Tíminn - 05.12.1976, Page 18

Tíminn - 05.12.1976, Page 18
18 Sunnudagur 5. desember 1976 menn og málefni Umhugsunarefni á umbrotatíma Frá Alþýðusambandsþingi — láglaunastéttirnar þurfa að rétta sinn hlut, en þarf ekki annars og meira við, svo að ekki sæki aftur i sama farið? Veður öll válynd Okkur Islendingum, sem bUum i veðrabrigðalandi, er gjarnt að tala um veðrið, þegar við hitt- umst á förnum vegi. Og við notum einnig likingar úr veðurmálinu, þegar talað erum allt önnur efni. Það er okkur eiginlegt og sam- gróið. Þess vegna segjum við til dæmis, að ýmsar blikur séu á lofti, þegar allra veðra getur verið von. Og nú eru einmitt margvislegar blikurá lofti. Þaðhefur ekkifarið fram hjá neinum. Flestar vinnu- stéttir landsins telja sinn hluta mjög fyrir borð borinn, og á Alþýðusambandsþingi i vikunni sem leið var liði fylkt til átaka i þeim sviptingum, sem fram undan kunna að vera um kaup og kjör. Jafnframt er kunnugt, að urgur hefur um skeið verið i sjó- mönnum, og opinberir starfs- menn hafa uppi kröfur um hærri laun. Einstæðir foreldrar og hjón, sem bæði vinna utan heimilis, hafa þeitt sér mjög i dagvistar- málum, og nú siðast er ris in alda i sveitum landsins vegna tregra skila á þvi , sem bændur eiga að fá fyrir afurðir sínar. Ekki munu lifeyrisþegar og öryrkjar heldur telja sig of haldna, en hafa þó verið hljóðlátastir til þessa. Sumir þessara aðila hafa efnt til skyndiverkfalla til þess að vekja athygli á sér, og til fleiri ráöa hefur verið gripið i sama skyni. Nú er öld fjölmiðla, og hún opnar þeim dyr til þess að koma sinu á framfæri við alþjóð, sem hugkvæmastir eru um nýstárleg og æsileg uppátæki. Kjör og kröfur NU er þess ekki að dyljast, að kröfugirni hefur um langt skeiö verið mjög i tizku, og stingur i stúf við fyrri tima, þegar fólk ætl- aðist til alls af sjálfu sér, en vænti sér litils eða einskis Ur öðrum áttum. En timarnir eru breyttir, og enginn þarf að vænta þess, sem áður var, þótt hitt hafi jafnan sitt gildi, að hver og einn verður fyrst og fremst að standa á eigin fótum, ef vel á að fara. Það þýðir þó ekki, að fólk geti sætt sig við hvað sem er. Sumar kröfur eru réttlátar og eðlilegar, aðrar ósanngjarnar. Osanngjarnt er það, þegar þeir, sem vel eru settir, jafnvel miklu betur en þorri annarra, beita harðræðum til þess að krækja sér i ennþá meira eins og mörg dæmi eru til, bæði fyrr og siðar. NU er augljóst, að ekki verður öllum látið allt i té, er hugur þeirra girnist. A hinn bóginn verður þvi ekki hnekkt, að kjör sumra stétta i landinu eru fyrir neðan allar hellur i þeirri dýrtið, sem nú er orðin. Kjaramunur er orðinn slikur, að engar likur eru til þess, að við verði unað. Og sá kjaramunur verður til eftir mörgum leiðum — ekki aðeins við það eitt, hvers menn njóta i kaupi og friðindum eða aðstöðu til þess að hagnast, heldur einnig hitt, hvers er aftur krafizt af þeim i framlögum i sameiginlega sjóði. Þjóðhættir og afkoma Jafnan er hægara i að komast en úr að vikja. Kjaraskekkjan er orðin mikil, og jafnvel þóttaðeins ætti að færa hið augsýnilegasta ranglæti til betri vegar og rýmka kjör þeirra, sem mest hefur verið