Tíminn - 28.11.1976, Side 20
20
mmm
Sunnudagur 28. nóvember 1976
Sunnudagur 28. nóvember 1976
21
A NORÐANVERÐU Austurlandi
eru fagrar og búsældarlegar
sveitir, eins og flestir vita. Einnig
er veðurfar þar notalegra mönn-
um og skepnum en viðast hvar
annars staðar á þessum hólma
okkar.
Sonarsonur ívars
á Vaði
Dalirnir þrir, sem ganga upp af
Fljótsdalshéraði, Jökuldalur,
Fljótsdalur og Skriðdalur, eru
kapituli út af fyrir sig, um hvern
þeirra væri hægt að skrifa langt
mál. Siðast liðna hálfa öld hefur
sá maður búið á Þorvaldsstöðum
i Skriðdal, sem Friðrik heitir og
er Jónsson. Það er hann, sem ætl-
ar að ræða við lesendur Timans i
dag. Friðrik segir reyndar, að
það eigi að skrifa um búskap sinn
i fortið en ekki nútið, þvi hann sé
hættur að búa. En hvað sem þvi
liður, þá á Friðrik enn heima á
Þorvaldsstöðum, og það var ein-
ungis fyrir sérstaka heppni, að
blaðamanni Timans tókst að ná
tali af honum, þegar hann var
staddur i Reykjavik ekki alls
fyrir löngu.
— Þú hefur löngum verið
kenndur við Þorvaldsstaði, Friö-
rik, en þó grunar mig, að þú hafir
ekki slitið barnsskóm þinum þar?
— Já, það er alveg rétt, ég
fæddist i Sauðhaga i Vallahreppi
8. nóvember árið 1896. Þegar ég
var á þriðja ári, fluttist ég með
foreldrum minum i Vikingsstaði á
Völlum, og þar átti ég heima allt
til ársins 1926, aö ég fluttist i
Skriðdalinn. Þaö voru þvi rétt
fimmtiu ár núna i vor, siöan ég
fluttist þangað.
Foreldrar minir voru Herborg
Eyjólfsdóttir frá Litla-Sandfelli i
Skriðdal og Jón Ivarsson, sonur
ívars á Vaði i Skriðdal, sem lesa
má um i Afreksmannasögum Sig-
fúsar Sigfússonai-. Þar, er heil-
mikil lesning um þennan afa
minn. Hann var afburða karl-
menni og lika vel gefinn til sálar-
innar. Hreppstjóri Skriödælinga
var hann um nokkurt skeið, en
hefur liklega verið eitthvað mis-
jafnlega liðinn. Einhvers staðar
hef ég rekizt á ummæli, sem séra
Bjarni Sveinsson, prestur i Þing-
múla i Skriðdal hefur látið falla
um tvar afa minn. Hann kallar
hann „bölvaðan lurk”. Mér þykir
ekki óliklegt, aö þessi ummæli
stafi af þvi, að ívar gamli hafi á-
litið, að presturinn hlyti að hafa
meira gjaldþol en bændurnir á
bæjunum i kring, og hann hafi
þess vegna verið nokkuð kröfu-
harður viö prest um greiöslu
opinberra gjalda.
Nafn móður minnar, Herborg,
sveigir mjög snemma að móður-
ætt Helga Valtýssonar rithöfund-
ar. Hann harmaði það, að þetta
rismikla nafn væri mikið aö
hverfa út úr þessum ættlegg.
Annars ætla ég ekki að fara að
rekja ættir eða nöfn i ættum, það
erhvorki staður né stund til þess
hér.
Eina fríkirkjan i
islenzkri sveit
— ókunnugum manni, sem
ferðast um Velli, getur sýnst
sveitin nokkuð þéttsetin og land-
þröng. Voru ekki heldur smá bú
þar, þegar þú varst að alast þar
upp?
— Vist var fátæktin ekki óþekkt
þar á uppvaxtarárum minum, en
þar voru lika margir ágætir
bændur, og yfirleitt var mjög
sómasamlega búið þar. Hitt er
rétt, það er þéttbýlt á Tanganum,
sem svo er kallaður. Inn frá
Vallanesi eru bæirnir Strönd,
Vikingsstaðir, Hvammur og
Sauðhagi. Allir þessir bæir voru
næstum eins og ein heild, þegar
ég var aö alast upp, og samkomu-
lag fólksins var þannig, að engu
var likara en þar væri aðeins um
eitt heimili að ræða. Fólkinu á
þessum bæjum var ævinlega öllu
boöið í stórveizlu i Vallanesi einu
sinni á ári, á afmælisdegi séra
Magnúsar, og hélst svo alla þá
stund sem ég man eftír.
