Tíminn - 28.11.1976, Síða 32
32
Sunnudagur 28. nóvember 1976
Anton Mohr:
Árni og Berit
Ævintýraför um Asíu
9.
Þegar systkinin loks
komust til Bagdad, sáu
þau með eigin augum,
hve allt var fátæklegt og
niðurnitt. Var þetta hin
fræga borg kalífanna?
Svona leit hún þá út
ævintýraborgin úr
„Þúsund og einni nótt”.
Var það hér, eða i hinni
enn verr útlitandi Babý-
lon skammt frá, sem
Nebukadnesar byggði
skrautgarða á súlum, —
„hangandi skemmti-
garða?” Þess sáust eng-
in merki. Hér sáust að-
eins óhrein, hrörleg hús,
þröngar, rykugar götur
og fátæklegar sölubúðir.
Hér var ekkert að sjá,
sem minnti á skraut og
velsæld liðins tima.
Það eina, sem ekki
hafði breytzt, var hitinn.
Hann varð alltaf meiri
og meiri, eftir þvi sem
sunnar dró. Hér sváfu
menn uppi á húsaþökum
á nóttunni, þvi að enginn
þoldi við inni i húsunum
fyrir hita. Og þetta var
siðustu dagana i april.
Hvernig ætli hitinn
verði, þegar þau kæmu
suður undir Persaflóa i
mai? Berit þorði varla
að hugsa til þess.
Það, sem mesta at-
hygli vakti i Bagdad,
var umferðin á fljótinu.
Þar var iðandi lif og
fjör. Allstór gufuskip
geta siglt upp eftir fljót-
inu Tigris, alla leið til
Bagdad. Þama var lika
fjöldi seglskipa og
niergð af smábátum
(couffahs), gerðir úr
sefjurtum og þéttir með
stálbiki og tjöm. Segja
má, að Bagdad sé eins
konar „landshöfn”, ekki
einun^is fyrir Meso-
potamiu (írak), heldur
einnig fyrir Persiu
(Iran). Tveir þriðju
hlutar .af inn- og útflutn-
ingi Persiu fer um Bag-
dad og þaðan með járn-
brautum áleiðis út um
landið. í borginni Bag-
dad býr þvi margt af
Persum. Berit sýndist
þeir vera óvenjulega
fallegir menn, — friðir
og föngulegir.
Um kvöldið, er þau
systkinin sátu fyrir utan
dyr gistihússins, og nutu
nætursvalans, kom þar
aðvifandistórbifreið. Út
úr bifreiðinni steig ung
og glæsileg kona og með
henni herbergisþema og
þjónn. 1 gestabókina
skrifaði hún nafn sitt,
frú Anna Curgon — gift
Ralph Curgon, háttsett-
um embættismanni i
stjórn Indlands. Strax
og ofurstinn sá þetta
nafn, vissi hann hver
maðurinn var. Seinna
um kvöldið hittu þau
frúna við kvöldmatinn.
Þau settust öll við sama
borð, kynntu sig og hófu
samtal.
Frúin sagði, að hún
hefði verið stödd i Kon-
stantinopel, er hún fékk
simskeyti um það, að
maður hennar hefði
særzt i uppþoti i norð-
vestur Indlandi. Eftir
skeytinu að dæma var
sárið ekki mjög hættu-
legt, en þrátt fyrir það
hefði hún afráðið að taka
sér ferð á hendur til
hans. Hún hafði valið
þessa leið, af þvi að hún
var stytzt. Nú sagðist
hún vera farin að sjá eft-
ir þvi, en of seint væri úr
þessu að snúa
við. Hún lýsti ánægju
sinni yfir þvi, að hafa
hitt hér ofurstann og
frændsystkini hans, og
sagðist vona, að hún
fengi að slást i förina
með þeim, svo langt sem
þau ættu samleið.
Á meðan frú Curgon
lét dæluna ganga, sat
Berit þögul og horfði á
frúna. ,,En hvað hún er
yndisleg”, hugsaði Berit
með sjálfri sér, „en þó
veit ég ekki, hvort hún
fellur mér i geð. Ég verð
að kynnast henni betur
til að geta sagt um það.
