Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 27

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur S. desember 1976 27 1 má segja, að hinn stutti dag- vinnutimi geri slikt nauðsynlegt eins og á stendur i bili. Uppmælingaskalar og atvinnuleysi Ýmsir telja að skyldleiki sé milli þessara mála. Hinir háu uppmælingaskalar i byggingar- iðnaðinum séu settir einhliða á þeim tima, er atvinnuleysi var fastur árlegur viðburður. Skalarnir séu þvi miðaðir við aö gefa viðunandi árstekjur þótt ékki sé únriið allt árið. Sagt er, að I veröskölum vörubifreiðastjóra felist þetta sama atriði, að taka meö 1 dæmið áætlað atvinnuleysi. Er nefndir mælingarskalar voru upphaflega settir, voru ekki fyrir hendi þær atvinnuleysisbæt- ur sem nú gilda. Það viröist þvi timabært að gera sér ljóst að breyttir timar kalla á niðurfell- ingu eða breytingu á uppmæl- ingaskölunum. Þeir, sem vel þekkja til þessara mála hafa i min eyru bent á tvær leiðir til úr- bóta I þessu efni, og eru þær þess- ar: 1. Að i bili verði mælingaskal- arnir lækkaðir verulega vegna þeirra atvinnuleysisbóta, sem nú eru greiddar. 2. Að stefnt verði aö þvi á ákveðriu timabili með auknu skipulagi i fjárfestinga- og þjón- ustumálum, að tryggja þeim, sem vinna eftir mælingaskölum sæmilegt atvinnuöryggi allt árið. Um leið og þetta tækist, skapaðist réttari samanburður og eðlilegt val milli mælingaskalanna og timavinnunnar. t byggingariðnaðinum og á fleiri sviðum ber að leyfa og viður- kenna ákvæðisvinnu og mælinga- skala, en kaupiö við slika vinnu verður að vera i vissu samræmi við tímavinnuna. Sagt er, að hjá nágrannaþjóðum okkar þyki. ca. 30% launamunur I akkorðsvinnu og timavinnu eðlilegur vegna meiri afkasta i ákvæðisvinnunni. Til að hindra meiri mun, veröi að tryggja vinnukaupanda rétt til aö velja á milli ákvæðisvinnunnar og timavinnunnar. Reynsla sé fyrir þvi að slikt val hindri litið ákvæð- isvinnuna, ef munurinn fari ekki yfir ca. 1/3. Það er skoðun ýmissa og er þegar byggð á dálitilli reynslu, að sé hægt að tryggja mönnum i byggingariðnaðinum sæmilegt atvinnuöryggi allt árið, þá hafi þeir litinn áhuga á mælingasköl- unum á móti tímavinnunni I dag- vinnu og yfirvinnu. Landssam- band iðnaðarmanna hefir nefnt dæmi frá Akureyri i þessum efn- um. Atvinnuöryggi fyrir alla er vit- anlega stærra mál en verðbólgu- leikirnir með krónuna. Hitt er svo annað mál, að menn greinir á um, hvað teljist atvinnuleysi og hvað ekki atvinnuleysi. Til að meta slikt vantar upplýsingar. Vitað er, að ákveðinn hundraöshluti manna á starfsaldri er ekki vinnufær. Kemur þar margt til, bæði leti, vanheilsa sakir óreglu og fleiri ástæöur. Aætlanir um þann hundraðshluta sem hér um ræðir viröist vanta, enda sanna lágar atvinnuleysisskýrslur ekk- ert um slikt, þvi ýmsir óvinnufær- ir menn verða aö láta skrá sig á slikar skýrslur til að fá atvinnu- leysisbætur. Hér á landi eru t.d. gefnar upplýsingar um tölu at- vinnulausra, samkvæmt skrán- ingu, þótt vinnuaflið sé samtimis á uppboði vegna of mikillar eftir- spurnar. Viðurkenna ber, að það getur verið óhagstæöara aö hafa van- heila menn i vinnu en aö greiða þeim atvinnuleysisbætur. Þá ber og aö viðurkenna þá brýnu nauð- syn að sjá sem flestum vanheilum fyrir einhverju starfi við þeirra hæfi. Segja má, aö það veki furöu, ef ekki eru til neinar heildaráætl- anir