—■ Var séra Magnús ekki fyrst í
Þingmúla, áður en hann kom i
Vallanes?
— Jú, hann vigðist að Þing-
múla i Skriödal vorið 1891, en'
fluttist að Vallanesi árið eftir
vegna þess að þá haföi verið sam-
þykkt að leggja Þingmúla og
Hallormsstað niður sem prests-
setur, og skyldu þessir staðir vera
annexiur frá Vallanesi. A þessum
forsendum flutti séra Magnús i
Vallanes, en nú þótti Vallamönn-
um sem á þeim væri brotinn sá
réttur að fá að kjósa sér prest
samkvæmt venju. En þetta tald-
ist vist ekki neitt lögbrot, þvi
aldrei tókst Vallamönnum að
hnekkja þeirri ráðstöfun, sem
gerðhafði verið. En þetta mál olli
þvi, að söfnuðurinn skiptist, og til
varð frikirkjusöfnuður þar i
sveitinni. Þeir, sem að honum
stóðu, voru miklu fleiri austan
Grimsár en vestan, en nokkra á-
hangendur átti frikirkjan þó uppi
i Skógum. Svona stóðu þessi mál
alla prestsskapartiö séra Magn-
úsar i Vallanesi.
Næsti prestur i Vallanesi eftir
séra Magnús var séra Sigurður
Þórðarson. Þá sameinaðist söfn-
uðurinn aftur, en húsiö hélt áfram
að standa, og það er til enn. Það
þyrfti nauðsynlega að varðveita,
þvi. þar mun vera um að ræða
einu frikirkjuna, sem starfað
hefur i sveit á Islandi. Séra Gisli
Brynjólfsson skrifaði grein um
þessa kirkju i sunnudagsblaö
Visis 8. ágúst i sumar, og þar geta
menn fundið meiri upplýsingar
um þetta gamla guðshús.
— Þessi trúmálaagreiningur
hefur spillt friði i sveitinni?
— Um tima, já, en það jafnaði
sig fljótt, og alveg, eftir næstu
prestaskipti. Og andstaða manna
stafaði ekki af þvi að þeir væru á
móti séra Magnúsi, út af fyrir sig,
þeir vildu aðeins fá að kjósa
prestinn sjálfir, en ekki láta yfir-
völd færa sérhann. Ég veitaldrei
til þess, að fundið væri aö neinum
embættisverkum séra Magnúsar.
En hann var ekki aðeins ágætum
embættismaður, hann var lika
fyrirmyndarbóndi og um margt
langt á undan samtið sinni i bú-
skapnum. Þgar hann var i Skrið-
dal, var þar starfandi búnaöarfé-
lag. Hann gekk i þaö og var fé-
rJagsmaður þess þótt hann flyttist
i Vallanes, og alla þá stund sem
hann var þar. Hann hélt alltaf
mikilli tryggð við Skriðdalinn og
fólkið þar, og naut alltaf mikilla
vinsælda þar. Hann áttijafnan að
messa i Þingmúla i Skriðdal ann-
an hvern sunnudag, og það var
talið til tiðinda, ef messufall varð
hjá honum þar. Það sýnir, ásamt
ýmsu öðru, hve mikils Skriðdæl-
ingar mátu séra Magnús, og hve
gott samstarf var með honum og
þeim.
Félagsmálastörf
og búskapur
— Næst langar mig að vikja
Friðrik Jónsson
— Timamynd GE
„Ánægjulegt
og
lærdómsríkt”
— segir Friðrik Jónsson á Þorvaldsstöðum
í Skriðdal það hafa verið að vinna með
samferðamönnunum, en hann hefur
unnið að félagsmálum á Austurlandi
um áratuga skeið
lalinu að sjálfum þér: Hvenær
fluttist þú af Völlum og i Skrið-
dal?
— Það var vorið 1926. Ég
keypti á uppboði, sem þá var
haldið á Þorvaldsstööum, bæði
lifandi pening og dauða muni.
Vitanlega fékk ég, eins og aðrir,
að vita af veröfallinu, sem þá
dundi yfir, ég held mér sé óhætt
að segja, aö ég hafi komizt sóma-
samlega frá þeim hlutum eins og
öðrum viðskiptamálum minum.
