Fréttablaðið - 04.01.2006, Side 28
MARKAÐURINN 4. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
skrifar
Halla Tómasdóttir hefur verið
ráðin framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands og tekur
við af Þór Sigfússyni, sem nýlega
var ráðinn forstjóri Sjóvá.
Halla hefur víðtæka reynslu af
stjórnunarráðgjöf og kennslu. Hún
stundaði nám í Bandaríkjunum og
lauk BS-gráðu í viðskiptafræði
frá Auburn-háskóla í Montgomery
í Alabama og MBA-gráðu í
alþjóðlegum viðskiptum frá Garvin
Graduate School of International
Management. Halla varð ung
stjórnandi og árin 1994 til 1996
var hún starfsmannastjóri hjá
Mars Inc. og 1996 til 1998 gegndi
hún starfsmannastjórastöðu hjá
Pepsi Cola. Árið 1998 fluttist
Halla aftur til Íslands og gerðist
starfsmannastjóri Íslenska
útvarpsfélagsins þangað til hún
gekk til liðs við Háskólann í
Reykjavík árið 1999. Þar stýrði
hún stjórnendaskólanum frá
stofnun og gegndi framkvæmda-
stjórastöðu átaksins Auðar í krafti
kvenna, auk þess að vera lektor
við Viðskiptadeild Háskólans í
Reykjavík. Þessu til viðbótar hefur
Halla setið í stjórn Vistor hf. og
Calidris. ehf. frá árinu 2002 og sat
í stjórn Sjóvá frá 2004 til 2005.
Að mati Höllu hafa tímarnir
aldrei verið meira spennandi í
íslensku viðskiptalífi en nú. Góð
lífskjör hafi skapast í landinu
en tryggja þurfi íslenskum
sem erlendum fyrirtækjum
góð starfsskilyrði hér á landi.
Það er eitt af áhersluatriðum
Viðskiptaráðs stuðla að því að
Ísland verði sveigjanlegur
vinnumarkaður til þess að
hér verði áframhaldandi
atvinnusköpun og hagsæld.
Skapa þurfi það umhverfi sem
tryggir að íslensk fyrirtæki
vilji starfa hér á landi og það sé
jafnframt best fyrir þau, meðal
annars með því að einfalda og
bæta skattkerfið. Auk þess þurfi
að auka umræðuna um og leita
leiða til að ná fram stöðugleika
í gengi krónunnar. Viðskiptaráð
er bakhjarl Háskólans í
Reykjavík og Verslunarskóla
Íslands og Halla vill styðja
enn frekar við uppbyggingu
á íslensku háskólaumhverfi.
Viðskiptaumhverfið sé að að
verða flóknara og þörfin fyrir
hæfileikaríkt fólk með góða
menntun sé að aukast í ljósi þess
að verkefnin sem viðskiptalífið
stendur frammi fyrir í framtíðinni
verða sífellt flóknari.
Halla tekur til starfa 1. mars
næstkomandi en verður fyrst
um sinn búsett í London þar
sem hún stundar doktorsnám.
Í náminu leggur hún áherslu á
leiðtogafræði þar sem hún er
sérstaklega að skoða íslenska
leiðtoga fyrirtækja í hröðum
alþjóðlegum vexti.
Nýr framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands
Spennandi tímar eru fram undan í íslensku viðskiptalífi að
mati Höllu Tómasdóttur, nýráðins framkvæmdastjóra VÍ.
HALLA TÓMASDÓTTIR Tekur við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands 1. mars.
Sérfræðingar telja
að hækkanir á gengi
krónunnar gangi til
baka á árinu.
Gengi krónunnar var að meðaltali
rúmlega ellefu prósentustigum
hærra árið 2005 en árið á undan,
segir í Markaðsyfirliti Greiningar
Íslandsbanka. Gengið hefur ekki
farið hærra frá því í upphafi
níunda áratugarins.
Dalurinn fór undir sextíu krón-
ur, evran í tæpar sjötíu krónur og
pundið í rúmar hundrað og fimm
krónur. Samkvæmt Íslandsbanka
má rekja hækkunina til upp-
sveiflu í innlendu efnahagslífi á
meðan stöðnun ríkti í mörgum
helstu viðskiptalöndum Íslands.
Íslandsbanki spáir um ellefu
prósenta lækkun krónunnar á
komandi ári. Ingvar Arnarson,
sérfræðingur í greiningardeild
bankans, segir að krónan muni
halda styrk sínum framan af
ári en lækka þegar líða tekur
á: „Við sjáum fram á lækkun
stýrivaxta Seðlabankans þegar
stóriðjuframkvæmdir hafa náð
hápunkti, auk þess sem stór
hluti erlendra krónubréfa er
á gjalddaga á síðari hluta árs.
