Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 5. desember 1976 t hópi Isfirzkra barna 1973. r--------------------------------- Dr. Kristján Eldjárn er sextugur á morgun. Á þeim timamótum i ævi hans langar mig til þess að flytja honum árnaðaróskir minar og þakkir fyrir gott samstarf á liðnum árum. Kynni okkar eru orðin löng. Þau hófust þegar á menntaskólaárunum. Ugglaust má telja, að hann hafi verið fyrirmyndarnemandi i skóla — prúður, hæverskur, vel látinn af öllum og frá- bær námsmaður. Bar hann æskusveit sinni, Svarfaðardal, þá þegar gott vitni. En það hefur einmitt vakið athygii, hve margir ágætismenn hafa slitið barnsskónum i þvi byggðarlagi. Eftir þessi æskukynni okkar störfuðum við lengi vel sinn á hvorum vettvangi, og lágu þá leiðir okkar sjaldnar saman. En á þeim árum gat hann sér mikinn orðstir sem visindamaður og fræðimaður og varð þjóðkunnur af bókum sinum, sem íslendingar hafa lesið með ánægju. Siðustu fimm eða sex árin hefur aftur orðið nánara samstarf okkar á milli. Hann gegnir þjóðhöfðingjastöðu, og að sjálfsögðu hefur samvinna verið okkar á milli um margt, bæði á meðan ég var forsætisráðherra og seinna i öðru ráðherraembætti. Kynni okkar á þessum árum hafa verið góð og öll á þá leið, að ég met hann ennþá meira en áður. Ég tel hann hafa gegnt þjóðhöfðingja- starfi af prýði. Hvarvetna hefur hann komið fram i starfi sinu eins og á varð kosið og þjóð- inni til sæmdar. Á látlausan hátt og þó með við- eigandi virðuleika. Ég flyt honum og konu hans, Halldóru Eld- járn, og fjölskyldu hans allri árnaðaróskir minar og þakka honum þá þjónustu, sem hann hefur veitt landi sinu og þjóð. Ólafur Jóhannesson. V___________________________________________) Forseti fólksins Kristján Eldjárn sextugur A lýöfrelsisöld hinna fornu Rómverja kusu þeir flesta vald- stjörnarmenn til skammrar þjónustu í senn. Mest völd voru þó ávallt i höndum öldungaráðs- ins sem skipað var reyndum mönnum og ráösettum til ævi- langrar setu. En þegar sérstök ástæða þótti til eða vandkvæði bar að höndum, gat ráðið kosið einn mann til æðstu valda. A vora tungu hefur hann verið nefndur alræðismaður, en Páll Melsted kallar hann öðru nafni vandræðastilli. Fræg er sögnin um Cincinnatus sem geröur var alræðismaöur eitt sinn þegar Rómverjar áttu i ófriði viö nágranna sina. Hann var fá- tækur bóndi og þegar sendi- menn öldungaráðsins komu til fundar við hann var hann önn- um kafinn aö plægja akur sinn meö sauðskinn um lendar sér. Meö lagni tókst honum aö stýra þjóö sinni gegnum þrenging- arnar, uns sigur var unninn og friður kominn á. Þá hvarf hann aftur til bústarfa sinna. Þessi forna sögn kemur ósjálfrátt i huga þegar upp er rifjað með hverjum hætti Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Islands. Hann gegndi kyrrlátu embætti sem vörður fornra minja þjóðarinnar. Þjóð- minjasafnið hafði dafnað far- sællega undir stjórn hans um tveggja áratuga skeið. Jafn- framt hafði hann yfirumsjón með rannsóknum og varöveizlu fornra leifa og mannvirkja um landið allt. Oftsinnis tók hann sér penna i hönd og skrifaðFum fornfærði, á ljósan og látlausan hátt svo aö hvert barn gat skilið og þótti skemmtilegt að lesa. Stundum fjallaöi hann um fræöi sin i útvarpi eöa sjónvarpi með skýrum og þýöum málrómi. Hugurhans stefndi ekki að æðri metorðum, og síst af öllu mun hafa hvarfíaö að honum að hann yröi kallaöur til að gegna æðsta embætti þjóðar sinnar. Það lætur þvl að likum aö hann var lengi efa blandinn þeg- ar flokkur manna kom á fund hans og bað hann að gefa kost á sér til forsetakjörs. En þessir Kveðjur á fiugvellinum voriö 1974, er forsetahjónin fóru I heim- sókn til Danmerkur. fortölumenn gáfust ekki upp heldur ólu á málið, og loks kom þar aö Kristján skildi aö þetta var i raun og veru vilji þjóðar- innar.Og svo skyldurækinn sem hann hafði jafnan verið lét hann um siðir til leiðast og játaðist undir vandann. Það sannaöist lika greinilega i kosningunum að hugboð hans hafði verið rétt. Menn af öllum stéttum og stjómmálaflokkum tóku hönd- um saman og fylktu sér um hiö óvænta forsetaefni. Þeirsem störfuöu að kosningu Kristjáns minnast þessa tima með sérstakri ánægju. Það er ekki gaman að neinum kosning- um nema forsetakosningum, segja þeir æ siðan. En skyldu þeir gera sér grein fyrir þvi hvers vegna þessi timi var svo ánægjulegur? Þaö var vegna þess að þjóðin hafði fundiö „góðan dreng og merkilegan mann” sem gat sameinað hana ofar öllum deilum og dægur- þrasi. Og þótt eldmóöur kosningahitanssé nú fyrir löngu af mönnum runninn, þá hefur Kristján haldiö áfram að vera það einingarafl sem mikilvægt er fyrir hverja þjóö — ekki sist litla þjóö sem stundum er að þvi skapi sundurþykk sem hún er veikburöa. 1 ræðu sem Kristján Eldjárn hélt við siöustu alþingis setningu lét hann orð falla á þá leið að honum virtist þjóðin hafa tekið tryggö við embætti for- seta.l yfirlætisleysinu hvarflaði vitanlega ekki að honum að hann kynni sjálfur að hafa átt nokkurn þátt i þeirri góðu þró- un. Það er vissulega ekki auðvelt að vera forseti svo að öllum liki hjá smáþjóð sem fitnar á ná- búakryt og þar sem nálægðin gerir mennina smáa. Sumir telja að forsetinn eigi að vera arftaki ættborinna konunga, nokkuö hátt hafinn yfir lýðinn sem sýni honum á móti tilbæri- lega lotningu. En þessir menn gæta þess ekki að slikur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.