Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. desember 1976 7 Daníel Ágústínusson: Þörf þjóðarinnar eða meiri lífsþægindi A 9. landsmóti UMFÍ á Akur- eyri 3. júli 1955 flutti Þórarinn Björnsson skólameistari ræöu, sem mörgum mun enn i minni, er á hana hlýddu. Þórarinn var af öllum talinn vitur maöur og góögjarn. Marga nemendur hans hef ég heyrt tala um aö fööurlegur faömur hans hafi veriö stór og hlýr og umhyggju- semi hans og góövild átt sér lítil takmörk, enda vel virtur af þeim. Þórarinn skólameistari ræddi þar um þjónustu einstaklingsins viö meðbræöur sina og þjóöfé- lagið. Hollustu i störfum og manngildið. Hann sagði m.a. „Manni, sem ekki gerir gagn getur ekki liðiö vel og þvi meira gagn sem við gerum, þvi betur liður oss. Gagnieysiskenndin, er sennilega átakanlegasta van- máttarkenndin, sem til er.” Og hann sagöi aö lokum: „Ég hef verið að velta þvl fyr- ir mér undanfarna daga, hverju ég myndi svara, ef ég væri um það spurður, hvaö mér fyndist varhugaverðast i fari Islend- inga nú um sinn. Ég skal taka það fram, aö ég er hvergi nærri öruggur um svarið. Ég haföi það fyrlr satt, að hver þjóö eins og hver einstaklingur, skyldi dæmd eftir þvl, sem hún leitar að. Og þá varö niöurstaöan helzt þessi: Menn leita ekki nógu mikið að þörf þjóðarinnar, en of mikið að þægindum sjálfra sln. Slikt er mannlegt, ekki slzt fyrir þjóö, sem svo litilla þæginda hefur notiö til skamms tlma. En stór- mannlegt er þaö ekki, svo aö ég óttast, að jafn stórbrotnu landi og Islandi, og um leiö jafn erf- iðu, sé slikt hugarfar ekki sam- boöið til lengdar. Tign landsins og mikilfengleiki úthafsins, sem hér brotnar við strendur, glíman, sem hér er háö viö hamröm náttúruöfl, heimtar stórt geö. Og þaö skyldu menn vita, aö þægindin ein gera engan mann sælan, heldur hitt aö lifa manndómslifi, aö vinna þarft verk. Þar sem mest var þörf þar var bezt aö vera, á þér, segir hinn vitri maöur og holli þegn, Stephan G. Stephansson. Ég hygg, aö Islendingum væri hollt aö hugleiöa sannindi þess- ara oröa nú á þessum umróts- tlmum, þegar svo margir vita ó- gerla, hvar þeir eiga aö standa, og veröur þá helzt fyrir aö leita til þess, sem mest veitir stund- argæöin, þ.e. til fljóttekinna peninga, og er þá slöur hugsaö um hitt, hvort þarft er unnið eöa hvaö farsælast veröur til lang- frama.” Þessi orö — hins vitra og þjóö- holla skólameistara — áttu er- indi til þjóðarinnar fyrir rúmum 20árum og eiga þaö ekki siöur I dag. Aldrei hefur kapphlaupið um lífsþægindin og munaöinn gengiö jafn langt og nú. Aldrei munu jafn fáir leita að þörf þjóöarinnar, en jafn margir aö eigin þægindum. Aldrei munu kröfurnar til ríkisins hafa verið almennari og haröari og alger skilningsskortur á þvl, aö eng- inn getur til lengdar eytt meiru en aflað er. Sú var tlöin aö rikiö átti kjöl- festu, sem voru opinberir starfsmenn. Þetta var stór hóp- ur ágætra manna, dreiföur um land allt viö hin ólikustu störf. Launin voru aö vísu misjöfn, eftir menntun, starfsaldri og á- byrgð. Yfirleitt voru störf þessi eftirsótt og oft hægt aö velja úr stórum hóp umsækjenda, þegar stöður voru auglýstar. Þaö þótti mikill fengur aö fá æviráöningu. Laun alltaf greidd i mánaöar- byrjun, hvernig sem allt veltist. Sumarfri I mánuö á fullum launum, og veikindafri I 1 ár. Hin sfðari ár fyrirheit um verö- tryggöa lífeyrissjóði, þegar lát- iö var af störfum. Þessu fylgdi yfirleitt þokkalegur vinnustaöur — hlýr og notalegur — með sima og öðrum þægindum. Menn gátu fengið fri dag og dag, án þess að missa af launum sin- um um næstu mánaðamót. En rikið átti þetta fólk og það hafði ekki rétt til