Ég hef alltaf getað staðið við
skuldbindingár minar, og hef
aldrei látið afskrifa neinar skuld-
ir um mina daga.
— Varst þú ckki alltaf með all-
stórt bú á Þorvaldsstöðum?
— Þegar ég fór frá Vikings-
stöðum, seldi ég nokkuð af búi
minu þar, og það bjargaði mér
frá þvi að lenda i greiðsluþroti,
eða að minnsta kosti fjárhags-
legri kreppu vegna þess bagga,
sem ég batt mér um leið og ég
kom i Þorvaldsstaði. Ég hef
aldrei haft þaö sem menn kalla
stórt bú, þvi sannleikurinn er sá,
að timi minn fór fljótt að miklu
leyti i önnur störf en búskap, svo
ég sá mér eiginlega ekki fært að
reka stórbú.
— Þú hefur snemma dregizt
inn I félagsmál?
— Já, og satt aö segja var hug-
ur minn miklu meira á þvi sviði
en við búskapinn. A öðru ári minu
á Þorvaldsstöðum var ég kosinn i
hreppsnefnd Skriðdalshrepps og i
henni sat ég full fjörutiu ár, þar af
þrjátiu ár sem oddviti. Þar fyrir
utan starfaði ég i búnaðarfélagi
sveitarinnar og eitthvaö mun ég
hafa komið við sögu i flestum
nefndum, sem starfandi voru i
heimahögum minum.
— Varst þú ekki lika lcngi i
stjórn Kaupfélags Héraðsbúa?
— Ég var kosinn i stjórn kaup-
félagsins árið 1945. Þá var Björn
Hallsson á Rangá formaður fé-
lagsstjórnar, en Páll Her-
mannsson varaformaður. Seinna
varð ég formaður kaupfélags-
stjórnarinnar, og var það sjö sið-
ustu árin, sem ég sat i stjórninni.
— Komst þú ekki mikið við
sögu sauðfjárveikivarna á Aust-
urlandi.
— Þegar garnaveikin kom til
sögunnar fyrir austan, olli hún
flestum bændum mjög þungum
búsifjum. Sumir urðu nærri þvi
bústofnslausir. Svo að þeir, sem
ekki hafa kynnzt þessu af eigin
raun, sjái, hvað hér var um að
ræða, get ég nefnt það, aö þess
voru dæmi að tala slátraöra dilka
hjá Kaupfélagi Héraðsbúa færi
niður i fimmtán þúsund dilka, en
hins vegar hafði hámarkiö áöur
■ ■ 31 r« mm
iXJÉI li ma mm L 'MÍ
- ,
- .* ■" ** '
Gamia ibúðarhúsið á Þorvaldsstöðum. Viðbygginguna til vinstri (meö dekkra þaki en gamla húsið),
reisti Friðrik, þegar hann hóf búskap á jörðinni.
verið fimmtiu þúsund dilkar. Að
visu eru þetta „endarnir”, há-
mark óg lágmark, meðaltalið er
einhvers staðar þar á milli, en
munurinn á fimmtán og fimmtiu
er svo gifurlegur, að flestum ætti
að vera ljóst, hvilikt gifurlegt af-
hroð bændur guldu á þessum ár-
um.
Auðvitað voru gerðar margvis-
legar ráðstafanir, bæöi af hálfu
hins opinbera og heimamanna.
Meðal annars var stofnaður bú-
stofnsleigusjóður með þátttöku
hreppanna og kaupfélagsins.
Sjóðurinn leigði bændum ær, sem
þeir gátu svo eignazt með hag-
kvæmum greiðslukjörum, en
annars sé ég ekki ástæðu til þess
að lýsa fyrirkomulagi bústofns-
leigusjóðsins hér, þvi það hefur
áður verið gert, meðal annars hér
i blaðinu i viðtali viö Helga heit-
ia Gislason frá Hrappsstöðum,
núna siðast liðið sumar.
— Reynduð þið ekki að girða af
ákveðin svæði til varnar, eins og
viða hefur verið reynt?
— Jú, það var byrjað á girð-
ingu ofan frá Héraði og niður til
Eskifjarðar. En þegar girðingin
var komin svo aö segja alla leið,
var ljóst, að veikin var báðum
megin hennar og þar með var sú
framkvæmd unnin fyrir gýg.