þjarmað að, gæti það haft sin eftirköst i verðbólguþjóðfélaginu, ef við það eitt væri látið sitja. Þess vegna er timi til þess að huga að kjaramálum í viðara samhengi við önnur fyrirbæri þjóðlifsins og kanna, hvað það er i þjóðféla.gsháttum okkar, sem leitt hefur okkur út i ófæruna. Og skera til þess meins. Þetta ætti að vera þeim mun sjálfsagðara, að þjóðartekjur i heild gefa varla tilefni til þess, að kjör margra starfsstétta i landinu séu svo kröpp sem raun er á. Hvaða orsakir eru til þess, að við getum ekki gert betur við þetta fólk? Það ætti að fara að renna upp fyrir mönnum, að breytingar á krónutölu i launaumslögum eru skammgóður vermir, nema þess sé jafnframt gætt, að búskapar- hættir okkar, séu nokkurn veginn i lagi — sjálfum þjóðarbúskapn- um sé ekki iþyngt um skör fram. Er það ekki ofrausn? Um þjóðarbúskapinn hljóta að gilda svipuð lögmál og um hvern annan búskap. Það er baggi á honum, ef miklu meiri tfma er til varið til alls konar Utréttinga en raunveruleg þörf hans krefst. Eins er það i þjóðfélaginu, að hlutfallið á milli þeirra, sem vinna arðgæf framleiðslustörf, hvort sem þau miða að þvi aö auka Utflutning eða draga úr innflutningi eða þá að myndun varanlegra verðmæta i landinu, og hinna, sem öðru sinna, verða að vera nokkum veginn i sam- ræmi við þjóðarþarfir. Sé tala þeirra, sem gegna alls konar þjónustustörfum langt umfram raunverulega nauðsyn, verða þeir aukabaggi á samfélaginu og skerða það, sem til skipta gæti komið, ef betur væri til hagað. Við erum með réttu kölluð fisk- veiðiþjóð, og sjórinn er okkar lif- gjafi. Það er okkur að visu orðið fulOjóst, að ekki verður Ur honum ausið takmarkalaust. En samt sem áður getur tæpast verið með felldu, að fleira fólks sé bundið við verzlunarstörf en fiskveiðar. Það hlýtur að vera ofrausn. Það má líka imynda sér, að ofrausn sé, að fleira fólk starfi i bönkum og trygginastofnunum en þeim iðngreinum, sem þó eru hvað gildastar. Verzlun og viðskipti verðum við að stunda, og banka og trygg- ingar verðum við að hafa, en hins er lika að gæta, að það yrði eyði- legt, tómt og dimmt i búðum og bönkum, likt og var á jörðinni áður en guð gaf ljósið, ef þær hendur, sem arðinn gefa, eru of fáar til þess að hafa undan við verðmætamyndunina. Og viissu- lega mun finnast fyrir þvi á skiptavellinum, að ofgert er, áður en svo langt er siglt inn í skugg- ann. En þar geta forráðamenn blessaðra bankanna miklu ráðið, hvert stefnt er, þvi að það gildir ekki einu hvort lánsfjármagnið rennur til nytsamlegs iðnaðar og verkstöðvar á Breiðdalsvik til að mynda, eða húsgagnainnflutn- ings, gjafavöruverzlunar og drykkjuhúss. Flókin og viðamikil yfirbygging Það kemur áreiðanlega einnig til álita, hvort yfirbygging þjóðfé- lagsins er ekki öðru leyti orðin svo viðamikil,að þar rekist eitt á annars horn — ekki aðeins til só- unar á starfsorku fólks, heldur jafnvel til trafala eðlilegri af- greiðslu mála, sem ekki geta endalaust beðið, án þess að tjón hljótist af. „Kerfið” er nafngift, sem oft heyrist. Getur vérið, að það sé orðið svo mannfrekt og þunglamalegt, að til niðurdreps sé? Um marga áratugi hefur verið