Fréttablaðið - 04.01.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.01.2006, Qupperneq 6
6 4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR Beint flug til hinnar fögru miðaldaborgar Beint flug: Pétursborg í Rússlandi eða Tallinn í Eistlandi. Páskar í apríl 2006. Frá Akureyri og Keflavík. Hin stórkostlega Pétursborg í Rússlandi eða miðaldaborgin Tallinn í Eistlandi. Flogið beint til Tallinn og keyrt þaðan til Pétursborgar. Tallinn Tallinn hefur breyst í nútímaborg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10 árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar eru götur steini lagðar og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar byggingar frá 11-15 öld. Þá setja markaðirnir mikinn svip á borgina. Tallinn hefur verið bætt við á heimsminjalista UNESCO sem ein best varðveitta miðaldarborg N-Evrópu. Í Tallinn er hægt að gera góð kaup. Þar er ódýrt að versla og matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er, næturlífið fjörugt, barir, skemmtistaðir og kaffihús á hverju götuhorni Pétursborg Pétursborg er borg mikilfengleika og glæsileika, borg með glæsta fortíð, einskonar minnismerki um liðna tíð. Borgin hefur verið kölluð Feneyjar norðursins vegna margra síkja sem í henni eru. Rúmlega þrjá aldir eru liðnar síðan Pétur mikli byrjaði á því að reisa þessa stórkostlegu borg. Borgin hefur einhverjar fallegustu byggingar Evrópu. Fyrir áhugafólk um sögu og menningu er Pétursborg gullnáma. Frá Keflavík: Pétursborg Tallinn 8-15. apríl uppselt uppselt 15-20. apríl 59.050 kr. 57.500 kr. Pétursborg eða Tallinn Páskar í apríl - 5 nætur, einungis 59500 kr. til Pétursborgar og 57500 kr. til Tallinn Beint flug: Frá Akureyri: Pétursborg Tallinn 12-16. apríl 57.700 kr. 55.500 kr. 13-17. apríl uppselt uppselt Innifalið: Flug, skattar, hótel, rúta og íslenskur fararstjóri Öll hótel eru 4 stjörnur og morgunmatur innifalinn MUZAFFARABAD, AP Hundruð fórn- arlamba jarðskjálftans í Kasmír urðu í gær að leita sér lækninga við lungnabólgu og öðrum skyld- um sjúkdómum eftir mikla snjó- komu síðustu daga. Um sextíu sentimetra snjór er víða í Kasmír en stærstur hluti þeirra 3,5 milljóna sem misstu heimili sín býr enn í tjöldum. Í gær hafði veður skánað nokk- uð og þá gátu þyrlur sætt lagi og flogið með hjálpargögn til bág- staddra. Að sögn starfsmanna Matvælahjálpar Sameinuðu þjóð- anna eiga allir að hafa nóg að bíta og brenna næsta hálfa mánuðinn hið minnsta. ■ Vetur á skjálftasvæðunum: Vosbúð hrjáir fórnarlömbin VOSBÚÐ Khurasida Bibi hélt á dóttur sinni fyrir utan tjald þeirra mæðgna í þorpinu Charruta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FISKVEIÐAR Landhelgisgæslan hyggst auka eftirlit á þessu ári með ólöglegum og óábyrgum veið- um á úthafskarfa á Reykjanes- hrygg. Veiðarnar eru einkum stundað- ar af hentifánaskipum og ráðgera íslensk stjórnvöld meðal annars að koma í veg fyrir viðskipti með afla þeirra. Stjórn veiðanna á Reykjaneshrygg utan íslensku lögsögunnar er í höndum Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- arinnar NEAFC og hafa nokkur ríki rétt til að stunda þar veiðar. Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra sagði á blaða- mannafundi í gær að reynt yrði með tiltækum ráðum að sigrast á þessum ólöglegu veiðum. Við- skipti skipanna yrðu kortlögð og efnt til samvinnu við önnur ríki og fyrirtæki um að torvelda við- skipti við umræddar útgerðir, bæði varðandi kaup á olíu og vist- um og slíkri þjónustu en einnig að því er varðar sölu á afurðum. „Þannig getum við stuðlað að því að kostnaður við veiðarnar aukist svo að þær verði óarðbærar og að okkur takist þannig að hrekjaa þessa sjóræningja af miðunum,“ sagði Einar á fundinum í gær. Liður í herferðinni gegn ólög- legum veiðum á Reykjaneshrygg verður fólginn í því að senda bréf til stjórnvalda og sjávarútvegs- fyrirtækja víða um heim þar sem vakin verður athygli á vandanum og óskað eftir samvinnu um að koma í veg fyrir veiðarnar. Í bréf- inu er listi yfir 18 hentifánaskip sem staðin hafa verið að ólögmæt- um veiðum á Reykjaneshrygg. Á fundinum í gær kom fram að tekist hefði í fyrra að hrekja skip, lestað afurðum af Reykjanes- hrygg, til hafnar í Afríku þegar það fékk ekki afgreiðslu í höfnum í Evrópu að undirlagi Íslendinga. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að einna best gefist að fylgjast með umskipun á afla á miðunum. „Við ætlum að auka eftirlit flugvéla og jafnframt höfum við verið í sam- bandi við strandgæslu í nágranna- löndum okkar um einhvers konar skipulag á viðveru skipa. Það eigum við eftir að útfæra nánar.