verkfalla. Glundroð- inn og upplausnin i þjóöfélaginu náöi ekki til þess. Niöur viö höfn er verkamaður aö berja klaka á köldum og dimmum vetrarmorgni. Vinnu- staöurinn er þægindalaus og kaupið lægra, en hjá öllum teg- undum opinberra starfsmanna. Þar aö auki er alveg óvist, hversu lengi þessi vinna endist og hvaö tekur þá viö? Þegar harönar á, á þessi maöur aöeins eitt vopn, sem heitir verkfalls- réttur, sem hann og stéttarbræö- ur hans nota viö og viö. Áöur fyrr gaf verkfallsrétturinn nokkrar kjarabætur, þegar hverri sennu var lokið. Þá voru fjársterkir atvinnurekendur, sem héldu fast aö sfnu. A slðari árum hefur komið upp hópur hagspekinga og ann- arra sérfræðinga, sem geta sagt fyrir um þaö, meö furöu mikilli nákvæmni, hvað atvinnullfiö þolir miklar kauphækkanir, án þess að allt verðlag stórhækki. Þarna er þó ávöxtur af auknu skóla- og visindastarfi. Verkföll á siöari árum hafa þvi oröið verkafólki til lítilla hagsbóta, heldur fariö jafnóðum út I verö- lagiö, þegar enginn afgangur var I framleiöslunni til kaup- hækkana, og ný verðhækkunar- alda reiö yfir. Verkafólk hefur fórnað kaupi sinu I nokkra daga og vikur. Þjóöin hefur misst af dýrmætri framleiöslu. Sú skoö- un hefur þvi fengið mikla út- breiöslu á siðari árum aö verk- föll væru þegar oröin úrelt að~ ferö til bættra lifskjara og betri árangri væri hægt aö ná meö þvi aö beita lögmálum hagfræðinn- ar. Þegar allt þetta liggur fyrir hefja forustumenn opinberra starfsmanna baráttu fyrir þvi, aö hinn löngu úrelti verkfalls- réttur, sé þar tekinn upp. Hér eru þeir áreiöanlega 20-30 árum á eftir tlmanum. Og þaö er ekki nóg með kröfur um verkfalls- rétt, heldur eru einstakir starfs- hópar reknir út I verkföll, sem standa að visu ekki lengi, en eiga að vera eins og liðskönnun um það, hvernig hægt er að brjóta niður lög og reglur hins veikbyggöa þjóöfélags. Gamlar heföarstéttir I þjóðfélaginu missa andlitiö viö svona skrípa- læti. Fulltrúi B.H. kom fram I sjónvarpinu fyrir skömmu og haföi uppi dólgslegar hótanir um verkföll og ólöglegar aö- geröir, ef félagsmenn i B.H. fengju ekki um 40-50% launa- hækkun, en hjá þeim eru al- gengustu laun nú 130-200 þús. á mánuði. Siðan er eilifur saman- buröur og metingur á milli starfshópa, og finnist enginn lægri hér á landi er fariö til há- þróaöra iönaöarþjóöa I Evrópu og gerður samanburöur viö stéttarbræöur þar, þótt finna megi f jölda ríkja um allan heim meö miklu lægri laun, en þau sem opinberlr starfsmenn hafa á tslandi. Þá er alþekktur fyrirgangur námsmanna heima og erlendis. Þegar þjóðfélagiö leggur þeim til 1000 milljónir heimta þeir meira en 2000 milljónir og neita endurgeiöslu námslána, nema meö stórfelldum afföllum. Þaö er ekki nóg aö þjóöfélagiö leggi til skólana, heldur er krafizt fulls meölags I formi námslána og meölags meö börnum náms- manna. Yröi regla þessi tekin upp væri óhjákvæmilegt aö fylgjast betur meö námi þessa fólks, en gert er. Gjaldþrot heimilanna hefur veriö uppáhaldsslagorö ýmissa forustumanna launþegasam- takanna, sem vildu sýna meö sterkum litum aö ástandiö væri alvarlegt. Hins vegar fellur sú fullyröing illa saman viö þá staöreynd, aö ýms eyösla þjóö- arinnar hefur vaxið mjög á sama tima. Nægir þar aö minna á sölu áfengis og tóbaks, sem setur nýtt met á hverju ári og mun nú nema meira en 10 millj- öröum. Þá hafa feröaskrifstofur aldrei blómstraö betur né fleiri tekiö sér far til sólarlanda. Inn- flutningur á bifreiöum er i hröö- um vext! á ný og hvert litasjón- varpstæki, sern kemst inn i landiö, selst um leiú og engu máli virðist þaö skipta, hv3o þau kosta. Margar aðrar vörur, sem