og skýrslur um þessi mál. Sé slikt rétt, þá ber aö bæta úr sllku hið fyrsta. Um leið fæst nokkur skýring á þvi, hvaö teljist at- vinnuleysi og hvað ekki. Ef ekki tekst að leysa vanda uppmælingamálanna með samningum, t.d. I samræmi við framangreint, ber að gera það meö lagaaðstoð, er nái til allra samtaka, er styðja okkur. Kjaradeilur kosta mikið fé Hér verður ekki rætt það tjón, sem verkföll valda. Hitt leyfi ég mér að fullyrða, að oft stafa verk- föllin af lélegum undirbúningi samninga, og einnig af þvi skipu- lagsleysi á sviði samtaka sem torveldar eðlilegan undirbúning slikra mála. Benda má á I þessu sambandi úrelta löggjöf um þessi' mál, þótt slikt verði ekki rætt hér. Félagasamtök launamanna og atvinnurekenda eru nú fyrir hendi i okkar landi, og talin ná til flest allra. Félögin og einstakl- ingar greiða öll félagsgjöld til- samtakanna, sem munu mishá, en yfirleitt miðuð við greidd laun. Sé miðað við fjölda atvinnurek- ' enda til sinna eigin samtaka og vegna aðildar að Vinnuveitenda- sambandi Islands, og einnig við félagsgjöld opinberra félaga og vegna aðildar þeirra aö BSRB eða BHM, nema þessi félagsgjöld atvinnurekenda og launamanna um 2% af greiddum launum, eða samtals i landinu, miðað við þetta meðaltal, ca. 2 til 3 þúsundum milljóna (2 til 3 milljaröar) á ári. Hér er um fjárhæö að ræöa, sem þarf að skila sér I skynsamlegum árangri af starfi samtakanna. Ýmis félagasamtök og/eða ein- staklingar greiða mun hærri fé- lagsgjöld til sinna samtaka en að framan greinir, en þau munu oft- ast ráðstafa hluta þeirra til ein- hverra sjóða. Meðaltalið hér að framan er miðað við samtök, sem ekki gera slíkt. Má þvi væntan- lega telja það tilheyra lágmarki, eða hinum beina kostnaði við fé- lagsstarfsemina sem i megin atr- iðum er hin svo kallaöa kjarabar- átta og smningar um kjaramálin. Af framangreindu er ljóst, að starfsliö stéttasamtakanna i landinu er fjölmennt. Það hlýtur þvi að vera rúm fyrir marga sér- fræðinga á sviði enfahagsmála og kjaramála. Starfsskylda þessa fjölmenna liðs á að sjálfsögðu að vera sú, að gera skynsamlegar tillögur um skiptingu þjóðarkök- unnar (þjóðarteknanna) á hverj- um tima. Ef slik skylda i starfi gleymist, eða feliur i skuggann fyrir áhuga I verðbólguleikjum, þá er nefndum milljörðum kastaö á glæ, og raunar öörum langtum meiri verðmætum ef tjóninu af ó- þörfum og úreltum verkföllum er bætt I dæmið. Flestum mun ljóst, að heildar- samtök eins og Alþýðusamband tslands og Vinnuveitendasam- band islands, verða aö tryggja sér innanfrá, eða með lögum, aukið miðstjórnarvald til aö valda sinu hlutverki i eðlilegum skyldustörfum. Að starfrækja heildarsamtök, sem saman- standa af aðilum, sem álita sig rétthafa skipulagsleysis eða glundroöa, hlýtur að vera úrelt. Þetta verða þau sambandsþing, sem vinnuveitendur og launa- menn kalla saman meö vissu millibili, að gera sér ljóst, þótt viðurkenna beri, að tilfærsla á valdi þurfi sinn þróunartima. Ýmis stéttarsamtök vilja nú af- saka getuleysi sitt til skynsam- legra vinnuaðferða með þvi að biðla til kjósenda um pólitiskt vald til viðbótar glundroða-vald- inu. Slikt er nú að vekja upp gamlan draug, sem kveöinn var niöur fyrir áratugum. En gera launamannasamtökin sér ekki ljóst að hin svokölluðu völd I okk- ar þjóðfélagi eru aöeins tvö, það er stéttarvaldið og