Tíminn - 28.11.1976, Side 7

Tíminn - 28.11.1976, Side 7
Sunnudagur 28. nóvember 1976 7 Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir: Hvað höfðingjarnir hafast að „Viö lifumá erfiðum timum”, mælti skáldið Steinn Steinarr. Sjálfsagt hefði hann itrekað þessi ummæli sin nú, væri hann enn á meðal vor, enda löngum verið lenzka að tala um siðustu ogverstu tima. Og siðustu miss- eri höfum við átt við ýmsan vandann að etja, verðbólgu, óþurrka, lögbrot, setuverkföll og sitt hvað fleira. „Með lögum skal land byggja, en meö ólögum eyða”, segir máltækið. Fólk er óánægt meö kjör sin, vissulega oft ekki að ástæðulausu. En getur kennari, sem leggur niður vinnu aö geð- þóttaákvörðun, tyftað krakka, sem skrópar næsta dag? Helzt þetta ekki nokkurn veginn i hendur? Þarf annars nokkur að undrast, þóttalmennir borgarar gripi til þess, sem kallaðar eru ólögmætar ráðstafanir til þess að vekja athygli á kjörum sin- um, þegar alþingismaður, einn af handhöfum löggjafarvalds- ins, lætur taka af sér mynd ásamt lambhrútsgreyi, sem ekkert hefur gert á hluta hans, mælandi eitthvað á þessa leið: „Hrút þennan skal ég sjálfur skjóta með eigin hendi og köldu blóði, þvert ofan i gildandi lög og reglur, ef ekki verður oröið við kröfum minum.” „Hvaö höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.” Um allar sagnir hallaði hann mjög til A siðasta sumri fór ég um söguslóðir Njálu, kom meðal annars að Svinafelli i öræfum, þar sem blikar ei lengur á vopn, og bæjarlækur Flosa hefur veriö brúaður. Skyldum við annars gera okkur eins grein fyrir þvfbgvert er, hvilikt afrek is- lenzk þjóð hefur unnið með gerð hringvegarins og beizlun jökul- fljótanna? Ég hef siðan verið að velta þvi fyrir mér. Hve sagan endurtekursig. Einsog öllum er kunnugt, er i Njálu á meistara- legan hátt fjallað um róg, sögu- burð og uppspuna, sem þar olli miklum örlögum. Við iöju þessa bar hæst Mörð Valgarðsson, og hafði hann af nokkra vegsemd um tima, en fordæmingu sög- unnar. Fleiri höfðu þar þann sannleika, sem þeim sjálfum kom bezt, svo sem Gunnar Lambason, en um frásagnar- máta hans segir svo: ,,Um allar sagnir hallaði hann mjög til, en lófrá viða.” Nú undanfarið hef- ur það verið iþrótt ýmissa, að feta i fótspor þeirra Marðar og Gunnars Lambasonar, sumpart fyrir fé en sumpart til þess að vinna sjálfum sér metorðalegt brautargengi. Hafa þessir sálufélagar ekki ætið ráðizt á garðinn, þar sem Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. hann er lægstur, svo sem þindarlausar árásir þeirra á dómsmálaráðherra landsins sanna. Dómsmálaráðherra er maður heiðarleika og virtur af verkum sinum og manndómi. Hann er einnig óumdeilanlega mestur foringi islenzkra stjórn- málamanna i dag og vekur það öfund i flokkum, sem þjást af forustufátækt. Þegar af þeirri ástæðu er ýmsum ósárt um, að nokkur blettur falli á nafn hans. Sú mun art þeirra, er gjalda óhróðurspennunum fé fyrir af- reksturinn, og kaupa þá jafnvel milli blaða. Efalaust blandast hér i sú hyggja sumra þeirra fé- laga, að fái þeirslikum manni á kné komið, hljóti þeir að fá þar af nokkra frægð og vegsemd. Þannig nota þeir marðariþrótt sina sem pólitiska mannbrodda sjálfum sér til handa. Nú nýlega bárust af þvi fregnir, að upp- boðspenni þeirra hefði hlotið at- kvæðamagn i flokkssamtökum sinum umfram ýmsa reynda og spaka menn þar innan dyra. Var það eitthvað þvi likt, sem Vilhjálmurfrá Skáholti átti við i hendingunum? „En hvern þann sem að hrell- ir mest og blekkir heldur fólkið jafnan beztan mann.” Sem bet- ur fer, eiga þessar hendingar ekki við nema fátt fóík, og þótt einhverjir hrifist um sinn, má spá þeim völtu veraldargengi, er skjóta kollinum upp á sjónar- sviðið á þennan máta. Betra væri að byr ja þar Ég minntist áðan i þessu spjalliá hringveginn og beizlun jökulánna austur á söndum. Þessi nýju mannvirki minna okkur á, aö við erum enn að nema landið og byggja það upp. Við eigum yndislegt land, auð- ugt af orku og ýmsum náttúru- gæðum, og við ættum öll aö eiga það sameiginlega markmið, að lifa i sambúð við land okkar þannig, sem bezt kemur bæði landi og þjóð. Hér eru ótal verk- efni óunnin og vonandi tekst aö halda svo á málum, að okkar og barna okkar biði farsæl framtiö i landi, sem viö höfum með- höndlað af gætni og skynsemi, og i þjóðfélagi, sem við getum með sanni kallað velferðarþjóö- félag. En sliku marki náum við aldrei með þvi að klóra augun hvert úr ööru i málefnasnauðu og mannskemmandi þrasi. Sliku marki náum við aldrei með þvi, að krefjast alls af öðr- um, en einskis af sjálfum okkur. Sliku marki náum við aldrei með þvi að kalla þau samtök fólksi landinu, sem eiga mestan þátt i jákvæðri byggðastefnu i reynd, auðhring, og ekki með þvi að sverta okkar beztu menn. Alltaf verða skiptar skoöanir um leiðir að marki. En frum- skilyrði er, að vinna af sam- vinnuhug og málefnalega, jafna ágreining með samningum og finna skynsamlegar leiöir að sameiginlegum markmiðum. „Betra væri að byrja þar en brjóta niður stoðimar.” ERIMFfeAH ínýtt húsnæði við Strandgötuna Önnumst alla almenna bankaþjónustu. Höfum tryggingaumboð fyrir Samvinnutryggingar g.t. og Líftryggingafélagið Andvöku. Opið alla daga kl. 9.30 — 12.30 og 13.00—16.00 nema laugardaga. Ennfremur á föstudögum kl.17.30-18.30 Nýtt símanúmer: 5-39-33 Samvinnubankinn STRANDGÖTU 33, HAFNARFIRÐI SÍMI 53933 Auglýsingadeildin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.