Meginverkefni mitt var að
koma bólusetningarforminu á.
Margir voru fyrst i staö tregir til
þess að taka upp þá nýbreytni,
þótt nú telji aliir bólusetningu
sjálfsagðanhlut. Ég hafði umsjón
með bólusetningu i fjölmörg ár,
og hélt þvi áfram þangað til fyrir
fáum árum. Ég held þaö hafi ver-
ið 1972, sem ég hætti endanlega.
Þá fluttist þessi starfsemi yfir á
dýralæknana, eins og lika sjálf-
sagt var, þegar þeir voru orðnir
til staðar. Þetta er orðið allt öðru
visi og miklu þægilegra viðfangs
á allan hátt en áður.
Duglegt fólk, —
góðir þjóðfélagsþegnar
— Er ekki eingöngu búið við
sauðfé i uppsveitum Fijótsdals-
héraðs?
— Ekki er það nú svo hjá okkur
i Skriðdal. Þegar ég kom þangað,
var þar eingöngu sauðfjárbú-
skapur, en nú er búskapurinn orð-
inn blandaður og mjólkurfram-
leiðsla mikil, jafnvel á innstu
bæjum. Ég veit ekki betur en
Skriðdalshreppur sé talinn fram-
leiða mesta mjólk til mjólkurbús-
ins á Egilsstöðum af öllum hrepp-
um á Fljótsdalshéraði.
— Eigið þið samt ekki dýrindis
afréttog sauðfjárhaga, allan árs-
ins hring?
— Ekki segi ég það nú, að viö
eigum neinar úrvalsafréttir, en
yfirleitt er fé vænt og margt tvi-
lembt, enda er farið að gera svo
vel við það. Hjá okkur er sömu
sögu að segja og i öðrum sveitum,
að ræktun hefur stóraukizt. I þvi
* efni skerum við okkur reyndar
dálitið úr. öðrum megin árinnar
voru áður ógrónir, grófir aurar,
en nú eru þeir allir að verða aö
grænum og fallegum túnum. Þar
hafa tugir hektara veriðgræddir
upp. I upphafi gekkst búnaðarfé-
lagið fyrir þessum framkvæmd-
um og það hefur yfirumsjón með
þeim enn. Þeir bændur, sem búa
við knöppust heyskaparskilyrði á
jörðum sinum, hafa fengið að
heyja „á aurunum” — f félags-
reitnum, en auk þess hafa
einstaka bændur ræktað þar fyrir
sig. Og hér er um fleira að ræöa
en nytsemissjónarmiðið eitt.
Flestum þykir mikil prýði aö hin-
um nýju, viðlendu túnum, þótt
hitt beri að viðurkenna, að aur-
arnir áttu lika sina fegurð, áður
en ræktunin kom til sögunnar.
Þar voru löngum falleg litbrigði,
og til voru þeir náttúruskoðaðar
— og ekki af verri endanum —
sem þóttu aurarnir jafnan fagurt
svæði.
— Er Skriðdalur eins veöursæll
og hinir dalirnir, sem ganga upp
af Fljótsdalshéraði?
— Þaðheldég varla. Fljótsdal-
ur er þeirra veðursælastur, þaö
fer ekkert á milli mála, enda
hefur það alltaf verið máí allra
kunnugra manna. Hins vegar
hefur efnaleg afkoma manna ekki
verið verri i Skriðdal en i öðrum
nálægum sveitum. Það er eins og
fólkiðhafi samið sig að aðstæðum
þar, það vissi, að annað hvort var
að duga eða hafa sig á brott, og
niðurstaðan hefur orðið sú, aö þar
býr duglegt og áhugasamt fólk, —
góðir þjóðfélagsþegnar. — Skriö-
dalur liggur miklu hærra yfir sjó
en Fljótsdalur. Þar er norð-aust-
anátt að jafnaði versta áttin, en
. auk þess geta komið þar feikilega
vond sunnanveður, þegar vindur
stendur upp úr Breiðdal og döl-
unum þar sunnan við. — Hann
getur orðið hvass úr skörðunum
þarna á milli.
— Er ekki skammt á milli
Skriðdals og Breiðdals?
— Jú, það er ekki nema tveggja
til þriggja tima akstur úr Skrið-
dal á Breiðdalsvik. Breiðdals-
heiöi er stutt, og vegurinn góöur.
