Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 5. desember 1976 23 19.25 Orðabclgur. Hannes Gissurarson sérum þáttinn. 20.00 Évgeni Nesterenko syngurlög cftir Mússorgski. Évgeni Sjendervitsj leikur á pianó. 20.30 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Jóhannes Proppé deildarstjóri ræður dagskránni. 21.30 Djassmiðlar i útvarps- sal. Gunnar Ormslev og fé- lagar leika. Kynnir: Jón MUli Arnason. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Sunnudagur 5. desember 16.00 Húsbændur og hjú Breskur myndaflokkur. 5. þáttur. Kvonbænir Þýðandi Kristmann Eiðsson. 17.00 Mannlifið 3. þáttur. Hús og hýbýliLýst er húsnæðis- vandanum i Kanada og hvernig reynt er að leysa hann. Sihækkandi byggingarkostnaður hefur valdið þvi, að efnalitið fólk á erfitt með að eignast þak yfir höfuðið. Þá er sjónum beint að nýjum byggingar- aðferðum og skipulagningu i'búðarhverfa, ekki sist i stórborgum. Þýðandi og þulur Oskar Ingimarsson. 18.00 Studin okkar Sýnd verður siðasta myndin um Matthias og teiknimynd um Molda. Siðan verður lýst hirðingu dvergkanina, nem- enduri jassballetskóla Báru dansa og kennt verður að búa til einfalda hluti til jóla- gjafa. 19.00 Enska knattspyrnan Kynnir Bjarni Felixson. lilé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Munir og minjar.Maria meyjan skæra nefnist þessi þáttur, en þar fjallar dr. Kristján Eldjárn, um myndir á hökli Jóns biskups Arasonar úr Hóladómkirkju og um altarisbrik frá Stað á Reykjanesi. Dr. Kristján Eldjárn hafði umsjón með sjónvarpsþættinum Munum og minjum á fyrstu árum sjónvarpsins, þar á meðal þessum þætti, sem frum- sýndur var á jólaföstu 1907 ogernú sýndur i tilefni- af sextugsafmæli dr. Kristjáns 6. desember 21.10 Saga Adams-fjölskyld- unnar Bandariskur fram- haldsmyndaflokkur. 5. þátt- ur. John Adams, varaforseti Efni fjórða þáttar: Abigail Adams og Nabby dóttir hennar fara til Parisar til fundar við John og John Quincy. Adams og Thomas Jefferson endurnýja gamla vináttu. Nabby giftist sendi- ráðsritaranum, William Stephens Smith. t Banda- rikjunum rikir megn óánægja vegna tolla, sem Bretar leggja á vörur til Ameriku, og John Adams snýr heim eftir árangurs- lausar tilraunir til að fá Breta til að aflétta tollun- iim. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.10 Evert Taube Sænsk mynd um lif og störf skálds- ins, málarans og söngvar- ans Everts Taubes. Taube segir s jálfur frá, og nokkrar visna hans eru sungnar og lesnar. Þátturinn var gerður skömmu áður en skáldið lést. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.55 Að kvöldi dags Pjetur Maack, cand.theol., flytur hugvekju. 23.05 Dagskrárlok Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival hann var hneigður til skemmtana, hann fór grönnum f ingrum um bókina sem var fagurlega úr garði gerð, en hann gætti þess vel aðopna hana ekki, en þrátt fyrir það, lét hann í Ijósi þakklæti sitt. Leo X fyrirleit þröngsýna f ræðimenn, jafnvel þó konungar væru, það var honum ó- skiljanlegt að menn skyldu nota greind sína til að rök- ræða um annað líf, sjálfur kaus hann heldur að njóta jarðlífsins, sem hafði upp á svo margt að bjóða, til dæm- is sólskin,konur og málverk eftir Rafael. Páfa fannst að Lúther gæti haft sér sitthvað til málsbóta, hann var munkur og því neyddur til skírlífis, hann þjáðist sjálf- sagt af leiðindum og sterkum ástríðum, en konungur sem var guðfræðingur var ófreskja, ef slíkur maður hneigðisttil bókmenntaþví hélt hann sér þá ekki fremur að Plato, Virgil og Petrarch? Honum væri nær að lesa rit þeirra. Páf i gætti þess þó að etja menn ekki til slíkra á- hugamála, hann sendi sínum kæra syni, Hinrik þakkir og sæmdi hann tignarheitinu — Verndari trúarinnar — að því loknu lét páf i kalla á skáld sín, útskurðarmeistara og trúða. Hinrik var stórhrif inn af hinu nýja tignarheiti, enn var hann nógu óreyndur til að þykja vænt um heiðursskjöl. Wolsey spurðist fyrir um heilsufar páfans, honum var sagt, að heilsa hans væri í góðu lagi. Þægileg tengdamóðir Hinrik var nú búinn að elska Maríu í eitt ár, hjá henni naut hann f riðsællar hamingju. Þó Hinrik væri kröftug- ur þá var hann að eðlisfari rólyndur og kærði sig ekki um f jölbreytni. Wolsey sá um það, sem gera þurfti og María sá Hinrik fyrir