið 1978 og er þetta fyrsta banaslysið í sögu þess. - jse Íslendingur lést í Kólumbíu: Lést í svifflugi RÚNAR V. JENSSON STEFÁN JÓN STEINUNN VALDÍS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.