Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 28

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 28
IJtiJÍ'liili Sunnudagur 5. desember 1976 Karpof teflir, hvað segir Fischer? anidse, Nino Gurieli og Nanu Joseliani. Þær eru allar meist- arar, og Maja hefur þegar unnið titil alþjóðlegs skákmeistara. Nino Gurieli, sem er aðeins 14 ára, sigraði á þessu meistara- móti i Tbilisi alla meðlimi ólympiusveitarinnar, þ.á.m. Gaprindasvili, Alexandria og Levitinu. Astæðan fyrir góðum árangri grúsisku skákkvenn- anna er ekki eingöngu uppörv- andi fordæmi Nonu Gaprinda- svili, heldur einnig sú, að beztu skákmenn lýðveldisins, þ.á.m. tveir stórmeistarar, eru einka- þjálfarar beztu skákkvennanna af yngri kynslóðinni. Þjálfara- hæfileikar þeirra hafa komið greinilega i ljós á siðustu árum. En þrátt fyrir allt voru Tbilisi- stúlkurnar sigraöar á heima- velli. 19 ára stúlka frá Moskvu, Anna Akhsjarumova, sem tók nú i fyrsta sinn þátt i meistara- keppni, varö sovézkur meistari I fyrstu atrennu. Anna byrjaði að tefla skák þegar hún var krakki, i áhugamannahópi i Ungherja- höllinni i Moskvu. Áhugi hennar á skák er svo mikill, að vinkon- urhennar segja utn hana: ,,Hún lifir fyrir skákina og skilur aldrei viö hana, teflir jafnvel á feröalögum, þegar hún situr i flugvélinni. Og hún er til I að tefla við hvern sem er, að þvi er viröist allan sólarhringinn...” En hvað kom fyrir heims- meistarann, Nonu Gaprinda- svili, sem rétt fyrir meistara keppnina varð önnur á sterku alþjóðlegu móti karlmanna? Hvernig vildi þaö til, að eini kvenkyns stórmeistarinn I heiminum varð nú aðeins i sjö- unda sæti? Nona hefur ekki glatað hæfileikanum skyndi- lega. 1 samtali við mig viður- kenndi hún, að hún væri einfald- lega mjög þreytt, bæöi likam- lega og andlega. Hvað sem um það má segja, er það staöreynd, aö sterkasta skákkona heims vann ekki meistaratitilinn i heimalandi sinu að þessu sinni. Núbiðum viö með eftirvæntingu eftir aö sjá frammistööu karl- kyns heimsmeistarans á sov- ézka meistaramótinu í karla- flokki. Anatoli Karpof hefur þegar unnið til allra virðuleg- ustu skáktitla heims, en í safn hans vantar gullverðlaun sov- ézku meistarakeppninnar. Karpof fer ekki dult með met- orðagjörn áform sin og undirbýr sig af kappi undir mótið sem mun fara fram i desember. A undirbúningskeppninni i Moskvu var samkeppnin hörð. Mark Taimanof og Semjon Fur- man urðu ekki meðal sex efstu, og hinn ungi Alexander Belj- afski reyndist ekki vera i góðu formi, enda er augljóst að hann þarf að athuga vel sinn gang og endurskoða ýmislegt i aðferðum sinum.Hann hefurað sjálfsögðu haft gott af stöðugri leiðsögn Mikaels Botvinniks, en nú er timi til kominn aö hann gerist sjálfstæðari. Hæfileikamaður- inn Gennadi Kúsmin er lika staddur á erfiöu þrepi i þróunarferli sinum. Glæsileg var hins vegar frammistaða Jósefs Dorfmans frá Lvov, sigurvegara mótsins, og einnig stórmeistarans frá Omsk, Vitali Tseskofski. Annar Siberiumað- ur, Naúm Raskofski frá Kúrg- an, stóð sig einnig með ágætum. Bjartri framtið er spáð fyrir Jevgeni Svesnikof frá Tsjelja- binsk, sem þegar hefur krækt sér i eitt stórmeistarastig. Þrir Moskvubúar hafa öðlazt stórmeistaratitil á þessu ári: Sergei Makaritsjef, Júri Rasúv- ajef og Igor Saitsef. Makaritsjef er þeirra yngstur og hreint ekki svo langt siöan ég þjálfaöi hann i Ungherjahöllinni, en Rasúvaj- ef og Saitsef eru þegar farnir að hjálpa beztu skákmönnum okk- ar. Rasúvajef vinnur með Karp- of en Saitsef meö Petrosjan. Þetta sýnir, að gagnkvæm