— Gengur fé ekki saman, ykk-
ar suður og þeirra norður?
— Það er miklu meira um að fé
sunnan að komi norður. Það eru
svo mikil brögð að þessu, aö við
óttumst, að afréttirnar kunni að
verða ofsetnar af þeim sökum.
— En heiðalöndin eru ekki of-
setin enn sem komið er?
— Nei, það held ég sé óhætt að
segja, en hins vegar getur vel far-
ið svo, ef svo heldur fram sem
horfir, að aðkomufé leiti þangað
bæði að norðan og sunnan. Fé úr
Fljótsdal sækir þangað i siaukn-
um mæli, og sunnanfé sömuleiðis.
Gætihaftóheppi-
legar afleiðingar
— Eru hreindýrin ekki líka far-
in að gerast nærgöngul á heiðum
og jafnvel i heimalöndum lika?
— Jú, það ber talsvert á þeim,
einkum þegar harönar á dalnum
inn til landsins. Margir kvarta
um að þau spilli högum og girð-
ingum. En siðast liðinn vetur var
svo mildur, að litið var um hrein-
dýr úti i byggð. Þaö hefur oröið
mikil breyting á hreindýrunum á
siðari árum, nú eru þau orðin gæf
og róleg, ólikt þvi sem var áöur.
Þau hafa vanizt manninum og
sannfærztum, að þeim stafi engin
hætta af honum, enda er það svo,
? * '
MHPbw* 4
.
'T j "V ",
'' ' $
»
Lf* ■jg' ■
■
> -'v.
’ . * > . . . iurHi
Glaður, seinasti gæðingur Friðriks á Þorvaldsstööum.
að enginn skiptir sér neittaf dýr-
unum, nema á hinum ákveöna
veiðitima. — Gangnamenn veröa
lika oft varir við hreindýr, eink-
um eftir að farið er aö snjóa inni á
afréttunum.
Fyrstég minntist á afréttimar,
er rétt að ég láti þaö fljóta með,
að nú eru göngur orðnar meö allt
öðrum hætti en áður. NU er búið
að gera jeppaslóðir inn á afréttir
og menn fluttir þangað inneftir,
en siðan smala þeir gangandi til
byggða á einum degi. Aður var
farið á hestum og þá fóru þrir
dagar i hverja göngu. Fyrsta
daginn var farið i leitarmanna-
kofa, daginn eftir var smalað
innan við og gist aðra nótt i kofan-
um, og þriöja daginn var smalað
út i sveit, til réttar. Meö þessu
nýja lagi sparast auðvitað timi,
en samt er ég ekki viss um að ný-
breytnin sé að öllu leyti til bóta.
Auðvitaö má kalla það sam-
göngubótað hafa nokkurn veginn
bilfæra slóð um heiðarnar, en
hætter við.aði þá slóð getislæðzt
eitt og annað, sem maður kærir
sig ekkertum. Ég fyrir mitt leyti
erekkihrifinnafþvi,aðþannig sé
verið að auðvelda þeim leikinn,
sem kynnu að vilja laumast inn i
heiði til þess að skjóta þar rjúpur
og jafnvel hreindýr i óleyfi.
— Er gott rjúpnaland þarna?
— Sú var tiðin, að fjöllin með-
fram Skriðdalnum voru annáluö
fyrir rjúpnasæld, en nú á siðari
árum sést þar varla rjúpa.
Fann hann dauðann
nálgast, eða.......?
— Þér hefur auðvitaö þótt
meira gaman að fara i göngur á
gæðingi þinum en að skrönglast
fyrst á jeppa og vera svo gang-
andi, þegar bilnum sleppir?
— Ef satt skal segja, þá var ég
aldrei mikill gangnamaöur. Hins
vegar átti ég bæði fallega og góða
hesta — og það meira að segja
mjög góða.
— Hver var þeirra beztur?
— Siðasti hesturinn, sem ég
átti, hét Glaður. Hann var felldur
áriö 1974, og var þá orðinn þrjátiu
og tveggja vetra gamall. Ég
hygg, að þegar á allt er litið — aö
öllu samanlögðu — hafi hann ver-
iðþeirra beztur. Hann var Urvals-
gaeðingur.
— Þú hefur kannski verið meö
sama marki brenndur og fieiri
góðir menn, að ein mesta ánægja
þin hafi veriö að sitja á hestbaki?
