Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 12
 4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR E N N E M M / S IA / N M 19 8 3 3 25 1001. vinningur 125milljónir Bónus-vinningur 3,5 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! lotto.is Vertu me› fyrir kl.17. N‡tt ár tvöfalt tækifæri Fyrsti vinningurinn í fyrsta potti ársins er tvöfaldur og stefnir í 100 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 25 milljónir og bónusvinningurinn í 3,5 milljónir. Tvöf aldu r pottu r2 FERÐAMÁL Ferðamálastofa tók til starfa um áramótin í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í maí síðastliðnum. Ferðamálastofa tekur við verkefnum og rekstri skrifstofu sem áður var í höndum Ferðamálaráðs Íslands. Auk þess færast leyfisveitingar innan ferðaþjónustunnar frá samgönguráðuneytinu til Ferðamálastofu. Þar er meðal annars um að ræða leyfi sem ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur eru háðir. Þeir sem hafa gild leyfi til reksturs ferðaskrifstofu eiga að sækja um leyfi á ný til Ferðamálastofu fyrir 30. júní á þessu ári. Einnig er gert ráð fyrir að Ferðamálastofa sinni skráningu bókunarmiðstöðva og upplýsingamiðstöðva sem skylt er að skrá samkvæmt nýju lögunum. Ferðamálastofu er ennfremur ætlað að hafa umsjón með fram- kvæmd ferðamálastefnu. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið skipaður formaður Ferðamálaráðs, en samgöngu- ráðherra skipaði nýtt ráð nú um áramótin til næstu fjögurra ára. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, verður varaformaður, en tíu eiga sæti í ráðinu auk þeirra tveggja. - jh EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Alþingismað- urinn Einar Oddur hefur verið skipaður formaður Ferðamálastofu. Hlutverk ferðamálaráðs breytist um áramót og ný stofnun fær aukið hlutverk: Ferðamálastofa hefur störf BYGGÐAMÁL Þótt Súðvíkingar hafi ekki farið varhluta af þrengingunum í sjávarútvegi á síðasta ári og fólksfækkuninni á Vestfjörðum á undanförnum árum er bær- inn í mikilli sókn að sögn sveitarstjórans Ómars Más Jónssonar. „Nú er íbúða- skortur helsta vandamálið í bænum,“ segir hann en bætir við að það standi til bóta. Á síðasta ári misstu um 20 manns vinnuna þegar rækjuverk- smiðjan Frosti lagði niður starf- semi sína. „Hér eru farin af stað eða eru að fara af stað ýmis verk- efni sem munu hafa mikil áhrif á atvinnulífið. Má þar nefna vinnslu á afskurði sem fellur til af frysti- togurum víða af landinu, þorsk- eldi, beituverksmiðju og niðursuðu á þorsklifur. Svo er bílasprautun að hefja starfsemi hér í bæ þannig að á þessu ári má eiga von á því að 30 til 40 ný störf hafi skapast frá því að við misstum þessi tuttugu á síðasta ári,“ segir sveitarstjórinn. „Hvað fólksfjölgun áhrærir virðist hún ekki svo mikil af tölum Hagstofu að dæma enda held ég að það hafi fækkað í sveitum við Ísa- fjarðardjúp sem tilheyra hreppn- um. En íbúum hefur fjölgað hér í Súðavíkurbæ, það er alveg klárt,“ segir hann að lokum. - jse Sveitarstjórinn í Súðavík segir bæinn í mikilli sókn: Vantar íbúðir í Súðavík ÓMAR MÁR JÓNS- SON SVEITARSTJÓRI SÚÐAVÍK Átak sveitarfélagsins um að fjölga íbúum og atvinnutækifærum hefur borið tilætl- aðan árangur þrátt fyrir viss bakslög á síðasta ári segir Ómar Már sveitarstjóri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.