Þessir þættir munu líklega valda
lækkun krónunnar.“ - jsk
Ellefu prósenta
gengishækkun
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar
hækkaði um 64,7 prósent á árinu
sem leið og stóð í 5534,39 stigum
við lokun á síðasta viðskiptadegi
ársins. Vísitalan hefur aldrei
hækkað meira á einu ári
samkvæmt greiningardeild KB
Banka.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað
um rúm þrjú hundruð og níu
prósentustig frá ársbyrjun 2003
og til ársloka 2005 og samtals
um tæp fjórtán hundruð stig frá
því árið 1993. Til samanburðar
má nefna að Dow Jones vísitalan
bandaríska hefur frá árinu 1993
hækkað um tvö hundruð tuttugu
og sjö prósent.
Þrjú félög hækkuðu um meira
en hundrað prósent á árinu:
Landsbankinn félaga mest, um
rúm hundrað og tólf prósent,
þá Bakkavör með litlu minni
hækkun og loks FL Group sem
hækkaði um hundrað og tvö
prósent. Fimm félög til viðbótar
hækkuðu um meira en fimmtíu
prósent.
Þrjú félög Kauphallarinnar
lækkuðu í verði á árinu: Fiskeldi
Eyjafjarðar um áttatíu prósent,
Flaga Group um 24 prósent og
loks SÍF, en bréf í fyrirtækinu
lækkuðu um sextán prósent.
Bandaríska Dow Jones
vísitalan féll um rúm 0,6 prósent
á árinu, NASDAQ-tæknivísitalan
hækkaði um tæpt 1,4 prósent. Um
sautján prósenta hækkun varð á
bresku FTSE-vísitölunni, þýska
DAX-ið hækkaði um tuttugu og
sjö prósent og hin franska CAC-
40 um tæp 24 prósent. Japanska
Nikkei-vísitalan hækkaði um rúm
fjörutíu prósent. Hvergi varð
þó meiri ávöxtun en í egypsku
kauphöllinni þar sem bréf
hækkuðu að meðaltali um rúm
hundrað og þrjátíu prósentustig.
- jsk
Methækkun
úrvalsvísitölunnar
Þrjú félög Kauphallarinnar hækkuðu um hundr-
að prósent á árinu sem leið. Íslenska kauphöllin
stenst þó ekki samanburð við þá egypsku.
Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda
fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn
munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er
alltaf laus til útborgunar.
9,1%
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R
Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og
fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur
telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s
er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i.
Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins
í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is.
*Nafnávöxtun á ársgrundvelli mi›a› vi› tímabili› 30.06 - 30.12 2005
– kraftur til flín!
*
Lokun á NMT-
kerfinu frestað
Póst- og fjarskiptastofnun
hefur tilkynnt Símanum um
heimild til að fresta lokun NMT-
farsímakerfisins til 31. desember
2008. Ákvörðun PFS byggir á
umsögnum frá aðilum sem hafa
hagsmuna að gæta um hvort NMT-
kerfinu verður lokað en meðal
þeirra eru Neyðarlínan, LÍÚ og
Samtök um ferðaþjónustu. Einnig
hafa nokkrir aðilar sýnt því áhuga
að byggja upp nýtt fjarskiptanet
fyrir NMT-þjónustuna.
Í bréfi frá Póst- og fjarskipta-
stofnun segir að stefnt sé að því
að ný stafræn farsímaþjónusta
verði í boði frá lokum árs 2007 en
ekki sé hægt að segja með vissu
hvort þjónustan verði tilbúin þá.
Einnig segir að hugsanlegt sé að
til lokunar muni koma fyrr en í
lok árs 2008 en ávörðun um það
verði ekki tekin fyrr en öruggar
heimildir liggi fyrir því hvenær
ný farsímaþjónusta verði tekin
í gagnið.
H E L S T U V Í S I T Ö L U R
Á R I Ð 2 0 0 5
Dow Jones (BNA) -0,61%
NASDAQ (BNA) 1,37%
FTSE (BRE) 16,7%
DAX (ÞÝS) 27,1%
CAC-40 (FRA) 23,8%
Nikkei (JAP) 40,2%
Icex-15 (ÍSL) 64,7%
B R E Y T I N G A R Á H E L S T U G J A L D M I Ð L U M
Gjaldmiðill 31. des. 2004 30. des. 2005 Breyting
Bandaríkjadalur 61,190 63,130 - 3,17 %
Evra 83,510 74,700 -10,55 %
Sterlingspund 118,150 108,850 - 7,87 %
Dönsk króna 11,225 10,014 - 10,79 %
Norsk króna 10,135 9,344 - 7,80 %
Sænsk króna 9,258 7,945 - 14,18 %
Svissneskur franki 54,100 48,030 - 11,22 %
Japanskt jen 0,597 0,538 - 9,93 %
Heimild: Seðlabanki Íslands.