Tíminn - 28.11.1976, Síða 19
Sunnudagur 28. nóvember 1976
19
fistmw
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrfmur Gisíason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aöal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuöi. BIaöaprenth.fv
Undirflog og kennisetningar
í gömlum fræðum segir frá töfraformúlum, sem
margvisir menn þuldu, þegar i nauðir rak. Ef flaug
undir kviaær, var gripið til særinga, og gerðist dýr-
bitur áleitinn, var lesin tófustefna. Nú eru önnur ráð
höfð til þess að halda refastofninum i skefjum og
leitað ráða dýralækna við júgurmeinum mjólkur-
penings.
Samt sem áður er trúin á töfraformúlurnar ekki
útdauð. Hún hefur aðeins leitað i aðra farvegi en áð-
ur. Nú er slikum formúlum hampað i mynd alls
konar kennisetninga, og þær orðaðar við visindi
þeirrar tegundar, þar sem vog og máli verður illa
við komið. Einkum er þessum kennisetningum, sem
eiga að vera sannleikurinn og ekkert nema sann-
leikur, beitt i hvers konar hagsmunaþrasi og tog-
streitu um stjórnmálalegar úrlausnir, þar sem fé-
von er annars vegar. Yfirleitt eru þessar kennisetn-
ingar sóttar til erlendra stórþjóða og mótaðar þar
af þeim hagsmunahópum, er vænta sér nokkurs af
þvi að halda þeim sem mest fram. Mun ekki ör-
grannt um, að íslendingar hafi fyrr og siðar sopið
seyðið af sumum þessum kennisetningum, sér til
þungbærra útláta.
Nú er einni slikri kennisetningu haldið allstrangt
fram: Fjármagninu á*að beina þangað, sem það
gefur hæsta vexti. Vafalaust lætur þetta vel i eyrum
sumra, og aðrir átta sig kannski ekki á þvi i fljótu
bragði, hvað þetta þýðir. Samt þarf ekki djúpt að
kafa til þess að sjá, hvað þetta myndi merkja i
framkvæmd. Þetta þýðir einfaldlega, að bankar og
sjóðir eigi að láta peningana renna til gróðafyrir-
tækjanna i landinu, án tillits til þess, hvort nokkrum
öðrum er borgnara en þeim einum, sem slik
fyrirtæki eiga. Verðlagsstjóri hefur nýlega skýrt frá
þvi, að álagning á leikföng, sem flutt hafa verið inn i
landið, sé i sumum tilfellum vel á annað hundrað
prósent. Þar hljóta peningar að skila miklum vöxt-
um. Þangað eiga bankarnir að veita sparifé lands-
manna samkvæmt þessari kenningu. Á ýmsu getur
aftur á móti oltið um ávöxtun peninga við útgerð,
framleiðsluiðnað og landbúnað. Þangað vill kenn-
ingin ekki, að peningarnir fari. Sé gróðavænleg
leikfangabúð með háa álagningu á annarri skál
vogarinnar, en mannlif i Bildudal og Ólafsvik og
örðugur atvinnurekstur þar á hinni, er einboðið,
hvernig kenningin vill, að við sé brugðizt.
1 stuttu máli sagt: Þessi kenning gengur i ber-
högg við þjóðarhagsmuni. Hana varðar ekkert um
þá. Framkvæmd hennar myndi hafa i för með sér
hinn mesta ófarnað — þeim mun meiri sem henni
væri strengilegar framfylgt Þjóðin á allt undir
framleiðsluatvinnuvegunum. Það eru sameiginleg-
ir hagsmunir allra landsmanna, að hlúð sé að þeim,
og þá þeim mun fremur, ef á móti blæs, sem og öllu
þvi, sem getur orðið þeim til framdráttar, svo sem
rannsóknarstarfsemi, tilraunum og visindastörf-
um, er hagnýtt gildi hafa. Að öðrum kosti erum við
að leggja okkur undir öxi.