siður að auka við stjórnkerfið nýjum stofnunum, embættum og ráðum, auk alls konar nefnda, og nú er svo komið, að flestir mála- flokkar um stjórnsýslu, eru i höndum margra aðila, og mörkin ekki ætið glögg. Þessu fylgir, að mál ganga frá einni stofnun til annarrar til umf jöllunar af f jölda fólks, þar sem færri kynnu að nægja, ef skipulagið væri annað, og stundum leiðir mannlegur breyskleiki til togstreitu, þar sem fleiri en einn eða tveir þykjast jafnbornir til þess að ráða Urslit- um. Til samræmis á öllu saman eru svo yfirmenn margra stofn-, ana og embætta fjötraðir i nefnd- um og ráðum og bundnir á enda- lausum fundum, þingum og ráð- stefnum. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort hér verður árangur sem erfiði. Lamast ekki eitthvað annars staðar á meðan þessir fundir allir eru þreyttir. Þungt verður þetta að minnsta kosti i vöfum, og margar raddir heyrast til dæmis um það frá sveitarfé- lögum úti á landi, að torvelt sé að fá mál afgreitt i stjórnstöðvunum i Reykjavik, án þess að gera með ærnum kostnaði út sendinefnd eftir sendinefnd til þess að fá botn i það, er i fljótu bragði virðist að minnsta kosti, að það gæti gerzt með fljótvirkari og einfaldari hætti. r Utþenslan mikla Að sama skapi og stofnunum og embættum fjölgar hefur sumt af þvi, sem lengi hefur staðið, mikla tilhneigingu til þess að þenjast Ut. Og kostnaðurinn slikt hið sama. Allir óska sér góðrar læknis- þjónustu og heilsugæzlu, en þvi er ekki að leyna að mörgum hnykkir við, þegar þess er getið hvað legudagur á stóru sjúkrahúsi kostar. Allir vilja njóta trygg- inga, en mikið má vera, ef hvergi erþarveilai skipulagi, sem hefur meiri kostnað i för með sér en vera þyrfti. Utan frá séð er Tryggingastofnunin að minnsta kosti nokkuð flikin. Skólakerfið er kapituli út af fyrir sig, og þær raddir eru orðn- ar talsvert háværar, er stórlega draga i efa, hvort við séum þar á þeim vegi, sem til farnaðar ligg- ur, þótt fram hjá þvi sé litið, hvað sú þensla, sem þar hefur orðið, kostar okkur. En þá er illa farið, ef skólakerfið hefur verið þanið Ut með ærnum kostnaði, skólatimi lengdur og námsgreinum fjölgað með þeim árangri, að gengið er fram af svo og svo fjölmennum hópi barna og unglinga, sem átti að mennta og manna. Um þetta skal ekki dæmt. En einkunnir i gagnfræðaskólum og menntaskólum benda að minnsta kosti ekki til þess, að þar sé verið á neinni sigurbraut. Um húsagerð Að mörgu er að hyggja. Margra mál er, að ekki sé allt með felldu um byggingarkostnað i landi okk- ar, og staðreynd að miklu virðist geta munað á kostnaðarverði, eftir þvi hvernig að verki er staðið. Alkunna er lika hitt, að margir hafa orðið fyrir þungum búsifjum vegna þess, að talsvert af nýjum húsum virðist vanta þá eiginleika, sem hús þurfa endi- lega að hafa, einkanlega i vinda- sömu og votviðrasömu landi, að halda vindi og vatni. Þetta hefur bitnað á riki, sveit- arfélögum og einstaklingum. Telja má tugi skólahúsa og ann- arra opinberra bygginga, sem með einhverjum hætti eru undir þessa sök seldar. Og allir fá prósenturnarsinar, en enginn ber ábyrgð á mistökunum. Þetta getur einnig gerzt við