Fréttablaðið - 04.01.2006, Side 25

Fréttablaðið - 04.01.2006, Side 25
Concert Tapaði á Alice Cooper 18 Kínverjar í ferðahug Kapphlaup til tunglsins Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 4. janúar 2006 – 40. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Stórir starfslokasamningar | Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, og Ragnhildur Geirsdóttir, sem gegndi starfi for- stjóra FL Group í rúma fimm mánuði á síðasta ári, gerðu starfs- lokasamninga. Sigurður fær 161 milljón króna í sinn hlut en Ragnhildur 130 milljónir. Icex yfir 5500 stig | Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um tæp 65 prósent á árinu sem leið og end- aði í 5.534,39 stigum. Frá ársbyrjun 1993 hefur Úrvalsvísitalan hækkað samtals um 1391,3 prósent. Hundrað prósenta hækkun | Þrjú félög Kauphallarinnar hækk- uðu um meira en hundrað prósent á árinu. Landsbankinn um rúm hundrað og tólf prósent, Bakkavör rúm hundrað og tíu og FL Group um tæp hundrað og tvö prósent. Fons selur farmiða | Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, keypti tólf prósenta hlut í farmiðasölu- fyrirtækinu Ticket sem er með sölunet í Svíþjóð og Noregi. Avion bætir við | Avion Group staðfesti kaup á fjórum Boeing 777 fraktvélum til viðbótar við þær fjórar sem félagið keypti fyrr á árinu. Heildarfjárfesting í þess- um átta vélum nemur hátt í tveim- ur milljörðum Bandaríkjadala. Sigurjón í víking | Sigurjón Sighvatsson keypti sjötíu og fimm prósenta hlut í norræna kvikmyndadreifingarfyrirtækinu Scanbox Entertainment Group. Það sem eftir stendur er í eigu fyrri aðaleiganda, Verner Bach Pedersen, og stjórnenda fyrir- tækisins. Veðja á veðbanka | Íslenska fjárfestingarfélagið RedSquare, sem er í eigu Húsasmiðjubræðra, keypti sjötíu prósenta hlut í breska veðbankanum Falconforce. Um þrjátíu prósenta hlutur er í eigu breska fjárfestingafélagsins Metro Racing Limited. F R É T T I R V I K U N N A R True North Holding Group, félag í eigu lykilstjórnenda í Avion Group, hefur keypt fimmtán milljónir hluta í félaginu á geng- inu 38,3. Kaupverðið er um 574 milljónir króna. Meðal eigenda félagsins er Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta. Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, hefur selt um fimmtán milljónir hluta á sama gengi. Jafnframt hafa Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, og Steingrímur Pétursson, fjármála- stjóri Avion Group, fært um 51 milljón hluta í Avion Group á milli eignarhaldsfélaga sem eru í þeirra eigu. Topos Holding selur Fjárfestingarfélaginu Sjöfn bréf- in. - eþa Stjórnendur kaupa í Avion Goðsögnin Greenspan Dýrkeypt orð 12-1319 Í lok þriðja ársfjórðungs á síðasta ári var KB banki með meira en eitt þúsund milljarða króna í eignastýringu. Það þýðir að starfsmenn bankans taka ákvörðun um hvernig eigi að ávaxta þessa fjárhæð fyrir einstaklinga, fyrirtæki, lítil eignarhaldsfélög og lífeyrissjóði. Allar fjárfestingarákvarðanir varðandi þessar eignir eru í höndum bankans. Til samanburðar kom fram í ársfjórðungsriti Seðlabankans, Peningamálum, í desember síðastliðnum að heildareignir íslensku lífeyrissjóðanna í byrjun árs 2005 væru rétt tæplega þúsund milljarðar króna. Þórarinn Sveinsson, framkvæmdastjóri eigna- stýringar KB banka, segir að árið 2001 hafi bank- inn verið með 154 milljarða króna í eignastýringu. Síðan þá hafi sú upphæð hækkað um 381 milljarð vegna innri vaxtar, um 392 milljarða þegar breski bankinn Singer & Friedlander var keyptur og um 109 milljarða