rikisvaldiö. öllum er ljóst, að nú er hið isl. stéttarvald langtum sterkara en rikisvaldið, sé þvi skynsamlega beitt. Er slik aðstaöa ekki góður samningsgrundvöllur fyrir stétt- arvaldið? Hvers vegna er þessi aöstaöa ekki notuð án lögbrota, i samningatilraunum við rikis- valdið? Samningar milli stéttarvalds- ins og rikisvaldsins um margþætt atriði kjaramálanna, eru tvi- mælalaust nauðsynlegir, en til þess aö slikt geti átt sér stað, get- ur þurft að huga að auknum tekjujöfnuði og hætta baráttunni um áframhaldandi skipti á þjóð- arkökunni eftir að henni hefir allri veriö skipt, eða með öörum orðum, að hætta beinum verð- bólguleikjum og huga i þess stað að auknum þjóðartekjum til að hækka skiptaheildina i staö bar- áttunnar um skipti á þvi, sem ekki er til. Spyrja má, hvort er meiri jafnaðarstefna að skipta réttlátlega þvi sem til er, eöa að krefjast skipta á þvi, sem ekki er til? Verkefni stéttarsamtakanna i landinu eru mörg og margþætt. Þau verkefni breytast eins og flest annað. Reynist stéttarsam- tökin vaxin sinu hlutverki, ber ekki að horfa i kostnaðinn, en sé sliku ekki til að dreifa, þá er um- ræddum kostnaði ekki aöeins kastað, heldur varið til að gera skaöa, þingræðislega séð, enda margföld reynsla fyrir þvi, aö stéttarvöld, sem ekki skilja né valda sinu hlutverki, eru á leið með þjóð sina i einhvers konar einræði. Kjaftæöi um, aö eitt ein- ræði ööru fremur tilheyri vinstri- stefnu, breytir engu I þessu efni. Er island láglaunaland? Ýmsir halda þvi fram, að ts- land sé að verða láglaunaland. Hins vegar virðist litið um, að þetta sé rökstutt málefnalega. Það er að visu bent á nokkra kaupskala i samningum hér og á hinum Norðurlöndunum, en slikt sannar takmarkað, ef mismunur er á dagvinnutimunum og launa- skriöinu hér sleppt. Lifskjörin eru og litið nefnd. Hér að framan er bent á nokkur atriði, sem þurfa að takast með i dæmið og saman- buröinn. Skulu nú nokkur þessara atriða endurtekin. 1. Lengsta vinnuvikan hér I dag- vinnu er 37 klst. Heildar dag- vinnustundir ársins eru ca. 1.600 klst. Meöal dagvinnuvika ársins gefur ca. 30 til 31 klst. Við þennan dagvinnutíma er samningskaupið hér miðað. Fyrir liggur, að dagvinnutim- inn hjá okkur hér er allt að 15% skemmri en á sumum hinum Norðurlöndunum. 2. Samningskaupinu til iðnlærðra manna hér fylgir i flestum til- fellum 20 til 25% yfirgreiðsla. Hjá ýmsum er þetta hærra, og hjá þeim sem vinna eftir upp- mælingu, liklega allt aö 100% hærra. Um yfirgreiðslur I öör- um starfsgreinum er minna vitað. 3. Varaformaður Dagsbrúnar hefir lýst yfir opinberlega að hið samningabundna launa- kerfi hér sé sprungið vegna við- tækra yfirgreiðslna. Af þessu má ráða, að yfirgreiðslur nái i einhverri mynd til Dagsbrúnar manna. Samtimis þessu benda aðrir á, að samningskaup Dagsbrúnarmanna i dagvinnu sé á þessu ári aðeins ca. ein milljón. Ef bætt er á þessa einu milljón 20% yfirgreiðslu og aukavinnutima til að jafna dagvinnutimann hér og hjá ná- grönnum okkar, þá er þessi eina milljón komin i kr. 1.416.000.00. Ekki er mér kunn- ugt um, hvort kaupsprengingin þýðir þetta hjá Dagsbrúnar- mönnum almennt, enda aðeins bent á þetta sem rök fyrir þvi að rannsaka þarf þetta mál áð- ur en dómur er kveðinn upp. 4. Mikil aukavinna er unnin hér i sumum starfsgreinum, ekki aöeins til að ná raunverulegri 40 stunda vinnuviku, heldur