Tíminn - 28.11.1976, Page 33

Tíminn - 28.11.1976, Page 33
Sunnudagur 28. nóvember 1976 33 Hærra meðfram fljót- inu Tigris, var landið næstum skóglaust, en hér óx þéttur skógur beggja megin fljótsins. Trjátegundin var aðal- lega dölupálmar. Eru skógar þessir svo við- lendir, að á þeim timum voru döðlur ein bezta út- flutningsvara Meso- potamiu (Irak). En meðferðin á doðlunum var sóðaleg. Frú Curgon tók það skýrt fram, að eftir að hún sá hvernig döðlurnar voru ,,með- höndlaðar” i einu þorp- inu á fljótsbakkanum, myndi hún aldrei fram- ar bragða döðlur. Slikan sóðaskap kvaðst hún aldrei hafa þekkt. Þegar lengra kom nið- ur fljótið, fóru þau fram hjá nokkrum „tankskip- um”. Systkinin, Árni og Berit, æptu af gleði, er þau sáu norska fánann blakta við hún á sumum skipunum. Ofurstinn sagði þeim, að þessi skip væru á leið upp i fljótið Karun, en upp með þvi fljóti hefðu nýlega fund- izt miklar oliulindir, og voru þessi skip á vegum ensk-persneska oliu- félagsins að sækja oliu þangað. Annars sagði hann, að enska stjórnin væri aðalhluthafinn i þessu félagi. Um þetta leyti hætti enski flotinn að nota kolakyndingu i herskipin, en tók oliu- kyndingu upp i staðinn, og þess vegna reyndu þeir að ná tökum á oliu- námum viðsvegar um heiminn. Aðalráða- maðurinn við þessar framkvæmdir var þá- verandi flotamálaráð- herra, Winston Chur- chill. Það var að hans ráðum, að enska stjórn- in gerðist aðalhluthafinn i þessu oliufélagi. 2. Loks komu þau út á flóann. i Það voru við- brigði að finna svalt sjávarloftið leika um andlit sér, en á sigling- unni niður fljótið var loftið eins og i vermi - húsi. Þótt komin væri nótt, datt engum i hug að leggjast til svefns, held- ur sátu allir uppi á þil- fari og nutu veðurblið- unnar. Svefnklefamir niðri lokkuðu engan til sin i þessari veðurbliðu. Það var glampandi tunglsljós. Berit þreytt- ist aldrei á þvi að horfa á hvernig skipið skar öldufaldana, en flugfisk- amir svifu hálfskelkaðir yfir öldutoppunum. Undir morguninn lagðist skipið við festar i Bushire. Hér átti ofurst- inn að dvelja meðan hann starfaði sem sér- stakur sendimaður ensku stjórnarinnar við Persaflóa. Herskipin ensku, sem lágu þarna i höfninni, heilsuðu ofurstanum með dynj- andi skothrið, þar sem hann átti að verða eins konar herstjóri á þessu svæði. Borgin Bushire er á dálitlum skaga við Persaflóa, en i kringum skagann eru svo miklar grynningar, að skipin verða að liggja langt frá landi. Og þótt Bushire sé aðalhafnarborg Persiu, þá er borgin litið aðlað- andi fyrir ferðamenn. Veldur þar mestu hinn óþolandi hiti, en auk þess er borgin sóðaleg og húsin mörg hrörleg. Um þennan tima, i lok aprilmánaðar, var hit- inn i forsælu 36 stig, og i júli- og ágústmánuðum hækkar hitinn oft um 8- 10 stig. íbúar borgarinn- ar dvelja þá mest i dimmum kjöllurum, sem i Bushire eru sjálf- sagðir undir hverju húsi. 1 þessa kjallara liggur sérstök loftleiðsla, eins og reykháfur, sem kall- ast á máli ibúanna „badgir”. Ofaná honum er eins konar „skjól”, sem snýr sér eftir vindinum. Um þetta leyti var hit- inn ekki meiri en það, að kvölds og morgna var hann þægilegur, en litt þolandi um hádaginn. Meðal skipanna, sem lágu þarna, var eitt stórt herskip með þúsund manna áhöfn. Strax um kvöldið, sama daginn og ferðafólkið kom til Bus- hire, var þvi boðið á dansleik út i herskipið. Allar Evrópukonur, sem áttu heima þarna — ell- efu talsins — ætluðu að sækja dansleikinn. Berit langaði mikið til að fara i dansinn, en hún átti vitanlega engan góðan kjól. Hún trúði frú Cur- gon fyrir þessu, og hún sagðist mundi sjá ein- hver ráð til að bæta úr þvi. Þegar komið var heim i bústað „sendi- herrans”, sagði einn þjónninn, að i borginni væri ein verzlun, sem hefði flesta hluti á boð- stólum, og þar á meðal klæðnaði Evrópumanna. Eftir dálitla stund höfðu þær frú Curgon og Berit fundið þessa verzlun, og voru svo heppnar, að rekast þar á fallegan, ljósleitan kjól. Þegar Berit mátaði kjólinn, kom það i ljós, að hann var henni svo mátuleg- ur, eins og hann hefði verið saumaður á hana. Berit stóð hálffeimin fyrir framan spegilinn og hugsaði: „Nei, þetta er kjóll á fullorðna stúlku, — skósiður og allt eftir þvi. Ég lit út eins og fullorðin stúlka i þessum kjól! Heldurðu að ég geti notað þennan kjól? ’ ’ sagði hún loks við frú Curgon. „Jú, sannarlega getur þú verið i honum”, svar- aði frúin samstundis. „Það er engin hætta, þótt hermennirnir haldi að þú sért fullvaxin stúlka. Kjóllinn fer þér ljómandi vel. Það verða allir hrifnir af þér i kvöld. Ef eitthvað þarf að laga, þá er enginn lagnari við það en her- bergisþernan min. Hún getur lika lagað til á þér hárið. Ég veit, að henni er það ánægja, at hjálpa til að snyrta þig”. Það fór fyrir Berit, eins og frúin spáði. dansleikurinn varð henni ógleymanlegur. Strax og hún steig inn i hina skrautlegu sali skipsins, var hún um- kringd af heilum hópi liðsforingja. Hún dans- aði og dansaði, meira en nokkum tima fyrr. Það var unaðslegt að dansa á þilfari skipsins, og aldrei hafði hún dansað undir slikri dansmúsik. Maturinn var lika ágæt- ur, — allt var svo yndis- legt, að henni fannst. Þetta var allt likast ævintýri i „Þúsund og einni nótt”. Aldrei hafði

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.