skemmtun. Hinrik gat því látið sig berast með atburðarrásinni. Til þess að komast hjá hneyksli fann Wolsey eiginmann handa stúlkunni, þetta var lít- ilsigldur en hæf ur ungur maður skapgerð hans var þægi- leg hann átti líka að vera eiginmaður að nafninu til eða öllu heldur á daginn, hann gætti þess að vaka ekki um nætur. Boleyn hjónin voru konungi sínum þægileg, þau sáu honum fyrir f jölskyldu á sinn hátt. Boleyn var dyggur þjónn og aldrei brást hjálpfýsi Elísabetar. Engar tengdamæður eru eins góðar og f yrrverandi ástkonur, ef þær hafa vit á að vera ekki afbrýðiáamar, þær hafa reynsluna og eru hinir beztu trúnaðarmenn, þegar svo stendur á þarf tengdasonurinn rétt að víkja að hvers hann óskar, þá er óskum hans óðar komið á f ramfæri við dótturina, af hinni mestu háttvísi. Tengdamóðir og sonur eiga sameiginlegar minningar um fyrri hamingju það kann að gæta smá þunglyndis hjá báðum stöku sinnum, það er ef til vill ekki alltaf hægt að skilgreina væntum- Rafmagns-hitakútar Framleiðum og höfum á lager rafmagns- kúta i eftirtöldum stærðum: 50 litra á krónur 48.500 100 litra á krónur 54.500 150 litra á krónur 63.800 200 litra á krónur 75.800 Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Blikksmiðjan Grettir Armúla 19 — Reykjavik — Simi 8-18-77 Aðalfundur Aðalfundur Byggingasamvinnufélags Reykjavikur verður haldinn mánudaginn 13. des. n.k. i Domus Medica og hefst kl. 20,30. Dagskrá: Aðalfundarstörf. Stjórn B.S.F.R. þykjuna, þá getur vel svo farið að aftur lifni í gömlum glæðum, en slíkt stendur aldrei lengi, þetta er einn sá skemmtilegasti þríhyrningur sem um getur. Elisabet og maður hennar voru ekki stöðugt við hirð- ina, þeim fannst hirðsiöirnir þreytandi og fóru því oft upp í sveit, þar sem þau dvöldu á búgarði sínum, Hever í Kent. Þó Boleyn hjónin hefðu átt ýmiss ástarævintýri hvort f yrir sig, þegar þau voru yngri, þá elskuðu þau nú hvort annað, eftir tuttugu ára sambúð er annaðhvort ást eða hatur hjónum eðlilegt, ástin til barna þeirra samein- aði þau. Þau elskuðu Maríu vegna hinna margvislegu hlunninda, sem hún útvegaði þeim. Georg sonur þeirra var nú orðinn átján ára, það var því kominn tími til að vekja athygli konungs á honum, og svo var Anna litla, sem þau skildu eftir við frönsku hirðina, þar sem hún átti að læra að hegða sér, ásamt öllum þeim listum er leiða til sigurs i lífinu. Það þýddi ekki að loka augunum f yrir því að enginn staður jaf naðist á við París hvað það áhrærði að móta unga stúlku. Meira að segja María dótt- ir þeirra, sem var ekkert sérstök, hafði lært dálitla ver- aldarvizku þar í borg. Þegar Tómas Boleyn var að Hev- er, þá sinnti hann skyldum sínum sem óðalseigandi, hann fór yfir búreikningana, hafði sjálfur yfirumsjón um verkstjórnog heimsótti leiguliða sína. Hann stundaði veiðar og naut þess að vera heima og skipa f yrir. Jaf nvel hinn þjónustuf úsasti maður verður leiður á að þurf a ætíð að hlýða og hneigja sig. En Elisabet sat við hannyrðir, hún horfði út yf ir lygnt vatnið í kastalasíkinu og hugsaði um æskuminningar sínar. Nábúar þeirra og vinir komu og heimsóttu þau, þau áttu líka frændfólk að nábúum, það var Wyatt f jölskyldan. Stundum kom Hinrik tii Hev- er, hann kom þá með Maríu með sér. Þau stóðu vanalega stutt við, en það var skemmtilegt , þegar þau komu. Hinrik sagði Boleyn hjónunum frá mörgu. Hann tjáði þeim áhyggjur sínar, hann ræddi um stjórnmál og allar krókaleiðir og brögð, sem voru því tafli samfara. Enn áttu þeir Karl og Francis i ófriði. Hinrik vildi helzt að hvorugur sigraði. Francis var Hinrik til leiðinda, það á- gerðist stöðugt og Karl var nú farinn að sýna sig að þvi að vera ref ur. Fyrir skömmu hafði hann komið í veg f yr- ir að Wolsey hlyti páfadóm, Karl hafði komið fyrrver- andi kennara sínum á páfastólinn. Sá maður var óvand- aður hræsnari, sem Rómverjar móðguðu á götum úti. Þessi gráðugi Karl, með lafandi neðri vör, virtist ætla að gleypa alla veröldina. Boleyn hjónin voru samtaka um að ræða framtíð barna sinna við konung. Hinrik gaf þeim land og stöður. Þegar svo enn meiri ringulreið var komin á í Evrópu þá „Pabbi spyr hvort ófétiO sé ekki aö koniast af staö”. „Elsku hjartaguliiö. Ég meinti strákinn en ekki þig”. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.