Tíminn - 28.11.1976, Page 37
Sunnudagur 28. nóvember 1976
37
N
Hjaltlenzk
stjórn?
tBOAR Hjaltlands hyggjast fara
sinar eigin leiðir i sjálfstjórnar-
málum. A meðan fólk i öðrum
hlutum Stóra-Bretlands getur
ekki komið sér saman um hvernig
kosningum um sjálfstjórn Wales
og Skotlandi til handa skuli vera
háttað, ætla yfirvöld á Hjalt-
landseyjum að efna til almennra
kosninga þar. Núna eru ibúar eyj-
anna um fjórtán þúsund talsins.
Hjaltland er venjulega talið til-
heyra Skotlandi, og það er einmitt
það, sem Hjaltlendingar vilja
ekki sætta sig við. Markmiðið
með kosningunum er að leggja á-
herzlu á þá kröfu, að Hjaltland
verði aftur tengt Englandi, og
hafi London sem höfuðborg, i stað
Skotlands með Edinborg sem
höfuðborg, burtséð frá þvi hvað
gerist i baráttu Skota fyrir sjálf-
stjórn.
Hvað Skotana áhrærir, þá
leggja hörðustu þjóðernissinn-
amir á það rika áherzlu að fá fullt
sjálfstæði. Þeir vilja stofna
skozkt riki óháð Englandi i öllum
málum. Þeir þykjast fullfærir um
það efnahagslega séð, vegna olí-
unnar i Norðursjónum, sem þeir
telja sig eiga tilkall til. Skozku
þjóðernissinnarnir hafa alltaf
tekið það sem sjálfsagðan hlut, að
Hjaltlandseyjar fylgi Skotlandi,
en eyjaskeggjar vilja ekki viður-
kenna það. Þeir telja hagsmuna
sinna betur gætt undir stjórn i
London. Til viðbótar þeim föstu
styrkjum sem Hjaltland hefur um
árabil fengið frá rikinu, hafa
þeim einnig verið tryggðar álit-
legar tekjur af oliunni i Norður-
sjónum og þeim framkvæmdum,
sem þar fara fram.
I skoðanakönnun, sem gerð var
fyrir skömmu, kemur i ljós, að
langflestir kjósendur i Skotlandi
vilja, að þessi landshluti verði
enn um sinn óaðskiljanlegur hluti
af konungsrikinu, eins og hann er
i dag. En þeir vilja jafnframt fá
langtum meiri sjálfstjórn heldur
en nú er. Flestir eru lika fylgjandi
þvi, að þjóðaratkvæðagreiðsla
verði haldin um málið. En ósam-
komulag er um það, hvort at-
kvæðagreiðslan skuli aðeins fara
fram meðal Skota, eða um gjör-
vallt landið.
Það verður neðri málstofa
brezka þingsins, sem á að skera
úr um það, hvort Skotar fái sjálf-
stjórn og hvernig snúast eigi við
þessu vandamáli, sem er bæði
flókið og mjög umdeilt. Stefnurn-
ar eru óskýrar og ganga þversum
i gegnum alla flokka. Það eina,
sem er öruggt er, að þegar f jallað
verður um þetta mál á þingi,
verða harðar og skarpar sennur,
þannig að það getur orðið til að
taka allan tima þingsins, svo að
ekki verði timi til að taka önnur
stórmál til umræðu þann vetur-
inn.
(Þýtt J.B.)
s
jálf-
H jaltlandseyjar voru uppruna-
lega norskt land og finnast fjöl-
margar minjar þar frá norska
timanum. A skjaldarmerki eyj-
anna stendur t.d. skrifað „med
logum skal land byggja".
Ný ævintýraskáld-
saga:
Með báli
og brandi
gébé Rvik —
- MEÐ BALI OG BRANDI
nefnist skáldsaga eftir Joe Poy-
er, sem bókaútgáfan Orn og
örlygur hefur gefið út. Þetta er
ævintýraskáldsaga, en
höfundurinn er kunnur fyrir
bækur sinar. Hann hefur á sið-
ustu árum verið að ryðja sér til
rúms á erlendum skáldsagna-
markaði, og má til marks um
það nefna sem dæmi, að hinn
kunni Alistair Maclean sagði
um fyrstu bók Poyers, North
Cape, að hún væri bezta ævin-
týraskáldsaga, sem hann hefði
lesið um árabil.