vegna yfirtöku á öðrum fyrirtækjum. Þetta sé því umtalsverður vöxtur á skömmum tíma. Innri vöxtur sé sérstaklega mikilvægur í þessu sambandi. Þórarinn segir að 37 prósent þessara eigna séu í Bretlandi, 35 prósent á Íslandi, 14 prósent í Finnlandi en minna í öðrum löndum eins og í Svíþjóð og Lúxemborg. Fjársterkir einstaklingar og lítil eignarhaldsfélög eigi tæp 40 prósent af þessari upphæð, lífeyrissjóðir og fyrirtæki um 36 prósent og sjóðir 25 prósent. Í þessum tölum eru sjóðir og sérgreind eigna- söfn, sem KB banki stýrir, talin með segir Þórarinn. - bg Stýra yfir þúsund milljörðum Eignastýring KB banka hefur vaxið mikið á fjórum árum. Fjársterkir ein- staklingar láta bankann ávaxta um 400 milljarða króna fyrir sig. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hagnaður Exista á árinu 2005 verður vart undir þrjátíu milljörðum króna. Það gæti þýtt að félagið hafi hagnast meira en Íslandsbanki, Landsbankinn og Straumur - Burðarás á síðasta ári. Þessi gríðarlegi hagnaður er fyrst og fremst tilkominn vegna mikillar hækkunar hlutabréfa í KB banka á árinu 2005 en einnig tvöfaldaðist í virði stór eignarhlutur Exista í Bakkavör. Exista festi kaup á fjögurra prósenta hlut í KB banka í nóvember sem margir telja að hafi losað um töluverða sölupressu á bréfum í bankanum og jafnframt styrkt stöðu félagsins sem stærsta hluthafans. Voru öll sölutilboð á verðbilinu 600-650 „hreinsuð upp“ en fleiri fjárfestar voru á ferðinni um þetta leyti, þar á meðal Norvestia sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í BYKO. Félagið gaf út nýtt hlutafé að upphæð tuttugu milljarðar í desember og munu hluthafar hafa fengið mjög skamman tíma til að ganga frá innborgun, sem var notuð meðal annars til að fjármagna hlutafjárkaupin í KB banka. Eigið fé Exista, sem stóð í tæpum þrjátíu millj- örðum í byrjun síðasta árs, ætti að vera að nálgast áttatíu milljarðana. Lokagengi KB banka í árslok stóð í 746 krónum á hlut. Óinnleystur gengishagnaður af 21 prósenta hlut Exista í KB banka er því kominn yfir þrettán milljarða króna frá kaupunum í nóvember. Samþjöppun á eignarhaldi hefur einnig valdið því að Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, er kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa bankans. Hlutur hans er 2,7 milljarðar að mark- aðsvirði. SIGURÐUR EINARSSON, STJÓRNARFORMAÐUR KB BANKA Kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa bankans. Þrettán milljarða hagnað- ur af kaupum í KB banka Hlutafé Exista fjárfestingarfélags undir stjórn bræðranna í Bakkavör var aukið um tuttugu milljarða á dögunum. Hagnaður síðasta árs verður vart undir þrjátíu milljörðum. Finnska fjarskiptafyrirtækið Saunalahti, sem er í meirihlutaeigu Novator, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur komist að samkomulagi við símarisann Sonera. Saunalahti var síðastliðið sumar tekið yfir af næststærsta fjarskiptafyrirtæki Finnlands, Elisa, og eru Björgólfur Thor og félagar í Novator nú þar stærstir hluthafa með rúm tíu prósent. Eftir yfirtökuna sagði Sonera upp samningi Saunalahti um aðgang að dreifingarkerfi Sonera. Samkvæmt samkomulaginu mun Sonera greiða Saunalahti rúmar hundrað milljónir króna og Saunalahti í staðinn hætta við málsókn á hendur Sonera. - jsk Saunalahti og Sonera semja BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Eignarhaldsfélag Björgólfs, Novator, er umsvifamikið á finnskum fjarskiptamark- aði. Gott til síðasta dropa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.