tengsl eru nauðsynleg milli ungra manna og þeirra sem lengst hafa náð. Alexander Roshal, þjálfari (APN) — Ertu viss um að þú hafir hittsjálfan Fischer, en ekki tvi- fara hans? — spuröi Mikhail Botvinnik i fullri alvöru þegar heimsmeistarinn i skák, Anatoli Karpof, sagði honum frá fundi sinum við bandariska stór- meistarann. Svo furðuleg fannst honum framkoma Roberts Fischers. Karpof sagði, að þeir hefðu fyrst hitzt i Tokyo, en þar var heimsmeistarinn staddur á heimleið frá alþjóðlegu móti i Maniia. Þeir áttu óformlegt samtal við kvöldverðarborö á Hótel Hilton, þar sem rætt var um alla heima og geima, en þó kom þar greinilega fram að Fischer vildi gjarna tefla við eftirmann sinn i heimsmeist- arasætinu, og þá óformlega. Fischer hafði i hyggju að setja sina venjulegu afarkosti i þessu sambandi. Það gerði hann lika mánuði seinna, i septemberlok,, þegar hann flaug til Evrópu og „gómaði” Karpof aö nýafstöönu alþjóölegu móti á Spáni. Kjarninn I tilboðum Fischers er enn sá sami og verið hefur: teflt verði þar til annar aðilinn hefur sigrað tiu sinnum, en heildarfjöldi skákanna verði ótakmarkaður. Þegar Karpof spurði, hve langan tima slikur leikurgæti tekiö, svaraði Fisch- er: „Fimm-sex mánuði”. Eftir þetta svar gat heimsmeistarinn ekki annað en fórnað höndum, þrátt fyrir löngun hans til að tefla við bandariska stórmeist- arann, þvi vitaskuld er ógerlegt að tefla skák stanzlaust i hálft ár. Nú á Fischer tveggja kosta völ: annaðhvort verður hann að tefla viö keppinauta sina um réttinn til að skora á heims- meistarann i opinbera keppni eftir öllum leikreglum, eða koma með raunhæf skilyrði fyrir óformlegri keppni við Skákáhugamenn biða spenntir eftir þvi, hvort bandariski stór- meistarinn velur fyrri kostinn, enda hafa allir aðrir keppinaut- arheimsmeistarans þegar verið valdir. FIDE komst i timaþröng vegna þess að nauösynlegt reyndist að skipuleggja auka- keppni milli tveggja sovézkra fyrrverandi heimsmeistara, Tigrans Petrosjan og Mikhails Tal, og ungverska stórmeistar- ans Lajos Portish. Fyrir þessa keppni hafði tölvan, sem mötuð hafði veriö á öllum upplýsingum um áður leikna leiki stórmeist- aranna, spáö sovézku skák- mönnunum tveimur sigri, en Portish ótviræðum ósigri. En tölvunni skjátlaðis. Það er venjulega sagt um Tal, að ef hann er i góðu skapi og trú- ir á sjálfan sig, þá gengur hon- um vel. 1 þetta skipti var hann sá eini af þremenningunum, sem ekki veiktist rétt fyrir keppni, og leyfði sér aö vera bjartsýnn. Astæðan fyrir ósigri hans er þó ekki fólgin i neinum siikum „fyrirboöum”, heldur einfaldlega i þvi, að skák- maðurinn valdi ekki rétta taktik i byrjun leiksins og leiörétti sig ekki þegar á leið leikinn, jafn- vel þótt augsýnilegt væri að hann þyrfti að leika skarpari leik. En þessi leikur þremenn- inganna, sem haldinn var i italska bænum Vareze, mun geymast i sögu skáklistarinnar sem hver önnur aukakeppni, og aðeins 2-3 skákir munu verða áhugamönnum tilefni til að endurtaka þær, hinar voru bein- linis ekki nógu skemmtilegar. Og tölvan sýndi, að hún hefur hæfileika til að reikna, en ekki hugsa. Konurnar eru einum áfanga á eftir körlunum. Þær eru nú aö undirbúa millisvæöamót I Hollandi og i Tbilisi. A meðan hefur verið haldið sovézkt meistaramót i Tbilisi, og voru heimamenn þriðjungur kepp- enda. Grúsiumenn eiga margar góðar skákkonur, og má þar nefna heimsmeistarann Nonu Gaprindasvili og keppninaut hennarNanu Alexandria, svo og ungu stúlkurnar Maju Tsjiburd-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.