Nú þegar er of fátt fólk við hagnýt störf, fram-
leiðslustörf og alls konar vinnslu, sem gera innlend
hráefni eða aðflutt verðmætari en þau berast okkur
i hendur. Fleira fólk en nauðsyn þjóðarinnar út-
heimtir við milliliðastörf, peningamiðlun og stjórn-
sýslu er aðeins baggi á samfélaginu, og þar breytir
engu, hvort eitthvað af þessu kann að vera ,,gróða-
vænlegt” á mælikvarða kenningarinnar, sem segir,
að f jármagninu eigi að beina þangað, sem það gefur
hæsta vexti”.
Nú er margt rætt um kaup og kjör, og þeir ærið
margir, sem telja sig vanhaldna. Aftur á móti er
fátt um það talað, að hve miklu leyti það er hemill á
greiðslugetuna, að of margir séu komnir i þann
dilkinn, sem ekki er arðgæfur á þjóðhagslegan
mælikvarða. Þar kynni þó að þurfa svo sem eins og
pina tófustefnu. —-TH
ERLENT YFIRLIT
Strauss rýfur sam
starfið við Kohl
Hefst samkeppni milli kristilegu flokkanna?
1 FYRRI VIKU gerðust þau
tiðindii Vestur-Þýzkalandi, að
þingflokkur kristilegra
sósialista (CSU) i Bæjaralandi
lýsti yfir þvi, að hann hefði
rofið samstarf á þinginu i
Bonn við flokk kristilegra
demókrata (CDU). Fram til
þessa hafa flokkarnir unnið
saman sem einn flokkur i
þinginu. í reynd hefur verið
litið á þá sem einn og sama
flokkinn, sem hafi komið á
þeirri verkaskiptingu sin á
milli, að CSU starfar eingöngu
i Bæjaralandi, en CDU starf-
ar þar ekki, en er svo einn
um hitunina i öðrum fylkjum
Vestur-Þýzkalands. Tilkynn-
ingin um samvinnuslitin kom
lika nær öllum á óvart, en þó
ekki sizt Helmut Kohl, for-
manni CDU, sem hafði búið
sig undir það, að taka sæti á
þingi sem aðaltalsmaður
þeirra beggja. Hann fékk fyrst
fréttir af þessu frá
fjölmiðlum. Akvörðunin um
samvinnuslitin hafði verið
tekiná fundi þingmanna CSU,
og þar hafði orðið verulegur
ágreiningur um þau, eins og
sést á þvi, að þau voru sam-
þykkt með 30 atkvæðum gegn
18. Alls eru þingmenn flokks-
ins 53, en CDU hefur 190 þing-
menn. Fullvíst þykir, að það
hafi verið Frans Josef
Strauss, sem mestu réði um
þessa ákvörðun, en hann hefur
verið frá upphafi aðalleiðtogi
flokksins. Frans Josef Strauss
hefur unað illa við úrslit þing-
kosninganna, sem fóru fram i
byrjun október og talið þau
merki um, að Kohl sé ekki
góður leiðtogi og stefnan hafi
heldur ekki verið rétt. Strauss
vildi taka upp mun meiri
hægri stefnu, en fékk þvi ekki
ráðið. Hins vegar var farið að
ráðum hans i Bæjaralandi og
telur hann það sönnun þess, að
hann hafi haft réttf yrir sér, aö
CSU fékk þar um 60% atkvæð-
anna eða stórum meira en
CDU fékk i öðrum fylkjum
landsins. Hlutlausir áhorf-
endur telja þetta þó ekki
réttan samanburð, þvi að
kristilegu flokkarnir eigi
miklu minni hljómgrunn i
Norður-Þýzkalandi, þar sem
mótmælendur eru i meiri-
hluta, en i Suður-Þýzkalandi,
þar sem kaþólskir menn séu i
meirihluta.