— Það má næstum kveða svo
að orði. Samskipti við náttúruna,
dýrin, gróðurinn og landið sjálft,
er hverjum manni dýrmæt og
nauðsynleg. Við getum mikið lært
af þvi að veita skepnum athygli,
þær eru misjafnar, eins og við
mennirnir, — misjafnlega skyn-
samar og misjafnlega sjálfstæðir
einstaklingar.
Aður en ég gerðist bóndi á Þor-
valdsstöðum hafði veriö þar
margt og gott forystufé, en um
það bil, sem ég kom þangaö, var
ekki annað eftir af þvi en einn
sauður. Hann var prýöisgóð for-
ystukind, framúrskarandi falleg-
ur og svo vitur, að af bar. Svo var
það einu sinniá miðju sumri, þeg-
ar allt fé var á fjalli, að viö viss-
um ekki fyrr en sauðurinn stóð
heima við túnhlið og horfði inn
fyrir. Honum var hleypt inn á
Þetta nýja íbUöarhús byggðu þcir í sameiningu, Friörik og tengdasonur hans, Kjartan Runólfsson.
túnið, og hann þáði þaö fUslega,
en ekki sýndi hann töðunni neinn
áhuga, heldur gekk rakleitt að
fjárhúsinu, þar sem hann var
vanur aö vera á vetrum, og staö-
næmdist ekki fyrr en á sinum staö
i krónni, en hann var alltaf á
sama stað við garða og i kró. Þeg-
ar vitjað var um hann morguninn
eftir, lá hann dauður i húsinu, ná-
kvæmlega á þeim bletti, þar sem
hann hafði staðnæmzt daginn
áður. Hvernig stendur nú á
þessu? Fanr sauðurinn dauðann
nálgast, eða varð hann skyndi-
lega veikur og leitaöi heim ein-
ungis af þeim sökum? Þessum
spurningum veröur auövitað
aldrei svarað, en hvað sem þvi
liöur er hér bersýnilega á ferð
sjálfstæð ályktun og sjálfstæð
framkvæmd skepnunnar. Af ein-
hverjum ástæðum kýs hann
fremur hús en haga, þótt þetta
væri um hásumar og i góðu veðri,
og þá framkvæmir hann áform
sitt, yfirgefur sumarhagana og
fer heim i hús til þess að deyja.
Ótal sögur sanna, að dýrin hugsa,
taka ákvarðanir og framkvæma
þær. Hins vegar hefur oft verið
sorglegur misbresturá þvi, að við
mennirnir veitum hegðun þeirra
verðuga athygli.
Góð samfylgd
— Þaö kom frain i upphafi
þessa spjalls, að þú stendur nú á
áttræðu. Hvað er þér efst i huga,
þegar þú litur yfir þennan langa
dag?
— Þakklæti. Ég hef átt þvi láni
að fagna um dagana að njóta
góðrar samfylgdar, bæði á heim-
iliminuogutanþess.Kona miner
Sigriður' Benediktsdóttir, dóttir
Benedikts Eyjólfssonar, fyrrver-
andi hreppstjóra á Þorvaldsstöð-
um. Hún hefur verið ljósmóðir i
Skriödal um f jörutiu ára skeið, en
er aö visu hætt störfum nU. Við
eignuðumst tvær dætur, önnur er
ljósmóöir i Reykjavik, hin er hús-
freyja á Þorvaldsstöðum. Sam-
starfsmenn minir, innan sveitar
og utan, þar á meðal þeir, sem
standa aö Kaupfélagi Héraðsbúa,
hafa sýnt okkur hjónunum marg-
háttaða vinsemd og virðingu, fyrr
og siðar. Núna siðast liöið vor
gerði hreppsnefnd Skriðdals-
hrepps okkur hjónin aö heiðurs-
borgurum hreppsins, — og það er
aðeins eitt dæmi af mörgum um
vinarhug samferöamanna okkar.
Mér hefur alltaf þótt gaman að
taka þátt i félagsmálum. Ég hef
kynnzt þannig fjölda ágætra
manna, sem bæði hefur verið
ánægjulegt og lærdómsrikt að
vinna með. Hvort sem þeir hafa
verið skyldir mér eða vandalaus-
ir, sveitungar eða utansveitar-
menn, þá hefur samstarf okkar
órðið mér bæði til gagns og gleði.
Ég sendi þeim öllum kveðju mina
og þakklæti. v
—VS.