Tíminn - 28.11.1976, Qupperneq 34

Tíminn - 28.11.1976, Qupperneq 34
34 liiSl'Iíí*. Sunnudagur 28. nóvember 1976 Yfirlýsing VEGNA FRÁSAGNA HJölmiðl- um af skýrslu Rannsóknaráðs rikisins um „Þróun landbúnað- ar”, og fylgirits með henni um þróun sauðf járræktar vilja undirrituð, sem unnu i starfs- hópi að skýrslu um þróun land- búnaðar, taka eftirfarandi fram: „Astæðan til þess að skýrslan um þróun sauöfjárræktar var ekki gefin út sem hluti af vinnu starfshópsins alls, var sú, að sauðfjárræktarskýrslan var unnin án samráðs við hdpinn allan, og þegar hún var kynnt fyrir þeim, sem ekki höföu unn- ið að henni, kom upp ágreining- ur um ýmsar forsendur, sem lagðar eru til grundvallar við mat á möguleikum sauðfjár- ræktar á Islandi. Undirrituð töldu að kanna þyrfti ýmsar forsendur betur, og að mikilvægum þáttum, sem skipta máli við samanburð á sauðfjárrækt hér og i Nýja-Sjá- landi, hafi ekki verið gerð skil. Við vekjum athygli á þvi, að á blaðsíöu 131 i skýrslu um „Þró- un landbúnaðar” er eftirfarandi bókun: „Þeir úr starfshópnum, sem ekki unnu aö gerð nefndrar skýrslu, hafa ekki kannað þann grundvöll, sem hún byggir á til fullnustu, og hafa þeir fyrirvara um niðurstöður skýrslunnar.” Gunnar Guðbjurtsson sign. Guðrún llallgrimsdóttir sign. Guðmundur Sigþórsson sign. Jónas J ónsson sign. ÓskarGunnarsson sign. Siðasta sýning á Litla prinsinum A sunnudaginn kl. 15 er allra siöasta sýning á Litla prinsinum eftir Exupéry á Stóra sviði Þjóð- leikhússins. Hér er um að ræða brúðuleiksýningu undir stjórn sænska leikbrúðusnillingsins Michael Meschke. Sýningin hefur notiö vinsælda, en ekki er unnt að sýna hana lengur, þar eð brúðurnar og sviðsbúnaður er fengið að láni frá Stokkhólmi. Það eru stúlkur úr Leikbrúðulandi, sem stjórna brúöunum og starfa þær hér i fyrsta skipti i Þjóðleik- húsinu, en leikarar hússins flytja textann. Sýningin er um klukku- stundar löng. Umferðarfræðsla í skól um efld og skipulögð MÖRG ár eru slðan umferðar- fræðsla var tekin upp f barna- og unglingaskólum. Er ekki að efa, að sú viðleitni hefur borið veru- legan árangur, a.m.k. þar sem staðið hefur verið að málinu af mestum myndarskap. Hitt sjá svo allir, aö hér verður seint ofgert, og brýn þörf að efla þessa fræðslu sem og hverja þá viðleitni, sem dregið gæti úr tíðum óhöppum og skelfilegum slysum I umferð- inni. Fyrir rúmu ári ákvað menntamálaráðuneytið aö laus- ráða mann til umsjónar með umferðarfræðslu i skólum. Til þess réðist ungur- kennari, Guð- mundur Þorsteinsson aö nafni. Hefur hann þegar unnið mikið aðmálinu. Náið samstarf hefir veriö með umferöarráði, lög- reglu og fleiri aðilum, sem sér- stök afskipti hafa af þessum vandamálum. Vonazt er til, að leyfi fáist til að fastráða mann I þetta starf frá næstu áramótum, þvl augljóst er, að verkefnin eru ærin. Til fróðleiks skulu hér rifjaöir upp helztu þættirnir, sem nú er unnið að vegna umferðar- fræðslu i skólum. 1. Fræðslufundir eru haldnir meö kennurum á höfuðborgar- svæöinu m.a. vegna „endur- skinsmerkjadagsins” o.fl. Veggspjöld varðandi endur- skinsmerki og fl. eru send til allra skóla. 