ÞAÐ þykir sennilegt, að
Strauss ætli ekki að láta við
það lenda, að rjúfa samstarf
flokkanna i þinginu, heldur
ætli hann að rjúfa það einnig
utan þingsins og undirbúa
■framboð af hálfu CSU i öllum
fylkjum landsins i næstu þing-
Frans Josef Strauss
kosningum. Hann heldur þvi
fram, að það muni reynast
sigurvænlegt að tefla þannig
fram tveimur kristilegum
flokkum, mismunandi ihalds-
sömum. Þeir muni ná meira
fylgi, ef þeir bjóða fram sér i
lagi. Einkum telur hann, að
þetta geti reynzt álitlegt til að
ná fylgi frá Frjálslynda^
flokknum, sem nú er lóðið
á metaskálum vestur-þýzkra
stjórnmála.
Liklegt þykir það einnig, að
Strauss telji sig fá á þennan
hátt betri aðstöðu til að hafa
áhrif á myndun rikisstjórnar,
ef kristilegu flokkarnir ynnu
næstu kosningar. Hæglega
gæti svo farið, að flokkur hans
yrði stærri flokkurinn, og
myndi þá kanslaraembættið
falla honum i skaut, en vafa-
litið yrði Strauss teflt fram
sem kanslaraefni flokksins.
AF HALFU leiðtoga CDU
hefur samvinnuslitunum verið
mætt með áskorun um, að
þingflokkur CSU endurskoði
afstöðu sina og hefji samstarf
að nýju. Þessi afstaða þeirra,
sem Kohl hefur mótað, virðist
eiga mikið fylgi meðal fylgis-
manna kristilegu flokkanna og
það ekki síður i Bæjaralandf
en annars staðar. Margt bend-
ir til, að Strauss hafi mis-
reiknað sig, þegar hann taldi,
að samvinnuslitin myndu
mælast vel fyrir hjá flokks-
bræðrum sinum þar. Margar
flokksdeildir hafa þegar borið
fram kröfur um, að kvatt
verði saman flokksþing og þar
tekin ákvörðun um, að sam-
starfi flokkanna verði haldið
áfram með sama hætti og áð-
ur. Æskulýðssamtök flokk-
anna, sem starfa sem ein
heild, hafa birt sams konar yf-
irlýsingu. Þá hafa nokkrar
flokksdeildir i Bæjaralandi
lýst yfir þvi, að verði kristi-
legu flokkarnir þar tveir,
muni þær ganga i CDU.
Strauss á þvi við hálfgert upp-
reisnarástand að glima, og
reynir nú á hve sterkur hann
raunverulega er.
HelmutKohl læzt hins vegar
taka þessum atburðum með
jafnaðargeði. Hann sýnist
treysta á, að samstarf flokk-
anna hefjist að nýju. Hann
segir CDU muni ekki vikja frá
þvi stefnumiði sinu, að starfa
sem hófsamur miðflokkur.
Hann telur það ekki heldur
gefa slæma raun, þvi að
flokkurinn hafi aðeins einu
sinni áður fengið meira fylgi
en i kosningunum nú undir
forustu hans. Kohl hefur jafn-
framt lýst yfir þvi, að hann
muni ekki sækjast eftir að
ræða þessi mál við Strauss, en
hins vegar sé hann reiðubúinn
til að ræða við ýmsa aðra leið-
toga CSU.
Það hefur ekki styrkt að-
stöðu Strauss, að hann hefur
látið velja Friedrich Zimmer-
mann sem formann þingflokks
CSU. Zimmermann var fyrir
nokkrum árum dæmdur i
undirrétti fyrir meinsæri, en
var siðar sýknaður i yfirrétti,
vegna þess framburðar hans,
að hann hefði verið sjúkur,
þegar umrætt atvik gerðist.
Þ.Þ.
^ °<T
Þannig lýsir teiknari Siiddeutsche Zeitung siöasta verki Strauss.