Bókin segir frá fyrrverandi
flugmanni i bandariska flug-
hernum, sem rekur flutninga-
fyrirtæki i smáum stil. Hann
gerist aðstoðarmaöur Interpol
jg tekst að hafa upp á aðal-
tekjulind nýnasista i Mið
Evrópu.
Bókin er geysispennandi frá
upphafi til enda. Hún er sett i
Prentstofu G. Benediktssonar.,
prentuð i Prentsmiðjunni Viðey
hf. og bundin i Arnarfelli. Kápu-
teikningu gerði Hilmar Þ.
Helgason.
Ný bók:
Ljós mér
skein — á
dimmum
dögum
gébé Rvik— LJÖS MÉR SKEIN
á dimmum dögum, nefnist
endurminningar Sabinu Wurm-
brand i þýðingu Sigurlaugar
Arnadóttur sem bókaútgáfan
örn og örlygur hefur nýverið
sent frá sér. í bók sinni greinir
Sabina Wurmbrand frá þvi,
hvernig bjargföst trú á guð
lega handleislu veitti henni
styrk til þess að lifa af ómann-
úðlega meðferð i fangelsum
kommúnista i Rúmeniu.
A bókarkápu segir m.a.:
Höfundurþessararbókarer um
margt frábær. Arum saman
verður hún að sæta hinni hrak-
smánarlegustu meðferð i fanga-
búðum kommúnista i heima-
landi sinu, Rúmeniu. Pyndingar
og hvers konar harðrétti eru
megineinkenni i daganna þraut.
Þjakandi áhyggjur'vegna eigin-
manns og sonar leggjast þungt á
hug og hjarta. En bugast lætur
hún aldrei.
Bókin er sett i Prehtstofu G.
Benediktssonar, prentuð i
Prentsmiðjunni Viðey og bundin
i Arnarfelli. Kápumynd gerði
Hilmar Þ. Helgason.
Fjallað um
tilverurétt
sálarfræði
SUNNUDAGINN 28. nóv. verður
fluttur á vegum Félags áhuga-
manna um heimspeki fyrirlestur i
Lögbergi, húsi lagadeildar Há-
skóla Islands. Fyrirlesari er
Magnús Kristjánsson, sálfræð-
ingur, og ræðir hann um um-
deilda grein Þorsteins Gylfason-
ar, lektors, i Skirni 1975, sem
nefnist „Ætti sálarfræöi að vera
til”. Fyrirlesturinn hefst kl. 14.30
og er öllum opinn.
Smíðajárnskertastjakar
Jólin nálgast og ekki seinna vænna að ákveða hvað
gefa skal vinum og vandamönnum (nú eða sjálfum
sér) i jólagjöf.
Handverk s.f. býður eftirtaldar gerðir af kertakrók-
um, gólf- og veggstjökum á góðu verði — og án
nokkurs aukakostnaðar.
AHA. Gleymdist nú ekkert?
Jú, auðvitað gjafaverðið en það er:
6000 kr. kosta L 1 og G 1
5000 kr. kosta L 2
4500 kr. kosta L 3
3500 kr. kosta L 5
3000 kr. kosta L 4, L 6 og V 9
2500 kr. kosta V 1 og V 8
2000 kr. kosta V 2, V 3 og V 4
1500 kr. kosta V 5, V 6 og V 7
Ef þér hafið áhuga, fyllið þá út seðilinn
og við sendum pöntunina um hæl.
r
x
Ég undirrit.
Naf n--------
Heimili
Sími
Póststöð.
óska eftir að mér verði send:
______stk------------gerð — Samtals kr..
HANDVERK S.F.
Nýbýlavegi 98 — Kópavogi
Sími (91) 4-33-37 (aðeins á kvöldin).
stk-----------gerð — Samtals kr.
X
□ óskast sent heim (Stór-Reykjavíkursvæði eingöngu)
□ óskast sent í póstkröfu.
Krossið þar sem við á.