Tíminn - 28.11.1976, Síða 15

Tíminn - 28.11.1976, Síða 15
Sunnudagur 28. nóvember 1976 15 á Austurvelli klukkan tuttugu þr jú 30. marz. Liössafnaður fylgis- 7ntshafsbandalagsins á stéttinni jþinghúsiö og iögreglan aö ryöja atburði upp i byltingará- stand...” 1 samtölum við nokkra þá þingmenn, sem voru að störfum á Alþingi þennan dag komu fram mismunandi skoðanir á þvi, við hverju menn bjuggust, ýmist að reynt yrði með skipu- lögðum hætti að ráðast inn i þinghúsið og hleypa upp þing- fundi meö öfyrirsjáanieg- um afleiðingum en öðrum komu óeirðirnar gersamlega á óvart. Þeir Stefán Jóhann Stefánsson og Eysteinn Jónsson, reiknuðu með þvi versta. Að áliti Stefáns Jóhanns voru komin „upp sam- tök af kommúnistum og fylgis- mönnum þeirra um alls konar óróa”, en markmið þeirra var fyrst og fremst pólitiskt: ,,ég þóttist þekkja fólkið og þá, sem stjórnuðu andstöðunni gegn Atlantshafsbandalaginu — það voru fyrst og fremst þeir æstu kommúnistar — og þarna sáu þeir tækifæri til þess að koma fólkinu i byltingarástandi með þvi að halda uppi löngum deil- um á Alþingi — svo ekki sé talað um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig væri hægt að fá upp sterka og öfluga öldu, sem mundi styrkja Sósialistaflokk- inn fyrst og fremst...” Stefán Jóhann áleit, að at- buröirnir 9. nóvember 1932, hefðu verið ofarlega i' hugum margra andstæðinga aðildar- innar: ,,...ég hafði fengið eins konar „generalprufu” (1932 innsk. höf.) en til hvers þessi gaura- gangur gæti leitt, sem ég reikn- aði með að þarna yrði, það gat maður i sjálfu sér ekki séð fyrir, nema að þeir ætluðu að hræða þingmenn — vekja ótta og ofboð hjá þeim mönnum, sem að þessu stóðu...” Þegar Eysteinn Jónsson var að þvi spurður, hvort hann teldi að fyrir mönnum hefði vakað að ráöast inn i þinghúsiö, svaraði hann: „Maöur var auövitaö alveg -viss um, aö þaö hlaut aö veröa (Leturbr. höf.). Fólk, sem er i þessum hug og er ákveðið I þvi að hafa afskipti af þessu með ýmsum hætti, hlýtur að vilja þrengja sér inn i þinghúsið....” Sjálfur kvaðst Eysteinn hafa lifað keimlika viðburði, þegar gerðardómslögin voru til um- ræðu á Alþingi i marz 1938.... ,,..þá þrengdu menn sér inn i húsið, brotnar voru rúður á ganginum, þarsem farið er inn I þingsalinn, og ekki munaði hársbreidd, að ruðzt yrði inn i sjálfan salinn! Maður hafði séð sitt af hverju og vissi að allt yrði óviðráðanlegt, ef hússins yrði ekki gætt, enda hefði engum dottið I hug að vera með svona öfluga lögreglu þarna og auka- lið fyrir framan húsið, ef ekki hefði verið talin nauðsyn á að koma i veg fyrir að menn kæm- ust inn i húsið....” Svipaðra viðhorfa gætti hjá Sigurði Bjarnasyni frá Vigur: „Menn áttu von á þvi, að það kæmi til einhverra átaka, jafn- vel að fólk mundi ryðjast inn i húsið, cn menn áttu ekki von á grjótkasti (!) (Leturbr. höf.). Má það að visu merkilegt heita.þar sem rúður höfðu verið brotnar i þinghúsinu kvöldið áð- ur, en engu að siður var dr. Gunnar Thoroddsen svipaðrar skoðunar: „Mér kom ekki á óvart, að þarna yrði mannsafnaður og þarna yrðu mótmæli, hróp og köll og hávaði, og mér hefði ekki komið á óvart, þó að menn reyndu að ryðjast inn i þinghús- ið — bæði á þingpalla og ganga — þó ekki væri til annars en að veita þingmönnum aðhald, en hitt kom mér á óvart, að kastað sky ldi grjóti i það stórum stil, að maður ætlaði varla að trúa þvi _______ »> Johann Hafstein kvaðst hafa verið sannfærður um, að reynt yrði að ráðast inn i þinghúsið”, og hann bjóst ætið við óeirðum og upphlaupum. Kemur sú skoðun hans sizt á óvart, þegar þess er gætt, að hann hafði náið samband við þá menn, er unnu að uppköllun og skipulagi liðs- afla Sjálfstæðismanna, en i þeim ráöageröum öllum var einmitt búizt viö, að reynd yröi innrás i húsiö. Er þar að finna skýringu á fyrrgreindum mann- safnaði á þingpöllum og viðar i húsinu, en sérstaklega á vara- liði lögreglunnar i flokks- herbergi Framsóknarmanna, en þvi var fyrst og fremst ætlaö að hindra uppgöngu i þingsal, ef innrás i húsið heppnaðist. Stað- setning „stóra liðsins” á gang- stéttinni fyrir framan þinghúsið var einnig ákveðin á sömu for- sendum”. Þrátt fyrir margvisJeg samskipti íslendinga og færeyinga um langan aldur hafa samskiptin í raun aldrei oröiö svo náin, sem frændsemi þjóöanna og vinátta gefur tilefni til. Stopular samgöngur fyrr á árum áttu þar stærstan þátt. Undanfarin ár höfum viö annast reglu- bundiö áætlunarflug milli (slands og Færeyja, 4 ferðir vikulega yfir sumariö, og einu sinni í viku yfir veturinn. Nú höfum vió hins vegar ákveöiö aö fjölga ferðum í Færeyjaflugi okkar og og munum fljúga þangaö tvisvar í viku i vetur fram til 1. maí. Flogiö verður á fimmtudögum og sunnu- dögum frá Reykjavik um Egilsstaöi, og Færeyjaflugið þannig tengt innanlands- fluginu. Meö tveim feröum i viku opnast mögu- leiki á stuttum heimsóknum, og þar sem viö höfum gert samning við hótel Flafnía um gistingu, og býöst nú þeim lægra verö sem kaupa saman flugfar og gist- ingu í 3 nætur. Þessar ódýru 3ja daga feröir, gera kleift aö skreppa til Færeyja - skólafólki, starfshópum, þeim sem ætla aö heim- sækja vini og vandamenn, og svo auö- vitað þeim sem þurfa aö sinna viðskipta- erindum. Veröiö er frá 33.785 krónum fyrir manninn. Þaó veróur enginn svikinn af feró til Færeyja. Færeyjaferð er öóruvisi. flucfélac LOFTLEIDIR /SLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.