Fögur er hún, — það er
alveg vist — bara að nef-
ið væri ekki svona hátt
og þunnt”.
Hún var sannur Eng-
lendingur, — há, grann-
vaxin, vöðvaber. Hún
gat áreiðanlega þolað
allar þrautir ferðalags-
ins. Hún var örugg i fasi
barnatiminn
og glæsileg. Röddin lág,
þægileg og aðlaðandi.
Næsta morgun lögðu
þau öll af stað i bifreið
frúarinnar. Hún var
rúmgóð fyrir fjóra.
Farangurinn, her-
bergisþernan og þjónn-
inn, komu á eftir i öðrum
bil. Bifreiðarnar bar
hratt yfir suðursléttuna,
þótt þar væri enginn
upphleyptur vegur.
Að lokum komu þau til
Babýlon. í fyrstu urðu
systkinin fyrir ennþá
meiri vonbrigðum, er
þau litu á þessa forn-
frægu borg. Þau höfðu
búizt við að sjá þarna
einhverjar minjar
fornrar frægðar, en við
augum blasti auðn og
ógrónar rústir. Þessar
rústir breyttust þó i aug-
um þeirra, er þau höfðu
gengið um stund um
þessa fornfrægu borg,
með þýzkan fomfræðing
sem leiðsögumann. Þá
var sem þessar ömur-
legu rústir fengju lif og
liti að nýju. Hann sýndi
þeim tigulsteinahrúgur
úr frægum byggingum
með dýramyndum og
letri. Þar sem Babels-
tuminn hafði staðið, var
geysileg grjótdyngja. Á
einum stað sýndi hann
þeim hallarrústir, sem
verið var að grafa upp
og hreinsa. Nokkuð af
hallarveggjunum stóð
enn. Þetta sagði hann,
að væri rústir af
hátiðarsal Nebúkadnes-
ar og i þessum sal hefði
hin bleika hönd ritað á
vegginn spádómsorðin:
„Mene tekel ufarsin”.
Jú, vissulega voru þetta
sögulegar minjar, en þó
gat Berit aldrei orðið
reglulega hrifin. Ef til
vill var það hitanum að
kenna, og ef til vill var
hún ekki nógu fróð i
þessum fornu fræðum,
til þess að hafa fulla
gleði af að skoða þessar
ömurlegu rústir.
Ferðafólkið tók sér
gistingu i Babýlon.
Þýzkir fornleifafræðing-
ar voru hér margir við
sögulegar rannsóknir og
þeir höfðu gestaherbergi
i húsum sinum, til að
geta tekið á móti
visindamönnum, sem
heimsæktu þá. Þessi
herbergi fékk ferðafólk-
ið til umráða.
Um sólarlagið dró
ofurlitið úr mesta hitan-
um., ,Ég fer út að fá mér
friskt loft”, sagði Berit.
Hún var um stund ein á
gangi um borgarrústirn-
ar, en þá kom ofurstinn
til hennar.
„Veiztu það, Berit”,
sagði hann, „að nú ert
þú stödd á þeim stað,
sem aðeins er hægt að
koma til i ævintýrum?”
„Hvernig getur það
verið?” spurði Berit.
Henni fannst ekkert
ævintýralegt innan um
þessar grjóthrúgur.
„Jú, littu i kringum
þig”, svaraði ofurstinn.
„Sólin er nú einmitt að
siga i vesturátt, og þá
ert þú austan sólar, en
tunglið er að koma upp i
austurátt og þá ert þú
vestan mána, og jafn-
framt ert þú bak við
Babýlonsturna. Hafðir
þú ekki tekið eftir
þessu?”
Nei, hún hafði ekki at-
hugað þetta. Það varð
hún að viðurkenna.
II.
Heitasti i staður jarðar-
innar — Elphinestone
Inlet
I.
Frá Babýlon var ferð-
inni haldið áfram suður
eftir Mesopotamiu,þar til
fljótin Eufrat og Tigris
runnu saman. Þar lá
bátur sem beið þar eftir
ofurstanum og með hon-
um bar þau með miklum
hraða niður fljótið út til
hafsins.