“ Georg telur að með góðu skipu- lagi og hagkvæmni geti aukin eft- irlitsstörf rúmast innan fjárhags Landhelgisgæslunnar. johannh@frettabladid.is EINAR K. GUÐFINNSSON OG GEORG LÁRUS- SON Sjávarútvegsráðherra segir þýðingar- laust að bíða með hendur í skauti en eftir sé að sjá hver árangur aðgerðanna verður. SJÓRÆNINGJASKIP Á REYKJANESHRYGG Togarinn Okhotino, skráður í Dómíníska lýðveld- inu, lestar fiski af Reykjaneshrygg í maí síðastliðnum um borð í hentifánaskipið Sunny Jane frá Belize. Hrekja sjóræningja á brott Sjávarútvegsráðherra og Landhelgisgæslan taka höndum saman um að gera sjóræningjum veiðar á Reykja- neshrygg óbærilegar. Eftirlit flugvéla verður aukið og efnt til samstarfs við nágrannaþjóðir um eftirlit á sjó. KJÖRKASSINN Eru starfslokagreiðslur til fyrrum forstjóra FL Group ásættanlegar? Já 20% Nei 80% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á hluti hækkana á niðurgreiðsl- um til dagforeldra að renna til foreldranna sjálfra? Segðu skoðun þína á ÞÝSKALAND, AP Björgunarsveit- armenn unnu enn að því í gær að grafa snjó og brak ofan af fólki sem grófst undir er þak á skautahöll í bænum Bad Reichenhall syðst í Þýskalandi hrundi í fyrradag. Að minnsta kosti ellefu manns biðu bana, þar af sex börn. Átján manns slösuðust og nokkurra til viðbótar var saknað. Hlé þurfti að gera á björgunar- starfinu í gærkvöld vegna hættu á frekara hruni. Um 50 manns voru í húsinu þegar ósköpin dundu yfir. Svo virðist sem þakið hafi brostið undan snjóþunga. ■ Þakið sem brast í Þýskalandi: Á annan tug manna fórst ERFITT BJÖRGUNARSTARF Björgunarsveitar- menn bera einn hinna látnu út úr rústum skautahallarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN Óttast er að þrett- án verkamenn hafi farist þegar sprenging varð í kolanámu nærri Tallmansville í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum í fyrradag. Að sögn CNN er ekki vitað hvað olli sprengingunni en þá voru verkamennirnir rúma þrjá kílómetra inni í námunni, hundr- að metra undir yfirborði jarðar. Í gærmorgun tókst björgunarmönnum að bora niður í námuna og var þá útbúnaður látinn síga niður til að greina andrúmsloftið. Sú athugun leiddi í ljós að magn eitraðs kolmónoxíðs var margfalt meira en óhætt gat talist. „Við erum því mjög vonlítil eftir að hafa fengið þessar niðurstöður,“ sagði Ben Hatfield, forstjóri fyrirtækisins sem á og rekur námuna. Engu að síður var aðgerðum haldið áfram, loftop voru boruð og lítið könnunarvélmenni látið síga niður í göngin. Engar ályktanir var hægt að draga af myndum þess. Ættingjar verkamannanna söfnuðust saman í gær í kirkju nærri námunni og báðu fyrir ást- vinum sínum. Þeir voru örvilnað- ir en sögðust vona það besta. - shg Þrettán verkamenn fastir í námu í Vestur-Virginíu: Veik von um björgun TÍMINN ER NAUMUR Borað var niður í námugöngin og loftskynjarar sendir niður. Sú athugun varð ekki til að auka bjartsýni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL „Aldrei hafa komur, það er að segja viðtöl og dvöl í athvarfinu, verið jafn margar á og á nýafstöðnu ári,“ segir Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmda- stýra Kvennaathvarfsins. Alls voru komurnar 557 á síð- asta ári. Einnig dvöldu mun fleiri konur og börn í athvarfinu á síð- asta ári en árið þar á undan. Þær voru 92 en 88 árið þar á undan. Þá voru börnin 74 sem komu til dvalar á síðasta ári en 55 árið 2004. Dvalardögum hefur einnig fjölgað á milli þessara ára því árið 2005 voru þeir 2.422 en 1.568 árið þar á undan. Drífa segir að þessi aukna aðsókn í athvarfið sé líklegast til- komin vegna þess að umræða um ofbeldi gagnvart konum og börn- um hafi verið fyrirferðarmikil að undanförnu. Einnig telur hún að konur séu nú meðvitaðri um það úrræði sem kvennaathvarfið sé. Kvennaathvarfið var stofnað árið 1982. Ársskýrsla samtak- anna mun liggja fyrir í febrúar eða mars en þar verður gerð ítar- leg grein fyrir tölfræðinni. - jse Drífa Snædal segir konur meðvitaðri en áður um þjónustu Kvennaathvarfsins: Aldrei hafa fleiri sótt athvarfið DRÍFA SNÆDAL Drífa segir að komur í Kvennaathvarfið hafi aldrei verið fleiri en á síðasta ári. Kvennaathvarfið var opnað árið 1982. LÍFEYRISSPARNAÐUR Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Lands- samtaka lífeyrissjóða, segir að allar greiðslur vegna viðbótalíf- eyrissparnaðar skerði ekki grunn- lífeyri almannatrygginga, en af fréttum fjölmiðla að undanförnu hefði mátt skilja hið gagnstæða. Hann segir að samkvæmt upp- lýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins séu allar greiðslur vegna viðbótar lífeyrissparnaðar með- höndlaðar með sama hætti og greiðslur úr lífeyrissjóðum við útreikning bóta og því skerða þær ekki grunnlífeyri almannatrygg- inga. - jse Viðbótarlífeyrissparnaður: Skerðir ekki grunnlífeyri Bílvelta við Reykjanesbraut Öku- maður missti stjórn á bifreið sinni þegar hann var að beygja af Reykjanesbraut og inn á Fífuhvammsveg í Kópavogi um klukkan níu í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bifreiðin valt utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. BÍLSLYS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.