ekki flokkast undir brýn- ustu lifsnauösynjar hafa runnið út,svokaupgetan bendir ekki til þess, að „gjaldþrot heimil- anna” sé mjög algengt. Þetta eru staöreyndir sem blasa við Daniel Ágústinusson. öllum, sem vilja sjá hlutina i réttu ljósi. Hin mikla kaupgeta þjóðar- innar, hefur skilið eftir sig gífurlegan gjaldeyrishalla hin siðustu ár, sem jafnaöur hefur veriö meö eriendum lántökum. Þannig hefur þjóðin lifaö um efni fram. Er ekki mál aö linni. Þá er hópur i þjóðfélaginu, sem kemur sér hjá þvi aö greiöa opinber gjöld I skjóli gloppóttra skattalaga, enda þótt lifsvenjur þeirra sanni, svo ekki verður um villzt, aö þeir hafi allriflegar tekjur af atvinnurekstri sinum eöa ööru. Þarna eru dæmigeröir menn, sem leita ekki aö þörf þjóðarinnar, heldur aö þægind- um sjálfra sin. Einnig er æöistór hópur I þessu landi, sem æpir á tekiuskatt. einkum beir sem hafa komið sér vel fyrir meö tekjuöflun en komast ekki fram hjá skattalög- unum. Það furöulega hefur skeö, að undir þetta hafa tekið forustumenn verkalýösfélag- anna og margir aörirsem engan tekjuskatt greiöa. Ætti þó öllum aö vera ljóst, aö tekjuskatturinn er eina leiöin til verulegrar tekjujöfnunar I þjóðfélaginu og mjög réttlátur tekjustofn. Hvernig er svo hagur rikis- sjóös, sem öllum spjótum hefur veriö beint gegn? Hann hefur veriösveltur og átt erfitt meö aö standa viö skuldbindingar sín- ar, og aö jafnaði skuldaö Seölabankanum um 10 millj- aröa. Hann hefur því ekki legið á peningunum, eins og ýmsir virðast halda eftir kröfum þeirra. Hallalausan rekstur rikissjóös veröur aö tryggja. Allt þaö, sem rakiö hefur ver- iö hér aö framan bendir til þess, aö menn leiti of mikið eftir þæg- indum sjálfra sin, en spyrji minna um þörf þjóöarinnar. Hér verður aö vera breyting á, svo sjálfstæöi þjóöarinnar varöveit- ist og framfarasókn hennar haldi áfram. Framundan biöa gífurleg verkefni óleyst. Þaö er ekki hollt aö hafa eigingirnina og sjálfselskuna aö leiöarljósi. Setji þau mót sitt á kröfur þegn- anna og llfsviöhorf, má um það segja líkt og skáldiö um hafis- inn: „Ef hann gripur þjóð, þá er glötunin vis, þá gagnar ei sól né vor.” Islendingar eru fámenn þjóö. Aöeins 200 þús. ibúar. Þótt land- ið sé haröbýlt hefur þaö mikla möguleika til góörar afkomu þegnanna. Afl fossanna, jarö- hitinn og hafiö umhverfis landiö eru dýrmætir fjársjóöir, til aö byggja á sókn þjóöarinnar til betra og fegurra lifs, auk þess gróðurs, sem landiö býr yfir. Við þessi skilyrði geta Islend- ingar byggt fyrirmyndarþjóðfé- lag, ef samhugur og viösýni ræður rikjum, I staö eigingirni og þröngsýnnar stéttarbaráttu. Þessi atriði þarf umfram allt aö hafa i huga: 1. Aðallirhafistörfaö vinna viö sitt hæfi. 2. Aðhinlægstulaunséusvohá, að hægtsé aðlifa af þeim meö eðlilegum hætti. 3. Að allar hærri tekjur séu skattlagöar stighækkandi til tekjujöfnunar i þjóöfélaginu og fjáröflunar fyrir ríkissjóö. 4. Aö hallarekstur ríkissjóðs hverfi. 5. Að jafnvægi sé skapaö I gjaldeyrisviöskiptum þjóöar- innar. 6. Aö ágreiningur um kaup og kjör sé leystur af hlutlausri hagfræðilegri stofnun. 7. Aö tekið sé fyrir rætur verö- bólgunnar, sem lengst af hef- ur verið heimatilbúiö vanda- mál. Þetta er stærsta atriöiö og lykillinn aö lausn margra annarra mála. En hvaö er aö: „Menn leita ekki nógu mikið að þörf þjóðar- innar en of mikið að þægindum sjálfra sín,”var svar Þórarins skólameistara fyrir rúmum 20 árum. Þessi orö eru enn I fullu gildi. Ef hver Islendingur legöi sér þau á minni og liföi eftir þeim, gæti samfélagiö á íslandi i veriö öörum þjóðum til fyrir- myndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.