Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 5. desember 1976
13
Komnar til jarðarinnar til að
miðla okkur af þekkingu sinni,
þannig að við munum geta
læknaö sjúkdóma og bundið
endi á hungur og styrjaldir.
Þessir gestir sem eru háþró-
aðar verur, koma frá plánetu
hinum megin sólu. Ekki síðar en
i ágúst á næsta ári (1977), munu
þeir byrja að láta okkur vit-
nesku slna I té. Jafnframt munu
þeir koma I eigin persónu. Meö
þeirra hjálp getum viö farið að
lækna áður ólæknandi sjúk-
dóma, s.s. krabbamein og
hjartasjúkdóma. Þá getum viö
einnig útvegaö nægan mat fyrir
alla og komiö I veg fyrir styrj-
aldir segir hún.
Allir fljúgandi furöuhlutir
sem við sjáum, eiga rætur aö
rekja til þessara vera. Þær
sendu boö niður á jörðina og var
ég fær um aö veita þeim mót-
töku. Þær vildu láta mennina á
jörðinni vita, að þeir væru ekki
einir og að ekki væri öll von úti.
Þettaermestuppörvandi sýn,
sem fyrir mig hefur borið held-
ur hún áfram. Hún kom mér
gjörsamlega á óvart, þar sem
ég stóð við garðhliðið heima hjá
mér f Washington og var að
kikja á stjörnurnar. Ég tók þá
eftir þvi, að ein stjarna lýsti
skærar en hinar, og af hreinni
tilviljun óskaði ég mér. Þá kom
yfir mig gamalkunnug svim-
andi tilfinning, sem vanalega
fylgir sýnum, og ég greip fast
’um hliðið. Allt i einu var eins og
andinn yfirgæfi likamann og
þyti með ógnarhraða óralangt I
burtu, en svo færðist undarleg
róyfirmig. Alltleinusá éghlut,
sem skein skærar en nokkur
stjarna. Þetta var silfurgrá
sklfa, sem færöist hljóðlaust
nær mér. Og áður en varði var
ég komin inn I hlutinn, sem var
á flugi.
7;g
Allmargar verur stóðu i
kringum mig og horfðu á eitt-
hvaö sem liktist málmþili. Þær
voru smávaxnar og klæddar’’
silfurlitum alklæönaði. Þráttfyr-
ir að ég gæti séð þær greinilega
gat ég ekki fengið skýra mynd
af llkamseinkennum þeirra. Ég
get ekki munað hvernig hendur
þeirra né andlit voru, en fékk þá
tilfinningu, að þeir væru ekki
ýkja frábrugðnir okkur. Ég
svipaðist um I farartækinu, en
fékk ekki komið þar auga á
neinn hlut. Veggirnir voru auöir
og sléttir.
Ég varð vör við eitthvert hljóð
innilhöfðinuámér.ogskildi þá
að þeir væru háþróaðir og hefðu
mikla fjarskynjunarhæfileika,
slðan fór myndum að bregöa
upp fyrir innra auga minu. Ég
sá vlsindamenn I hvitum slopp-
um vinna við rafmagnstæki,
hjúkrunarkonur á sjúkrahúsi,
umkringdar sjúklingum,eldfrá
vopnum og menn að berjast. I
bakgrunninum stóðu alltaf
þessar verur þögular.
Þá rann upp fyrir mér hvað
þetta þýddi. Þessar verur ætl-
uðu að miðla okkur af þekkingu
sinni meö hjálp fjarskynjunar-
' hæfileika sinna og um leið
heyrði ég rödd innra með mér
sem sagði: „Fólk þitt er reiðu-
búið að taka á móti þeirri þekk-
ingu, sem við ætlum að veita
þvl. Tækni ykkar er komin á það
stig, að méð hjálp okkar getur
hön tekið stórstlgum framför-
um.”
Ennfremur sá ég borg, og
geimskipið lenda. Þá vissi ég,
að gestirnir myndu ekki aðeins
hafa fjarskynjunarsamband viö
okkur, heldur koma sjálfir. Ég
veit, aö áður en langt um llður
munu þeir koma og hjálpa okk-
ur, sagði Jeane Dixon.
(Þýtt JB)
Jóiabasar Sjálfsbjargar félags fatlaöra, veröur haldinn sunnudaginn 5. desember f Lindarbæ. Eins og
ávallt er mikiö af góöum munum, happdrætti, margir góöir vinningar, einnig sala á lukkupökkum, jóla-
skreytingum og kökum, segir i frétt frá Sjálfsbjörgu.
Rafmagnsheimilistæki
á heimsmælikvarða frá
OLAFUR GISLASON&CO.h/f
Sundaborg, Reykjavík. Sími 84800.