2. Lögð hafa verið drög að ferð til skóla á Austurlandi i samráði við fræðsiustjóra Aust- urlands. 3. Unnið er að teikningum fyrir glærumyndir. Þar er um að ræða tvo 12 myndaflokka, sem eru i frumvinnslu. Einnig verða samdir skýringartextar. Reynt er að stilla verði i hóf. 4. Beiðni hefir verið send til réttra aðila um breytingar á skipulagi umferðar við skóla vegna umferðaröryggis skóla- nemendanna. 5. Fræðslufundir með nem- endum 9. og 10. bekkjar I Gagn- fræðaskólum Reykjavikur eru undirbúnir i samráði við fræðsluráð Reykjavikurborgar. Einnig er i undirbúningi i fjór- um skólum tilraunir meö vett- vangsfræðslu, heimsóknir til spitala, tryggingarfélaga, um- ferðarlögreglu o.s.frv. Vett- vangsfræðslu þessari mun ljúka með ritgerð um viðeigandi viö- fangsefni, unnið i samvinnu við félagsfræði- og islenzkukenn- ara. 6. Jólagetraun er I undirbún- ingi fyrir 6-12 ára skólanemend- ur. Sent hefur verið bréf til allra bæjar- og sveitarstjórna, þar sem sveitarfélögum er boðin þátttaka. Ennfremur hefur lög- reglustjórum og sýslumönnum verið sent umburðarbréf varð- andi jólagetraunina. 7. Ritgerðarsamkeppni fyrir 11 ára skólabörn er i undirbún- ingi I samvinnu við námsstjóra I islenzku, Indriða Gislason. Haft hefur verið samband við S.l.B. Unnið er að útvegun verðlauna. Keppnin mun formlega kynnt fyrstu skóladag'a I janúar næst- komandi. 8. Unnið er að leiðbeiningum fyrir kennara með skyggnu- myndaflokki, sem mun sýna gangandi vegfarendur i myrkri og er einkum ætlaður til nota á endurskinsmerkjadegi. Enn má geta þess, að nokkrum skólum hafa verið útveguð endurskins- merki með nafni skólans eöa með merki hans. Full ástæða virðist til þess að vekja athygli á þvi starfi, sem unnið er um þessar mundir til eflingar umferðarfræðslu i skól- um landsins. Varla fer á milli mála, að það er gagnlegt. Nyt- semin margfaidast þó, ef heim- ilin og allur almenningur gefur þessu starfi gætur, og styður það i verki. Umferðarfræösla i llliðarskóla. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra: Rafmagns-hitakútar Framleiðum og höfum á lager rafmagns- kúta i eftirtöldum stærðum: 50 litra á krónur 48.500 100 litra á krónur 54.500 150 litra á krónur 63.800 200 litra á krónur 75.800 Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Blikksmiðjan Grettir Armúla 19 — Reykjavik — Simi 8-18-77 Norræn tónverk Eins og á undanförnum árum veitir Norræni menningar- málasjóðurinn styrki til einleikara, einsöngvara, kammerflokka, kóra, hljómsveita eða óperuhúsa svo að þessir aðilar geti fengið norrænt tónskáld frá öðru landi, en sínu til að semja verk fyrir sig. Umsókn skal gerö I samráöi og meö samþykki við komandi tónskálds. Umsóknarfrestur er til 1. marz 1977. Nánari upplýsingar veitir Nomus, c/o Norræna Húsið, Reykjavik. Auglýsið í Tímanum Menntamálardðherrafundur Norðurlanda: VILL AÐ BÓKMENNTAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS VERÐI HÆKKUÐ — og Samar, Færeyingar og Grænlendingar komi inn í úthlutunarnefndina A menntamálaráðherrafundi Norðurlanda i Kaupmannahöfn 17. þ.m. var lýst stuðningi við, að bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs yrðu sem allra fyrst