gerð dýrra hafnarmannvirkja. Enalltkostar þetta nokkuð um- fram það, sem eðlilegt er. Innkaup og verðlag Ekki skiptir minna máli en kaup og kjör, hvaða verð fólk greiðir fyrir þá vöru, sem það þarf að kaupa. Fyrir nokkru gaf verðlagsstjórinn heldur óskemmtilega mynd af hyggind- um okkar i viðskiptum við Utlend- inga, þar sem hvort tveggja kom fram samtimis, að vörur undir verðlagsákvæðum hafa verið keyptar dýrari i Englandi en gengur og gerist, jafnvel dýrari en þær fást þar i búðum, en að minnsta kosti ein vörutegund, sem ekki er háð verð- lagsákvæðum, aftur á móti á eðli- legu verði, en álagning þá höfð á annan hundrað prósent — þvert ofan i kenningu um samkeppnina frjálsu, sem á að lækka vöruverð- ið. Þetta er heimatilbúin dýrtið. Þetta er heimatilbúin aðferð til þess að ódrýgja laun fólks, sem við nefnum neytendur. Skattamálin Eitt af þvi, sem á mörgum brennur, er skattalöggjöfin og framkvæmd hennar. Þó að oft sé sagt, að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum, þá eru skattalögin ekki þeirrar gerðar. Þau leggjast af fullum þunga á launamenn i landinu, en svo aðrir þjóðfélags- hópar geta með hagræðingu framtals sins, og henni löglegri, hæglega stillt svo til, að þeir séu undan þegnir tekjuskatti. Þetta ferekki eftir efnahag eða tekjum, heldur hvar i stétt og stöðu menn standa, og þeir, sem berast stór- lega á, geta verið tekjuskatts- lausir, enda þótt láglaunafólk verði að punga út með sitt. Vitaskuld gæti það jafngilt verulegum kjarabótum fyrir fjölda fólks, ef stagað væri i verstu götin á skattalögunum án þess að rikið missti neins i, t.d. ef pers ón uf rádrá t tur v æri j af nf ra m t færður i eðlilegra horf en verið hefur. Jafnvel innan launastétta gerir þessi ágæta löggjöf sér manna- mun. Ef kona vel launaðs manns vinnur fyrir kaupi utan heimilis, fær hún kaup sitt hálft dregið frá. Deyi maður hennar — fyrir- vinnan, sem kölluð hefur verið til skamms tima — svo að hún verð- ur sjálf að sjá sér og sínum far- borða, er úti um friðindin. Og annað dæmi: Sé konan komin á ellilaun, búin að slita sér Ut við störf sin i samfélaginu, hver svo sem þau hafa verið, og verði að láta sér nægja það, sem hún fær frá tryggingakerfinu, er rauði penninn dreginn upp Ur skúffunni á skattstofunum. Það eru laun, sem ekki má draga frá hálf á skattframtali karlsins hennar. Herkostnaður styrjaldaraðila Þetta er orðinn langur lestur og þó á fátt eitt drepið, enda aðeins ætlað til umhugsunar, þegar frammi fyrir þvi er staðið, hvernig lægðar verða þær öldur, er risið ha.fa vegna þess, hversu margir telja sig afskipta I þjóðfé laginu, sumir með réttu, en aðrir með vafasamari rökum, Einu enn má þó skjóta að i lok- in. Ætli það, sem launamálasam- tök beggja aðila, atvinnurekenda og verkafólks, taka til sin úr at- vinnurekstrinum og af kaupinu, nemi ekki eitthvað nálægt þrem- ur milljörðum á ári. Það er lfka skattur. Það fer meðal annars i herkostnað við þær sviftingar, sem er ekki alveg áreiðanlegt, að séu lengur háðar á þeim eina vig- velli, sem þessir aðilar ættu að hafa að hólmgöngustað. jh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.