mun meira, jafnvel 40 til 50 stunda meöalvinnuviku á ári. Slikur vinnutimi gefur um það bil tvöfaldar árstekjur, miöaö við samningskaupið i dag- vinnu. Fæstir munu mæla með slikum vinnutima, þótt ótrú- lega margir vilji eiga kost á honum til að auka tekjur sinar. Hitt má átelja, að launamanna- samtökin skuli ekkert gera i þvi að jafna réttinn til yfirvinnu, þóttþeim sé ljóst að einhver yf; irvinnuréttur telst nú hér, sam- kvæmt reynslu, til hlunninda i tekjuöflun. Þeim mun og ljóst, að nægar tekjur af dagvinnu- timanum fást ekki með órök- studdum kröfum, heldur veröa þar til að koma raunhæf vinnu- brögð um aukinn launajöfnuð og stærri köku til að skipta en nú virðist fyrir hendi. 5. Framámönnum i samtökum launamanna og atvinnurek- enda er örugglega ljóst, að skattamál tilheyra kjaramál- um, þótt þau einnig tilheyri hagstjórnartækjum. Þeim mun einnig. ljóst, að allir skattar greiðast af tekjum, hvort sem þeir eru beinir eða óbeinir. Slik skipting tilheyrir og kjaraatr- iöum. Hér er þvi um mál að ræða, sem ekki er auðið fyr- ir slik samtök að leiða hjá sér. Skattamál eru vandasöm og flókin mál. t þeim er stöðugt verið að hræra án þess að um- rædd samtök tjái sig um slikt. Er það máske ótti við ábyrgð- ina, sem veldur sliku? Lokaorö. Min litla þekking og reynsla af kjaramálabaráttunni og gerð kjarasamninga hér er sú, að þörf sé á endurskipulagningu og breyttum vinnuaðferðum. Með þetta I huga er grein þessi skrif- uð. Skýrsla um vinnutima og mismun greiddra og unninna vinnustunda. Heimildir:Skýrsla Kjararannsóknarnefndar um þessi mál frá janúar 1975. Gildandi kjara- samningar á sama Uma, og aætlun Verölagsnefndar á einu vissu atriði. Hinar greiddu fritfmastundir sundurliöast i f jóra liði samkvæmt þeim heimildum, sem að framan eru greindar. Miðað er viö þá þrjá starfsmannahópa, sem greindir eru i nefndri skýrslu Kjararannsóknarnefndar, það er hafnarverkamenn, iðnaöarverkamenn og prentara. Flokkun greiddra fritíma. Hafnarverka- Iöjuverka- Prent- menn. menn. ara. 1. Greiddir helgidagar, sem hvorki falla á laugardaga né sunnudaga 2. Greiddir kaffitimar, sem eru 2klst. og 55mlnúturá viku. 3. Greiddurorlofstlmisamkv.samningumijanúar 1975 4. Greidd veikindafri samkv. áætluöu meöaltali 82kl?t. 82 klst. 90klst. 152 klst. 152 klst. 152 klst. 160klst. 176 klst. 184klst. 55klst. 55 klst. 55 klst. Samtals 449klst. 465klst. 481 klst. Fyrstu þrir liðirnir eru teknir úr skýrslu Kjararannsóknarnefndar og gildandi samningum I janúar 1975, en fjórðiliðurinn er byggður á áætlun Verðlagsnefndar i sambandi við verð á útseldri vinnu. Sá heildarsamanburöur, sem hér fer á eftir, er byggður á framangreindum tölum um greiðslu fyrir fritima, og tölum Kjararannsóknarnefndar um kaupgreiðslustundir ársins, miöað við dag- vinnu. Flokkun starfsmanna sem samningsaðila. Hafnarverkamenn... Iöju-verkamenn.... Prentarar...... Kaupgreiöslu- Greiddar Dagvinnu- Hlutur vinnust. stundir. fristundir. stundir. af gr. stundum. 2.080 klst. 2.080 klst. 2.080klst. 449 klst. 1.631 klst. 78,4% 465klst. 1.615klst. 77,6% 481 klst. 1.599 klst. 76,9% Samkvæmt framangreindu gefur kaupgreiðsluvikan aö meðaltali eftirtaldar vinnustundir á viku: I hafnarvinnu 31,4 klst. 1 almennum iðnaði 31,1 klst. 1 prentvinnu faglæröra 30,7 klst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.