hækkuð úr 50 þúsundum danskra króna i 75 þús. d.kr., eða i um það bil 2,4 millj. isl. króna. Verð- launafjárhæðin hefur verið ó- breytt frá öndverðu, eða i 15 ár. Einnig voru fundarmenn hlynntir þvi aö gert yrði ráö fyrir sérstök' um styrk að fjárhæð 25 þús. d.kr. handa rithöfundi, sem birt hefði fyrstu bók sina á þremur næstu árum á undan styrkveitingu. Þá var gert ráð fyrir nokkurri skipulagsbreytingu á úthlutun bókmenntaverðlaunanna, þannig að fulltrúar frá Sömum, Fær- eyingum og Grænlendingum kæmu i úthlutunarnefndina og að sama nefnd annist einnig styrk- veitingar tii útgáfu norrænna rita i þýðingu á máli grannþjóðanna. Þessi nefnd fjalli einnig um út- hlutun hins nýja 25 þús. króna styrks, ef samþykktur veröur. Tveir nýir deildarstjórar voru ráðnir i Norrænu menningar- málaskrifstofuna, — Lilla Voss frá Danmörku og Gustav Skut- halla frá Finnlandi. Rúmlega 200 umsóknir bárust um stöðurnar. Samþykkt var að koma á fót 5 manna nefnd til þess að f jalla um hugsanlegan fjárhagsstuðning við norrænt iþróttasamstarf, einkum iþróttir fyrir börn, ungl- inga og fatlaða, starfsiþróttir o.s.frv. Einnig er nefndinni ætlað að athuga, hvort þörf erf yrir sér- stakar ráðstafanir til þess að auö- velda þátttöku þeirra i norrænu iþróttasamstarfi, sem eiga um langan veg að sækja i þessu sam- bandi. Nefndinni er ætlað að láta kostnaðaráætlun fylgja tillögum sinum og raða verkefnum til framkvæmda eftir þvi hve mikla áherzlu hún telur, að leggja beri á þau. Þá var rætt um samstarfiö á sviði leiklistarmála og hugsan- lega sameiningu nefnda þeirra, sem fjallað hafa um svonefnd Vasanámskeið og úthlutun fjár til gestaleikja. A sameiginlegum fundi ráð- herranefndarinnar og mennta- málanefndar Norðurlandaráðs var m.a. rætt um Menningarsjóð Norðurlanda og nauösyn þess að efla sjóðinn. Sjóðurinn hefur nú árlega 6,5 millj. danskra króna til umráða, eða um 208 millj. is- lenzkra króna, en hafði áður 5,6 millj. d.kr. Arið 1975 bárust sjóðnum 962umsóknir að fjárhæð samtals 66 milljónir danskra króna. 158 af þessum umsóknum, að fjárhæð 8 millj. danskra króna féllu undir aðrar norrænar stofnanir en sjóðinn, en af þeim 804umsóknum, sem þá voru eftir, að fjárhæð 58 millj. d. kr„ gat sjóðurinn einungis sinnt 126 umsóknum og veitti samkvæmt þeim 5,6 millj. d. kr. Af fé þvi, sem sjóðurinn greiddi árið 1975, voru um það bil 13% til kennslu- mála, u.þ.b. 20% til visindalegra rannsókna og u.þ.b. 67% til ann- arra menningarmála. Menntamálanefnd Norðurlanda- ráðs hefur jafnan lagt áherzlu á að efla Menningarsjóð Norður- landa og itrekaði það enn á ný á þessum fundi. Þess má geta, að fjárhæð hinna svokölluðu norrænu „menningár- fjárlaga” þ.e. fjárveitingar þjóð- þinganna til norræns menningar- samstarfs, eru á árinu 1976 45,3 millj. d. kr„ eða u.þ.b. hálfur annar milljarður islenzkra króna. 1 tengslum við menntamála- ráðherrafundinn var haldinn em- bættismannafundur og fundur um dreifingu sjónvarpsefnis um gervihnetti. Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, tók þátt i fundunum af hálfu menntamálaráðuneytisins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.